Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979
Herferðin „Eflum Tímann,,
„Við gerum skurk í
þessu með haustinu”
— segir framkvæmdastjórinn
„ÉG HEF nú ekki neinar tölur
handbærar, þetta er ákaflega
erfiður tími til að standa í
svona söfnun vegna sumar-
leyfa o.s.frv., en ég reikna með
að það verði gerður skurkur í
þessu með haustinu,4* sagði
Jóhann H. Jónsson fram-
kvæmdastjóri Tímans, þegar
blaðamaður Morgunblaðsins
spurði hvernig söfnunin
„Eflum Tímann“ gengi.
Jóhann sagði að söfnunin
hefði gengið þokkalega, ekki
hefði safnast mjög mikið af
peningum en nokkuð af stuðn-
ingsloforðum. Hann sagði að
söfnunin væri þríþætt, það er
frjáls framlög, söfnun áskrif-
enda og söfnun styrktaráskrif-
enda. Hann sagði að þegar
söfnunin fór af stað í júní hefði
verið stefnt að því að safna 100
milljónum í peningum og
áskriftum, en gat ekki upplýst
hve fjarlægt það markmið væri
nú. Jóhann sagði að söfnunin
myndi standa eitthvað fram á
haustið og að átak yrði gert í
henni í september og október
Rússneska rannsóknaskipið „Akademik Krilov“ ( Sundahöfn um helgina og snýr skutnum að
(sbrjótnum nWestwind“ frá bandarísku strandgæslunni. Ljósm. mm. ói. k. m.
Vopnaður vörður við landganginn
RÚSSNESKT rannsóknaskip
með vopnaðan vörð við
iandganginn og ísbrjótur frá
bandarísku strandgæslunni
voru í Sundahöfn um helgina.
Skipin munu hafa komið hing-
að aðfararnótt laugardagsins
og var ísbrjóturinn „Westwind“
til sýnis borgarbúum á laugar-
dag.
Margir fóru þá að skoða skipið
sem er 6000 tonn að stærð með
145 manna áhöfn. Skipin lágu
við sama hafnarbakkann og
veittu menn því athygli, að
Rússum var svo mikið í mun að
enginn færi um borð að
vopnaður vörður var hafður við
landganginn. Rannsóknaskipið
„Akademik Krilov" er 9000 tonn
að stærð en óvíst með fjölda
skipverja, það fór héðan í
fyrradag en ísbrjóturinn fer
héðan á morgun.
Sterkar raddir uppi í
N oregi um ad stöd vad
verdi við 90 þús. lestir
Rannsóknaskipin G. O. Sars og Bjarni Sæmundsson við bryggju á
Akureyri í gær. Ljósm. Sverrir Pálsson.
Engar upplýsingar um nið-
urstöður loðnuleiðangurs
Akureyri 13. ágúst.
RANNSÓKNASKIPIN Bjarni
Sæmundsson og G. O. Sars komu I
Vísir býdur
fulltrúum stjórn-
m álaf lokkanna
til Jan Mayen
Dagblaðið Vfsir hefur boðið full-
trúum frá öllum stjórnmála
flokkunum f kynnisför til Jan
Mayen, að sögn Harðar Einarsson
ar ritstjóra. Norðmenn hafa veitt
'Vísismönnum lendingarleyfi á eynni
og að sögn Harðar verður flogið
strax og veður leyfir, í dag eða næstu
daga.
til Akureyrar um helgina að
loknum rannsóknaleiðangri á
loðnuslóðir f Norðurhöfum.
Norskir og íslenskir fiskifræð-
ingar, sem verið hafa um borð í
skipunum við rannsóknastörf,
halda fundi á Akureyri um niður-
stöður rannsóknanna og munu
þeir skila sjávarútvegsráðuneyt-
inu skýrslu um niðurstöðurnar á
morgun eða miðvikudag.
