Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979
Arnarflug og
Flugleidir í
pílagrímaflugi
FLUGLEIÐIR og Arnar-
flug hafa gert samninga
um íIur með pílagríma;
Flugleiðir um flutning
15—16 þúsund pílagríma
milli Surabaya í Indónesíu
til Jeddah í Saudi Arabíu
og Arnarílug um flutn-
inga milli Sanaa í Norður
Yemen og Jcddah og er
áætlað að heildarvelta
flugrekstrarins verði um
500 milljónir króna.
Flugleiðir hefja pílagrímaflugið
29. september og stendur fyrri
lotan til 25. október og sú síðari
frá 7. nóvember til 2. desember.
Flugleiðir ætla að nota DC-10
þotu sína í þetta flug og munu um
80 starfsmenn starfa að flutning-
unum.
Arnarflug notar aðra Boeing-
þotu sína í pílagrímaflugið og
munu um 20 flugliðar vinna við
það ásamt flugvirkjum.
Viðræður eru nú hafnar um
framlengingu samnings um flug
Arnarflugs fyrir Britannia Air-
ways, en núgildandi samningur er
um flug frá því í maí sl. til 1.
desember.
Sala sparisjóðs-
skírteina hafin
Eldur í báti
ELDUR kom upp í kabyssu Greips SH 7, þar sem
báturinn lá í vesturhöfninni í Reykjavík í gærkvöldi.
Reykkafarar fóru niður og slökktu eldinn og gekk
slökkvistarf f ljótt Og vel. Ljósm. Mbl.: Kristján.
Endurmæla stærð
loðnustofnsins
LEIÐANGUR íslenzkra og
norskra fiskifræðinga til
að endurmæla stærð loðnu-
stofnsins fyrir norðan og
norðvestan land hefst 25.
þessa mánaðar. Norska
skipið Michael Sars verður
þá komið á Jan
Mayen-svæðið, en Bjarni
Sæmundsson heldur þann
dag áleiðis þangað norður.
Síðan verður unnið í félagi
suður og suðvestur, en
leiðangrinum lýkur síðan
væntanlega með fundi á
ísafirði 8. október. Með
þeim fundi lýkur þessum
sameiginlegu rannsóknum
að sinni a.m.k.
Um miðjan mánuðinn heldur
Bjarni Sæmundsson síðan í annan
leiðangur og er hann sömuleiðis
hugsaður til að mæla stofnstærð
loðnunnar og á að standa til loka
október.
A sama tíma í fyrra var
farið í sams konar leiðangur og
verða niðurstöður milli ára síðan
bornar saman.
Forystumenn norrænna
blindrasamtaka þinga hér
UNDANFARNA daga hafa for-
ystumenn blindrasamtaka af öll-
um Norðurlöndum þingað um
málefni samtaka sinna á Hótel
Sögu. Norræn blindrafélög hafa
haft með sér náið samstarf og
halda sameiginlega fundi tvisvar
á ári. Fundurinn í Reykjavík að
þessu sinni er haldinn í tilefni 40
ára afmæiis Blindrafélagsins.
Aðalumræðuefni fundarins að
þessu sinni var samstarf norrænu
blindrafélaganna, einkum hvernig
hægt væri að efna til víðtækara
samstarfs en nú er, og þátttaka
samtakanna í alþjóðlegu starfi.
Samhliða þessum fundi hittust
einnig fulltrúar æskulýðssamtaka
norrænna blindrafélaga og ræddu
þeir m.a. íþróttamál blindra og
sjónskertra.
Tilnefndir í
stjórn verka-
mannabústaða
BORGARRÁÐ Reykjavíkur til-
nefndi á fundi sinum 4. septem-
ber sl. eftirgreinda aðila í stjórn
verkamannabústaða: Grétar bor-
stcinsson, Björgvin Guðmunds-
son og Hilmar Guðlaugsson.
Minnisvarði um fyrsta landlækninn
FIMMTUDAGINN 13. september
hófst sala verðtryggðra spari-
skírteina rikissjóðs i 2. fl. 1979,
samtals að fjárhæð 2,700 milljón-
ir króna. Utgáfan er byggð á
heimiid í fjárlögum og verður
lánsandvirðinu varið til opin-
berra framkvæmda á grundvelli
lánsfjáráætlunar rikisstjórnar-
innar fyrir þetta ár.
Kjör skírteinanna eru hin sömu
og undanfarinna flokka. Höfuð-
stóll og vextir eru verðtryggðir
miðað við þær breytingar sem
kunna að verða á vísitölu bygging-
arkostnaðar, er tekur gildi 1.
október n.k. Skírteinin eru bundin
fyrstu fimm árin, en frá 15.
september 1984 eru þau innleysan-
leg hvenær sem er næstu fimmtán
árin. Skírteinin eru framtalsskyld
og eru skattlögð eða skattfrjáls á
sama hátt og bankainnstæður.
