Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Askriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. lausasölu 180 kr. eintakiö. Allir, sem hugsa um hag útflutningsframleiðslunn- ar og prentfrelsið í landinu, fagna því, að verkfalli Graf- íska sveinafélagsins er lokið. Það hefur haft í för með sér óvænt tjón fyrir blöðin og enginn' vafi á því, að það tekur þau nokkurn, en þó misjafn- lega langan tíma að ná sér eftir stöðvunina. Því miður er ekki annað hægt en gagnrýna Grafíska sveinafélagið fyrir verkfallsákvörðun sína, sem auðvitað er ekki hægt að telja annað en aðför að blöðunum. Kjarni málsins er sá, að Graf- íska sveinafélagið krafðist meira sér og sínum til handa en aðrir launþegar í landinu höfðu fengið. Það er ekki höfuðatriði, hvort Grafíska sveinafélagið er ánægt eða óánægt með laun félaga sinna — fjöldi launþega er sár- óánægður með kaup sitt og kjör, ekki sízt verzlunarfólk — heldur er hitt aðalatriði, hvernig þeir reyndu að full- nægja kröfum sínum. Það er aðferðin, sem er ámælisverð. Þeir fengu ekki heldur stuðn- ing Alþýðusambands íslands — og töldu fyrir bragðið for- ystu þess eitt höfuðið á þeim marghöfða „þursi“, sem þeir þóttust vera að berjast við. Einn helzti talsmaður ASÍ um alllangt skeið lýsti því líka yfir, að Grafíska sveinafélagið hefði átt að sætta sig við sömu launahækkanir og önnur verkalýðsfélög enda hefur það orðið ofan á. Það fór ekki milli mála, að slík yfirlýsing í miðju verkfalli lýsti því vel, að þar andaði heldur köldu til félags- ins úr þeirri átt. Sannleikur- inn er líka sá, að verkfall Grafíska sveinafélagsins hef- ur orðið til þess að beina athyglinni að vinnulöggjöfinni og þeim agnúum, sem á henni eru. Þeirri skoðun vex fylgi, að ótækt sé að fáir menn geti haldið miklum fjölda manna í verkfalli og rýrt tekjur þeirra. Verkföll eru bönnuð í ein- ræðisríkjum. Þau eru nauð- vörn verkalýðsfélaga í lýðræð- isríkjum. Abyrgir verkalýðs- foringjar reyna að misnota ekki verkfallsréttinn — og beita honum alls ekki í póli- tískum tilgangi. Slík misnotk- un hefur þó komið óorði á verkföll og verkalýðsforystu hér á landi. Því miður hefur verkfallsvopninu einatt verið beitt í póiitískum tilgangi. Þannig unnu vinstri flokkarn- ir í núverandi ríkisstjórn kosningasigur sinn á slíkri pólitískri misnotkun verkfalls- réttar. Og íslenzk verkalýðs- forysta hefur oft verið sek um að misnota verkfallsréttinn án þess að hugsa um hagsmuni umbjóðenda sinna, hvað þá þjóðarhag. Þessi misbeiting verkfallsréttar hefur opnað augu flestra fyrir því, að nauð- synlegt er að breyta vinnulög- gjöfinni þannig, að ekki sé unnt að beita verkfallsvopninu gegn vilja meirihluta í stétta- félögunum. Og ef einhvern lærdóm má draga af síðasta verkfallinu, sem yfir hefur dunið, verkfalli Grafíska sveinafélagsins, er það helzt, að það hefur enn einu sinni sýnt, að örfáir menn geta vegið svo að framleiðslu- og atvinnulífi, að óviðunandi er. Jafnvel sumir verkalýðsfor- ingjar og ýmsir, sem hafa búið um sig í Alþýðusambandi ís- lands, hafa séð þá vá, sem fyrir dyrum er, ef verkfalls- réttinum er beitt með þeim hætti, sem varð til þess að stöðva útkomu blaða og setja útflutningsframleiðslu lands- manna í