Morgunblaðið - 14.09.1979, Side 41

Morgunblaðið - 14.09.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 41 + Að því kemur fyrr eða siðar, að við sjáum þetta ameriska hermannapar á tjaldi einhvers bióanna hér í bænum, þvi þessi mynd er úr kvikmyndinni „Elvis“, myndinni um ævi hins „ódauðlcga Rokkkóngs Elvisar Presley.“ — Hann er leikinn af Kurt Russell, sem er Bandaríkjamaður og var talinn mjög efnilegur baseball-spilari. — Hann hefur verið utan í kvikmyndabransanum frá þvi á árinu 1963. Hann fékk þá smáhlutverk i kvikmynd, sem Presley lék þá sjálfur í. — Sú sem leikur á móti honum, — konu Rokkkóngsins, heitir Season Hubley. Hún á líka að baki sér lítilsháttar reynslu sem kvikmyndaleikkona. — Hún er annars New York-búi, fæddist og ólst upp í einu af fátækrahverfum stórborgarinnar. Hafði farið að vinna fyrir sér með gólfþvotti 14 ára gömui. En sagan er ekki öll sögð ennþá, því samleikur þeirra í þessari „Rokkkóngsmynd“ hefur nú markað þau tímamót í lífi þessara ungu leikara, að þau eru bara gift upp úr öllu saman. fclk f fréttum Popp- söngvarinn Kevin Keegan ♦ ÞAD fer orð af knattspyrnu- stórstyrninu Kevin Keegan, að hann sé maður mjög söngvinn. Sagt ar að hann hafi er hann var drengur dreymt um þaö tvennt að veröa knattspyrnumaöur á heimsmælikvarða og popp- söngvari. Þegar hann lák með Liverpool hór á árunum tðk hann stundum lagið með hljóm- sveitinni Smokie, sem fólk þai í borg þekkir og nýtur viðurkenn- ingar. Fyrir skðmmu sðng Keegan inn á plðtu. Það er nu í ráði að hann fari ( dálitla söng- fðr, með þessu gamla bandi, Smokie, til þess að auglýsa plötunasína. — Og var honum boðið í þessa ferð.— Hann er eins og allir fótboltaáhugamenn vita, nú í liði Hamborgar. Það eru nú 11 ár liöin frá því aö hann haettí sem benzínafgreiðslu- maður og geröist atvinnumaður í fótbolta. Debbfj Boone í það hettaga + Margir blaðalesendur munu kannast við Rosemary Clooney, amerisku dægurlagasöngkonuna. — Fyrir skömmu var haldið brúðkaup sonar hennar og dóttur annars dægurlagasöngvara, sem ekki hefur hlotið minni frægð, Debby Boone, dóttur söngvarans Pat Boone. Þeirra brúðkaup fór fram fyrir skömmu í Los Angeles í kirkju einni þar í borg. Voru brúðkaupsgestirnir 500 talsins. — Rosemary Clooney, sem er gift leikaranum Jose Ferrer, söng við athöfnina vinsælt, rómantískt dægurlag. „Super”- sölumaður + Þessi ungi Breti, Peter Lane, hefur komist í fréttamyndir í heimspressunni fyrir fádæma dugn- að sinn sem „súper“-sölumaður. — Hann starfar sem tölvusölumaður fyrir fyrirtækið General Electric í Bretlandi. Á síðasta ári námu tekjur hans, föst laun og sölulaun alls 100.000 sterlingspundum eða um 84,4 milljónum íslenskra króna. — „Súper“-sölumaðurinn er hér ásamt eiginkonu sinni Sue, en þau búa í bænum Studham í Bedfordshire. Músikleikfimin hefst mánudaginn 17. september. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda— og framhaldstími. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Uppl. og innritun í síma 13022, alla daga eftir kl. 3 Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp aö 10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.