Skírteinin eru nú gefin út í
fjórum verðgildum, 10.000, 50.000,
100.000 og 500.000 krónum og
skulu skráð á nafn.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
fást hjá söluaðilum, sem eru
bankar, sparisjóðir og nokkrir
verðbréfasalar í Reykjavík.
Athygli skal vakin á því að
lokagjalddagi spariskírteina í 1.
flokki 1967 er 15. þ.m. og skírteina
í 2. flokki 1967 20. október n.k.
Eftir lokagjalddaga bera skirtein-
in hvorki vexti né bæta við sig
verðbótum.
Á MÁNUDAGINN var afhjúp-
aður minnisvarði um Bjarna
Pálsson fyrsta landlækninn, við
Nesstofu á Seltjarnarnesi, á 200
ára dánarafmæli hans. Þá er
það einnig haldið hátíðlegt að
um þessar mundir hefur ríkið
eignast alla Nesstofu, og er
ætlunin að koma þar upp safni
er minni á sögu hússins og
læknisfræðinnar hér á landi.
Að sögn Sigurgeirs Sigurðs-
sonar bæjarstjóra verður þar
komið upp lækna- og lyfjasafni,
og hugsanlega verður þar einnig
rúm fyrir byggðasafn Seltjarn-
arness. Þjóðminjasafn íslands
hefur nú tekið við Nesstofu til
varðveislu, en húsið þarfnast
mikillar endurnýjunar og við-
gerðar við.
Á myndinni til hægri sjást
þeir Ólafur Ólafsson landlæknir
og Sigurður Sigurðsson fyrrum
landlæknir við minnisvarðann
um fyrsta landlækninn, en á
hinni myndinni sést lúðrasveit
leika fyrir framan Nesstofu við
athöfnina.
Ártalið 1763 er greypt yfir dyr
Stofunnar.
SUS-þingid hefst í dag
ÞING Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna verður sett á Húsavík
síðdegis í dag, en þetta er XXV.
þing Sambandsins sem að jafnaði
er haldið annað hvert ár. Á
setningarfundinum í dag mun
formaður S.U.S., Jón Magnússon
flytja ræðu og meðal annars
skýra frá störfum S.U.S. síðustu
tvö ár, þá verður gerð grein fyrir
reikningum sambandsins og rætt
almennt um starfsemi þess. Einn-
ig flytur Halldór Blöndal, for-
maður kjördæmissamtaka Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra, ávarp. Að því
loknu munu nefndir hefja störf
fram eftir kvöldi.
Þing Sambands ungra sjálf-
stæðismanna eru sem fyrr segir
að jafnaði haldin annað hvert ár,
en þau fara með æðsta vald í
málefnum þess. Þá er á
S.U.S.-þingum kjörinn formaður
Sambandsins til tveggja ára, og
einnig stjórn þess. Síðasta
SUS-þing var haldið í Vestmanna-
eyjum árið 1977, og þá var núver-
andi formaður kjörinn, og er hann
aftur í kjöri nú á þessu þingi.
Aukaþing S.U.S. hafa einnig verið
haldin alloft á undanförnum ár-
um, og síðast var það haldið á
Þingvöllum fyrir réttu ári síðan.
Að undanförnu hefur verið unn-
ið mikið undirbúningsstarf vegna
SUS-þingsins, að því er Stefán H.
Stefánsson framkvæmdastjóri
sambandsins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, en
hann var þá kominn norður til
Húsavíkur. Sagði hann meðal
annars margar málefnanefndir
hafa starfað að undirbúningi
ályktana síðustu vikur, og hefur
verið fjallað um fjölmarga mála-
flokka. Stefán sagði að stjórn SUS
hefði samþykkt á fundi srnum
nýlega að gera kjörorð Sjálfstæð-
isflokksins „Stétt með stétt “ að
yfirskrift þingsins á Husavík,
enda yrði sérstaklega fjallað um
einstaklinginn, rétt hans og stöðu
í þjóðfélaginu, um efnahagsmál og
verkalýðsmál. og fleiri þau mál er
sérstaklega snerta hvern einstakl-
ing þjóðfélagsins og nauðsyn sam-
stöðu þegnanna.
Stefán H. Stefánsson sagði að
lokum, að gert væri ráð fyrir því
að milli 150 og 170 þingfulltrúar
kæmu til Húsavíkur um helgina,
ungir sjálfstæðismenn hvaðanæva
að af landinu. Þinginu lýkur á
sunnudag.