Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 3 Síldarselj- endur á fund ráðherra Um 50 bátar liggja bundnir við bryggju áHöfn ogíEyjum FULLTRÚAR seljenda í Yfir- nefnd sjávarútvegsins, sem undanfarið hefur fjallað um síldarverðið, ganga í dag á fund Kjartans Jóhannssonar sjávar- útvegsráðherra og gera honum grein fyrir stöðunni í þessum málum og þeim vandamálum sem hafa skapast. Þessar upplýsingar fékk Morgun- blaðið hjá Jóni Sveinssyni útgerðar- manni á Höfn í Hornafirði í gær- kvöldi, en nú liggja um eða yfir 40 reknetabátar bundnir við bryggju á Höfn og munu ekki róa fyrr en viðunandi síldarverð liggur fyrir. Við bryggju í Vestmannaeyjum Iiggja þeir sjö bátar, sem þaðan eru byrjaðir á síldveiðunum, og að sögn Jóns Sveinssonar er algjör samstaða meðal sjómanna og útgerðarmanna um þessar aðgerðir meðan síldar- verðs er beðið. Á hverjum síldarbát eru að meðaltali 9 manns þannig að sjómennirnir á þessum flota eru nokkuð á fimmta hundraðið. Fundur var í Yfirnefndinni síð- degis í gær, en hann varð árangurs- laus. Nýr fundur heur verið boðaður síðdegis í dag, en eins og áður sagði, ganga fulltrúar seljenda, þ.e. sjó- manna og útgerðarmanna, á fund sjávarútvegsráðherra í dag. R. Buckminister Fuller í heim- sókn til Islands ARKITEKTINN og heimspeking- urinn nafnkunni R. Buckminster Fuller mun heimsækja ísland dagana 23.-25. september n.k. i boði Spilaborgar h.f. og Menn- ingarstofnunar Bandarikjanna. Fuller mun flytja hér fyrirlest- ur er nefnist „Mannveran í um- heiminum". Fyrirlesturinn flytur Fuller í Menningarstofnun Banda- ríkjanna og hefst hann klukkan 20.30 n.k. þriðjudagskvöld og er öllum opinn. R. Buckminster Fuller er fædd- ur í Milton, Massachusettes í Bandaríkjunum 12. júlí árið 1895. Hann stundaði nám við Har- vardháskóla og Akademíu banda- ríska sjóhersins. Auk þess hefur hann hlotið yfir 40 heiðursdokt- orsnafnbætur við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum. Stanzlaus lodnuveiði MJÖG góð loðnuveiði hefur verið tvo síðustu sólarhringa og skipin fyllt sig á skömmum tíma. Á fimmtudag var Loðnunefnd til- kynnt um samtals um 7420 lestir og þar tií í gærkvöldi höfðu skipin tilkynnt nefndinni um tæplega 14.400 lestir. Skipin hafa fengið þennan afla á Kolbeinseyj- arsvæðinu, þar sem er gott veður og stanzlaus veiði. Skipin landa flest á Siglufirði og austur um til Reyðarfjarðar. Löndunarbið er á Bolungarvík til þriðjudags, en þau sem fara til Siglufjarðar og Raufarhafnar fá löndun á sunnu- dag þau fyrstu. Fimmtudagur: ísleifur 460, Gullberg 600, Óskar Halldórsson 400, Jón Finnsson 580, Hafrún 640, Sigurður 1400. Föstudagur: Seley 440, Sæbjörg 620, Óli Óskars 1350, Faxi 350, Hákon 800, Svanur 680, Helga Guðmundsdóttir 750, Súlan 750, Sæberg 560, Börkur 400, Sigurfari 850, Ljósfari 550, Loftur Bald- vinsson 770, Bjarni Ólafsson 1050, Húnaröst 620, Víkingur 1350, Skarðsvík 630, Þórshamar 540, Helga II 530, Guðmundur 800. Dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi félagsmálaráðherra: Breytingar á bygginga- lánum undirbúnar í fyrrverandi „MEST aí þeim hug- myndum sem virðast vera uppi hjá núverandi ríkisstjórn í húsnæðis- málum er byggt á þeirri vinnu sem unnin var í tíð fyrrverandi stjórnar,“ sagði dr. Gunnar Thor- oddsen, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í samtali við Morgunblað- ið í gær. Dr. Gunnar var inntur álits á frumvarpi sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir næsta Al- þingi og felur í sér breyt- ingu á lánakerfi Bygg- ingarsjóðs til húsbygg- inga og íbúðakaupa eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær. „Á árunum 1974—1978 fór ég með húsnæðismál sem félagsmálaráðherra. Á þeim tíma voru skipaðar tvær nefndir til þess að gera til- lögur um breytta skipan og umbætur í húsnæðismálum. Fyrri nefndin var skipuð í samráði við Alþýðusamband íslands og Bandalag starfs- manna ríkis og bæja með fulltrúum frá þeim samtök- um. Formaður