Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Grafískir fengu 3% meðaltalshækkun SAMNINGAR tókust í íyrrinótt milli Grafíska sveinafélagsins og Félags íslenzka prentiðnaðarins. Kauphækkunin, sem um samdist, er innan ramma 3% kauptaxta- hækkunar, en er deilt niður á launaflokka innan 3% markanna. Því er launahækkun til félags- manna Grafíska sveinafélagsins frá 0% og upp í 5,1%. Grafískir samþykktu samningana á félags- fundi í gær með 37 atkvæðum gegn 13, en í Félagi prentiðnað- arins voru þeir samþykktir ein- róma. Samkvæmt upplýsingum Har- alds Sveinssonar, formanns FÍP, Þessi vitleysa getur ekki haldið áfram...” „ÞESSI vitleysa getur ekki haldið áfram marga mánuði í viðbót,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins, í gær, er Morgunblaðið spurði, hvort samstarf stjórnarflokkanna væri að bresta. I febrúar og marz kvað Ólaf- ur Alþýðuflokk og Framsókn- arflokk með meirihlutavaldi hafa knúið fram ákveðna efna- hagsstefnu. Síðastliðinn mánu- dag hafi verið haldinn ítarleg- ur fundur í þingflokki, fram- kvæmdastjórn og verkalýðs- málaráði Alþýðubandalagsins. Ólafur sagði: „Meginniður- staða þess fundar var, að efna- hagsstefnan, sem fólst í Ólafs- lögum, hefði reynzt bæði ónýt og hefði frekar aukið verð- bólguvandann en dregið úr honum." „Ef Alþýðubandalagið á að verða áfram í þessari ríkis- stjórn," sagði Ólafur, „þá verð- ur það að knýja fram breyting- ar á þeirri efnahagsstefnu, sem kemur fram í Ólafslögum.“ gilda samningarnir frá 25. júní til áramóta en þeir, sem fengu hæsta prósentuhækkun, eru að sögn Haralds vaktavinnumenn, sem vinna á dagblaðapressunum. Ársæll Ellertsson, formaður Grafíska sveinafélagsins, kvað þessa samninga ekki til þess að hrópa húrra yfir. Nánast væru samningarnir útfærsla á þremur prósentunum, sem yki vægi þeirra fyrir einstaka félagsmenn, og nýttust þannig betur. Frá 25. júní kvað hann koma 3% álag á heild- arlaunagreiðslur, en frá deginum í dag eru sett 3% á fyrsta árs taxtann til þess að nemar fái hið sama. Mikilvæga launataxta kvað hann vera 3ja og 5 ára taxta og hækkuðu þeir um 4%. Á blaða- taxtann kæmi síðan 5,1%. Samkvæmt fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Vinnuveitendasambandi ís- lands, aflýsti það í gær verkbanni á Grafíska sveinafélagið, svo og samúðarverkbönnum, er boðuð höfðu verið gagnvart öðrum starfsgreinum innan prentiðnað- arins. Allir á kafi í síldinni á Höfn Síld landað úr Gissuri hvita á Höfn i Hornafirði. Höfn, Hornafirði, 13. september. HÉR ERU nú komnar á land 6800 tunnur af síld, en hér leggja upp á milii 25 og 30 reknetabátar. Fiskimjölsverk- smiðjan hefur tekið á móti 3255 tunnum og saitað í 2230 tunn- ur, hjá frystihúsi KASK hafa 1700 tunnur verið frystar og hjá Söltunarstöðinni Stemmu er búið að taka á móti 1800 tunn- um og salta i 1200 tunnur. Síldveiði var treg síðastliðna nótt og lögðu nokkrir bátanna ekki netin. Þeir sem mest fengu komu með um 100 tunnur. Full- mannað er nú í síldarvinnuna og hefur heimafólk sjaldan ver- (Ljósm.: Jens) ið eins margt í þessari vinnu og nú. Eitthvað er þó um aðkomu- fólk í sildinni. Margir aðkomu- bátar leggja hér upp síld og heimabátar eru allir á síld, að einum undanskildum, Jakobi SF, sem er á línu. — Jens. Bráóabirgdalög ríkisstjórnarinnar 16 milljarða króna nýj- ar álögur á almenning Formaður framkvæmdastjómar Alþýðubandalagsins greiddi atkvæði gegn lögunum BRÁÐABIRGÐALÖG ríkisstjórnarinnar, sem sett voru síðastliðinn mánudag, fela í sér 16 milljarða króna nýjar álögur á almenning fram til áramóta og á næsta ári. Fram til áramóta eru álögurnar 2,5 milljarðar króna, en á næsta ári nema þær 13,5 milljörðum. Tékjur ríkissjóðs í samtals 15 mánuði eru því að ineðaltali rúmur milljarður króna á mánuði. Lög þessi munu hækka verðbótavísitöluna hinn 1. desember næstkom- andi um 0,8%. í lögunum er ríkissjóði heimilað notað til þess að greiða halla að taka að láni skammtímalán hjá ríkissjóðs fram til áramóta, þar eð Seðlabanka íslands að upphæð 4,5 lögin veita ríkissjóði fram til þess milljarðar króna. Þetta lán er tíma aðeins 2,5 milljarða kr. tekj- ur. Lánið greiðist næsta ári. síðan niður á Inntak bráðabirgðalaganna er að söluskattur hækki úr 20% i 22% og vörugjald, sem