Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 ÍR varð hinn öruggi sigurvegari í Bikarkeppni FRÍ í 1, deild sem fram fór um helgina í Laugardalnum. Áttundi sigur ÍR-inga í 1. deild — og allir hafa sigrarnir unnist á siðustu átta árunum. Glæsilegur árangur hja ÍR, sem teflir fram góðum einstaklingum og mikilli breidd og þar liggur iykillinn að velgegni félagsins í frjálsum íþróttum síðustu árin undir styrkri stjórn hins ötula þjálfara, Guðmundar Þórarinssonar. ÍR hlaut 145 stig, varð 17 stigum á undan Ármanni er hlaut 128 stig. KR varð í þriðja sæti með 109 stig, UMSK með 107 stig, FH 88 en Þingeyingar féllu í 2. deild — hlutu 65 stig. í karlaflokki hlaut ÍR 92 stig en Ármann varð efstur í kvennaflokki með 58 stig. Baráttan í Laugardal stóð fyrst og síðast um sæti — að safna stigum til félagsins. Baráttan um sekúndubrot og sentimetra sat því ekki eins í fyrirrúmi og árangur var fremur slakur þegar á heild- ina er litið. Þó leit heimsmet ölduga dagsins ljós — og auðvitað var þar að verki hinn síungi „öldungur", Valbjörn Þorláksson. Hann hljóp 400 metra grinda- hlaup á 56.1 og varð í öðru sæti á eftir Þráni Hafsteinssyni er hljóp á 55.2. En Valbjörn er nú hálf- fimmtugur og árangur hans sér- lega glæsilegur því 400 metra grindahlaup er einhver erfiðasta grein frjálsra og reynir mjög á þolrif ungra manna — hvað þá hálffimmtugra. „Ég vissi eiginlega ekki við hverju átti að búast," sagði Valbjörn eftir hlaupið. „Ég hljóp 400 grind síðast 1964 og þá á 56.6 svo árangurinn er betri nú. Mér fannst við fara of rólega af stað, allt of rólega.“ Nú er NM öldunga framundan, ferðu þang- að? „Ég hef vissulega hug á því en FRÍ á alveg eftir að taka ákvörðun um það. Eftir hinn góða árangur minn í Þýzkalandi þá finnst mér sjálfsagt að senda 2—3 keppendur. Það yrði góð landkynning því staðreyndin er að við vinnum ekki allt of marga sigra erlendis. Þessi mót eru orðin það umfangsmikil og vekja það mikla eftirtekt að við getum vart staðið utan við,“ svar- aði Valbjörn. Það var ekki bara í 400 metra grindahlaupi, sem Valbjörn sýndi snilldartakta. Hann sigraði einnig í 110 metra grindahlaupi, hljóp á 15.0 samkvæmt handklukku. En tími hans á rafmagnsklukku, sem einnig var tekinn var 15.29 og teldist Islandsmet á rafmagns- tæki. Tækni Valbjarnar fyrst og fremst færir honum sigrana — þar geta ungu mennirnir margt af honum lært. Lára Sveinsdóttir hljóp 100 metra grindahlaup vel innan við Islandsmet Ingunnar Einarsdótt- ur, sem er 13.9. Lára hljóp á 13.7 en klaufaskapur mótshaldara ger- ir það að verkum að íslandsmet hennar fékkst ekki staðfest. Sífelld vandræði með rafmagns- tækin gerðu það að verkum að tími Láru var aðeins tekinn á eina klukku en minnst tvær þarf til að viðurkenna met. Sárt fyrir Láru sem var mjög sár vegna þessara mistaka — Islandsmet beinlínis tekið af henni. „Ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum. Þeir mega víst ekki staðfesta metið þar sem aðeins ein klukka tók tímann. Þó á eitthvað að funda um það. Ég náði góðu hlaupi, startið að vísu ekki alveg nógu gott en síðan small allt saman. Þá hjálpaði veðrið — aldrei þessu vant var það eins gott og bezt verður á kosið. Það hefur því miður ekki verið allt of oft, sem veðrið hefur leikið við okkur svo mistökin eru nánast ófyrirgefanleg. Ég kenni ekki tímavörðum um — heldur leik- stjóra, mótshöldurum sem eiga að sjá um að hafa svona hluti í lagi,“ sagði Lára og var ekki furða þó hún væri vonsvikin — gífurleg vinna að baki og loks þegar me.t- tími náðist þá brugðust menn utan brautarinnar. Lára var í miklu stuði í Bikarkeppni FRÍ — hún sigraði í 100 metra hlaupinu á 12.24 sem er met á rafmagnstíma- töku. Hið sama var uppi á ten- ingnum í 200 metra hlaupinu, þar var met á rafmagnsklukku, 25.23, auk boðhlaupsmets. En