Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979
Þór Sandholt skóla-
stjóri — Minning
Fæddur 30. mars 1913.
Dáinn 29. ágúst 1979.
Það kom okkur vinum Þórs ekki
á óvart er okkur barst fregnin um
andlát hans að morgni 29. f.m. Og
þó, við erum sennilega aldrei
fyllilega undir það búin, að með-
taka fregnina um, að kær sam-
ferðamaður sé kvaddur burt úr
þessum heimi. Þór var ekki heilsu-
hraustur hin síðustu ár, og nokkra
mánuði fyrir andlátið varð hann
að dvelja meira í sjúkrahúsi en
heima. Ég veit að það hefur veitt
honum vissa fróun, að hann fékk
að dvelja heima síðustu stundirn-
ar, svo heimakær og einlægur
heimilisfaðir sem hann var. Einn-
ig mun það aðeins hafa mildað
hinn sára söknuð fjölskyldu hans.
Útför hans fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 13.30.
Þór var fæddur hér í Reykjavík
30. mars 1913. Foreldrar hans
voru þau hjónin Þórhildur Eiríks-
dóttir og Egill V. Sandhold prent-
ari í Reykjavík, sem lést er Þór
var barn að aldri. Síðar giftist
Þórhildur Magga Júl. Magnús
lækni, sem reyndist stjúpsyninum
sem umhyggjusamur og sannur
faðir.
Kynni okkar Þórs voru orðin
mjög löng, eða allt frá því að hann
kom til eins árs smíðanáms á
húsgagnavinnustofu Hjálmars
Þorsteinssonar, Klapparstíg 28,
1931, en ég var þá einnig þar við
nám. Það sem fyrir honum vakti
með því námi, var það, að hann
hafði sótt um að komast í arki-
tektaskóla í Þýskalandi, sem setti
það skilyrði um inngöngu nema,
að þeir hefðu minnst eins árs nám
í smíðum að baki. En örlaga-
dísirnar höguðu því þannig, að
þegar skyldi halda til náms í
hinum þýska skóla, lá leið hans
um England, sem varð til þess að
hann fór ekki lengra að sinni, en
hóf nám í húsagerðarlist við
háskólann í Liverpool. Þaðan lauk
hann prófi vorið 1937, og síðan
námi í skipulagsfræðum frá sama
skóla, árið eftir. Það, að hann fór
ekki beinustu leið til náms í
Þýskalandi, varð til þess að á
þessum árum kynntist hann hinni
ágætu eftirlifandi konu sinni,
Guðbjörgu Hreggviðsdóttur,
kaupmanns frá ísafirði, sem hann
alla tíð mat mikils, að verðleikum.
Þau giftust 19. des. 1937. Þau
eignuðust eina dóttur, Þórhildi
Maggí, lögfræðing, starfandi sem
fulltrúi hjá ríkisféhirði, gift Gísla
Sigurbjörnssyni verslunarm. sem
starfar hjá Tryggingu h/f. Þau
eiga einn son, Þór, sem var mikið
yndi afa síns og ömmu.
Það vildi þannig til, að við
komum samtímis heim frá námi,
sumarið 1938, er hin illræmda
efnahagskreppa stóð sem hæst.
Sennilega hefur því mörgum þótt
það bjartsýni, er tveir ungir menn,
sitjandi á bekk uppi á Arnarhóli,
ákváðu að setja á stofn teikni-
stofu, sem við og gerðum og
rákum saman í 4 ár. Það var
enginn hörgull á húsnæði í þá
daga. Við höfðum því litið inn
nokkuð víða, er við ákváðum að
taka á leigu ágæta stofu á Sóleyj-
argötu 9, þar sem við vorum fyrsta
árið. Nú var ekki eftir neinu að
bíða, — nema viðskiptavinunum
— sem létu svolítið á sér standa,
þrátt fyrir myndarlega auglýsingu
í Morgunblaðinu, þar sem upp var
talið hvað teiknistofa þessi hefði
upp á margbreytilega þjónustu að
bjóða. Það kom þó að því að báðir
fengu verkefni, Þór við breytingar
á S;í“nska frystihúsinu en ég við að
teikna innréttingar og húsgögn í
.. hús Kjartans Thors við Sól-
argötu 25, er Sigurður heitinn
t ðmundson arkitekt fól mér.