áður var 18%, verði 24%. Áfram gildir 30% vörugjald, sem núverandi ríkis- stjórn bjó til með bráðabirgðalög- um fyrir ári. Þó munu einstaka vöruflokkar, sem áður voru í 30% flokknum, felldir niður úr honum. Má þar m.a. nefna vörur eins og hljómplötur, hljóðfæri og sport- vörur. Matthías Á. Mathiesen um bráðabirgðalögin: Allt að 500 þús. kr. skatta- hækkun á 5mannafjölskyldu Kaupmáttur rýrnar, verðbólga verður 54%, ríkisútgjöld hækka 20 milljarða nýir skattar „NÝIR skattar sem vinstri stjórnin hefur lagt á þýða um 500 þúsund króna skattahækkun fyrir hverja fimm manna fjölskyldu í landinu, auk þess sem íbúar Reykjavíkur verða að greiða enn hærri skatta vegna skattheimtu vinstri flokkanna í borgarstjórn, eða um 650 til 700 þúsund krónur á hverja fimm manna fjölskyldu,“ sagði Matthías Á. Mathiesen alþingisntaður og fyrrverandi fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var inntur álits á bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Matthías sagði ennfremur, að athyglisvert væri að ríkisstjórn- in gripi nú til þess ráðs að setja bráðabirgðalög rétt áður en Al- þingi kemur saman, en það væri mjög óvenjulegt. Þá væri það einnig athyglisvert, að hér væri ríkisstjórnin enn að gera bráða- birgðaráðstafanir, og enn örlaði ekki á neinum heildarráðstöfun- um í efnahags- og fjármálum. Áframhald virtist því ætla að verða á því stjórnleysi sem hér hefur ríkt í meira en ár. Matthías sagði að þrátt fyrir þau loforð ríkisstjórnarinnar að koma verðbólgunni niður í 30%, þá stefndi nú í meiri óðaverð- bólgu en nokkru sinni áður, eða allt að 54% að mati Þjóðhags- stofnunar. Matthías sagði einnig að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við þau fyrirheit að minnka ríkisútgjöldin, þau stefndu nú í að verða 30% af þjóðarfram- leiðslu, en voru árið 1977 komin niður í 27%. Þá sagði hann einnig, að nú færi kaupmáttur rýrnandi, þrátt fyrir loforðin um „samningana í gildi". Enn mætti nefna, að stefnt væri í meiri og hærri skatta en nokkru sinni fyrr, þar sem þeir yrðu nú 29% af þjóðarframleiðslunni, en hefðu hæst verið 25.6% í sinni tíð sem fjármálaráðherra. Á næsta ári sagði Matthías að nýir skattar vinstri stjórnarinnar yrðu yfir 20 milljarðar króna. „Það liggur því ljóst fyrir, nú eftir eins árs valdatíma vinstri stjórnarinnar, að hún hefur eng- in tök á stjórn ríkisins, og henni hefur mistekist allt það sem lofað var þegar hún tók við. í stað þess að leggja nú enn á ný þunga skatta á landsmenn, á ársafmæli stjórnarinnar, hefði ríkisstjórnin átt að segja af sér og rjúfa þing og boða til kosn- inga. Það hefði verið afmælis- gjöf sem fólkið hefði þegið, en stjórnarherrarnir höfðu ekki kjark til þess, þar sem þeir óttast nú dóm kjósenda," sagði Matthías Á. Mathiesen að lok- um. í ríkisstjórnarflokkunum urðu allmiklar deilur um þessi lög og greiddi m.a. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins, atkvæði gegn lögunum. Hann sagði aðspurður í gær, að það hefði hann gert vegna þess, að hann var algjörlega andvígur því að neyzluskattar yrðu hækkaðir og taldi hann að nær væri „að fjármálaráðherra framkvæmdi þær samþykktir, sem ríkisstjórn- arflokkarnir stóðu að í desember um hert skattaeftirlit. T.d. eru skattsvikin í söluskattinum mjög mikið vandamál og ennfremur vildi ég taka fyrir aðra þætti, sem væru framhald af því að flytja byrðarnar til í þjóðfellaginu eins og ákveðið var í desember. En það að hverfa aftur til almennra neyzluskatta væri á engan hátt tæki til baráttu gegn verðbólgunni — að hækka söluskatt og vöru- gjald — og væri fráhvarf frá þeim grundvallarsjónarmiðum, sem við hefðum fylgt.“ í þingflokki Alþýðubandalags- ins greiddi Jónas Árnason einnig atkvæði gegn bráðabirgðalögun- um. Fíkniefnamál: Islendingar teknir í Sví- þjóð og Noregi í BYRJUN þessa mánaðar voru þrír Islendingar handteknir í Helsingborg i Svíþjóð. íslending- arnir, tveir piltar og ein stúlka, voru með fíkniefni í fórum sínum. Ekki var samt um mikið magn að ræða og var þeim sleppt eftir tvo daga. Þá var islenzkur karlmaður handtekinn í Ósló í Noregi i ágústmánuði s.l. vegna fíkniefna- meðhöndlunar. Sat hann inni í mánuð en var að því búnu sleppt úr fangelsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.