Morgunblaðið - 14.09.1979, Síða 47

Morgunblaðið - 14.09.1979, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 47 15 blaðamenn og 180 stuðn- ingsmenn fylgja HSV til íslands — LIÐ Hamburger SV mun koma með alla sína sterkustu leikmenn til íslands og aðallið okkar mun hefja leikinn. Stjarn- an okkar, knattspyrnumaður Evrópu, Kevin Keegan, mun að sjálfsögðu hefja leikinn, hann hefur smátt og smátt verið að ná sér á strik eftir meiðsli, en verður kominn á fulla ferð um það leyti er við mætum Val, sagði framkvæmdastjóri Hamburger SV, Gunther Netzer, er blaða- maður Mbl. ræddi við hann fyrir skömmu. — Við munum koma með leigu- flugvél til íslands þriðjudaginn 18. sept. og okkur munu fylgja um 180 stuðningsmenn og 15 blaðamenn. Við verðum með Ifi leikmenn með í ferðinni svo og stjórn félagsins. Það er okkur tilhlökkunarefni að koma til íslands, ég minnist þess alltaf með ánægju þegar ég lék þar með Real Madrid á móti Fram í Evrópukeppninni. A Islandi er gott fólk og skemmtilegt að leika fyrir það knattspyrnu. Þá er landið fallegt og ég veit með vissu, að leikmenn HSV sem margir hverjir hafa komið áður til Islands eru allir spenntir fyrir ferðinni. Þetta verður þó engin skemmti- ferð, þar sem okkur er vel kunnugt um þann góða árangur sem lið Vals hefur náð á heimavelli í Evrópukeppni og við erum þess fullmeðvitandi að leikurinn við þá verður erfiður, sagði Netzer. — þr. Mennea setti heimsmet PIETRO Mennea, ítalski sprett- hlauparinn, setti nýtt heimsmet f Italinn Mennea, fljótastur allra á 200 metrum. 200 metra hlaupi á heimsleikum stúdenta í Mexíkó fyrir skömmu. Hljóp kappinn á 19,72 sekúndum, en eldra metið var 19,83 sekúnd- ur. Þá má geta þess, að Mennea hljóp 100 metrana á 10,01 sek- úndu á æfingu nokkru fyrir keppnina. Það er besti tími sem Evrópumaður hefur náð í 100 metrum. Mennea kaus hins vegar að einbeita sér að 200 metrunum í Mexíkó í stað þess að setja met í 100 metrunum. Argentína tapaði VESTUR-Þjóðverjar sigruðu Argentinumenn í vináttulands- leik í knattspyrnu i fyrrakvöld. skoruðu tvö mörk gegn einu. Margir nýliðar skipuðu lið heimsmeistaranna og Þjóðverj- arnir réðu Iengst af lögum og lofum á vellinum. Klaus AUofs skoraði fyrsta markið með skalla eftir að Manfred Kaltz hafði sent knött- inn fyrir markið. Karl Heinz Rummenigge skoraði annað markið, einnig með skalla, á 57. minútu. Argentinumenn sóttu án afláts lokakafla leiksins og þá skoraði maður að nafni Castro fyrir Argentínu. Knattspyrnuúrslit HÉR Á EFTIR fara úrslit allra leikja sem fram fóru i íslands- mótinu í knattspyrnu meðan á blaðaverkfallinu stóð. Einkunna- gjöf fyrir leiki 1. deildar mun birtast síðar. Laugardagur 1. sept.: 1. deild Fram—KA 1—1 2. deild Reynir—Magni 4—1 Þór-ÍBÍ 1-1 Þróttur—FH 1—0 Sunnudaginn 2. sept. léku til úrslita í íslandsmóti 2. flokks KR og Þróttur og sigruðu KR-ingar 3—0 og eru þar með íslandsmeist- arar í öðrum aldursflokki. Miðvikudagur 5. sept. Lands- leikur ísland—Holland 0—4. Laugardagur 8. sept. 1. deild: ÍA—Víkingur 1-0 Haukar—Þróttur 1—5 Valur-ÍBK 1-2 ÍBV—Fram 0—2 2. deild: Magni—UBK 1—8 Selfoss—Reynir 0—1 ÍBÍ—Fylkir 2—1 Austri—Þróttur 0—0 Sunnudagur 9. sept. KR-KA 4-2 2. deild: FH—Þór 2—4 Miðvikudagur 12. sept. ís- land—Þýska alþýðulýðveldið 0—3. Úrslit hafa fengist í 3. deild. Þar léku til úrslita Armann og Völs- ungur Húsavík, og sigruðu Völs- ungar 1—0, og tryggðu sér þar með rétt til að leika í 2. deild næsta keppnistímabil. Aukaleik þarf milli Austra Eskifirði og Reynis Sandgerði um hvort liðið heldur sæti sínu í 2. deild og fer sá leikur fram næst- komandi laugardag á Sauðárkróki kl. 16.00. Má búast þar við hörku- viðureign. • Fyrirliði enska landsliðsins Kevin Keegan, sýndi snilldarleik gegn Dönum og skoraði eina mark leiksins. Það ætti að verða islenskum knattspyrnuaðdáendum tilhlökkunarefni að sjá kappan leika á Laugardalsvellinum gegn Val miðvikudaginn 19. sept. Englendingar allt að því gulltryggðir Englendingar sigruðu Dani í landsleik i knattspyrnu sem