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur og leiðangursstjóri um
borð í Bjarna Sæmundssyni sagði
í dag, að fiskifræðingarnir mundu
sjálfir ekki gefa neinar
upplýsingar um rannsóknirnar að
þessu sinni, a.m.k. ekki fyrr en
þeir hefðu sent ráðuneytinu
skýrslu sína.
13. ágúst.Frá fréttaritara
Mbl. í Ósló,
Jan Erik Lauré.
„ÉG VONA að deilur íslendinga
og Norðmanna um Jan Mayen
leysist mjög fljótlega,“ sagði
Knut Frydeniund utanrfkisráð-
herra Noregs í samtali við frétta-
ritara Morgunblaðsins f Ósló f
gær. „Ég tel að grundvöllur sé
fyrir nýjum viðræðum á þeim
grundvelli, að íslendingar viður-
kenni rétt Norðmanna til 200
mílna efnahagslögsögu umhverf-
is Jan Mayen, og full eining er
um rétt íslendinga til að hagnýta
auðlindir á þessu umdeilda
svæði,“ sagði Frydenlund
ennfremur.
Frydenlund og Kjartan Jó-
hannsson áttu með sér marga
fundi um helgina, þar sem þeir
sátu fund norrænna jafnaðar-
manna í Kaupmannahöfn. „Við
höfum rætt vandamálin og reynt
að komast að sameiginlegum
grunni fyrir frekari viðræður,"
segir Frydenlund. „Ég geng al-
gjörlega út frá því að Norðmenn
stöðvi loðnuveiðar sínar við 90
„Mér finnst heldur seint
ganga með þetta allt saman”
segir Vilhjálmur Hjálmarsson alþingismaður um fram-
kvæmdir við Þjóðarbókhlöðu, Útvarpshús og Listasafn
„ÉG tel mig hafa á samviskunni þrjú hús frá því að ég var ráðherra. Þjóðarbókhlöðuna, Listasafnið og
Útvarpshúsið, og ég verð nú að segja það að mér finnst heldur seint ganga með þetta allt saman“, sagði Vilhjálmur
Hjálmarsson alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er
leitað var álits hans á seinagangi við byggingu Þjóðarbókhlöðunnar sem áður hefur verið skýrt frá hér f blaðinu.
„Það er kannski ekkert nýtt að
seint gangi með þessi mál, því það
var þannig einnig meðan ég var í
þessu“, sagði Vilhjálmur ennfremur,
„en þó tókst aðeins að ýta þessu öllu
saman af stað. Ég hef alítaf álitið
það svolítið hættulegt að menn líti á
Þjóðarbókhlöðuna sem þjóðhátíðar-
ákvörðun. Það gefur málinu dálítið
þann blæ að þetta sé eitthvert
hátíðar- og stemningaruppátæki, en
þannig er það alls ekki. Hér er um
það að ræða að bæta úr óskaplega
brýnni þörf hjá þremur söfnum, það
er Landsbókasafninu og Háskóla-
bókasafninu, sem fara í Þjóðarbók-
hlöðuna, og svo Þjóðskjalasafninu
sem fær aukið rými þegar Lands-
bókasafnið getur flutt. Starfsemi
þessara safna hefur verið hálf lömuð
vegna aðstöðuleysis. Þá má einnig í
þessu sambandi minna á að þegar
Útvarpshúsið nýja kemst í gagnið
losnar um Hafrannsóknastofnunina
og þegar Listasafnið kemst undir þak
losnar heilmikið pláss hjá
Þjóðminjasafninu sem orðið er mjög
þröngt um. Því má einnig bæta við að
beinlínis eru fyrir hendi fjármunir
til framkvæmda í ár og næsta ár í
sjóði sem er merktur „Útvarpshúsið".
Það mál er því ef til vill en sárgræti-
Iegra en hin, að ekkert skuli ganga.
Það eru vissulega erfiðir tímar hjá
þjóðinni, en menn mega nú ekki
alveg tapa áttunum, og alla vega held
ég að ekki ætti annað að koma til
greina en að þessar 200 milljónir sem
nú voru veittar samkvæmt fjái lögum
renni til byggingar Þjóðarbókhlöð-
unnar.