ÍR varð hinn öruggi sigur- vegari og þegar í fyrstu grein kom ÍR sigur, í 400 metra grindahlaup- inu þegar Þráinn Hafsteinsson sigraði. Þórdís Gísladóttir sigraði örugglega í hástökkinu, 1.74. ÍR-ingurinn Friðrik Þór Óskars- son sigraði örugglega í langstökki og þrístökki, 7.03, og 14.60. Ágúst Asgeirsson sigraði bæði í 3000 metra hindrunarhlaupi og 5000 metra hlaupi, í spjótinu og kringl- unni sigraði Óskar Jakobsson. Hann var annar í kúluvarpinu á eftir félaga sínum, Hreini Halldórssyni. Hreinn varpaði 19.72 en Óskar 19.04 og greinilegt að stíll hans hefur lagast verulega en hann hefur dvalist í Banda- ríkjunum við æfingar. Hins vegar var Óskar lítt ánægður með ár- angurinn í kringlunni — 55.39. Gunnar P. Jóakimsson sigraði bæði í 800 og 1500 metra hlaupun- um. Og Erlendur vann sleggjuna — sterkir mennirnir í IR. Þeir voru ekki margir keppend- ur KR — en það sópaði að þeim. Vilmundur Vilhjálmsson ósigrandi í spretthlaupunum, auk þess að hreppa annað sætið í 800 • Það er enginn sældarsvipur á hlaupurunum í hindrunarhlaupinu FRÍ, en þeir urðu að stíga æ dýpra í vatnsgryf juna er á leið hlaupið og — Ljðsm. Emllla. í Bikarkeppni þreytan jókst. Bikarinn til IR í áttunda sinn — Valbjörn Þorláksson setti heimsmet öldunga og Lára Sveinsdóttir hljóp undir gildandi íslandsmeti í 100 metra grindarhlaupi en handvömm mótshaldara rændi hana metinu. metra hlaupinu, Valbjörn Þorláksson með sín einstæðu af- rek, Hreinn sigraði örugglega í kúluvarpinu og Helga Halldórs- dóttir var drjúg. íslandsmethaf- inn, Sigurður T. Sigurðsson varð að gera sér annað sætið að góðu í stangarstökkinu, varð á eftir vini sínum og félaga úr Ármanni, Kristjáni Gissurarsyni, báðir stukku 4.20. Þeir sigruðu einnig i boðhlaupum karla. Þar hlupu þeir Vilmundur, Valbjörn, Sigurður og Bjarni Stefánsson var dubbaður upp í gamla KR-búninginn og skilaði sínu með sóma. En KR sendi ekki keppendur í allar grein- ar — og er það lítt til eftirbreytni, auk þess að ólöglegur keppandi tók þátt í tveimur greinum undir merki KR. Sveit Ármanns setti íslenskt félagamet í 4x100 metra boðhlaupi kvenna þegar þær Lára Sveins- dóttir, Sigurborg Guðmundsdótt- ir, Jóna Björk Grétarsdóttir og Katrín Sveinsdóttir hlupu á 48.8. Þá setti hin bráðefnilega Helga Halldórsdóttir úr KR meyjamet í 100 metra grindahlaupi þegar hún hljóp á 14.4, og varð í öðru sæti. Keppnin í hástökkinu var mjög jöfn og tvísýn, Karl West Fredriksen sigraði en hann stökk 1.90. Annar varð Stefán Stefáns- son úr ÍR, sem stökk 1.90 en þurfti fleiri tilraunir. Guðmundur R. Guðmundsson, stökk aðeins 1.80 en hann hefur tekið þátt í 25 mótum í ár og aldrei stokkið undir 1.95. Eftir keppnina brá Guð- mundur sér í gallann — stillti rána á 1.90 og fór vel yfir. H.Halls. Stigin BARATTAN um stig var geysihörö — ÍR hafði vinninginn an stigin deildust pannig, samanlagt, ÍR-ingar sigruðu < 11 greinum af 32. 1. ÍR 145 3. Ármann 60 2. Ármann 128 4. FH 58 3. KR 109 5. UMSK 56 4. UMSK 107 6. HSÞ 32 5. FH 88 i kvennaflokki urðu úrslit: 6. HSÞ 65 1. Ármann 58 2. UMSK 45 í karlaflokki urðu ÍR- ■ingar efetir 3. ÍR 44 en stigin deildust: 4. HSÞ 32 1. ÍR 92 5. FH 27 2. KR 78 6. KR 22 UIA vann 3. deildina AUSTFIRÐINGAR (UÍA) sigruðu örugglega í þriðju deild Bikar- keppni FRÍ, sem haldin var að Breiðabliki í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi um helgina. Hlaut UÍA 89 stig, heimamenn (HSH) urðu í öðru sæti með 69'i stig, USAH varð í þriðja sæti með 60 stig, Dalamenn (UDN) í fjórða með 38'á stig og lestina ráku USVH með 24 stig. Á mótinu, sem fram fór í fegursta veðri setti Helga Unnarsdóttir UÍA héraðs- met í kúluvarpi, varpaði 10,78 metra, og Hreinn Jónasson HSH setti héraðsmet í spjótkasti, kast- aði 60,12 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.