Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 A Idarminning: Lárus Fjeldsted, hœstaréttarlögmaður Fæddur 7. september 1879 Dáinn 7. nóvember 1964. Öld virðist langur tími þegar fram er horft, en mun skemmri þegar til baka er litið. Siður er að reikna tíma í öldum og þykir því hæfa að minnast Lárusar hæsta- réttarlögmanna Fjeldsted á aldar- afmæli hans. Lárus var fæddur á höfuðbólinu Hvítárvöllum í Borgarfirði, sonur Andrésar óðalsbónda Fjeldsted og konu hans Sesselju Kristjáns- dóttur. Hann var snemma settur til mennta, enda góðum gáfum gæddur. Lauk hann stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík aldamótaárið 1900. Að stúdentsprófi loknu hélt Lárus til Kaupmannahafnar, svo sem þá var háttur um íslenska stúdenta. Stundaði hann fyrst nám við verzlunarháskóla, en innritaðist síðan árið 1901 í lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Kandidatsprófi í lögfræði lauk hann um vorið 1908 og hélt að því búnu til íslands. Eftir heimkom- una var Lárus um nokkurra mánaða skeið settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Honum mun hafa staðið til boða greið leið til embættisframa, en til þess stóð hugur hans ekki. Hann vildi verða málflutningsmaður. Leyfi sem yfirréttarmálaflutningsmaður fékk hann 23. október 1908. Mál- flutningsstofu opnaði Lárus 1. apríl 1909. Ekki var það neitt aprílhlaup, því málflutningsstofu rak hann til dauðadags, eða rúm 55 ár. Segja má, að það hafi verið bjartsýni að hyggjast afla sér lífsviðurværis af málflutningi á þessum tíma. Ibúar í Reykjavík voru þá taldir 11.203, en 84.528 á öllu landinu. A þessu ári var Björn Jónsson skipaður ráðherra íslands, banka- stjóra Landsbankans vikið frá störfum, samþykkt lög um aðflutningsbann á áfengi, en Reykvíkingar fengu vatn úr Gvendarbrunnum. Ufar voru þá nokkrir með mönnum svo sem jafnan hefur verið siður á Islandi. Tekjur landssjóðs á fjárlögum fyrir árið 1909 voru áætlaðar 1.664.265 krónur, að styrk frá Dönum meðtöldum. Erlend viðskipti voru að mestu leyti við Danmörku, svo sem eðli- legt var, en nokkur við Bretland. íslendingar voru þá sem nú mála- fylgjumenn miklir mála- ferlaglaðir vel. Miður mun þeim hins vegar hafa líkað að greiða málflutningsmönnum laun, sér- staklega ef þeir töpuðu málum. Nýi málflutningsmaðurinn hafði trú á landi sínu og þjóð. Hann treysti því, að atvinnuvegir íslands myndu eflast og því myndi fylgja, að góðir málflutningsmenn fengju næg verkefni. Honum varð að trú sinni. Honum var treyst og verkefnin hlóðust að honum. Lárus sagðist aldrei hafa iðrast þess að gerast málflutningsmaður og aldrei hefði hvarflað að honum að hætta því starfi. Þegar hið æðsta dómsvald fluttist inn í landið hóf Lárus málflutnings- störf við Hæstarétt. Fyrsta hæstaréttarmál sitt flutti Lárus um vorið 1920. Leyfi til málflutn- ings fyrir Hæstarétti fékk hann 1. mars 1922. Síðan flutti hann mál fyrir Hæstarétti um 40 ára skeið. Síðasta mál sitt þar flutti hann í júnímánuði 1960. Það hefur jafnan verið svo á Islandi, að lögmenn hafa naumast getað aflað sér lífsframfæri af málflutningi einum. Lárus starfaði mjög að lögfræðilegri ráðgjöf og var í mörgum nefndum og stjórnum um dagana. Hann var lögfræðilegur ráðunautur ríkisstjórna Breta, Dana og Norðmanna, hér á landi. Hann var lögfræðingur íslensku ríkisstjórnarinnar í ullarmálinu við Svía. Hann sat í bankaráði Utvegs- banka Islands h/f meðan það hlutafélag starfaði, í stjórn Sjóvá- tryggingarfélags íslands h/f um áratuga skeið og hann var í skilanefnd Síldareinkasölu íslands, svo eitthvað sé nefnt. Lárus var sæmdur fjölda heiðurs- merkja innlendra og erlendra. Kjörinn var hann heiðursfélagi Lögmannafélags íslands 20. nóvember 1951. Hér að framan hefur