'v;r okkar, sem samstarfs-
skildu svo 1942, er Þór réði
,il starfa hjá Reykjavíkurborg.
‘ t í stað starfaði hann sem
•oarmaður byggingarfulltrú-
en síðar á teiknistofu húsa-
meistara borgarinnar. Árið 1949
var hann svo ráðinn skipulags-
stjóri Reykjavíkurborgar, þar sem
hann vann til 1954, að hann var
skipaður skólastjóri Iðnskólans í
Reykjavík og gegndi því starfi til
dauðadags. Leiðir okkar, sem sam-
starfsmanna, lágu því saman að
nýju, er hann gerðist skólastjóri.
Samstarf okkar við skólann varð
mjög náið, sérstaklega seinni árin,
og alltaf með ágætum á báða bóga.
Ég segi þó ekki að við höfum alltaf
verið sammála um hlutina að öllu
leyti, og hélt þá hvor sínu fram,
eins og gengur um menn sem hafa
skoðanir á hlutunum. Það endaði
þó einatt með málamiðlun eða
samkomulagi, sem engu breytti
varðandi vinaböndin.
Mikið starf var nú framundan
hjá Þór í hinni nýju stöðu, ekki
síst vegna þess að á þessum árum
voru miklar breytingar og hávær-
ar kröfur um bætta aðstöðu varð-
andi menntun iðnaðarmanna.
Verklegt nám var þá að byrja að
færast inn í skólana og hefur
aukist síðan jafnt og þétt, þannig
að nú er hægt að Ijúka námi í
mörgum greinum til sveinsprófs á
vegum skólans, sem áður var
eingöngu mögulegt í sambandi við
hið hefðbundna meistarakerfi.
Meðal annars hlaut þetta nýja
fyrirkomulag að kalla á aukið
húsnæði. Þá hvarflar í huga minn
byggingarsaga Iðnskólans í
Reykjavík, en hún er svo nátengd
starfi Þórs, að ég verð að fara um
hana nokkrum orðum.
Árið 1940 bauð Iðnaðarmanna-
félagið í Reykjavík til samkeppni
um teikningu að iðnskólahúsi á lóð
er félagið átti við Hallveigarstíg,
þar sem nú stendur Hús iðnaðar-
ins. Árangur samkeppninnar varð
sá, að Þór hlaut 1. verðlaun fyrir
sínar tillögur. Þróunin varð þó sú,
að hætt var við að byggja á
þessari lóð og önnur fengin, við
Skólavörðutorg, þar sem hin
myndarlega bygging skólans
stendur í dag. Þór var nú falið að
teikna þarna stærra hús og ýmsar
breytingar gerðar, til samræmis
við hina nýju lóð. Síðar teiknaði
hann og sá um framkvæmdir á
tveim stækkunum hússins, sem að
mestu leyti eru nýttar til verklegu
kennslunnar. Meðal síðustu verka
Þórs, sem arkitekts, var að teikna
þriggja hæða hús á lóð við Berg-
þórugötu, sem honum hafði tekist
að tryggja skólanum til að reisa
þar hús til afnota fyrir verknám
byggingariðnaðarins. Það mun
sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, að
einn og sami maður byggi stofnun
sína upp innan frá, um leið og
hann formar og sér um byggingu
húsa stofnunarinnar.
Af öðrum byggingum, sem Þór
teiknaði, mætti nefna nýbyggingu
Verslunarskólans, byggingar fyrir
verklega kennslu við iðnskólana á
Akureyri og á Selfossi, viðbygg-
ingu og stækkun Oddfellow-
hússins í Reykjavík, ýmsar versl-
unar- og iðnaðarbyggingar auk
margra íbúðarhúsa.
