Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979
21
Gunnar Jónasson skoðar skrokkinn á Ögninni. sem nú á að byggja
upp á ný. Mynd Mbl. Kristján.
Smíðuðu flugvél á fjórða áratugnum:
Fór aðeins fjórum
sinnum í loftið
vegna bannsBreta
Á tslandi hefur verið smíðuð flugvél — og það var fyrir tæpum
fimmtiu árum, að hafist var handa um þá flugvélarsmið. Það voru þeir
Björn heitinn ólsen og Gunnar Jónasson, sem smiðuðu TF Ógn
aðailega i tómstundum sinum. „Við byrjuðum á flugvélasmiðinni 1932.
Höfðum verið i Alexandersfluginu. Við sáum ekki fram á, að nein
flugvél yrði á landinu næstu árin og hófumst því handa.“ sagði
Gunnar þegar blaðamaður ræddi við hann.
„Við hófumst handa í kjalíaran-
um á Laugavegi 17. Byrjuðum þar
á skrokknum, og fluttum okkur
síðan í Bernhöftsbakarí, sem þá
stóð autt. Unnum þar að smíði
einstakra hluta í vélina en gátum
ekki sett hana saman þar svo við
fengum pláss í Þjóðleikhúsinu,
sem þá var í byggingu. Þar settum
við mótorinn í — átta árum eftir
að við hófum smíðina."
Höíðud þið erlendar teikn-
ingar, eða réð brjóstvitið?
„Eg var nú með bók þar sem
allar upplýsingar voru um flug-
vélasmíði, en jafnframt var þetta
smíðað eftir smekk. Við vorum
báðir flugvirkjar, höfðum numið í
Þýzkalandi.
Þetta dróst nú mjög á langinn
af ýmsum ástæðum. Lengi vantaði
okkur mótor en Erling Smith fann
góðan mótor þegar hann var á ferð
í Noregi. Nýlegur mótor úr vél,
sem hafði hrapað og þennan mót-
or keyptum við á sjö þúsund
krónur. Alls kostaði vélin okkur
um átta þúsund krónur, sem var
mikill peningur."
Hvenær íór svo vélin í
loítið?
Það var í september 1940 að hún
fór loks í loftið. Við fengum leyfi
frá Bretum, sem þá höfðu her-
numið landið. Sjálfsagt hafa þeir
veitt leyfið þar er þeir töldu að
vélin kæmist ekki upp. Það var í
raun upp á náð að leyfið fékkst.
Örn Johnsen flaug vélinni. Við
höfðum útbúið stutta flugbraut
þar sem nú er flugturninn. Feng-
um leyfi frá Agnari Kofoed-Han-
sen, sem þá var lögreglustjóri, til
að sprengja þar klappir. Vorum
með gamlan Ford, ruddum grjót-
inu upp á plötu, sem bíllinn dró
síðan frá. Ég man það enn svo
glögglega. Við vorum ekki vissir
hve vélin þyrfti langa braut. Það
var snjór yfir öllu, og við héldum í
vélina þar til Órn hafði gefið
hreyflinum fullt afl. Þá slepptum
við og stóðum í snjókófi. Þegar við
komum út úr kófinu þá var vélin
komin á loft. Örn flaug hring yfir
Öskjuhlíðinni og lenti síðan í
Vatnsmýrinni.
Voruð þið ekkert hræddir
um að vélin færi aldrei í loltið
þegar til kæmi?
Nei það vorum við ekki. Þegar
Lindbergh kom hingað til lands þá
fengum við hann til að líta á
vélina og honum leist mjög vel á.
Hið sama gerði Grierson þegar
hann var hér og við höfðum
tröllatrú á henni. En því miður þá
fór ég aldrei með vélinni í loftið.
Henni var aðeins flogið fjórum
sinnum og þá skipuðu Bretar
okkur að taka hana í sundur og
það var vissulega mjög sárt eftir
alla þá vinnu sem við höfðum lagt
í Ögnina. Hún var mjög vel byggð,
traust og góð og gerði allt, sem
fyrir hana var lagt. Við fengum
krossvið í hana, og grindin va úr
tré. Allt mjög traust."
Ögnin þeirra Gunnars og Björns
heitins er nú geymd á verkstæði
Flugmálastjórnar. Nú stendur til
að byggja hana upp á nýjan leik,
og eftir öll þessi ár í niðurníðslu er
mesta furða hvað Ögnin hefur
staðist tímans tönn — heilleg og
greinilegt að smíði þeirra Gunn-
ars og Björns heitins hefur verið
hin mesta völundarsmíð.
Ögnin var gerðarleg vél - „gerði allt, sem hún átti að gera,“ sagði
Gunnar.
