Morgunblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979
37
Minning:
Þorsteinn Klemens-
son frá Hreimsstöðum
Hinn 25. ágúst 1979 fór fram
útför hans frá Hvammskirkju í
Norðurárdal, að viðstöddu miklu
fjölmenni. Skartaði sveitin sínu
fegursta á heitasta og blíðasta
degi sumarsins.
Þorsteinn lézt að heimili sínu
18. ágúst s.l. og vantaði 5 daga upp
á 87 ára aldur, en hann var
fæddur 23.ágúst 1892.
Faðir hans, Klemens Baldvins-
son, fluttist með fjölskyldu sína
vestan úr Dölum að Hvassafellí
Norðurárdal árið 1908. Ekki ætla
ég að rekja ætt Þorsteins frekar,
en að honum stóð kjarnafólk.
Hafa öll börn Klemensar
Baldvinssonar verið með afbrigð-
um dugandi, en tvær dætur hans,
Guðríður og Kristín , dóu ungar.
Það fyrsta sem ég man eftir
Þorsteini var í sambandi við vinnu
hans hjá föður mínum. Faðir
minn réðst í það að veita vatni á
engi. Það var í kring um 1922 sem
það verk hófst, að mig minnir. Þá
voru engar vélar til að grafa
skurði eða ýta upp görðum. Varð
að stinga allt efni með skóflum og
hlaða því upp með göfflum. Meðal
þeirra manna sem að þessu unnu
var Þorsteinn Klemensson. Vitn-
aði faðir minn oft til þess hverjum
firnum Þorsteinn hafði afkastað í
þeirri vinnu, sagðist hann tæplega
hafa þekkt annað eins.
Árið 1917 giftist Þorsteinn
Sigurrós Jónsdóttur, mikilli dugn-
aðar og starfskonu. Hn lézt árið
1974 og voru nákvæmlega liðin 5
ár frá útfarardegi hennar daginn
sem Þorsteinn lézt. Sigurrós og
Þorsteinn voru með eindæmum
samhent í öllu er laut að þeirra
störfum. Þau bjuggu á nokkrum
stöðum hér um slóðir: Hafþórs-
stöðum, Múlakoti, Brekku og er
Hvassafelli í litlum bæ sem þau
nefndu Lækjarbug. Þessi litli bær
er á Tunguengi, en það hafði hann
áður keypt. Tunguengi liggur að
Hvassafellsengjum, svo þangað
var stutt að sækja til heyskapar.
Jafnframt þessum búskap stund-
aði Þorsteinn allskonar vinnu
utan heimilis, mest vegavinnu á
ýmsum stöðum. Einnig vann hann
oft hjá sveitungum, því að hann
var eftirsóttur til verka, enda
sérstaklega greiðvikinn og hjálp-
samur. Þáttaskil verða í lífi
Þorsteins 1937, þá kaupir hann
Hreimsstaði og flytur þangað frá
Hvassafelli um vorið.
Má segja að á Hreimsstöðum
voru öll hús komin að falli eða
ónýt. Þorsteinn hófst strax handa
við að reisa nauðsynlegustu pen-
ingshús. Var það allt af vanefnum
gert, en ekki um annað að ræða en
hafa hraðan á, því segja má að um
algjört landnám væri að ræða, og
fjárráðin lítil til framkvæmda.
Enginn véltækur blettur var í
Hreimsstaðatúni og hófst hann
einnig handa á næstu árum að
slétta túnið eftir því sem hægt
var, en það var bæði blautt,
stórþýft og grýtt. Þá voru engar
gröfur eða ýtur komnar og ekki
verkfæri nema fyrir hesta og svo
handaflið.
Það var í kring um 1940 einn
síðsumardag í sláttarlok að ég
plægði með Þorsteini í gamla
túninu á Hreimsstöðum. Höfðum
vð tvo hesta fyrir plóginum. Stýrði
hann hestunum en ég plóginum,
þó skiptumst við eitthvað á um
það. Var hann þá kominn hátt á
fimmtugsaldur. Landið sem plægt
var bæði stórþýft og grýtt. En
áhugi Þorsteins og atorka við
þetta verk var einstök. Var gaman
að vinna að þessu með honum. Er
þetta með skemmtilegri dögum,
sem ég á í sjóði minninganna,
dagurinn sem ég plægði með
Þorsteini á Hreimsstöðum.