fram fór á Wembley-Ieikvanginum i Lundúnum i fyrrakvöld. Skoruðu Englendingar eina mark leiksins snemma i fyrri hálfleik. Það var Kevin Keegan sem skoraði markið og þrátt fyrir að hann ætti við meiðsl að striða. var hann besti leikmaðurinn á vellinum, og ofurstirni þeirra Dana, Allan Simonsen, hvarf gersamlega i skuggann. Danir léku snyrtilega knattspyrnu og yfirvegaða, en þrátt fyrir urmul atvinnumanna, tókst liðinu aldrei að skapa sér umtalsvert tækifæri. Sama er að segja um heimaliðið, sem sótti að sjálf- sögðu mun meira allan leikinn. Voru hinir 85000 áhorfendur ekki ánægðir með sína menn. Englendingar standa nú liða best að vígi í riðli sinum, hafa tveggja stiga forystu umfram Norður-íra, sem eru í öðru sœti og hafa auk þess leikið einum leik fleira. Albanir furóulegir Albanía, það furðulega land, er í fréttunum þessa dagana í sambandi við þátttöku meistaraliðsins Partizan Tirana í Evrópu- keppni meistaraliða í knattspyrnu. Erfiðleikarnir byrjuðu þegar lið Celtic, sem dróst gegn Tirana í fyrstu umíerð, var neitað um lendingarleyfi í Albaníu. Það tókst þó að bjarga því máli. Þá stóð eitthvað á vegabréfsáritunum, en eftir þref fengu leikmenn skoska liðsins loks hver sitt. Erfiðar gekk að fá áritanir fyrir fararstjóra liðsins og er það mál enn á dagskrá. Þá er eftir að geta þess að 12 skoskum íþróttafréttariturum, sem ætluðu sér með Celtic, var neitað um vegabréfsáritanir. Talsmenn UEFA hafa lítið viljað tjá sig um mál þessi, en þó látið hafa það eftir sér, að þetta gæti endað með því að liðum frá Albaniu yrði meinuð þátttaka í Evrópukeppnum í framtiðinni. Velskir skoruðu ðll mörkin WALES sigraði írska lýðveldið í landsieik í knattspyurnu sem fram fór i Swansea í fyrrakvöld. Skoraði heimaliðið tvívegis gegn einu marki gesta sinna, staðan i hálfleik var 1 — 1. írarnir náðu forystu þegar velski bakvörðurinn Joe Jones sendi knöttinn i eigið net á 21. minútu. Ian Walsh, varamaður hjá Crystal Palace jafnaði með glæsiskalla á 25. mínútu og Alan Curtis skoraði siðan sigurmarkið á 52. minútu eftir undirbúning Walsh. Erlendur yfir 60 m í kringlu ERLENDUR Valdimarsson ÍR náði ólympiulágmarkinu i kringlukasti á kastmóti ÍR á Laugardalsvelli i fyrri viku. Erlendur kastaði kringlunni 60,80 metra. Hreinn Halldórsson KR varð annar i keppninni. kastaði 51,90 metra og þriðji varð Vésteinn Hafsteinsson KA með rúma 48 metra, sem er hans bezta. Grikkir sigruðu Sovét! GRIKKIR sigruðu Sovét- menn i landsíeik i knatt- spyrnu í fyrrakvöld en leik- urinn var liður í Evrópu- keppni landsliða. Nikoluidis skoraði eina mark leiksins á 25. minútu og standa Grikk- ir vel að vígi i 6. riðli eftir sigur þennan. Óvæntur sigur Möltu SLIEMA Wanderers, bikar- meistarar Möltu í knatt- spyrnu, unnu óvæntan sigur á Boavista frá Portúgal í fyrstu umferð Evrópu- keppni bikarhafa i gær- kvöldi. Þetta ver fyrri leikur félaganna og þvi ekki öll nótt úti enn hjá Boavista, sem á heimaleikinn eftir. Tortell skoraði úr tveimur vitaspyrnum fyrir Sliema. en Elieu skoraði fyrir portú- galska liðið, einnig úr viti. Mullery í bann Framkvæmdastjóri 1. deildarliðsins Brighton. Allan Mullery, fékk harðan dóm fyrir að brúka kjaft við dómara á keppnisferðalagi Brighton um Bandarikin i sumar. Hinn bandariski dómari kærði kappann og enska knattspyrnusamband- ið dæmdi hann til þess sitja i stúkunni i heilt ár i stað þess að stjórna liði sinu frá varamannabekknum. Brighton gengur ekki allt i haginn þessa dagana og ekki bætti þetta upp sakirnar. , • Tap hjá Tékkum UNGVERJAR sigruðu Tékka i vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Búdapest í fyrrakvöld. 2—1 urðu úrslitin. Lokatölurnar segja ekk- ert um gang leiksins, þvi að það voru Tékkarnir sem höfðu yfirburði á öllum svið- um, nema markaskorun, en það er fyrir mestu. Tatar og Kuti skoruðu fyrir Ungverja á 11. og 38. minútu leiksins, en Anatoli Panenka svaraði með glæsimarki beint úr aukaspyrnu 5 mínútum fyrir leikslok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.