Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 19 Húsnæði sjónvarpsins við Laugaveg. Ljósmyndir: Gmilia. stjórn stofnunarinnar í gegnum umbjóðendur sína, og jafnframt held ég að gott sé að nefnd eða ráð af þessu tagi veiti embættismönn- unum aðhald. Hvort útvarpsráð á að ákveða dagskrána fyrirfram eða sitja í sæti gagnrýnandans eftir á má hinsvegar skoða betur. En útvarpsráð verðum við að hafa.“ Frjáls útvarpsrekstur — Margir telja að besta aðhald- ið sem hægt væri að veita ríkisút- varpinu sé frjáls útvarpsrekstur. Hver er þín skoðun á því? „Eg er í sjálfu sér fylgjandi frjálsum útvarpsrekstri, alveg eins og ég er hlynntur frjálsum fjölmiðlum yfirleitt. Ég geri lítið úr því sjónarmiði að peningamenn næðu einhverjum óeðlilegum tök- um á slíkum fyrirtækjum frekar en öðrum. Frjálsar útvarps- og sjónvarps- stöðvar myndu að sjálfsögðu kappkosta að bjóða fólki það sem það sækist eftir, og samkeppni af þessu tagi gæti orðið til að stór- bæta ríkisútvarpið frá því sem það nú er. Minna má á að þegar sjónvarpið hóf göngu sína á sínum tíma tók útvarpið mikinn fjörkipp. Sú samkeppni sem þar myndaðist hefur verið báðum þeim fjölmiðl- um til góðs. En ég tel að nokkuð langt sé í land með að svo megi verða að hér rísi upp útvarps- eða sjónvarps- stöðvar í eigu einstaklinga og samtaka þeirra. A meðan vil ég mæta aukinni þörf með lengingu dagskrár, landshlutaútvarps- stöðvum og fleiri rásum. Æskilegt væri því að nú færi fram úttekt á lögum um ríkisfjöl- miðlana þar sem þessi mál yrðu öll könnuð gaumgæfilega. — Raunar er rétt að minna á, að menntamálaráðherra hefur nú skipað fimm manna nefnd til að kanna lög ríkisútvarpsins. í nefndinni á hins vegar ekki sæti neinn fulltrúi stjórnarandstöð- unnar svo að manni gæti læðst sá grunur að ætlunin væri að njörva þessa stofnun ena meira niður en nú er.“ Fréttastofurnar — Fréttastofur ríkisfjölmiðl- anna eru oft gagnrýndar, og ekki hvað síst heyrðust þær gagnrýnis- raddir nú í blaðaverkfallinu. — Hver er þín skoðun á ágæti þeirra stofnana? „Ég tel að fréttastofur útvarps og sjónvarps geti oft gert betur. En það verður þó að hafa í huga, að starfsfólk þar vinnur við ákaf- lega erfið skilyrði. Fjárhagurinn er þröngur, aðstaðan afleit og of fátt fólk er þar til staðar. Þá má heldur ekki gleyma því að oft er erfiðara að vinna hjá ríkisfjöl- miðli en öðrum fréttamiðli vegna hlutleysisreglna og fleira í þeim dúr. Ég hef því fulla samúð með starfsmönnum þessara frétta-' stofa, þó vafalaust geti þeir gert betur en nú er. En margt er á döfinni í málefn- um fréttastofanna eins og annarra deilda ríkisfjölmiðlanna. Til dæm- is hefur það verið rætt að kvöld- fréttir útvarps klukkan 19 verði aðeins stuttur útdráttur úr helstu fréttum. Síðar kæmi svo nánar um atburði, í fréttaaukum, frétta- skýringaþáttum og í ítarlegri fréttum. Þetta er allt í deiglunni nú sem stendur, þannig að ekki má ætla að fréttastofurnar gleym- ist þegar málefni ríkisútvarpsins eru tekin til umfjöllunar. Handahófskennd vinnubrögð En því miður hefur handahófs- kenndra vinnubragða of oft gætt í málefnum ríkisútvarpsins, bæði í stjórn fjármála og dagskrárgerð. Þar þarf að verða breyting á. Koma þarf til móts við kröfur hlustenda og áhorfenda, og gera þarf meiri kröfur til starfsmanna, yfirmanna jafnt sem undirmanna. Dæmi um efni sem þarf að taka fastari tökum en gert hefur verið hingað til er þingefni og fréttir af innlendum stjórnmálaatburðum. Þar er allt látið flakka án tillits til gæða. I fréttum ríkisútvarpsins frá Alþingi skiptir til dæmis oft meira máli hve lengi menn tala en hvað þeir segja. Hér þarf að verða á breyting ef lýðskrum á ekki að bera málefni ofurliði. Iþróttaviðburðir, bæði innlendir sem erlendir, eru vinsælt efni og sennilega ódýrasta efnið miðað við gæði og rými. Það mætti að ósekju auka. Efla þarf innlenda leikrita- og kvikmyndagerð sem komið gæti