Þorsteinn var um margt sér-
stakur og minnisstæður persónu-
leiki. Stálgreindur og hafði sínar
skoðanir á hlutunum. Meðal sam-
ferðamanna var hann kunnur
fyrir sín hnyttilegu tilsvör.
Ekki naut hann skólagöngu,
hann óx upp á þeim tíma að ekki
var um slíkt að ræða. En hann
mun hafa lesið allmikið af bókum,
og minnist ég þess að hann fékk
mikið lánað af bókum frá Lestrar-
fél. Norðdælinga. Hann var ein-
lægur áhugamaður um velferð
sveitarinnar og að þar ættu sér
stað framfarir á öllum sviðum.
Eina dóttur eignuðust þau Þor-
steinn og Sigurrós, Aðalheiði.
Hefur hún alla tíð verið þeim til
mikillar hjálpar. Hefir alltaf verið
heima heyskapartímann, en var
annarsstaðar á vetrum. Síðustu
árin hefur hún verið alveg heima
og annast öll störf, bæði úti og
inni, og séð um foreldra sína í
veikindum þeirra. Aðalheiður er
óvenju dugleg að hvaða verki sem
hún gengur.
Þorsteinn var góður húsbóndi,
það sést á því að sömu drengirnir
voru hjá honum sumar eftir sum-
ar. Sannar það hve gott hann átti
með að umgangast unglinga og ná
til þeirra. Einnig held ég að hann
hafi notið almennra vinsælda af
öllum sem kynntust honum.
Síðustu árin var Þorsteinn þrot-
inn að heilsu og kröftum, einnig
var heyrnin farin að bila. En hann
fylgdist þó með öllu og áhuginn
ótrúlegur hjá jafn þreyttum
manni og hann var orðinn.
Fyrir tveim árum lá hann lengi
þungt haldinn á Akranessjúkra-
húsi. Kom ég þá tvisvar til hans.
Sagðist hann þá vonast til þess að
þessu færi að ljúka, það hefði ekki
tilgang að lifa svona lengur. En
það fór á annan veg, hann komst
til furðu góðrar heilsu og kom
aftur heim að Hreimsstöðum.
Laugardaginn 18. ágúst fór
hann út á Akranes að fylgja
vinkonu sinni, Oddrúnu í Mýrar-
húsum til grafar. Þegar hann var
að ganga til hvílu heima hjá sér
um kvöldið var hann skyndilega
allur.
Þorsteins er minnst með velvild
og vinarhug af öllum sem hann
þekktu.
Guðmundur Sverrisson
Síðsumardagur, sólbjartur og
fagur, yljar Hveragerði svo hlíðin
fyrir ofan byggðina ilmar. í tilefni
afmælis Garðyrkjuskólans hafa
hagleikshendur blómaræktar-
bænda byggt fagra gróðrar- og
blómaveröld, þar sem í Miðjarðar-
hafsloftslagi má reika um stíga
milli skemmtilegra gróðurreita,
eða þá tylla sér á bekk í fögru
rjóðri og njóta þess að horfa á
fegurð blómanna.
Hver hugleiðir á slíkri stundu
að hann sé í síðasta sinn að tala
við vin sinn og starfsbróður? Við
Ingi sáumst seinast á afmælissýn-
ingu Garðyrkjuskólans í Hvera-
gerði. Taldi hann þá heilsu sína
eftir vonum, og horfði björtum
augum fram á veturinn og
kennslustarfið.
Það var aldrei háttur hans að
kvarta, en við sem þekktum hann
vissum, að hann sagði heilsufarið
jafnan betra en það var. Hitt kom
á óvart að hann átti aðeins eftir
hálfan mánuð, þá er okkar samtal
fór fram.
Ingi Eyvinds var fæddur á
Eyrarbakka 18/2 1922. Þar ólst
hann upp til 11 ára aldurs, en
fluttist þá til Reykjavíkur og átti
þar heima alla tíð síðan.