þeirrar nefnd- ar var Ólafur Jensson. Nefndin átti að endur- skoða húsnæðismálalöggjöf- ina í heild. Hún hafði ekki lokið störfum við stjórnar- skiptin í fyrra, en formaður nefndarinnar hafði áður skýrt mér frá hugmyndum sínum og tillögum og mun einnig hafa gert núverandi félagsmálaráðherra grein fyrir þeim. Þessi nefnd var lögð niður skömmu eftir stjórnarskiptin. Hina nefndina sem átti að fjalla sérstaklega um félags- legar íbúðabyggingar skipaði ég nokkru eftir kjarasamn- ingana 1977, einnig í samráði við alþýðusamtökin. For- maður þeirrar nefndar var Gunnar Helgason. Sú nefnd skilaði tillögum sínum í fyrrahaust. í álitum frá báðum þessum nefndum voru margar mjög athyglisverðar hugmyndir og nýmæli. Við því var búist að núver- andi ríkisstjórn legði fram frumvarp á síðasta þingi um húsnæðismálin í framhaldi af þessari miklu undirbún- ingsvinnu, en svo varð þó ekki. Og vinnubrögð núver- andi ríkisstjórnar hafa verið þannig að starfshópar frá stjórnarflokkunum hafa fjallað um þessi mál án nokkurs samráðs við Sjálf- stæðisflokkinn eða fulltrúa frá honum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur því undanfarna mánuði látið vinna að frum- varpi um húsnæðismál. Mál- efnanefnd flokksins og sér- fræðingar hafa lagt þar fram mikla vinnu og er þessu starfi nú langt komið“. — En hver er þá í megin- dráttum stefna Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum? „Grundvallarstefna okkar sjálfstæðismanna er sú að stuðla að því, að sem flestir stjórn landsmenn geti eignast sitt eigið húsnæði. Að þessu marki höfum við sjálfstæðis- menn unnið á Alþingi, í ríkisstjórnum og sveitar- stjórnum með þeim árangri að hlutfallslega miklu fleiri búa í eigin íbúðum hér á landi en í nokkru öðru landi. Á síðasta landsfundi flokksins voru samþykktar ályktanir sem miða að því að greiða fyrir fólki að eignast eigin íbúðir, annaðhvort með því að byggja nýjar eða kaupa eldri íbúðir. Þar var meðal annars sett fram það markmið sem raunar hafði einnig verið samþykkt á landsfundi tveimur árum áð- ur, að fólk skyldi fá 80% byggingarkostnaðar að láni út á fyrstu íbúð. Þessi regla skyldi einnig látin ná til kaupa á eldri íbúðum. Gert var ráð fyrir því að þessu marki yrði náð innan fimm ára. Þá var lögð áhersla á það að tryggja nægilegt og sam- fellt framboð á hentugum byggingarlóðum, að tryggja sem best samkeppni bygg- ingaraðila, að efla rannsókn- arstarfsemi í byggingariðn- aði, að koma á samstarfi milli Húsnæðisstofnunar annars vegar og banka og sparisjóða hins vegar um að þessir aðilar taki að sér viðskiptahlutverk Húsnæðis- stofnunar og greiði út lán í samræmi við byggingar- hraða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur einnig áherslu á að bæta aðstöðu þeirra sem eru með sérþarfir og greiða fyrir félagslegum íbúðabygging- um vegna þeirra sem erfiðast eiga í þjóðfélaginu og að lán til félagslegra bygginga verði allt að 90% eins og sú nefnd lagði til sem ég minntist á áðan.“ Víetnömum boðið að Gullfossi og Geysi „VIÐ viljum reyna að gleðja hina nýju samborg- ara okkar frá Asíu með því að bjóða þeim í skoð- unarferð að Gullfossi og Geysi," sagði Kjartan Lárusson forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, en ferðin sem verður væntanlega farin n.k. sunnudag, verður fyrsta ferð hinna nýju borgara út fyrir Reykjavík. I rútunni verður leiðsögu- maður sem talar bæði ensku og frönsku og m.a. verður áð á Flúðum þar sem boðið verður í mat. Er reiknað með að boðið verði upp á lúðu með græn- meti, kjúklingasúpu og hrísgrjón, sem sagt eitthvað sem gestirnir í ferðalaginu þekkja frá sínum heimaslóð- um. Sparivelta Samvinnubankans: Lánshlutfall allt Fyrirhyggja í fjármálum er það sem koma skal. Þátttaka í Spariveltu Samvinnubank- ans er skref í þá átt. Verið með í Spariveltunni ogykkur stendur lán til boða. Láns- hlutfall okkar er allt að 200%. Gerið samanburð. Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.