Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 10

Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 Mikilvægt að finna ný atvinnu- tækifæri Spjallað við Roar Nöstvik bœjarstjóra í Bodö Loðnulöndun í Bodö. Á um það hil hálftíma fresti og jafnvel oftar má heyra drun- ur mikiar úr lofti I Bodö. Koma þær frá herfluj?vélum er taka sig upp og lenda öðru hverju allan daginn og fram á nótt. Skýringin er sú að hér eru aðalstöðvar noskra landvarna og flugherinn hefur hér aðsetur sitt. Er umferð um flugvöllinn af þessum sökum jafnmikil og um Fornebu flugvöll við Osló. I dagblöðum í Bodö er einmitt um þessar mundir rætt mikið um hvað gera eigi til að draga úr þessum hávaða. sem yfir- gnæfir gjörsamlega þá vinalegu mótorskeili sem fiskibátarnir hér gefa frá sér þegar þeir eru á ferð um höfin. Röar Nöstvik heitir bæjarstjórinn f Bodö og fer hér á eftir spjall við hann um atvinnulíf hér og í norður Noregi. — Þar sem allar fiskveiðar Norðmanna fara nú minnkandi að því er virðist er enginn vafi á því að loðnuveiðarnar við Jan Mayen svo og í Barentshafi eru mjög þýðingarmiklar fyrir sjó- mennina og allt atvinnulíf í landi, segir bæjarstjóri. Greini- legt er að flotinn er orðinn alltof stór miðað við það magn sem við megum veiða og á það við um allar fiskveiðar meira og minna. Fer þá atvinnulífi hnignandi hér í Bodö? —Nei, sem betur fer höfum við ekki fundið fyrir því enda bygg- ist atvinnulifið hér ekki ein- göngu á sjósókn. Hér eru að vísu margir sjómenn, en margir eru með sína eigin litlu báta, sem veiða hér stutt frá og þeim hafa ekki verið settar takmarkanir varðandi veiðarnar í soðið handa okkur. Fiskveiðar allar eru undirstöðugrein í atvinnulífinu í Víða á vesturströnd norður Noregs selja rækjusjómenn aflann beint úr bátum sínum þúsund væru á margan hátt svipaðir bæir. Þeir hefðu sæmi- lega fjölbreytt atvinnulíf, en aftur á móti væru Mo í Rana með járnvinnslu sína, Kirkenes með námugröft og Mosjöen með álvinnslu fremur sérhæfðir bæ- ir. —Þessari sérhæfingu fylgir líka sá annmarki að sífellt færri starfsmenn þarf til að framleiða sífellt meira og kemur þetta reyndar fram í öllu atvinnulíf- inu, landbúnaði, iðnaði og sjávarútvegi. Því er mjög mikil- vægt fyrir þessa sérhæfðu bæi einkanlega að finna ný atvinnu- tækifæri og reyndar hina bæina líka til að taka við auknu fram- boði á starfskröftum. —í norður Noregi er aðeins að finna 3 hráefni: fiskinn, námur og fallorkuna, sem dregur til sín stóriðnað. Fjórða hráefnið, oi- íuna, höfum við ekki enn, en vonumst þó til að fá hana líka. norður Noregi, en ekki sérstak- lega fyrir Bodö. Atvinnulíf hér einkennist af verzlun og viðskiptum og margs konar opinber þjónusta er stað- sett hér. Má segja að Bodö sé líka nokkurskonar þjónustubær fyrir nágrannabæina, en atvinnulíf hér er ekki eins sveiflukennt og það getur orðið hjá þeim sem einhæft atvinnulíf hafa. íbúafjöldi Bodö er nú kringum 33 þúsund manns, upplýsir Nöst- vik og sagði hann að fólksfjöld- inn stæði nokkurn veginn í stað en þó væri allmikil hreyfing á fólki til bæjarins og frá. Flytja árlega kringum 800 manns tii bæjarins og álika margir burt. Þar sem sums staðar er erfitt um samgöngur er þægilegt að geta gripið til sjóflugvélarinnar og lent næstum hvar sem er í nágrenni bæja. Þrátt fyrir að Bodö sé ekki hefðbundinn fiskimannabær má þar finna fjölda báta. bæði fiskibáta og skemmtibáta. Hver er skýringin á því? —Hún er m.a. sú að hér eru tvö stór sjúkrahús og talsverð hreyfing er á starfsfólki þeirra, sem er samanlagt kringum 1500 manns. Sama er að segja um flugherinn, en þar koma nærri 3000 manns við sögu og fara hermenn mikið milli staða og hafa stutta viðdvöl hjá okkur. Þá má einnig nefna að fólk úr sveitum hér fyrir norðan notar Bodö fyrir eins konar stökkpall áfram suður á bóginn. —Hingað kemur fólk úr sveit- um hér frá landsbyggðinni, aflar sér kannski frekari menntunar, enda er hér að finna skóla af ölium tegundum, og heldur síðan áfram suður eftir nokkurra ára viðdvöl hér, en suður frá er úr mun fleiri atvinnutækifærum að velja. Roar Nöstvik sagði að Tromsö með 45 þúsund íbúa, Harstad með 25 þúsund og Bodö með 33 Olíuvinnsla í norður Noregi gæti hjálpað okkur til að sporna við fólksflótta suður á bóginn. Gert er ráð fyrir að leitað verði næsta sumar á nokkrum stöðum utan við Tromsö og eru bundnar vonir við að þar finnist bæði olía og gas. Að sjálfsögðu verður að fara með öllu með mikilli gát, því þarna eru enn mikilvæg fiski- mið, sem alls ekki má skemma og því verður að gæta ítrustu varúðarráðstafana. Að lokum er Roar Nöstvik spurður hvort einhver sérstök vandamál steðji að Bodö um þessar mundir: Ekki umfram það sem venju- lega eru um bæjarfélag. Við eigum við t.d. sígilt vandamál að etja, húsnæðisskort, en við von- umst ann húsakost að nokkru sem fyrir er og auka, enda verða kröfur fólks sífellt meiri í þess- um efnum. jt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.