Um sama leyti og Þór tók við
skólastjórn flutti skólinn stárf-
semi sína úr bamla skólahúsinu
við Vonarstræti í hið nýja hús við
Skólavörðutorg. Stjórnunarstörfin
við þennan stóra skóla eru ótrú-
lega fjölþætt og mjög ólík því sem
er í flestum öðrum skólum lands-
ins. Löggiltar iðngreinar eru um
70 talsins, að vísu sumar allt að
því „útdauðar" en svo heitir það ef
enginn með meistararéttindi í
iðninni er á lífi. Þessi fjöldi
iðngreina gefur svolitla hugmynd
um starfið, þegar haft er í huga að
halda ber uppi sérkennslu í hverri
grein. Fjöldi kennara við skólann
er um 140, sem einnig segir sína
sögu.
Enda er svo komið nú, að þetta
stóra og ágæta hús er orðið
ófullnægjandi og húsnæði því víða
fengið til að bæta úr brýnni þörf.
T.d. er Vörðuskólinn að mestu
leyti nýttur fyrir 1. áfanganám
fyrir þá sem ætla sér að hefja
iðnná og í Ármúlaskóla eru
framhaldsdeildir málmiðna o.fl.
Það var því ekki að ástæðulausu,
að Þór barðist mjög fyrir því að fá
leyfi og fjárveitingu til að byggja
á áðurnefndri lóð við Bergþóru-
götu.
Öll stjórnunarstörf hafði Þór
einn á hendi þar til 1963, að þrír
yfirkennarar voru skipaðir við
skólann, sem skipta með sér um-
sjón kennslunnar eftir iðngrein-
um. Auk þess hefur nokkrum
kennurum nýlega verið falin
deildarstjórn á nokkrum sérsvið-
um. Þetta breytta fyrirkomulag
dreifði stjórnunarstörfunum og
létti að sjálfsögðu á starfi skóla-
stjórans, sem þó voru ærin, þrátt
fyrir það.
Þór lagði sig alla tíð fram um
það, að fylgjast sem best með
framþróun iðnmenntunar í öðrum
löndum, sérstaklega á Norður-
löndunum. Hann tók því að stað-
aldri þátt í þingum og mótum, þar
sem fjallað var um þessi mál, sem
því miður eru orðin sjaldgæfari á
seinni árum. Einnig fór hann oft í
lengri eða styttri kynnisferðir til
ýmissa Evrópulanda og Banda-
ríkjanna. Þá sat hann flest
Iðnþing frá því hann varð
skólastjóri og oftast form.
fræðslunefndar þar.
Þegar við lítum til baka og
leiðum hugann að störfum Þórs á
liðnum árum, þá er það með
ólíkindum hvað hann hefur komist
yfir. Auk þeirra starfa, sem þegar
hafa verið nefnd, vil ég nefna
nokkur til viðbótar. Hann var
kennari við Iðnskólann í Rvk.
1944— 50 og aðstoðarskólastjóri
við sama skóla 1953—54. Formað-
ur þjóðhátíðarnefndar 1951—58.
Þá teiknaði hann árlega merki,
sem seld voru á þjóðhátíðardag-
inn, til ágóða fyrir væntanlegt
minnismerki um stofnun lýðveld-
isins 1944. í samvinnunefnd um
skipulagsmál Rvk. 1948—54. í
stjórn Arkitektafélags íslands
1945— 47, form. 1946—47. í bygg-
ingarnefnd Rvk. 1948—52. Full-
trúi á iðnþingum íslendinga frá
1955. Varaborgarfulltrúi í Rvk.
1958—62, og borgarfulltrúi
1962—66. í byggingarnefnd Sund-
laugar vesturbæjar 1955—61. Þór
var aðal hvatamaður að stofnun
Sambands iðnskóla á íslandi og
Iðnskólaútgáfunnar, sem stofnuð
var nokkru síðar, formaður beggja
frá stofnun. Þessar stofnanir, sem
báðar hafa dafnað mjög vel og
elfst, urðu til þess að auka mjög
samvinnu og samræmingu í
kennslu iðnskólanna, auk þess sem
bætt var úr brýnni þörf fyrir
námsbækur og önnur kennslugögn
fyrir iðnnámið.