hættu. Þetta síðasta verkfall hefur sýnt mönnum og sannað, svo að ekki verður um villzt, að verkfallsvopnið á að umgang- ast með varúð og þeir, sem hafa tækifæri til að beita því, eiga að sjá sóma sinn í því að misnota það ekki. Það er al- kunna, að jafnvel einn þeirra, sem á sínum tíma hafði for- ystu um ólögleg verkföll gegn síðustu ríkisstjórn, lét þau orð falla (auðvitað ekki opinber- Iega, heldur í samskrafi manna í milli), að nú, þegar hann sæi, hvernig Grafíska sveinafélagið notaði verkfalls- réttinn, mundi hann ekki treysta sér til að standa gegn nauðsynlegum breytingum á vinnulöggjöfinni. Það er líka mála sannast, að augu fleiri hafa.opnazt fyrir því, að nauð- synlegt er að koma í veg fyrir, að verkfallsvopninu sé beitt nema í undantekningatilfell- um — annað getur leitt til þess að þjóðfélagið hrynji til grunna, svo að ekki sé talað um einstök fyrirtæki. Velflest- um launþegum er þó að verða ljóst, að undirstaða velmegun- ar þeirra er sú, að fyrirtækin, sem þeir starfa við, standi á traustum grunni og í þau sé hægt að sækja það atvinnu- öryggi og kaupgjald, sem tryggir launþegum góða af- komu. Launþegar, sem vega að þeim fyrirtækjum, sem þeir starfa við, með óréttlætanleg- um verkföllum, eru engu betri en þeir sjómenn, sem stund- uðu ofveiði, en töldu samt sjálfum sér trú um það öllum stundum, að slík rányrkja mundi aldrei bitna á þeim sjálfum. íslenzk dagblöð eru afar viðkvæm fyrir verkföllum. Þau þurfa á öllu sínu að halda til að standast verðbólgubálið. Hver verkfalllsdagur er end- anlega tapaður. En t.d. skipa- félag í verkfalli hefur kost á að flytja þær vörur seinna, sem beðið hafa vegna verk- falls. Markaður fyrir blöðin er auk þess miklu minni hér á landi en í öðrum nálægum löndum og hagnaðarvon ekki sambærileg við það, sem tíðk- ast í milljónaþjóðfélögum. Auk þess er það beinlínis hagsmunamál ríkisins, að skorið sé á líftaug dagblað- anna. Hér á landi hefur ríkið einkarétt á útvarpi og sjón- varpi og grætur sízt af öllu, ef samkeppni um auglýsingar og áskrifendur minnkar eða hverfur alveg. Auk þess er ríkisvaldinu eða Kerfinu í mynd ríkisstjórnarinnar oft þóknanlegt að losna við þau dagblöð, sem halda uppi gagn- rýni á gerðir hennar. Ráðherr- ar gráta ekki verkföll, allra sízt á jafnalvarlegum tímum og þeim, þegar ríkisstjórnin leggur nýjar álögur á landslýð, að upphæð hvorki meira né minna en 12—15 milljarða króna. Ríkisstjórnin getur þakkað sínum sæla að við það „hátíðlega" tækifæri voru blöðin — og aðhaldið — víðs- fjarri. Eða eigum við heldur að segja tæpitungulaust — að lýðræðið sjálft hafi verið víðs fjarri í þeirri „veizlu“. Því skal þó ekki haldið fram, að þeir, sem stjórnuðu verkfallinu, hafi átt þá hugsjón helzta, að verða heiðursgestir í þeirri kjötkveðjuhátíð. Þeir sýndu í fyrrinótt, að þeir vilja axla þá ábyrgð, sem þeir bera, og sömdu um sanngjarna leið- réttingu mála sinna. Þannig nýtur lýðræðið þess nú, að ábyrgðartilfinning grafískra var meiri en á horfðist. En á meðan bráðabirgðalög- in voru sett og álögurnar auknar á þjóðina með aðgerð- um, sem munu magna verð- bólguna, hímdi íslenzka lýð- ræðið í öskustónni, forsmáð og yfirgefið. En valdhafarnir höfðu allt í einu hitt á