Morgunblaðið - 14.09.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 25
Fimm víetnamskar fjölskyldur
og 4 einstaklingar á leiðinni
flóttamanna að leggja af stað úr búðunum á Paulau Bidon. áleiðis til
ÞRJÁTÍU og fjórir víet-
namskir, flóttamenn
koma til íslands 20. sept-
ember. Voru þeir valdir
úr hópi 8000 flóttamanna
á eyjunni Pulau Tenach
við Malasíu og eru nú í
búðum flóttamanna, sem
búið er að taka við í
Kanada og Evrópulönd-
um, rétt utan við Kuala
Lumpur, og þar verið að
búa þá undir förina til
íslands. En fulltrúar
Rauða kross Islands, þeir
Björn Friðfinnsson og
Björn Þórleifsson, eru
þar enn og kemur fólkið í
fylgd með þeim. Gerir
Rauði krossin sér vonir
um að fá í nokkra daga
inni fyrir fólkið á Hvíta-
bandinu, sem stendur
autt, til að veita því lækn-
isaðstoð og aðhlynningu,
en síðan flytur allt fólkið
í húsið Meistaravelli, sem
Rauði krossinn hefur
keypt og býr þar fyrst
um sinn.
Hingað koma 4 stórar fjöl-
skyldur, 5—7 manns, fjögurra
systkina hópur og fjórir ungir
einstaklingar. Þetta eru 34 ein-
staklingar alls, þar af 4 ungbörn,
sem ferðast á örmum foreldra
Hópur „heppinna“ víetnamskra
nýja landsins, með aleigu sina.
sinna. Fólkið talar víetnömsku
og kínversku og lítið annað og
fer því beint í íslenzkunám,
nema ein stúlkan, sem talar
frönsku og ensku og mun verða
túlkur. Tvær fjölskyldurnar eru
með veik börn, tveggja ára barn
með „vatnshöfuð" og litla telpu
með lamaðan handlegg, en slíkar
fjölskyldur eiga erfitt með að fá
Iandvist. Og gildir það sama um
einstaklingana.
Tvær fjölskyldur með
veik börn
Fjölskyldan með veika barnið
eru hjón með tvö lítil börn, eins
og tveggja ára, móðir konunnar
sem hefur unnið á saumastofu,
og tvö börn hennar, sem eru
unglingar. Maðurinn hefur að
undanförnu unnið í hrísgrjóna-
verksmiðju. Þá kemur maður,
sem hefur verið sjómaður og
bóndi, kona hans og tvö börn,
4ra og fimm ára og bróðir
mannsins, sem er 16 ára gamall.
Þriðja fjölskyldan eru hjón með
fimm börn, yngsta barnið á
fyrsta ári og það elsta 12 ára.
Hann er sjóliðsforingi að mennt
og hefur hug á að starfa við
sjómennsku. Fjórða fjölskyldan
er einnig 7 manns, hjón með 4
börn innan við 7 ára og bróðir
eiginkonunnar. Maðurinn starf-
aði að vélaviðgerðum i Víetnam,
en mágur hans í kúlupennaverk-
smiðju. Sjö ára dóttir hans hefur
haft lamaðan handlegg frá fæð-
ingu.
I systkinahópnum eru ein
systir og þrír bræður, 14—23 ára
gömul, og telst elsti bróðirinn
höfuð fjölskyldunnar. Þau hafa
verið í skóla, en sá elsti unnið
um skeið við dieselvélaviðgerðir.
Þá eru í hópnum þrír ungir
menn, 24ra—27 ára að aldri.
Einn er landmælingamaður,
annar hafði byrjað í háskóla, en
sá þriðji hefur stundað vélavið-
gerðir að undanförnu, en var
áður í námi. Hann er rómversk
kaþólskur, sá eini í hópnum, sem
er kristinnar trúar.
Loks er að telja ungu stúlkuna
Pham Le Hang, sem er 24 ára
gömul og verður túlkur hópsins
fyrsta árið. Hún hefur BSc-próf i
efnafræði og hefur hug á að
ljúka MS-gráðu síðar, en hún
talar vel frönsku og sæmilega
ensku.
Fólkið er bæði af víetnömsk-
um og kínverskum ættum og allt
vill það flytjast til íslands, sem á
þeirra máli heitir Bang Dao
(land ísjakans), og gerir sér að
minnsta kosti að einhverju leyti
ljóst á hverju það á von, að því er
fulltrúar Rauða krossins tjáðu
fréttamanni Mbl. er þeir höfðu
rætt við það. Þeir sögðu jafn-
framt að erfitt hefði verið að
velja úr hópnum, en þó verst á
eftir, þegar nöfn hinna heppnu
höfðu verið tilkynnt í hátalara
og hinir komu og sögðu við þá:
Af hverju tókuð þið ekki okkur?
Útlit fyrir góð-
an loðnuárgang
Óvissa með þorskárganginn, en ýsa og
karfi ollu fiskifræðingum vonbrigðum
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur.
NIÐURSTÖÐUR árlegra seiða-
leiðangra Hafrannsóknastofn-
unarinnar virðast benda til
þess, að loðnuklak hafi tekist
vel í vor og árgangurinn 1979
verði góður og til muna betri en
tvö síðustu ár. Fiskifræðingar
setja hins vegar spurningar-
merki við þorskinn, þar sem
heildarfjöldinn er í meðallagi,
en seiðin mögur og smávaxin.
