Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 Þorsteinn Helgason: Hvers einnar virði er sjálfstæði smáþjóðar? Texti eftir frásögn og viðtali við Thiounn Prasith I íyrra — 197S — ncrM Sovctstjórnin þrjá kcimlíka samninna um .Jrið. vináttu og samvinnu" viö stjórnir þriggja ríkja: Eþíópíu. Aínanistan <>k Victnam. íkjölfar samninganna strcymdu hcrt'iit'n <>g ráöt'jafar. Þcssar þrjár stjórnir cina allar í hlóöuf'um styrjöldum. Eþíópíustjórn hcrst t'cnn smáþjóÖinni scm hýr í Eritrcu og krcfst sjálfstæöis. Stjórn Taraki í Aítfanistan hcitir napalm- sprcnt'jum trctín hændum <>tr MúhamcÖstrúarmönnum í landinu. Víctnamstjórn fckk mcö samnintrinum næt'ilega haktryggingu til aö gcta ráöist inn í Kampútscu mcö fullum krafti. í öllum þcssum löndum mæta Moskvusinnar haröri mótspyrnu. í ytirlýsingu Irá stjórn „RauÖu kmcranna“ f Kampútscu 13. maí sl. scgir m.a. aö harátta kampútsönsku þjóöarinnar nú marki ..nýtt skciö“ / baráttu þjóöa gegn landagleypunum í Víetnam „og yfirboöurum þeirra sem hvarvetna hafi í frammi yfirgang. útþcnslu og hótanir ..." Yfirhoöararnir cru auövitaö Sovctrfkin. Þorstcinn Ilclgason hitti Thiounn Prasith amhassador Kampútscu hjá Samcinuöu þjóöunum á ráöstcfnu í París í júlíhyrjun. Ilcr fer á eftir frásögn ambassadorsins. Þorsteinn Heigason á tali við Thiounn Prasith 1. júlf sl. Aðstæður allar á tímabilinu frá frelsuninni í aprílmánuði 1975 fram að innrás Víetnama 1979 voru mjög flóknar. Aðstæðurnar eftir stríðið í Alþýðuríkinu Kamp- útseu einkenndust af því að landið var aö 80 hundraðshlutum í rúst, að tala fallinna og særðra var yfir ein milljón og byltinf; var við bæjardyrnar. Þetta sefji éf; til að benda ykkur á erfiðleikana sem við okkur blöstu. Við þessa erfiðleika bætt- ust nýir oj; meiri vegna aldagam- als ásetnings Víetnams að vilja leggja Kampútseu og Laos undir sig undir merki „Sambandsríkis Indókína". Ég tek þetta fram vegna þess, að byltingin í Kamp- útseu, þjóðfrelsunin, verður ekki skoðuð rétt nema í ljósi þessara útþensludrauma Víetnams. Víetnam hefur alið þennan draum ævalengi. Ég leyfi mér að rifja nokkur atriði upp úr fortíð- inni. Landaglcypir frá fornu fari Víetnam hafði forðum lagt 65 þús. km2 af landi Kampútseu undir sig, það land sem nú er Suður-Víetnam, þ.e. árósa Mek- ong-fljóts. Það er ekki svo mjög langt um liðið síðan þetta gerðist, síðustu landvinningarnir voru staðfestir með dreifibréfi franska landsstjórans Brévié árið 1939. Þar var um að ræða eyjarnar Koh Tral o.fl. En við höfum aldrei viljað hverfa aftur í tímann, við höfum ekki viljað grúska í þessum gömlu skjölum og gera kröfu til þessa lands. „Samhandsríki Indókína “ Það hefur jafnan verið vilji Víetnams að skapa „Sambandsríki Indókína“, og einkum þó eftir að stofnaður var Kommúnistaflokkur Indókína (árið 1930). í þessum tilgangi smeygðu geysimargir flugumenn Víetnama sér inn í raðir byltingarmanna í Kampút- seu. Ég skal aðeins segja það hér, að þjóðfrelsishreyfingin í Kampútseu var ekki sjálfstæð hreyfing fram að Genfarráðstefnunni 1954. Uún var umsetin Víetnömum frá lægstu stigum tii hinna efstu. Þessi hreyfing var undir stjórn Víetnama. Þegar ákvæði Genfarsamnings- ins neyddu Víetnama til að hverfa aftur til Norður-Víetnams