verið rakinn í fáum dráttum starfsferill Lárusar. Starfsferillinn er ekki nema einn þáttur í lífsferli manns og stundum ekki sá merkilegasti. Hinn 20. september 1912 kvæntist Lárus reykvískri blómarós, Lovísu Ágústsdóttur, fæddri 8. júní 1885. Frá því að þau Lovísa og Lárus stofnuðu til hjúskapar og til dauðadags beggja lifðu þau saman í ást og eindrægni. Þau eignuðust fjögur börn: Andrés fæddan 21. júlí 1913, dáinn 24. ágúst 1927, Ágúst hæstaréttarlögmann f. 19. nóvember 1916. Lárus, stórkaup- mann fæddan 30. ágúst 1918 og Katrínu fædda 4. maí 1925. Lárus Fjeldsted var maður hár vexti, vörpulegur á velli og bar með sér kurteisi og siðfágun. Á götu vakti hann athygli. Þessi einkenni voru ekki einungis á yfirborði, hann var prúðmenni og góðmenni, og sérstaklega friðsam- ur, en það er aðalsmerki hvers góðs lögmanns. Lárus var málflutningsmaður góður, vandvirkur, skýr og athug- ull. Við ráðgjöf og samningaborð mun hann þó hafa notið sín best. Þar var hann í essinu sínu. Hæfileikar hans til að sjá kjarna máls, finna úrræði, sem deilandi aðiljar gátu sætt sig við, sáttfýsi hans og friðsemi komu þá gleggst í ljós, ásamt heiðarleikanum gagn- vart sínum umbjóðendum. Lárus mun hafa haft góðar tekjur á íslenskan mælikvarða um mikinn hluta ævi sinnar. Fjár- stofnun lá hins vegar fjarri honum. Ef viðskiptavini var féskylft og átti erfitt með að greiða veitta þjónustu þá átti Lárus til með að segja: „Látum þetta bara bíða betri tíma“. Heimili þeirra Lovísu og Lárus- ar var í samræmi við líf þeirra og lífsskoðanir. Þar ríkti friður og festa. Gestrisni þeirra hjóna og höfðingsskapur var með eindæmum. Þar var jafn hlýlega tekið á móti virtum stórhöfð- ingjum og ræfilslegum skóla- strákum, sem voru að sníkja sér kvöldkaffi. Ég kynntist Lárusi Fjeldsted lítið eitt á háskólaárum mínum. Þá strax bar ég mikla virðingu fyrir honum án ótta, þó aldurs- og mannvirðingamunur væri mikill og ég feiminn. Örlögin höguðu því þannig, að ég varð samstarfs- maður Lárusar síðustu ár hans. Vera má, að honum hafi fundist hinn nýi félagi nokkuð breytingagjarn, en aldrei lét hann það á sér finna. Hann var ætíð reiðubúinn að miðla hinum nýkomna félaga af mannviti sínu og lífsreynslu. Sú fræðsla hefur oft komið mér að góðu gagni síðar í lífinu. Ekki gerði ég mér grein fyrir hvílíks álits og virðingar Lárus Fjeldsted naut, fyrr en ég ferðaðist eitt sinn erlendis í erind- um skrifstofu okkar. Þá opnaði meðmælabréf frá honum hinar luktustu dyr. Lárus var ekki' eingöngu lögbókarþulur, hann var víðlesinn og fróður, kátur var hann og gamansamur. Ég held ég hafi aðeins einu sinni séð hann dapran og segi þá sögu. Hann kom inn í skrifstofu mína til að spjalla, var óróleur og gleðivana, en því átti ég ekki að venjast. Ég reyndi að tala við hann um þá hluti, sem honum þótti gott um að tala, en hafði ekki árangur sem erfiði. Svo gekk hann til stofu sinnar. Nokkru síðar sama dag kom hann aftur til mín sínu hressari í bragði og reykti eftirmiðdagsvindil sinn. Hann kvaðst hafa verið hjá lækn- um í gær og þeir hefðu verið að banna sér að reykja. Hann hefði hugleitt það í dag, að hann væri orðinn áttræður og sér fyndist ekki skipta máli þótt lífinu lyki deginum fyrr en síðar, það væri eins gott að njóta þess, sem hann hefði hingað til notið, þennan skamma tíma, sem eftir væri. Segja má, að Lárus fjeldsted hafi verið gæfumaður í lífi sínu. Hann lifði til hárrar elli. Ævikvöld þeirra hjóna var fagurt. Þau önduðust sama dag, 7. nóvem- ber 1964. Þau höfðu lifað saman rúma hálfa öld og kvöddu saman lífið. Ég minnist Lárusar Fjeldsted, sem eins besta drengs og höfð- ingja, er ég hefi átt skipti við á lífsleiðinni. Benedikt Sigurjónsson. 