Verkleg og tæknileg viðfangs-
efni áttu snemma huga hans og
valdi hann sér framhaldsnám
samkvæmt því. Hann innritaðist í
Iðnskóla Reykjavíkur og nam
járnsmíði og vélvirkjun í vélsmiðj-
Á einum fegursta degi á þessu
sumri, laugardaginn 25. ágúst s.l.
var til moldar borinn aldurhnig-
inn borgfirskur bóndi, Þorsteinn
Klemensson frá Hreimsstöðum í
Norður árdal. Hann var jarðsettur
í Hvammi í sömu sveit að við-
stöddu miklu fjölmenni. Nágrann-
ar hans og vinir voru þar mættir
til þess að votta hinum aldraða og
vegmóða bónda hinstu virðingu
sína. Allir höfðu þeir þekkt hann
að góðu einu, hjálpfýsi og
greiðvikni og hinu létta glaðlega
yfirbragði, sem svo mjög ein-
kenndi hann í daglegri umgengni.
Borgarfjörðurinn skartaði sann-
arlega sínu fegursta á þessum
sólríka ágúst-degi þegar Þorsteinn
var kvaddur, en í Norðurárdalnum
átti hann heima í 70 ár, yrkti
jörðina og vann hörðum höndum
meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Þorsteinn var Dalamaður að
ætt og uppruna. Af honum stóðu
merkar þændaættir í Dalasýslu.
Fæddur var hann í
Fremri-Hundadal í Miðdölum
þann 21. ágúst árið 1892 og skorti
því nokkra daga til þess að ná 87.
aldursárinu þegar hann lést. For-
eldrar hans voru hjónin Klemens
Baldvinsson og Dómhildur Gísla-
dóttir, sem þar bjuggu og var
Þorsteinn fjórða barn þeirra
hjóna. Alsystkini Þorsteins voru
alls sex, en þau voru: Arndís sem
lengi bjó í Króki í Norðurárdal,
Sæunn, sem bjó í Klettstíu í
Norðurárdal, Kristín ljósmóðir,
Ólafur sem bjó í Borgarnesi,
unni Héðni — einnig lauk hann
prófi í rennismíði.
Að iðnnámi loknu hélt hann
áfram námi í Vélstjóraskóla ís-
lands og lauk þaðan vélstjóraprófi
úr rafmagnsdeild. Ingi stundaði
einnig nám við Teknologisk
Institut í Stokkhólmi.
Að námi loknu hóf hann störf
við kennslu og vélfræðileg störf.
Hann kenndi tvo vetur við Iðn-
skólann á Eyrarbakka og vann hjá
Vélasjóði að niðursetningu og
viðgerðum á vélum á ýmsum
stöðum á landinu.
Árið 1954 gerðist hann kennari
við Gagnfræðaskóla Verknáms,
sem nú ber nafnið Ármúlaskóli, og
var þar kennari alla tíð meðan
skólinn starfaði sem gagnfræða-
skóli. Þær breytingar urðu á
kennsluháttum vegna nýrra
fræðslulaga, að verknámsdeildir
voru lagðar niður og 1978 réðst
Ingi kennari að Iðnskólanum í
Reykjavík.
Jafnframt kennarastarfinu
vann hann hjá Brunabótafélagi
Islands. Mörg sumur ferðaðist
hann vítt og breitt um landið við
endurmat á húseignum.
En þótt starfið væri mikið, gaf
hann sér tíma til að sinna öðrum
hugðarefnum. Áhugamálin voru
mörg. íþróttir áttu hug hans.
Hann var knattspyrnudómari í
mörg ár, formaður handknatt-
leiksdeildar Vals í eitt ár, gjald-
keri skíðaráðs Reykjavíkur 3 ár,
Kjartan sem lengi bjó í Sveina-
tungu, nú búsettur í Reykjavík og
yngst þeirra var Guðríður. Öll eru
þessi systkini nú látin nema Sæ-
unn og Kjártan, sem bæði eru
háöldruð. Níu ára að aldri missti
Þorsteinn móður sína og stóð þá
faðir hans uppi með stóran barna-
hóp í ómegð. Klemens Baldvinsson
kvæntist aftur árið 1905 Kristínu
Jónsdóttur, mikilli myndar- og
mannkosta konu og reyndist hún
hinum ungu börnum sem besta
móðir. Kristín og Klemens eignuð-
ust þrjár dætur, en þær eru:
Guðlaug og Sveinbjörg þáðar bú-
settar í Reykjavík og Dómhildur,
sem er yngst þeirra systra búsett í
Bolungarvík.
