Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 29 iu skyrtunni, fylgdist meö löndun Per Clausen verksmiöjustjóri skoöar hráefniö og taldi hann Þaö allgott, en Þó væri helzt til mikil áta í loðnunni. iim áfram við Jan fram i september” segir Svein Rosök skipstjóri á Uksnöy frá Alasundi — Við förum líka í Barentshaf- ið, en ekki strax, sagði Sveinn. — Við reynum áfram við Jan Mayen, sjálfsagt fram í september. Gall- inn við veiðarnar í Barentshafinu er sá, að þar má hver bátur aðeins veiða ákveðinn kvóta og honum náum við á stóru bátunum í 3 veiðiferðum. Það myndi strax muna okkur miklu ef við næðum þremur ferðum til Jan Mayen svo tíminn nýtist sem bezt. Ekki veitir af, skipið er tiltölulega nýtt og nauðsynlegt að afla vel til að grynnka á skuldunum. — En hversu mikið teljið þið ykkur mega veiða samtals við Jan Mayen? — í rauninni vitum við það alls ekki. Norskir fiskifræðingar vita það ekki heldur og verða að trúa því, sem íslenzkir fiskifræðingar segja þeim. Við norsku sjómenn- irnir höfum reyndar ekki mjög mikið álit á okkar fiskifræðingum, því þeir hafa ekki sýnt mikla vizku í samskiptum sínum við aðra fiskifræðinga og okkur finnst þeir ekki hafa staðið sig vel í fisk- verndunaraðgerðum sínum. Sveinn Rosök sagði, að auk loðnuveiðanna hefðu þeir um tíma stundað kolmunnaveiðar við Fær- eyjar og einnig makrílveiðar. — En það er ljóst að laun okkar í ár verða ekki mikil, hélt hann áfram. — Við höfum áætlað að sjómennirnir á skipi okkar hafi í kringum 25—30 þúsund krónur (1.8—2.3 milljónir ísl. króna) seinni helming ársins og eru það ekki eins mikil laun og verkamenn geta fengið í landi. Þá er ekki tekið tillit til fjarvista sjómanna og þess hversu langur vinnutími þeirra getur orðið, þeir þurfa að vera reiðubúnir hvenær sem er sólarhringsins og við höfum held- ur ekki nein ákveðin sumarfrí eins og verkamenn í landi. Sveinn Rosök sagðist ekki viss um að Norðmönnum tækist að veiða miklu meira en 90 þúsund tonn og kvaðst Sveinn halda að næstu daga myndi loðnan dreifa sér og aflinn smám saman minnka. — En ekki einn einasti norskur sjómaður hefur áhuga á loðnu- stríði við íslendinga, allt tal um loðnustríð er búið til í fjölmiðlum af stjórnmálamönnum og það vilja norskir sjómenn ekki kannast við. — Mál málanna meðal norskra sjómanna er það hversu útlitið framundan er dökkt. Fiskiskipa- flotinn er orðinn alltof stór og við höfum ekki verkefni fyrir allan þennan flota. Það er ekki mögu- legt fyrir alla þessa sjómenn að hafa góð laun, en hvað verður hægt að gera er ekki ljóst, sagði Sveinn Rosök að lokum. Ríkisstjórn- aríundi frest- að vegna ágreinings Ragnar Arnalds segir ágreining vera á milli til- lagna sjálfstæðismanna og alþýðubandalagsmanna ann- ars vegar og Framsóknar og Alþýðuflokks hins vegar ÁGREININGUR varð á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun, þar sem Jan Mayenmálið var til umræðu. Ágreiningurinn kom upp eftir að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra kom fram með tillögur sem hníga mjög í sömu átt og þær tillögur er Benedikt Gröndal utanríkisráðherra hafði áður sett fram. Ráðherrar Al- þýðubandalagsins lýstu óánægju sinni með þessar nýju tillögur. og óskuðu eftir því að fundi ríkis- stjórnarinnar yrði frestað. Það var gert, og lauk fundinum því eftir hádegi í gær án þess að nokkur niðurstaða fengist í mál- inu, en nýr ríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður árdegis í dag. Þá hefur einnig verið boðað- ur fundur í landhelgisnefnd f dag, á undan ríkisstjórnarfund- inum, að sumra áliti að ósk ráðherra Alþýðubandalagsins, en Ragnar Arnalds segir það ekki vera frekar að þeirra ósk en annarra. Á ríkisstjórnarfundinum í gær gerði Benedikt Gröndal grein fyrir þeim tillögum sem þegar hafa komið fram í landhelgisnefnd, en það eru tillögur Matthíasar