var þetta á vissan hátt hagstætt, því að um stund sluppum við við þessa víetnömsku yfirstjórn. En þegar þeir komu aftur 1965 og leituðu hælis í Kampútseu { mdan her Thieus í S-Víetnam), tóku þeir upp þráðinn aftur með undirróðri og falsi, og flugumenn þeirra hófu á ný starfsemi sína. Á öllum stríðsárunum í Kamp- útseu 1970—75 sást viss samstaða út á við milli okkar, Víetnams og Laos gagnvart sameiginlegum óvini, en í reynd var um ákafa innri baráttu að ræða. Bíðið með Phnom Penh ... Þeir gerðu allt til þess að Phn- om Penh yrði ekki frelsuð á undan Saigon. Þeir sögðu alltaf við okk- ur: Verið ekki hrædd. Þegar við höfum frelsað Saigon komum við með hersveitir okkar og hjálpum ykkur að frelsa Phnom Penh. — Og þegar við frelsuðum Phnom Penh 17. april 1975 vildu Víetnam- ar ekki trúa því, svo mikið áfall var það. Hefðu þeir frelsað Saigon á undan Phnom Penh hefðu þeir lagt land okkar undir sig þegar 1975 eða ’76 og það án þess að heimsbyggðin hefði hugmynd um, hávaðalaust. Að gleypa Laos og Champa Takmark Víetnams var jafnan og fyrst og fremst að ná Kampút- seu á mjúklegan hátt — eins og þeir fóru með Laos og með samn- inginum frá júlí 1977. Víetnamar lögðu Laos undir sig án nokkurra viðbragða umheimsins. Menn álitu að hér væri mál sem snerti aðeins þessi tvö ríki. Hernám Víetnama í Laos hefur mætt mótspyrnu fólks- ins, einkum minnihlutaþjóðflokka. Stjórnsýsla í Laos er í höndum Víetnama, allt frá æðstu stjórn til þorpsfélaganna. Og samkvæmt áðurnefndum samningi eru engin landamæri til milli ríkjanna. Annars vegar höfum við Laos með tæplega þrjár milljónir íbúa (og 300 þús. flóttamenn í útlegð — eða 10% af íbúunum) og sundur- tætt af stríðinu, hins vegar Víet- nam með 50 milljónir íbúa, sem eru látnir flytja hundruðum þús- unda saman, ef ekki milljónum, inn í Laos, og menn hvattir til að leita sér innfæddra maka. Það er þess vegna álit okkar að óbreyttu, að fjórum til fimm kynslóðum héðan í frá verði engir Laotar til lengur. Þá verða engir Laotar til fremur en Champar nú á dögum. Víetnam lagði konungs^ ríkið Champa undir sig á 18. öld. í dag er það miðhluti Víetnams. Champar fyrirfinnast ekki lengur, þeir eru úr sögunni. Mikið lá við Að þjóðfrelsi unnu blöstu við okkur tvö meginverkefni: í fyrsta lagi að verja okkar unga ríkisvald, að verja það sem áunnist hafði með byltingarsigrinum, i öðru lagi að reisa landið við. í þessum tilgangi urðum við að virkja alla krafta, fólk jafnt sem náttúrugæði, alla okkar fámennu þjóð, bæði til að verja land okkar, sjálfstæði okkar og frelsi, og reisa úr rústum. Land okkar hefur 8 milljónir íbúa, stórskaðað af stríðinu, en allvel búið náttúruauðlindum, einkum búskapargæðum, land sem getur fætt 15 til 20 milljónir með hægðarleik. Við vissum af biturri reynslu að Víetnamar höfðu aldrei látið af áformi sínu að leggja Kampútseu undir sig, að tortíma sjálfstæði okkar, að útrýma kyn- þætti okkar, að gleypa land okkar. Bitur reynslan frá konungsríkinu Champa, frá Suður-Vietnam sem um aldir tilheyrði Kampútseu en Víetnam lagði undir sig, sýndi okkur þetta. Fjöldamorð? Leyfið mér að leggja áherslu á, að við höfum enga hugsanlega ástæðu til að fara illa með okkar eigið fólk, að valda því meiri þjáningum