Árið 1908 fluttist Klemens
Baldvinsson burt úr Dölunum með
fjölskyldu sína og keypti jörðina
Hvassafell í Norður árdal. Þar rak
hann stórbú ásamt nokkrum af
börnum sínum fram til ársins
1929. Þorsteinn vann á búi föður
síns allt til ársins 1919, en þá hóf
hann búskap á Hafþórsstöðum í
Norður árdal með konu sinni
Sigurrósu Jónsdóttur. Þar dvöld-
ust þau hjón í aðeins eitt ár.
Flytjast þá að Múlakoti í Staf-
hoitstungum og eru þar næstu tvö
árin. Aftur flytjast þau hjónin í
Norðurárdalinn og dveljast í
nokkur ár á Brekku í þeirri sveit
en síðar á Hvassafelli.
Á þessum árum átti sveitabú-
skapurinn erfitt uppdráttar, eins
og svo oft í þessu harðbýla og
hrjóstruga landi. Árin milli
heimsstyrjaldanna voru engin
sældarár fyrir islenskan landbún-
að. Erfiðar samgöngur, lágt af-
urðaverð og heimskreppan mikla í
algleymingi um allan heim. Það er
fyrst eftir 1940, sem eitthvað fer
að rofa til í þessum málum. Á
þessum árum stundaði Þorsteinn
oft vinnu utan heimilis til að
drýgja tekjur sínar. Hann var
eftirsóttur til allra starfa, af-
kastamikill verkmaður, ósérhlíf-
inn og lagtækur. Léttur var Þor-
steinn í lund og glaðvær og fylgdi
honum jafnan ferskur andblær
hvar sem hann kom.
Árið 1937 verða mikil þáttaskil í
lífi þeirra hjóna. Þ‘á festa þau
kaup á jörðinni Hreimsstöðum í
Norðurárdal og þar dvöldust þau
hjón til æviloka, en Sigurrós
andaðist fyrir fimm árum. Þor-
steinn og Sigurrós eignuðust eina
dóttur, Aðalheiði að nafni, og er
formaður knattspyrnudómara um
nokkurt skeið.
Félagar hans mátu störf hans
og var hann gerður heiðursfélagi í
knattspyrnuráði Reykjavíkur.
Tafl og spil voru kærkomin
dægrastytting. Ingi stjórnaði um
tíma spilak.völdum Bridge-félags
Reykjavíkur, spilaði hann með því
félagi í mörg ár og hlaut þar mörg
verðlaun fyrir sína frammistöðu.
Ingi var vel gerður maður,
eiginleikar hans, skapgerð og fé-
lagslund hlutu að leiða hann á
hamingjubraut. En stærsta gæfu-
spor í lífi sínu steig hann 1950, er
hann giftist konu sinni Elísabetu
Helgadóttur, ágætis konu, bráð-
myndarlegri í sjón og raun. Voru
þau hjón mjög samhent og studdu
hvort annað í gleði og sorg. Báru
þau hvort tveggja með sömu ró og
jafnaðargeði.
Þeim hjónum varð 6 barna
auðið — og eru fjögur á lífi. Öllum
hún fædd árið 1925. Aðalheiður
hefur ávallt dvalið hjá foreldrum
sínum og reyndist þeim sönn stoð
og stytta þin síðari ár, þegar
heilsu þeirra og kröftum fór hrak-
andi.
