Morgunblaðið - 14.09.1979, Side 31

Morgunblaðið - 14.09.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 31 árum síðan. Eiginkona hans, frú Lovísa Ágústsdóttir var þar á ferð með honum. Hún var góð vinkona móður minnar, sem mun hafa valdið því að þau Lárus og hún komu heim til okkar í þetta sinn. Mér er enn í fersku minni hversu glæsileg þau voru þessi reykvísku hjón, hafði vart séð önnur glæsi- legri. Nokkrum árum síðar dvaldi ég vetrarlangt á heimili þeirra að Tjarnargötu 33 hér í Reykjavík. Vetur sá verður mér jafnan minn- isstæður fyrir margra hluta sakir og þá ekki síst vegna lærdóms- ríkra kynna við þau hjón, frú Lovísu og Lárus Fjeldsted. — Þótt aldursmunur væri mikill á okkur, mér seytján ára og hinum virta og virðulega lögmanni, varð ég aldrei hans var. Heimilisbragurinn var eftir- minnilegur og lærdómsríkur. Hús- bóndinn glæsimenni, ekki einvörð- ungu að vallarsýn, heldur og í allri framkomu. Um hann mátti segja, að hann var hógvær og af hjarta lítillátur. Ég heyrði hann aldrei, þá þrjá áratugi sem ég þekkti hann, mæla styggðaryrði til nokk- urs manns, heldur færði hann jafnan allt til betri vegar. Það var góður og gagnlegur skóli, seytján ára pilti að umgangast Lárus Fjeldsted og heimili hans. Fram- koma hans öll og viðbrögð voru vissulega til eftirbreytni. Hjónaband þessara elskulegu hjóna var einstakt að mínu mati. Þar bar þó hæst hin sérstaka umhyggja, er hjónin báru hvort fyrir öðru, eftirtektarverð var virðingin og hlýjan er þau mæltu hvort til annars. Frú Lovísa var vel menntuð gáfukona og með mikilli sæmd stjórnaði hún heim- ili þeirra hjóna í 52 ár. Þau voru fjögur börnin sem áttu því láni að fagna að eiga að foreldrum, Lárus Fjeldsted og frú Lovísu, konu hans. Barnanna er getið í grein hér að framan og verður ekki endurtekið hér. Lárus og frú Lovísa létust sama daginn, 7. nóvember 1964. Hún nokkru fyrir dögun, hann um miðaftan þessa sama dags. Brott- för Lárusar kom flestum á óvart svo hress sem hann var, þrátt fyrir háan aldur. Vafalaust má telja að helfregn morgunsins hafi stuðlað að skjótri brottför hans. Þau höfðu unnast í meir en hálfa öld og vart mátt af öðru sjá, hvað var þá eðlilegra en þau yrðu samferða síðasta spölinn. Með þakklæti hugsa ég til Lár- usar fyrir áratuga kynni. En hugsun mín er einnig hjá Lovísu konu hans, sem var lífsförunautur hans í 52 viðburðarík ár. Ég hef áður látið í ljós að mér fannst eftir að ég kynntist þeim, að líf þeirra hafi verið ein samfelld brúðkaupsferð. Svo litrík var hún og laus við allan hversdagsleika að aldrei gleymist þeim er til þekktu. Blessuð sé minning þeirra hjóna, Lárusar Fjeldsted og frú Lovísu konu hans. Jón Kjartansson. traust vináttubönd, sem ekki rofn- uðu upp frá því þótt leiðir skildu. Og ófáir voru þeir er leituðu trausts og halds hjá Valgerði er þeir voru í vanda staddir og gengu ekki bónleiðir til búðar. Þannig var Valgerður síupptekin af hugs- un um aðra, skylda sem óskylda, sívinnandi og óhlífin við sjálfa sig. Vinir og vandamenn heimsóttu hana og fóru léttari í lund af hennar fundi en þegar þeir komu. Barnabörnin, sem eru þrettán, nutu ástar og umhyggju ömmu sinnar og áttu alltaf athvarf hjá henni. Þannig fórnaði Valgerður kröftum sínum fyrst og fremst fyrir aðra og það gaf lífi hennar fyllingu. Þá hvarflaði hugur henn- ar sí og æ til ástvinarins góða. Hann var henni ávallt nálægur enda trúði hún á lífið eftir dauð- ann og var sannfærð um endur- fundi sem hún þráði því meir sem á ævina leið þegar þreyta og lasleiki fór að ásækja hana. Svo fór að kraftana þraut til að standa í umfangsmiklu heimilishaldi. Heilsunni hrakaði en þó var hún Aðalheiður Erla Gunn- arsdóttir - Kveðja