Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1979 • ÍR-ingar urðu nokkuð óvænt en verðskuldað íslandsmeistarar í 5. flokki. Ljósm. Bj. Bj. Úrslit í 5. flokki lauk um helgina: ÍR-ingar unnu sinn fyrsta Islands- meistaratitil, unnu Þor 5-1 í úrslitum I ÍR, Reykjavíkurfélagið I gamla krækti sér í sinn 'í fyrsta íslandsmeistaratitil J í sögu sinni, þegar 5. ' flokkur félagsins vann ■ nokkuð óvæntan, en þó | mjög verðskuldaðan sigur ] í íslandsmótinu í knatt- ] spyrnu, en úrslit í 5. flokki J urðu á Laugardalsvelljn- ] um á sunnudaginn. Úr- P slitakeppnin hófst á ] fimmtudagskvöldið. ÍR ] sigraði Þór frá Akureyri í ] úrslitaleik með 5 mörkum J gegn einu, eftir að staðan í J hálfleik hafði verið 1-0 ] fyrir ÍR. Sex lið voru mætt ■ til leiks, sigurvegarar úr [ þeim sex riðlum sem leikið [ hefur verið í um land allt í 5 sumar. Liðunum sex var J skipt í tvo riðla, í þeim J fyrri léku ÍA, ÍBK og ÍR J og í þeim síðari Þór, Sel- J foss og Sindri frá Horna- j firði. Margir gátu sér þess til að ÍA og ÍBK byggju yfir sterkustu liðun- í um. ÍR-liðið hafði einnig reynst Q gott í sumar, en flestir veðjuðu samt á í A eða ÍBK, Þór, Selfoss og k Sindri voru stór spurningamerki. | Það kom því nokkuð á óvart, þegar » ÍR sigraði ÍBK örugglega 3—0 og 9 gerði jafntefli við ÍA, 2—2 og ^ tryggði sér þar með úrslitasæti. h Mörk ÍR gegn ÍBK skoruðu Jónas k Guðbjartsson (2) og Sveinn Arn- J arsson (Arnars Guðlaugssonar), 1 sem skoraði eitt mark. Mörk ÍR í gegn ÍA skoruðu síðan þeir Hlyn- ^ ur Jóhannsson og siðara mark ÍR || var sjálfsmark. Skagamenn svör- ■ uðu með mörkum þeirra Arnars J Svanssonar og Jóhannesar Gunn- iaugssonar. ÍA sigraði ÍBK síðan 3—2, þannig að íA og ÍR voru jöfn að stigum, en ÍR fór í úrslitin á betri markatölu. Þór og Selfoss virtust líklegust til að heyja einvígi um hitt úr slitasætið og það kom líka á daginn að sem liðsheildir voru bæði liðin sterkari heldur en Sindri, sem hafði þó greinilega á að skipa einhverjum snjöllustu leikmönnum úrslitanna. Þór vann Selfoss strax á fimmtudagskvöldið og er liðið lagði Sindra að velli 5—2, var útslitasætið staðreynd. Mörk Þórs gegn Sindra skoruðu Eymundur Eymundsson, sem skoraði þrennu, Hlynur Birgisson og Ólafur Hilmarsson. Sindri svaraði með tveimur mörkum Óm- ars Bragasonar. Selfoss tryggði sér síðan rétt til að leika gegn IA um þriðja sætið, með því að sigra Sindra 3—2. Mörk Selfyssinga skoruðu þeir Jón Birgir Guð- mundsson, Hrannar Erlingsson og Páll Guðmundsson. Mörk Sindra skoruðu Ómar Bragason og Þrándur Sigurðsson. ÍR meistari — gjafamörk í lokin ÍR og Þór frá Akureyri leiddu saman hesta sína i úrsiitaieiknum og var mikið jafnræði og lítið um færi framan af. Brá oft fyrir góðum leikköflum, en framan af var þó baráttan í fyrirrúmi, er bæði liðin reyndu að ná betri tökum á ieiknum. Stundum virtust færi liggja í loftinu, en komu svo ekki, Þórsar- ar náðu smám saman ívið betri tökum á leiknum, en þá skoruðu ÍR-ingar skyndilega. Þar var á ferðinni Jónas Guðjónsson með stórglæsilegt þrumuskot utan úr vítateig. Hefði margur meistara- flokksmaður verið ánægður með sig að framkvæma eitthvað svipað marki þessu. Þetta var á 24. mínútu leiksins, eða einni mínútu fyrir leikhlé, besta tíma. Það var sami þæfingurinn framan af síðari hálfleik, en þegar ÍR-ingar skoruðu sitt annað mark fór að draga af norðanmönnum. Það var Sveinn Arnarsson sem skoraði með skalla eftir horn- spyrnu á 35. mínútu og var vörn Þórs þar illa á verði. Þórsarar minnkuðu muninn 3 mínútum síðar með marki Eymundar Ey- mundssonar af stuttu færi, en síðan komu mörkin á færibandi hjá ÍR og var vörn Þórs úti að aka lengst af. En mörkin voru gullfall- eg, Jónas skoraði annað mark sitt með þrumuskoti utan úr teig á 43. mínútu, en mínútu síðar skoraði Hörður Theodórsson fallegasta markið, komst fyrst einn inn fyrir, en lét verja hjá sér, boltinn barst í átt að hliðarlínunni þangað sem Hörður sótti hann. Hann fór sér í engu óðslega, heldur lagði boltann fyrir sig og spyrnti upp í vinkilinn fjær, yfir markvörðinn og tvo varnarmenn sem allir stóðu á línunni, glæsimark. Hörður var aftur á ferðinni 3 minútum síðar, er vörn Þórs færði honum annað færi. Og hann skor- aði með þrumuskoti af stuttu færi, 5-1. Þó að sigur ÍR hafi verið sanngjarn. var engum blöðum um |)að að fletta, að hann var of stór miðað við gang leiksins, því að lengst af mátti vart milli sjá hvort liðið var sterkara. Það reyndist vera IR á lokasprettinum. Selfyssingar sterkir Frammistaða Selfyssinga var með miklum ágætum, en varla hafa Selfyssingar oft átt lið í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.