en það hafði þegar þolað. Þjóð okkar sameinaðist og færði geysilegar fórnir, — ekki bara fátæku bændurnir heldur fólk af öllum stigum þjóðfélagsins. Þið þekkið þetta úr stríðinu 1970—75. Það var þessari einingu að þakka að við unnum frelsissig- ur eftir fimm ára gjöreyðingar- stríð (dévastatrice). Eftir þetta stríð. Éftir þetta stríð höfum við þörf á öllum vinnandi höndum bæði til að verja það sem áunnist hefur í baráttu fólksins og til að byggja upp landið. Pol Pot, forsætisráðherra á gangi með skæruliðasveit í skógum Kampútseu í vor. ambassador „Rauðu kmeranna” hjá Sameinuðu þjóðunum Fyrri hluti í þessu sambandi vil ég hátíð- lega vísa á bug þeim lygum og óhróðri sem breiddur hefur verið út gegn okkur. í þessum óhróðri hafa m.a. birst ljósmyndir, sem reyndar eru falsaðar. Útvarps- stöðin France Inter hafði viðtal við mig um daginn og ég var spurður hvað ég segði um þessar myndir. Eftir viðtalið sagði við- mælandinn mér að hann vissi vel að myndirnar voru settar á svið í Thailandi. En samt spurði hann mig um þær frammi fyrir aiþjóð í þeirri trú að ég játti því að fjöldamorð hefðu átt sér stað. Mannvíg þó Þegar ég segi, að fjöldamorð hafi ekki átt sér stað, fylgir ekki þar með, að fólk hafi ekki verið vegið. Fólk var vegið að stríðinu loknu. Og hver er ástæðan? Orsak- irnar eru ýmsar. (Við áætlum tölu fallinna um tíu þúsund manns, ekki hundruð þúsunda eins og sagt hefur verið, því síður milljónir). Meginástæðan er skemmdarverk og undirróður víetnamskra flugu- manna sem hafa komið sér fyrir í okkar röðum og sumir hverjir í allmikilvægum stöðum í flokki og stjórn. Nokkrir þeirra smeygðu sér í raðir okkar fyrir löngu síðan, jafnvel fyrir Genfarráðstefnuna (1954). Markmið þeirra var að grafa undan stjórninni og kollvarpa henni til að koma á leppstjórn og koma landinu þannig undir Víet- nam þegjandi og hljóðalaust. Að- ferð þessara víetnömsku undir- róðursmanna var að ýta undir óaænægju fólks, einkum nokkurra menntamanna... Hlutverk stjórn- arinnar var því að berjast gegn þessum flugumönnum, að kveða niður þennan undirróður á viðeig- andi hátt. En okkur tókst ekki alltaf að bregðast við í tíma. Fólk galt þessara skemmdarverka. Ég skal nefna ykkur nokkur dæmi. Víetnamskir undirróðursmenn, sem komust til forystu í sam- yrkjubúunum, bönnuðu fólkinu að rækta maís, tóbak o.fl. jurtir við hús sín. Þeir sögðu að þetta stríddi gegn „félagsandanum" og æli á einstaklingshyggju. Og þegar fólk ræktaði samt, kom fyrir að þeir bönnuðu því að leggja sér ávextina til munns og sögðu að þetta væri andstætt samhyggjunni. Þannig afskræmdu þeir stefnu okkar, sem aldrei hefur verið andsnúin hags- munum almennings. — Þegar stjórnin greip til sinna ráða til að ráða bót á slíku og vék ábyrgum aðilum frá, lagði hún áherslu á, að þessi ræktun væri ekki aðeins heimil, heldur hvöttum við til þess að menn ræktuðu við hús sín og hvarvetna og nærðust af ávöxtum vinnu sinnar. Því hverjum er það í hag þegar allt kemur til alls? Landinu, samfélaginu, — vegna þess að fólkið nærist og öðlast meirí þrótt til að byggja upp’ landið. Annað dæmi. í nokkrum sam- yrkjubúum neituðu forystumenn að deila út fötum sem stjórnin 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.