Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 5 Átta Nato herskip í heimsókn til íslands Átta skip úr fastaflota Atlants- hafsbandalagsins, NATO, munu koma í heimsókn til Reykjavíkur á mánudagsmorgun og dvelja hér í þrjá daga. Tvö þeirra verða almenningi til sýnis þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 13.00 til 16.00. Skipin sem koma eru: USS Luce frá Bandaríkjunum, HNLMS Issac Sweers frá Hollandi, HMS Bacchante frá Bretlandi, RFA Green Rover frá Bretlandi, HMCS Nipigon frá Kanada, FGS Karlsruhe frá Vestur-Þýzkalandi, NPR Alm Pereira Da Silva frá Portúgal og HNOMS Stavanger frá Noregi. Yfirmaður skipanna að þessu sinni er G.M. CARTER, skipherra í bandaríska flotanum, en skipt er um yfirmanna á sex mánaða fresti eftir ákveðinni röð. STANAVFORLANT, fastafloti Atlantshafsbandalagsins, var formlega stofnaður í janúar 1968 og er fyrsti fjölþjóðaflotinn til að starfa á friðartímum. Stóðréttir í Skagafirði STÓÐ verður á sunnudaginn 16. september réttað í Silfrastaðarétt í Skagafirði og á miðvikudag, 19. september, verður stóð réttað í Stafnsrétt. Stærstu hrossaréttir í Skagafirði verða þó ekki fyrr en 6. október en þá verður stóð réttað í Laufskálarétt. Andlegur leiðtogi Ananda Marga í heimsókn Indverski þjóðfélagsheim- spekingurinn og andlegur leið- togi Ananda Marga hreyfingar- innar, P.R. Sarkar, er væntan- legur hingað til lands í dag í stutta heimsókn. Þjóðfélagskenning hans sem hann kallar PROUT hefur mætt mikilli andstöðu kommúnista jafnt sem kapítalista. Sarkar berst gegn stéttaskiptingu, kynþáttamisrétti, trúarfordóm- um, arðránum og öðru sem að hans mati vinnur gegn sameiningu mannkynsins. Sarkar sat í fangelsi fyrir kenningar sínar i 7 ár, frá 1969 til 1978. Hér á landi starfa fylgismenn Sarkar í Ananda Marga hreyfing- unni og Þjóðmálahreyfingu íslands. „Til hvers að fara í bíó?” „Til hvers að fara i bíó?“ nefnist myndlistarsýning sem opnuð var i Ásmundarsal 1. september, en þar sýnir Jón Þorgeir Ragnarsson, eða Nonni, verk sín. Sýningin verður opin til 21. september. Þetta er fimmta einkasýning Nonna, en auk þess hefur hann tekið þátt í tveimur samsýningum. Fyrsta einkasýning Nonna var haldin í Reykjavík 1978. Á sýning- unni að þessu sinni sýnir Nonni m.a. frumsamda dansa. Sýningin verður opin milli 14 og 22, og á hverju kvöldi klukkan 21 verður sérstök uppákoma. Útsölum okkar í kjallara Iðnaðarmannahús við Hallveigarstíg hefur vakio verðskuldaða athygl' Herrafatnaður — Dömufatnaður Unglingafatnaður — Barnafatnaður Hljómplötur — Efni/ efnabútar. Ath. „góðu“ verðin lækka enn meira í dag. BJORN PETURSSON H.F. KARNABÆR STEINAR H.F. BELGJAGERÐIN Stórkostlegt vöruúrval og mjög,mjög góð verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.