Þegar Þorsteinn og Sigurrós
komu að Hreimsstöðum voru allar
byggingar þar mjög úr sér gengn-
ar og ræktun lítil. Tvívegis mun
Þorsteinn hafa byggt upp öll
penings- og útihús á jörðinni og
reisulegt íbúðarhús reistu hjónin
þar skömmu eftir að þau fluttust
þangað. Segja má að hver ræktan-
legur blettur í landareigninni sé
orðinn að túni og allt var þar
snyrtilega umgengið og ber fagurt
vitni um framtak og atorku þess-
ara dugandi hjóna, sem aldrei létu
erfiðleikana þuga sig. Þau voru
alla tíð mjög samhent og gestrisin
og eignuðust þar af leiðandi
marga vini, sem héldu tryggð við
þau. Þess naut Þorsteinn líka hin
síðari ár hjá nágrönnum þegar
hann gerðist vegmóður og hrumur
eftir langan og strangan vinnu-
dag.
Barn að aldri kynntist ég Steina
frænda mínum, en hann var móð-
urbróðir minn. Oft kom ég ásamt
bræðrum mínum, en við vorum þá
allir ungir sveinar, á heimili
þeirra hjóna bæði að Hvassafelli
og að Hreimsstöðum. Síðar eru
liðin nær því 50 ár. Ég minnist
þeirra heimsókna allra með mik-
illi ánægju. Vel var tekið á móti
okkur og hlýhugur og glaðværð
ríkti jafnan á heimili þeirra.
Steini frændi var mjög barnelskur
maður og kunni að ræða við börn.
Hann umgekkst okkur sem jafn-
aldra sína og tókst allt til fullorð-
insára að varðveita barnseðlið í
sinni eigin sál. Slíkir menn verða
manni minnisstæðir þegar árin
færast yfir.
Nú að leiðarlokum þakka ég
Steina frænda mínum fyrir sam-
fylgdina og minnist með þakklæti
í huga allra þeirra ljúfu stunda,
sem ég naut í samvistum við hann.
Lífið verður auðugra og betra við
að kynnast slíkum mönnum.
Við hjónin og Sæunn móðir mín
sendum Aðalþeiði dóttur hans
innilegar samúðarkveðjur. „Dala-
drengurinn“ sem 16 ára að aldri
flyst til Borgarfjarðar og dvaldist
þar í rösklega 70 ár er nú aftur
kominn heim.
Blessuð sé minning hans.
Klemenz Jónsson.
er þeim gefinn myndarbragur
foreldranna. Helgi er elstur, hann
er vélvirki, Magnea Ingibjörg
lýkur prófi frá Kennaraháskólan-
um á komandi vori, Elín Anna er
skrifstofustúlka og yngst er Auð-
ur, sem er að verða 10 ára. Tvo
börn misstu þau, Ingibjörgu 10
mánaða og Svein Friðrik, sem
fórst af slysförum síðastliðið
haust, 17 ára, mikill efnispiltur
með áberandi listmálarahæfileika.
Fyrir 15 árum veiktist Ingi af
kransæðastíflu, síðan hefur hann
aldrei gengið heill til skógar. Hans
ágæta eiginkona var honum ómet-
anleg stoð í þeim erfiðleikum.
Veikindi sín bar hann með
karlmennsku og æðruleysi. Þrátt
fyrir erfitt heilsufar var vinnan
ávallt stunduð með sömu stundvísi
og samviskusemi. Meðal nemenda
sinna var hann ekki aðeins góður
kennari, heldur einnig félagi og
vinur. Var oft ánægjulegt að sjá
hversu innilega gamlir nemendur
fögnuðu Inga, þá er þeir hittu
hann.
Meðal starfsbræðra í skólanum
var hann alla tíð sami trausti
félaginn. Hann annaðist margs-
háttar félagsstörf fyrir kennar-
ana, og var trúnaðarmaður kenn-
arafélags Ármúlaskóla í mörg ár.
Við samkennarar Inga eru
þakklátir fyrir margra ára gott og
traust samstarf, og fyrir velvild
þá og hlýleika, er hann ávallt bar
með sér.
Konu hans, börnum og öðrum
ástvinum, sendum við innilegustu
samúðarkveðjur.
Minning um sannan, góðan
dreng græðir sár og glatast aldrei.
Magnús Jónsson
skólastjóri.
Ingi Eyvinds
kennari—Minning