Þar spilar svo undirbúningurinn
einnig eitthvað inn í, því menn voru
eitthvað seinni til en til stóð við
Þóðarbókhlöðuna, þar sem vinnu-
teikningar voru ekki alveg eins til-
búnar og menn höfðu gert sér vonir
um að væri þegar átti að halda áfram
með framkvæmdir.
Ég vil að lokum segja það, að þrátt
fyrir að sú viðleitni sé ef til vill góðra
gjalda verð, að draga heldur saman
seglin, þá hélt ég nú satt að segja að
vinnumarkaðurinn á höfuðborgar-
svæðinu væri ekki svo mjög þaninn
að guðlast væri að halda áfram
þessum þremur verkum," sagði
Vilhjálmur að lokum, en hann var
staddur austur á Brekku í Mjóafirði
er blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við hann í síma.
þúsund tonna takmarkið," sagði
Kjartan Jóhannsson hins vegar.
Að sögn norska blaðsins Aften-
posten eru uppi mjög sterkar
raddir um það innan norsku ríkis-
tjórnarinnar, að norskir loðnu-
veiðisjómenn verði beðnir að
stöðva veiðar sínar þegar 90 þús-
und lesta afla er náð.
í samtali við Aftenposten segir
Kjartan Jóhannsson, að nauðsyn-
legt sé að viðræðum Norðmanna
og íslendinga verði komið á aftur
allra næstu daga. Það er mikil-
vægt, segir Kjartan Jóhannsson,
og leggur áherslu á að Jan Mayen-
málið hafi komið illa við íslend-
inga, og að sambandið milli þjóð-
anna muni skaðast ef ekki næst
samkomulag innan skamms.
Frydenlund segir að samræður
þeirra Kjartans Jóhannssonar
hafi verið gagnlegar, og segir það
vera áhugamál beggja þjóðanna
að koma á raunverulegum viðræð-
um næstu daga. Kvaðst hann vilja
undirstrika að ástandið yrði ekki
betra ef tíminn liði án þess að
viðræður yrðu hafnar á ný.
Belgískur togari
f ærður til hafnar
VIÐ KÖNNUN varðskips-
manna á Tý í gær á veiðar-
íærum og aíla belgíska tog-
arans BELGIAN SAILOR
0-313 frá Ostend kom í Ijós
að togarinn var með ólöglega
möskvastærð í belg og poka.
Möskvastærðin var allt nið-
ur í 130 millimetra, en má
ekki vera undir 155 millimetr-
um. Togarinn var færður til
hafnar í Vestmannaeyjum og
verður réttað í máli skipstjór-
ans í dag.
Varðskipsmenn fóru einnig
INNLENT
um borð í tvo aðra belgíska
togara, einn færeyskan tog-
ara og þrjá færeyska hand-
færabáta en fundu ekkert
athugavert.
Benedikt
fer utan í
fyrramálið
BENEDIKT Gröndal utanríkis-
ráðherra fer í opinbera heimsókn
til Danmerkur f fyrramálið.
Það er Henning Christophersen
utanríkisráðherra Danmerkur
sem er gestgjafi Benedikts, en
hann mun í förinni ræða við
danska ráðamenn, hitta að máli
yfirstjórn varnarmála í Vedbaek
og halda blaðamannafund. Heim-
sókn Benedikts lýkur á föstudag
og heim kemur hann á laugardag.
Hverfisgötumálið:
Ákærður fyrir manndráp
RÍKISSAKSÓKNARI hefur
gefið út kæru á hendur Þráni
Kristjánssyni fyrir að hafa
orðið Svavari Sigurðssyni að
bana í húsi við Hverfisgötu 1.
apríl s.l.
Er Þráinn ákærður fyrir
brot á 211. grein almennra
hegningarlaga. Sakadómur
Reykjavíkur hefur fengið mál
hans til meðferðar. Þráinn
situr nú í gæzluvarðhaldi.