Morgunblaðið - 14.09.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 14.09.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 21 Smygl f annst í tveimur skipum í VIKUNNI íann Tollgæzlan smyglvarning í tveimur skipum, Skógafossi og Lagarfossi. Alls hafa fundizt 50 kassar af bjór, 36 flöskur af vodka, tveir útvarps- magnarar og nokkuð af skinku. Nýtt fíkni- efnamál i rannsókn 1 Reykjavik FÍKNIEFNADEILD lögreglunn- ar í Reykjavík hefur nú til rann- sóknar umfangsmikið fíkniefnamál. Fimm ungmenni voru handtek- in í byrjun vikunnar og úrskurðuð i 10 til 30 daga gæzluvarðhald en tveimur þeirra hefur nú verið sleppt. Fíkniefnadeildin mun hafa gert upptækt nokkuð af fíkniefn- um við rannsókn málsins. Blönduós: 70.000 fjár slátrað í haust Geitaskarði, Langadal. 13. september. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst hjá Sölufélaginu á Blönduósi í gær, en reiknað er með að rösklega 70.000 fjár verði slátrað í haust, sem er 8% meira en í fyrra. Um 400 nautgripum var slátrað áður en sauðf járslátrun hófst og verð- ur flciri slátrað að lokinni sauð- fjárslátrun. Þá er fyrirsjáanlegt að mikið af hrossum verður skor- ið niður í haust. Víðast hvar í sýslunni er eftir hey á túnum, en undanfarna 10 daga hefur ekki verið hægt að eiga við heyskap vegna úrfellis og síðastliðna viku hefur snjóað meira og minna á hverjum sólar- hring. Gangnamenn eru nú á fjöllum og má reikna með að þeir fái mjög harða útivist. Laxveiði úr Miðfjarðará, Blöndu og Svartá er nú lokið. Ur Mið- fjarðará fengust 2156 laxar, sem er heldur minna en í fyrra, sem stafar af því að takmark var sett á veiðina síðustu dagana. Úr Blöndu komu tæplega 1000 laxar og um 500 úr Svartá. í Vatnsdalsá hafa veiðzt 13—1400 laxar, en veiði er ekki lokið. — Ágúst Heldur fleiri ferðamenn nú en í fyrra ELLEFU þúsund fimm hundruð og áttatiu útlendingar komu til íslands i ágústmmánuði sl„ en í sama mánuði í fyrra heimsóttu okkur 10.337 útlendingar. Það sem af er árinu hafa rösklega 61.000 útlendingar heimsótt ísland en á sama tíma i fyrra urðu gestirnir rösklega 59 þús- und. Af þeim, sem hingað komu í ágúst sl. voru Bandaríkjamenn flestir, 2982, V-Þjóðverjar voru 1.713, Bretar 1.035, Danir 1.023 og Frakkar 1.007 en alls komu gestir okkar frá 63 löndum. Sad al Faisal prins (annar frá hægri) ásamt Ingólfi Guðbrandssyni forstjóra Útsýnar, Yones ráðgjafa prinsins, Emil Guðmundssyni hótelstjóra á Hótel Loftleiðum, Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa Flugleiða ok Valgerði Kristinu Brynjólfsdóttur en hún hefur skipulagt innanlandsferðir prinsins fyrir hönd Utsýnar. F aisal prins enn á íslandi SAD al Faisal prins af Ferðaskrifstofan Útsýn skipu- auk þess farið til Vestmanna- Saudi-Arabíu kom til Reykjavík- leggur ferð prinsins til íslands eyja, Gullfoss og Geysis. í gær ur 4. september s.l. ásamt fjöl- en hann dvelst á Hótel Loftleið- fór prinsinn til Hafnar í Horna- skyldu sinni og fylgdarliði. um. Faisal hefur notað tímann firði og fer til Norðurlands áður Prinsinn er í einkaheimsókn og til þessa til skoðanaferða um en dvöl hans hér lýkur. dvelst hér fram í næstu viku. Reykjavík og nágrennis og hefur Réttir í nágrenni Reykjavíkur RÉTTUM í landnámi Ing- ólfs hefur almennt verið frestað um viku frá því sem tíðkast hefur. Var þetta ákveðið með tilliti til þess, að féð fór frekar seint á f jall í vor og ástand afréttarlandanna er gott. Samkvæmt venju hefðu réttir í landnámi Ingólfs átt að vera um næstu helgi en þeim hefur nú öllum verið frestað nema Kjós- arrétt, sem verður þriðju- daginn 18. september, og Þingvallarétt. í Hafravatnsrétt verður réttað mánudaginn 24. september og í Kollafjarð- arrétt miðvikudaginn 26. sept. Sunnudaginn 23. sept. verður réttað í Fossvallar- étt fyrir ofan Lögberg, Há- smúlarétt og Kaldárrétt fyrir ofan Hafnarfjörð. Fimmtudaginn 27. sept- ember verður réttað í Ölf- usréttum. Verðlags- grundvöll- urinn hækkar um 19,72% VERÐLAGSGRUNDVÖLLUR landbúnaðarafurða hækkar sam- kvæmt því samkomulagi, sem orðið hefur í sexmannanefnd í heild um 19,72% frá síðasta grundvelli, sem gilti frá 1. júní sl. Hefur verðlagsgrundvöllurinn því hækkað um 53,6% á einu ári eða frá 1. september 1978. Þeir út- gjaldaliðir, sem hækka mest í grundvellinum nú eru vextir, sem hækka um 47,87%, fasteignaskatt- ar, rafmagn og ýmis útgjöld hækka um 32,49%, kostnaður við vélar hækkar um 31.83% og hefur sá kostnaður hækkað um 80% á einu ári. Viðhald og fyrning úti- húsa hækkar um 29,15%, flutn- ingskostnaður um 26,15%, fóður- bætir um 22,12% og launaliður grundvallarins hækkar um 16.74%. Selfoss: Ekki atkvæða- greiðsal um ÁTVR BÆJARSTJÓRN Selíoss sam- þykkti í fyrradag með 6 atkvæð- um gegn 3 að láta ekki að sinni fara fram atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa um opnun áfengisút- sölu á staðnum. Erlendur Hálfdánarson bæjar- stjóri sagði í samtali við Mbl. í gær, að af þeim 300 manns, sem hefðu skrifað undir áskorunar- skjal um atkvæðagreiðsluna, hefði „þó nokkur fjöldi" ekki verið íbúar á Selfossi. Til þess að atkvæða- greiðsla yrði að fara fram þarf undirskriftir lA íbúanna og hefði því þurft 628 undirskriftir að sögn Erlends. OMIC reiknivélin hefur slegið sölumet 312PD 210PD 210P OMIC reiknivélin kom á markaðinn fyrir einu ári, ný vél sérhönnuð samkvæmt óskum viðskiptavina Skrifstofuvéla h/f. Móttökurnar voru frábærar. Á örfáum vikum varð OMIC metsöluvél. I framhaldi af þessum afburða góða árangri bjóða Skrifstofuvélar h/f tvær nýjar gerðir af OMIC reiknivélum: OMIC 210 PD OMIC 210 P OMIC vélar í einfaldari útfærslu en OMIC 312 PD. Komið og kynnist kostum OMIC: 33 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns. SKRIFSTOFUVELAR H.F. + ~x + ^ Hverfisgötu 33 Simi 20560 HVERFISGATA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.