7. september s.l. er öld liðin frá fæðingu Lárusar Fjeldsted, hæstaréttarlögmanns. Hann var þjóðkunnur á sinni tíð og vel metinn. Lárus var bóndasonur úr Borg- arfirði, nánar tiltekið frá Hvítár- völlum í Andakílshreppi. Fæddur var hann 7. september 1879, sonur Andrésar Fjeldsted óðalsbónda þar og Sesselju Kristjánsdóttur konu hans. Lárus varð stúdent frá Mennta- skólanum (Lærða skólanum) í Reykjavík árið 1900 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla ár- ið 1908. Á Hafnarárunum stund- aði Lárus nám einn vetur í kunn- um verzlunarskóla. Árið eftir að hann útskrifaðist sem lögfræðing- ur, stofnaði hann lögmannsstofu í Reykjavík, eina fyrstu sem stofn- uð var á landinu. Þar sem mér er kunnugt, þegar þetta er ritað, að einn af dómurum Hæstaréttar, sem var náinn sam- starfsmaður hans um árabil, minnist hans hér í blaðinu í dag og rifjar upp feril Lárusar Fjeld- sted sem málflutningsmanns, ræði ég lítt um lögmannsstörf hans. — Það er enn mörgum kunnugt, að auk margvíslegra starfa og um- sýslu sem lögmannsstarfið kallaði hann til, gegndi Lárus Fjeldsted ýmsum störfum öðrum. Hann sat m.a. í bankaráði Útvegsbankans pg í stjórn Sjóvátryggingafélags Islands meira en í þrjá áratugi, svo dæmi séu nefnd um trúnaðar- störf er hann gegndi. Mér er ekki kunnugt að Lárus hafi gefið sig að stjórnmálum eða talið sig í ákveðnum stjórnmála- flokki. Engu að síður ritaði hann oft greinar í dagblöðin um fjármál og fleira og fór þá ekki dult með skoðanir sínar. Minnist ég m.a. greina hans um gengislækkanir. Hann var þeim andvígur og taldi flestar leiðir, ef ekki allar aðrar heppilegri til lausnar aðsteðjandi vanda í atvinnu og fjármálum þjóðarinnar. Svo sem áður hefur verið minnst á, naut Lárus Fjeldsted mikils trausts samtíðarmanna sinna. Hann var eftirsóttur mannasættir, honum var ljúfara að sætta menn, en ýta þeim í gegnum dómkerfið, þótt hagnað- arvon hans ykist við það. Fyrir kom, að honum tækist ekki að sætta öndverða málsaðila og vildu þá hvorir tveggja fá hann sem „sinn mann“ til að fylgja sínu máli eftir við dómstólana. Slík atvik tala sínu máli um heiðarleika lögmannsins. Sem dæmi um það traust, er til hans var borið af ráðamönnum, má nefna að Stefán Jóhann Stefánsson lætur þess getið í „Minningum" sínum (bls. 135) að í hinum hörðu deilum sem upp vöktust eftir þingrofið fræga 1931, er Tryggvi Þórhallsson, forsætis- ráðherra, rauf þing öllum að óvörum í andstöðu við Sjálfstæð- isflokkinn og Alþýðuflokkinn, þá hafi Alþýðuflokkurinn lagt það til að skipuð yrði bráðabirgðastjórn „undir forystu góðs og gegns embættismanns". Tilnefndi flokk- urinn fjóra er til mála gætu komið sem forsætisráðherrar og var Lárus Fjeldsted, hæstaréttarlög- maður einn þeirra. Þótt eigi verði minnst á fleira er sýnir það traust þá tiltrú sem samtíðarmenn Lárusar Fjeldsted báru til hans, þó nógu sé af að taka, má að lokum geta þeirrar staðreyndar til frekar skilnings, að öldin sem liðin er síðan bónda- sonurinn á Hvítárvöllum sá dags- ins ljós í fyrsta sinn, er einstæð í allri þjóðarsögunni. Við upphaf þeirra eitt hundrað ára voru flestir íslendingar á milli hús- gangs og bjargálna. Ekkert mátti útaf bera svo ekki yrðu skepnu- og mannfellir. Árið sem Lárus fædd- ist fluttu nokkur hundruð manns frá Austurlandi, einu saman, til Ameríku. Nú rúmum áratug eftir andlát hans, ríkir hér á landi almenn velmegun, jafnvel þótt allir kvarti. Á öllum sviðum þjóðlífsins hafa orðið stórstígari breytingar en þekkst hefur með nokkurri vest- rænni þjóð á jafnskömmum tíma. Að vera lögfræðilegur ráðunautur, mannasættir og málaflutnings- maður á þessum umbreytinga og oft róstursama tíma, samtímis því að njóta jafnmikils trausts hinna ólíkustu aðila og hagsmunahópa eins og Lárusi Fjeldsted auðnað- ist, var örugglega ekki á hvers lögmanns færi. Til þess hefði hvorki dugað mannvit þótt mikið væri né menntun góð, ef ekki hefðu fylgt óvenjulegir mannkost- ir. Ég sá Lárus Fjeldsted fyrst norður í Siglufirði fyrir fimmtíu Minning: Valgerður Rósinkars- dóttir Akuregri Fædd 24. mars 1903 Dáin 30. ágúst 1979 Föstudaginn 7. sept. var Val- gerður Rósinkarsdóttir jarðsungin frá Akureyrarkirkju. Valgerður var fædd í Æðey í ísafjarðardjúpi. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgerður Septína Sigurðardóttir frá Kjarna í Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu og Rósinkar Guðmundsson frá Æðey. Þannig var Valgerður af hinni kunnu Arnardalsætt í föðurlegg. Hún mun hafa verið um þriggja ára gömul er hún fluttist með foreldr- um sínum til Eyjafjarðar en þau tóku þá við búi að Kjarna af foreldrum Þorgerðar Septínu. Þar ólst svo Valgerður upp ásamt systkinum sínum, Guðrúnu og Guðmundi, sem bæði eru búsett á Akureyri. Eitt systkinanna dó á unga aldri. Móðir þeirra andaðist þegar Valgerður var sautján ára gömul og féll þá í hennar hlut að taka við húsmóðurstörfum á stóru og afar mannmörgu heimili. Munu þær skyldur sem því fylgdu hafa lagst þungt á hana svo unga og óreynda þótt styrkur væri að systurinni, Guðrúnu, sem var tveim árum yngri. Alvara lífsins hófst því snemma hjá Valgerði og kröfurn- ar oft meiri en góðu hófi gegndi. Þrátt fyrir annirnar nam Valgerð- ur klæðskerasaum á Akureyri á þessu tímabili og stundaði hann meir eða minna fram eftir árum ásamt heimilisstörfum og hann- yrðum af ýmsu tagi, sem vitna um listhneigð hennar og framúrskar- andi handbragð. Allt sem að slíku laut lék í höndum hennar meðan hún gat á nál haldið. Setti þetta, ásamt óbrigðulli smekkvísi, svip á heimili hennar alla tíð, þann fágaða svip snyrtimennsku, sem fágætur er og erfitt að lýsa í orðum. Þann 23. maí 1923 giftist Val- gerður Árna Ólafssyni, gagnfræð- ingi, frá Dagverðartungu í Hörg- árdal, sem þá var sýsluskrifari á Akureyri. Þótt Árni stundaði skrifstofustörf lengst af, átti sveitalífið sterk ítök í þeim hjón- um. Þau eignuðust Kjarna og hófu þar búskap fyrstu hjúskaparárin og milli 1930 og 40 bjuggu þau þar í fjögur ár. Síðustu árin, sem Árni lifði vann hann á skrifstofu Raf- veitu Akureyrar. Gestkvæmt var alla tíð á heim- ili þeirra hjóna og frændfólk úr sveitinni sem þurfti á gistingu að halda vissi í hvaða hús var að venda. Þar var öllum tekið opnum örmum og veitt af rausn. Má þar heimfæra að þar sem hjartarúm er þar er líka húsrúm. Börnin urðu fjögur: Anna, gift Jóni Tómassyni framkvændar- stjóra, Reykjavík. Guðmundur, yfirlæknir á Akranesi, kvæntur Stefaníu Þórðardóttur úr Reykja- vík. Þorgerður Septína, gift Hirti Eiríkssyni framkv.stj. Iðnaðar- deildar SÍS, búsett á Akureyri og Hulda, kennari á Akureyri. Það kom sem reiðarslag þegar Árni lést snögglega 19. des. 1946. Varð það fjölskyldunni þungbær reynsla og jólin dapurleg í það sinn í Brekkugötu 29. Þá kom best í ljós viljastyrkur og þrek Val- gerðar. Líklega hefur trúin hjálp- að henni yfir örðugasta hjallann og meðfædd hneigð að gefast ekki upp þegar mest á reyndi. Hún sigraði sorgina ef svo má að orði komast. Mikið var í húfi og nú hvíldi ábyrgðin varðandi framtíð- ina á henni einni. Og hún fann úrræði sem að haldi komu. Hún gjörbreytti lífi sínu, hóf matsölu á heimili sínu og leigði herbergi eftir því sem húsrúm leyfði og komust færri að en vildu. Þannig eignaðist hún marga nýja vini, unga sem aldna, er ógjarnan hurfu á braut ef þeir á annað borð féllu inn í heimilislífið því að húsmóðirin var vandlát í vali sínu á þeim sem hún tók inn á heimili sitt. En þar sköpuðust góð og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.