óskastundina(I). Verkfallið Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar: 5 milljón króna bíll hækkar um 80-90 þúsimd krónur íslenzkar hljómplöturhækka í verði — skíði lækka Hækkun söluskatts úr 20% í 22%, vörugjalds- hækkun úr 18% í 24% og niðurfelling á vörugjaldi á vissar vörutegundir hafa margvíslegar breytingar í för með sér á vöruverði í landinu. Yfirleitt er um hækkun að ræða sem nemur umræddum hundraðshlutahækkunum, íþróttavörur lækka þó í verði, en verð á íslenskum hljómplötum stendur því sem næst í stað eða þá að þær hækka lítið eitt í verði. Verð á íslenskum hljóm- plötum sem komið hafa út að undanförnu hefur verið nokkuð breytilegt, eða frá 7600 krónum upp í 8700 krónur. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá Steinari Berg hljómplötuútgefanda, þýðir niðurfelling vöru- gjaldsins á hljómplötur með íslensku efni um það bil 150 króna verðlækkun. Aðeins 5 til 10% kostnaðar hverrar hljómplötu er erlendur kostnaður, og aðeins af þeim kostnaði hefur verið reiknað vöru- gjald. Sagði Steinar því, að hljómplata, sem kostar 8700 krónur, hækkaði nú í verði um 174 krónur vegna hækkunar söluskatts, og ef frá þeirri upphæð eru dregnar 150 krónur, stendur eftir að hin nýju bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar þýða verð- hækkun á hverri hljóm- plötu sem nemur um 24 krónum! Þá leitaði Morgunblaðið einnig til verðlagsstjóra og fékk hjá honum eftirfarandi dæmi um breytingu á vöruverði. Tekin eru sem dæmi eftirtaldar innfluttar vörur: Bifreiðar, bifreiðavara- hlutir, skíði og þvottavélar. Bifreiðar: Hækkun söluskatts úr 20% í 22% hefur í för með sér 1,67% hækkun á verði bifreiða. Dæmi: Bifreið sem kostar 5.000.000 kr. hækkar um 83.500 kr. eða í 5.083.500 kr. Vörugjaldsbreytingin hefur engin áhrif á verðlag bifreiða. Bifreiðavarahlutir: Hækkun söluskatts úr 20% í 22% hefur í för með sér 1,67% hækkun á verði varahluta og vörugjaldshækkun úr 18% i 24% hefur að meðaltali í för með sér 4,8% hækkun á varahlutum. Samtals hækka því varahlutir að meðaltali um 6,6%. Dæmi: Varahlutur sem kostar 5.000 kr. hækkar um 240 kr. vegna vörugjaldsins og um 88 kr. vegna söluskattshækkunar- innar eða samtals um 328 kr. og fer í 5.328 kr. Skíði: Afnám 18% vörugjaldsins af skíðum lækkar verð á þeim um 15% en 1,67% söluskatts- hækkun gerir það að verkum að heildarlækkunin verður 13,6% Dæmi: Skíði sem kosta 20.000 kr. lækka um 3.000 kr. vegna afnáms vörugjaldsins en hækka um 284 kr. vegna sölu- skattshækkunarinnar eða heildarlækkun 2716 kr. (13.6%). Þvottavélar: Hækkun söluskatts úr 20% í 22% hefur í för með sér 1,67% hækkun á verði þvottavéla, og vörugjaldshækkun úr 18% í 24% hefur í för með sér 4,7% hækkpn. Samtals hækka því þvottavélar um 6,5%. Dæmi: Þvottavél sem kostar 365.700 kr. hækkar um 17,200 kr. vegna vörugjaldsins og kr. 6400 vegna söluskattshækkun- arinnar eða samtals 23.600. Fer þvottavélin við það í kr. 389.300 eða 6,5% hækkun. ÞRÁTT fyrir að vörugjald hefur verið fellt niður af íslenskum hljómplötum, munu þær hækka i verði. Stafar það af því að söluskattshækkunin er meiri en sem nemur þeirri lækkun er verður vegna niðurfellingar vörugjaldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.