sjónvarpi og hljóðvarpi að notum. Ég hef áður minnst á fleiri rásir, landshlutaútvarpsstöðvar, nætur- útvarp, stereoútsendingar og fleira og fleira. Af nógu er að taka, og ef á þessum málum verður tekið af meiri festu en nú er gert ætti vegur ríkisútvarpsins að geta orðið mun meiri en nú er. Því verður þó ekki að heilsa meðan ríkisútvarpinu er haldið í fjár- hagslegu svelti af skilningssljóum stjórnvöldum. — AH Hús ríkisútvarpsins við Skúlagötu, sem raunar er leiguhúsnæði. Sýnmg Jóns Ragnarssonar Listamaðurinn kallar sig Nonna og hefur haldið nokkrar sýningar í höfuðborginni. Hann nefnir sig Punk-listamann og hugmyndafræðing og hefur sem slíkur einkum vakið athygli fyrir það, að hann rabbar við sýn- ingargesti sína, dansar fyrir þá frumsamda dansa, útskýrir fyrir þeim inntak mynda sinna og svarar tilfallandi spurningum. Sýningarsalurinn, þar sem þess- ir gjörningar fara fram þessa dagana, Asmundarsalur við Mímisveg, er á einn gaflinn fagurlega skreyttur litríkum blöðrum og ýmsu öðru er minnir á jólatré- og þjóðhátíðarskraut. — Listamaðurinn dreifir mislitum gosrörum meðal gesta til að ná nánari sambandi við tilfinningastöðvar þeirra og tal- ar um mikilvægi dansins og sköpunarþarfarinnar, segir, að sköpunartilhneigingin komi strax á eftir lífslönguninni. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON er fjarri því, að allt sem hann segir, sé út í hött, því að í framslætti hans leynist oft sannleikskorn og jafnvel lífsspeki eins og framslátturinn með verzlunarskólann, — hann hitti í mark, hvað einstakar deildir áhrærir. Og hvernig eru svo mynd- verkin á sýningunni spyr ein- hver? — Því er til að svara, að þótt teiknikunnáttan sé glopp- ótt, er Nonna hér ekki alls varnað, sumt af verkum hans mundi sóma sér á núverandi Listamaðurinn dansar. Hann telur það ekki nauðsynlegt fyrir menn, sem geta teiknað, að fara í myndlistarskóla, menn geti alveg eins farið í verzlun- arskóla, fyrst þetta væri allt orðið peningar. — Hann kveðst taka stóran lillarauðan blævæng með sér á skemmtistaði (sem hann sýnir gestum) til að pústa burt óloftinu, — hins vegar sé loftið svo hreint og tært úti í guðs grænni náttúrunni og Island svo ómengað land, að óþarfi sé að munda blævænginn í dölum niðri og á heiðum uppi. Hann talar um „symboliska", táknræna liti — segir alla liti tákna eitthvað ákveðið og að eitruð dýr auðkenni sig með ákveðnum litum. Hann segir einnig, að fólk álíti sig dreyma í svart- hvítu einvörðungu, en það sé rangt, því að það dreymdi í litum allt að fjórum sinnum á nóttunni, — en það má víst ekki tala um það... Listamaðurinn segir, „að það sé búið að hafa kvennaár og barnaár, því sé þörf á karlaári, því að karlmaðurinn sé tilfinn- ingalega sveltur". — A þann veg talar Jón Ragn- arsson við gesti sýningar sinnar kvöld hvert á slaginu 21 og það Haustsýningu FÍM að Kjarvals- stöðum. Litirnir eru skreyti- kenndir og lýsandi, virka í áferð sinni á köflum óþægilega á augað líkt og t.d. litir í diskóteki, erta sjóntaugarnar og eru yfri- stemmdar í samsetningu. Allt þetta skraut sem er með sterku „erótísku" yfirbragði hefur vafa- lítið tilgang líkt og „punk“ hefur tilgang í sjálfu sér og það er ótvírætt ástæðulaust að leiða þetta hjá sér eða jafnvel gera grín að, við verðum að meðtaka þetta líkt og hvað annað í nútímanum og leitast við að dæma af umburðarlyndi, því að þetta á rétt á sér eins og ótal annað í sjónlistum í dag, sem okkur gengur erfiðlega að skilja og viðurkenna. Átakamikil myndlist er þetta þó naumast. Fyrir opnar sálir, er vilja kynna sér einn þátt af marg- breytileika lífsins, er það ómaks- ins vert að skunda upp í Ás- mundarsal. „ . ■. Bragi Asgeirsson. P.S. Er ég hafði lokið við þessi skrif mín uppgötvaði ég, að sýningunni lauk 20. þ.m. Hafði ég fyrir misskilning haldið að hún stæði til sunnudagskvölds 23. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.