Litið fannst af ýsuseiðum og
útlit er fyrir að þessi árgangur
af ýsu verði lélegur. Sömu sögu
er að segja um karfann, en um
síðastnefndu tegundina er þó
lítið hægt að fullyrða, þar sem
sá hluti leiðangursins, sem
einkum beindist að karfarann-
sóknum, hefur trúlega verið
tveimur vikum síðar á ferðinni
en æskilegt hefði verið.
Hafrannsóknaskipið Árni Frið-
riksson hélt í seiðaleiðangur 10.
ágúst og fór rangsælir í kringum
landið. Eyjólfur Friðgeirsson var
leiðangursstjóri til Akureyrar, en
þar tók Hjálmar Vilhjálmsson
við. Árni lauk sínum hluta rann-
sóknanna um síðustu mánaða-
mót. Vilhelmína Vilhelmsdóttir
var leiðangursstjóri á Bjarna
Sæmundssyni, sem hélt út 20.
ágúst, eða um hálfum mánuði
síðar en æskilegt hefði verið.
Bjarni lauk sínum hluta 10. sept-
ember, en skipið var einkum við
rannsóknir á djúpmiðum.
Við athugun á fjölda og út-
breiðslu fiskseiða var einnig
kannað ástand sjávar og svifþör-
unga. Aðallega var þó verið að
rannsaka fjölda og útbreiðslu
seiða fjögurra fisktegunda:
þorsks, ýsu, loðnu og karfa. Morg-
unblaðið ræddi í gær við Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðing um
niðurstöður þessara rannsókna
og fer frásögn hans hér á eftir.
— Það er dálítið erfitt að átta
sig á þorskinum að þessu sinni.
Utbreiðslan var fyrst og fremst
fyrir norðan, eins og oft er, þó svo
að stöku fiskar fengjust alla leið
til A-Grænlands. Heildarfjöldinn
er í slöku meðallagi og einn sér
gefur fjöldinn tilefni til að ætla
að þetta verði að minnsta kosti
meðalárgangur, en hins vegar
voru þorskseiðin ákaflega mögur
og smávaxin. Það kann að hafa
áhrif á afkomuna í vetur, en við
höfum hliðstæðu frá 1975. Mér er
sagt að sá árgangur virðist ætla
að koma þokkalega út, en það ár
voru þorskseiði ákaflega smá og
varla eins mörg og núna. Ef þau
og við verðum heppin getum við
fengið þarna þokkalegan árgang,
en um það er ekki hægt að segja á
þessu stigi.
— Með ýsuna er þetta öllu
sorglegra. Það var lítið af ýsunni,
en þó helzt úti af Vestfjörðum og
vestanverðu Norðurlandi, en það
er líka venjulegt. Ýsuseiðin voru
fá og þau voru einnig illa á sig
komin og ég held, að á því sé ekki
nokkur vafi að ýsuárgangurinn
1979 verði lélegur.
— Með loðnuna var þetta aftur
á móti þannig, að heildarfjöldinn
var ekki í námunda við það, sem
hann hefur mestur orðið, en það
var á árunum 1972—76. Þá voru
viðmiðunartölur sitt hvorum
megin við 100, en í ár er hún í
kringum 50. Það er aftur verulega
hærra en á slöku árunum 1978 og
1977. Seiðin voru vel á sig komin
og útbreiðslusvæðið var stórt, það
náði alveg frá Melrakkasléttu og
allar götur vestur fyrir land að
Snæfellsnesi og þaðan vestur yfir
Dhornbanka að A-Grænlandi og
langt suður með því.
— Ef litið er á ásigkomulag
seiðanna, seiðafjöldann og stærð
útbreiðslusvæðisins, þá hlýtur
niðurstaðan að verða sú, að ár-
gangur 1979 af loðnu hljóti að
verða góður eða a.m.k. yfirgnæf-
andi líkur séu á því. E.t.v. sjáum
við árangur þeirra takmarkana,
sem settar voru á loðnuveiðarnar
þegar leið að hrygningu síðasta
vor. Ég er næstum viss um að ef
leyft hefði verið að veiða eins og
hægt var og eins og gert hefur
verið, þá hefði þetta ekki komið
svona vel út. 1978 og 1977 var
gengið nokkuð nærri hrygningar-
loðnunni og þá varð útkoman
léleg að manni fannst, síðan eru
þessar takmarkanir settar á veið-
arnar í vor og þá verður útkoman
þessi.
— Karfinn olli nokkrum von-
brigðum. Fjöldi karfaseiða er
verulega miklu minni en oftast
áður og það var t.d. athyglisvert
að á miðju Grænlandshafi voru
engin karfaseiði og það sem
fannst var úti við kantana. I
leiðangrinum var líka horft eftir
útbreiðslu fullorðins karfa á
þessum kantsvæðum og í því
skyni var togað nokkuð víða með
botntrolli, en þá kom í ljós að
karfaseiði voru töluverður hluti
fæðu hjá þeim tegundum, sem
fengust, en það voru sérstaklega
karfi og þorskur. Þetta bendir til
þess, að Bjarni Sæmundsson hafi
verið of seint á ferðinni og karfa-
seiði, þó lítil séu á þessum tíma,
hafi verið farin að leita botns.
Með þeim aðferðum, sem við
beitum, sjáum við þau ekki þegar
svo er komið.