Bjarnasonar, Ólafs Ragnars Grímssonar og Benedikts Grön- dals. Eftir að utanríkisráðherra hafði gert grein fyrir þessum tillögum og þeim umræðum sem orðið hafa um Jan Mayenmálið i nefndinni, gerði Kjartan Jóhanns- son grein fyrir viðræðum sínum við Frydenlund utanríkisráðherra Norðmanna, en þeir hittust sem kunnugt er að máli í Kaupmanna- höfn um helgina. Þar mun þó ekki hafa verið um samningaviðræður af einu eða neinu tagi að ræða, heldur ræddu ráðherrarnir málið og kynntu hvor öðrum skoðanir sínar og stöðu málsins heima fyrir. Þá kom Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra fram með tillögu um hvernig að málinu skyldi staðið af hálfu íslendinga, og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gengu þær tillögur mjög í sömu átt og tillögur utanríkisráð- herra, og koma nánast í beinu framhaldi af þeim. Ráðherrar Alþýðubandalagsins lýstu óánægju sinni með tillögur for- sætisráðherra, og fóru fram á að fundi ríkisstjórnarinnar og þar með afgreiðslu málsins yrði frest- að þar til í dag, og var orðið við þeim óskum sem fyrr segir. Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær- kvöldi, að fundurinn í landhelgis- nefndinni í dag væri ekkert frekar haldinn fyrir orð alþýðubanda- lagsmanna en annarra. Nauðsyn- legt væri hins vegar að menn ræddust betur við um þann grund- völl sem standa yrði á þegar farið yrði til viðræðna við Norðmenn, og þar sem sjónarmið flokkanna hefðu ekki verið að fullu sam- ræmd hefði ekki verið tímabært að samþykkja neina tillögu á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Því hefði legið beinast við að fresta málinu og halda fund í landhelgis- nefnd til að mönnum gæfist þar betri kostur á að samræma sjón- armið sín. Varðandi það hvort tillaga forsætisráðherra hefði vakið óánægju á fundi ríkisstjórn- arinnar sagði Ragnar orðrétt: „Það er nú eins og gengur, það sýnist sitt hverjum í flóknu máli, og við töldum óhjákvæmilegt að það lægi skýrar fyrir á hvaða grunni íslenska samninganefndin væri reiðubúin til samninga þann- ig að nefndarmenn væru ekki með skiptar skoðanir, það getur aldrei góðri lukku stýrt. En ekki hefur verið um nægilegan skýran grund- völl að ræða. Það er vitað að nokkur áherslumunur hefur verið á milli þeirra hugmynda sem alþýðubandalagsmenn og raunar sjálfstæðismenn einnig, hafa lagt áherslu á, og svo hins vegar þeirra hugmynda sem komið hafa fram hjá forystumönnum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks." í gær síðdegis var haldinn fund- ur í þingflokki Alþýðuflokksins, þar sem eingöngu var rætt um Jan Mayenmálið. Að sögn Benedikts Gröndal voru ekki gerðar neinar ályktanir á fundinum, en fram hefði hins vegar komið að þing- menn flokksins stæðu einhuga að baki þeim tilraunum sem hann hefði gert til að skapa samstöðu innan ríkisstjórnarinnar á grund- velli tillagna sinna. Utanríkisráðherra sagðist í gær ekki vilja spá fyrir um hvort málið yrði endanlega útkljáð í dag, þó hann vonaði það, en Ragnar Arn- alds kvaðst telja það sennilegt að endanlega yrði gengið frá samn- ingsgrundvelli fyrir íslendinga til að standa á í viðræðunum við Norðmenn á fundi landhelgis- nefndar og síðar ríkisstjórnarinn- ar í dag. Ekki hefur verið ákveðið hverjir muni taka þátt í viðræðunum við Norðmenn er þær hefjast á ný, og hafa verið uppi vangaveltur um hvort ráðherrar einir eigi að skipa íslensku viðræðunefndina auk stjórnarandstöðunnar eða hvort aðrir fulltrúar flokkanna eigi allt eins að eiga þar sæti. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að það skipti ekki máli að sínu mati, ástæðulaust væri að deila um keisarans skegg í því efni. Mikil- vægast væri að koma viðræðunum í gang eins skjótt og auðið væri, mikilvægi málsins væri slíkt að það þyldi ekki öllu lengri bið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.