Á yngri árum starfaði Þór
mikið innan skátahreyfingarinnar
og var alla tíð annt um þann
félagsskap. Hann var félagsfor-
ingi Skátafélags Rvk. um árabil.
Þór gekk ungur í Oddfellow-
regluna og vann henni vel og
einlæglega. Þau störf verða ekki
tíunduð hér, en þess má þó geta,
að nú á Reglan þó nokkuð mynd-
arlegt minjasafn um starfsemi
sína hér á landi, sem ekki mundi
vera til, ef framsýni og mikil
vinna Þórs hefði ekki komið til.
Iðnskólinn í Reykjavík á 75 ára
afmæli 1. okt. n.k. Um sama leyti
hefði Þór átt 25 ára starfsafmæli
sem skólastjóri. Hann hafði
ákveðið fyrir nokkuð löngu, að
efnt skildi til hátíðar vegna þessa
tímamóta í starfsemi skólans og
undirbúið það á ýmsan hátt ásamt
skipaðri afmælisnefnd. Meða).
annars hafði hann nýlega lokið við
að taka saman, að nokkru leyti í
sjúkrahúsinu, mjög góða greinar-
gerð um starfsemi skólans á
síðastliðnum 25 árum, en fyrir
þann tíma hefur saga hans verið
skráð af öðrum. Þessarra tíma-
móta mun sennilega verða minnst
á einhvern hátt, þótt að blærinn
yfir þeirri samkomu verði nú
annar heldur en við höfðum von-
að.
Fyrir störf sín varð Þór aðnjót-
andi áþreifanlegra viðurkenn-
ingar af ýmsu tagi. Honum var
veitt hin ísl. fálkaorða, heiðurs-
merki skáta, gullmerki v/100 ára
afmælis Iðnaðarmannafélagsins í
Rvk., auk ýmissa heiðursmerkja
frá Oddfellowreglunni.
Þegar ég nú, að leiðarlokum,
hugsa um vin minn Þór Sandholt,
get ég í einlægni sagt að hann var
mjög velviljaður, alltaf glaðvær og
léttur í lund, hafði góð áhrif á þá
sem umgengust hann, hvort sem
það var á vinnustð eða í einka-
lífinu. Hann var vel hagortur og
nutu þau félög, sem hann starfaði
mest fyrir, oft góðs af því við ýms
tækifæri. Snyrtimenni var hann í
hvívetna. Hann var hugmyndarík-
ur og upphafsmaður að mörgum
góðum hlutum, sem oft var hægt
að hrinda í framkvæmd. Hans
mun því sárt saknað af mörgum.
Margra góðra stunda eigum við,
ég og kona mín, að minnast á
heimili þeirra Þórs og Guðbjarg-
ar, sem við þökkum þeim fyrir.
Að endingu vottum við þér,
Guðbjörg, og allri fjölskyldunni,
okkar innilegustu samúð í sorg
ykkar og biðjum Alföður að gera
ykkur hana sem léttbærasta.
Helgi Hallgrímsson.
Með Þór Sandholt er hniginn
merkur forustumaður úr röðum
íslenskra skáta.
Þór ólst upp í Reykjavík og
gerðist skáti ungur að árum. Hann
starfaði í skátafélaginu Væringj-
um uns hann hvarf til náms í
húsagerðarlist og skipulagsfræð-
um erlendis 1932.
Að námi loknu stofnaði Þór og
starfrækti um skeið teiknistofu í
Reykjavík. Meðal fjölmargra við-
fangsefna hans voru húsateikn-
ingar, skipulags og byggingarmál
og starfaði hann m.a. að þeim
málum fyrir Reykjavíkurborg.
Þór starfaði einnig mikið að
fræðslumálum iðnaðarmanna. Ár-
ið 1954 varð hann skólastjóri
Iðnskólans í Reykjavík og gegndi
því starfi til dauðadags.
Ýmis félagssamtök nutu starfs-
krafta Þórs og t.d. sönnuðust
einkunnarorð rovers skáta; „Eitt
sinn skáti, ávallt skáti", á honum.