U)tt vér hljótum hér að kvrðja hjartans vini kærustu þrátt. Indæl von sú oss má slrðja aftur heilsum vér þeim brátt. Elsku Heiða litla mun lifa áfram í hjörtum okkar og við munum hugga okkur við minning- una um allar yndislegu samveru- stundirnar sem við áttum með henni og sem eru okkur nú svo óumræðilega dýrmætar. Hafi hún þökk fyrir allt. Jórunn. Þórhildur. Jón Ævar. Fædd 4. febrúar 1967. Dáin 26. ágúst 1979. Hví fölnar jurtin frlða ok fcllir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? I þessum ljóðlínum Björns Halldórssonar frá Laufási felast nokkrar af þeim ótal spurningum er leituðu á hugi okkar sunnud. 26. ágúst s.l. er okkur bárust hin hörmulegu tíðindi um andlát Heiðu litlu í Vallholti. Það var svo ótrúlegt að hún væri horfin, þessi litla 12 ára stúlka. Hún sem var svo hlaðin lífi, þrótti og atorku, hún sem ætlaði að framkvæma svo ótrú- lega margt. I lífi hennar skipaði allt er viðkom tónlist og búskap æðsta sess. Öllum sínum frístundum eyddi hún við orgelið, sama var hvort um löng eða stutt lög var að ræða, allt nam hún og lék af fingrum fram, og ekki var hún há í loftinu er hún fór sjálf að semja lög og vísur. Við höfðum þá trú að hún ætti eftir að na langt á þessu sviði og í byrjun ágúst s.l. færðum við það einmitt í tal við hana eftir að hafa hlýtt á eitt af hennar eigin frumsömdu lögum. Hún var fljót að svara því til að þetta væru einungis hjáverk og tómstundagaman hjá sér, sinn æðsta draum kvað hún vera að taka við búi föður síns. Hún taldi upp ótal margt sem hún ætlaði að breyta og koma í framkvæmd á því sviði. Það var svo mikil einurð og festa í svip hennar og lýs- ingarnar svo lifandi að við sáum fyrir okkur framkvæmdirnar jafnóðum og hún taldi þær upp. Vissa okkar var sú að það sem Heiða ætlaði sér það mundi henni takast. alltaf söm við sig. Hin sjálfstæða kona undi ekki veikindum og vanmætti og vildi ekki vera öðrum til byrði. Enginn greinir fyllilega innstu hugsanir annarra en merkja mátti nokkuð ótvírætt að dauðinn var henni ekki óvelkom- inn. En hann lét á sér standa og biðin var löng og ströng. Um það bil fjögur ár stóð það stríð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Lífi hennar er nú lokið og má e.t.v. segja að það hafi ekki verið neinn dans á rósum fremur en svo margra annarra. Áhugamál henn- ar mörg urðu að sitja á hakanum og hér eru ekki öllu gerð skil sem vert væri að minnast, svo sem áhuga hennar á ljóðum og listum. Við vinir hennar óskum henni velfarnaðar og þökkum henni af alhug allan velgjörning og sam- veru, sem aldrei gleymist. Við sendum börnum hennar innilegar samúðarkveðjur og gleðjumst með þeim í minningunni um góða og göfuga móður. Skúli Magnússon. En á örfáum mínútum er draumurinn brostinn, fjörugur og athafnasamur lífsneisti slokkn- aður. Eftir sitja harmi slegnir for- eldrarnir, Stefanía Sæmundsdótt- ir og Gunnar Gunnarsson, og eldri systirin Jónína sem tilbað litlu systur sína og bar hag hennar mjög fyrir brjósti. Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir syrgjandi ástvinum, lina trega þeirra og styrkja í þessari þungbæru raun og biðjum þau að minnast orða Helga Hálfdanarsonar! ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Kjúklingar Aðeins 1.850 pr. kg. Franskar kartöflur kr.975.- Kebab grillteinn kryddaður og tilbúinn á grillið eða í ofninn Lambakjöt, svínakjöt og nautakjöt blandað með lauk og papriku. Tilbúið meðlæti sérlagað: Bernaisesósa Kokteilsósa Kryddsmjör Hrásalat Hvítkálssalat Lambageiri á teini. Barbecuesósur í úrvali Úrval af grillkryddi Víðiskaffi á sérverði... Aðeins 795 pakkinn Opið til hádegis á laugardaginn STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.