Þór var ávallt viðbúinn að aðstoða
skáta, væri til hans leitað. Hann
hafði óbilandi trú á skátastarfi
sem þroskandi tómstundaiðju fyr-
ir ungmenni. Ósjaldan gat hann
þess að hann teldi skátastarf sitt
sem unglings hafa orðið sér gæfu-
spor og gott veganesti síðar á
lífsleiðinni. Það var einlæg ósk
hans að sem flestir unglingar
kynntust og tækju þátt í skáta-
starfi.
Árið 1961 leituðu reykvískir
skátar til Þórs með ósk um að
hann tækist á hendur forustu í
Skátafélagi Reykjavíkur. Viðbú-
inn kalli skátanna gerðist Þór
félagsforingi eins fjölmennasta
skátafélags landsins. Með
glæsilegri framgöngu og Ijúf-
mannlegu viðmóti ávann félags-
foringinn sér traust og virðingu
ungra og lítt reyndra leiðbeinenda
hinna ýmsu sveita og deilda
félagsins. Fundir, ráðagerðir,
áætlanir og skipulag hér og þar.
Mest var þetta kvöldvinna eftir
erilsaman starfsdag, ýmist heima
eða heiman. Stundum boðaði
félagsforinginn samstarfsmenn
sína heim á heimili þeirra hjóna
við Laugarásveg og leiddi þá til
stofu eða inn í vinnustofu sína, en
frú Guðbjörg bar fram kaffi og
kökur.
Þegar Þór tók við forustu
Skátafélags Reykjavíkur hafði það
alllengi verið áform forustumanna
reykvískra skáta að skátafélögin
tvö, Kvenskátafélag Reykjavíkur
og Skátafélag Reykjavíkur, mynd-
uðu með sér samband undir sam-
eiginlegri stjórn. Aðstæður í ört
vaxandi borg kröfðust endur-
skipulagningar á starfseminni til
að gera börnum og unglingum í
hinum ýmsu borgarhverfum kleift
að sækja skátafundi. Það kom í
hlut Þórs að hrinda 7essum
áformum í framkvæmd.
Við stofnun Skátasambands
Reykjavíkur skiptust Kvenskáta-
félag Reykjavíkur og Skátafélag
Reykjavíkur 7annig, að stofnuð
voru mörg skátafélög, sameiginleg
fyrir stúlkur og drengi, í hinum
ýmsu borgarhverfum. Á stofn-
fundi Skátasambandsins var Þór
kjörinn fyrsti formaður þess.
Skipulag það, sem skátar í
Reykjavík búa nú við, var mótað
undir stjórn &órs og mun minna á
forustu hans um ókomin ár.
Þór Sandholt er farinn heim.
Við samstarfsmenn hans úr
Skátasambandi Reykjavíkur vilj-
um að leiðarlokum, um leið og við
vottum honum virðingu okkar,
koma á framfæri með þessum
fátæklegu orðum, 7ökkum okkar
fyrir starf hans í þágu reykvísks
æskufólks í röðum skáta.
Eiginkonu Þórs, Guðbjörgu
Sandholt og dóttur þeirra, Þór-
hildi, er vottuð dýpsta samúð.
Jón Mýrdal.
Kveðja frá Kennarafélagi
Iðnskólans i Reykjavík
Miðvikudaginn 5. þ.m. kvöddum
við hinstu kveðju skólastjóra okk-
ar, Þór Sandholt, sem lést 29.
ágúst s.l.
Þór Sandholt var skólastjóri
Iðnskólans í Reykjavík frá 1954
eða í 25 ár. Á þessu tímabili hefur
iðnfræðslan breyst svo mjög að
ekki er hægt að tala um þróun,
heldur byltingu. Á slíkum tíma er
mikið starf að vera skólastjóri,
mörg verkefni þarf að leysa og í
mörg horn er að líta. Jafnframt
þessum miklu breytingum hefur
starfsemi Iðnskólans í Reykjavík
margfaldast. Þór Sandholt stjórn-
aði ekki með einhliða ákvörðunum
eða skipunum, hann leitaði álits
og hjá honum var alltaf rúm fyrir
skoðanir og hugmyndir annarra í
leit að bestu lausn á hverju máli.