HELGARVIÐTALIÐI
Leiddist heldur að kenna
sögu en gaman að þýzku
„Mér leiddist heldur ad kenna söguna. Hafdi hins vegar gaman af þýzkunni. Kenndi hana
i áratugi í menntaskóla,“ sagói Olafur Hansson prófessor þegar blaóamaóur ræddi við hann
á heimili hans á Tómasarhaganum. Ólafur varö sjötugur í vikunni og lét af störfum víö
Háskóla íslands í sumar. Hann er þjóösagnapersóna í lifanda lífi, sannkallaöur
sagnabrunnur og einstakur kennari, stálminni hans er rómaó. Um þaö vitna nemendur
hans allir sem einn. Í áranna rás skipta þeir þúsundum. Hann brosti þegar blaöamaöur
spuröi hvernig tilfinning þaö væri aö vera þjóösagnapersóna. „Ég er ekki nein
þjóösagnapersóna,“ svaraöi hann um hæl. „Þær sögur, sem ég hef heyrt um mig eru allar
hrein lygi. Eíns og sagan um, aö ég þekkti alla kettina á Bókhlööustígnum. Þetta er
auövitaö helber lygi. Ég sem aldrei hef getaö kennt tvo ketti í sundur. Enginn veit betur en
ég sjálfur hve gloppóttur ég er. Ég hef lært miklum mun meira af nemendum mínum í gegn
um árin en þeir at mér. Þeir hafa oft komiö pieö fleti á málum, sem mér ekki einu sinni haföi
dottiö í hug og þannig opnaö augun. Anhars þetta meö söguna, ég segi ekki aö mér hafi
alltaf leiöst aö kenna sögu, fjarri því, þó að þýzkan hafi falliö mér betur ígeö. Auövitaö voru
ánægjulegar stundir í sögunni og svo fór það einnig eftir nemendum. En síöustu árin voru
oröin gloppótt hjá mér, minniö farið aö bresta."
En svo var ekki að sjá. Hann ræddi um ætt blaöamanns betur en hann sjálfur kunni og
um þaðgeta sjálfsagt fleiri boriö. Og spurningin lá beint afaugum. Hefuröu grúskaö mikið í
ættfræöi?
„Biddu fyrir þér, ég er ekki góöur í ættfræöi og vil ekki vera þaö. Það er alger
misskilningur að ég kunni eitthvaö í ættfræði. Þar fyrir utan, mér leiöast menn sem eru
manískir."
Þú ert Borgfiröingur,
ekki aatt?
Ég var fæddur í Reykjavík en
ólst aö mestu upp í Borgarfiröi
og tel mig Borgfiröing. Var á
Grund í Skorrádal. Þar hefur
sama ættin búið frá upphafi.
Brynjólfur biskup Sveinsson
settist þar á 17. öld. Árni
Oddsson lögmaður var langa-
langaafi langa-langaömmu
minnar. Núorðið skýst ég ein-
stöku sinnum upp í Borgarfjörð
en eitt er þaö, sem kemur mér
alltaf í vont skap þegar ég kem
í Skorradalinn og það er sum-
arbústaðafarganið. Þeir hafa
spillt dalnum, og náttúrunni.
Hverfuröu frá Háskól-
anum meö söknuöi?
„Þaö er nú bara hugguleg
tilhugsun aö vera ekki að hefja
einn veturinn enn. Auðvitað er
þetta blandið söknuði. í Há-
skólanum kynnist maður fjölda
fólks og ég hef lært mun meira
af nemendum mínum en þeir af
mér, eins og ég sagði þér
áðan. Það hafa orðið gífurlegar
breytingar frá því aö ég byrjaöi
sem stundakennari 1951.
Sumar til bóta, aörar ekki.
Þegar ég byrjaöi þá voru 6—7
menn á ári, nú yfir 50. Manni
gefst nú vart tími til að læra
nöfnin.
Stúdentar taka mun meiri
þátt í stjórn skólans nú, þeir
sitja deildafundi, svo dæmi sé
tekiö og það er mjög jákvætt.
Kröfur hafa ekki minnkað svo
mjög. Það falla fleiri nú en
geröu. En þaö er vegna þess
að innan um er fólk sem ekki
veit hvað það vill. Innan um eru
svo aftur frábærir nemendur.
Ég hverf frá Háskólanum bæði
með trega og gleði.
Hvaö tekur nú iriö?
Mín hobbý, lesa og labba. Ég
hef mjög gaman af aö lesa
kríminalsögur. Það er nú vegna
Boga Ólafssonar, kennara
míns frá Menntaskólaárunum.
Ég var alltaf lélegur í enskum
stíl svo hann sagði mér að fara
að lesa reyfara. Þar meö komst
ég á bragðið. Ég hef gaman af
Sherlock Holmes, og Agöthu
Christie, hún er alltaf skemmti-
leg. Ellery Queen er einnig góö
en beztur er þó GK Chester-
ton, hann er snillingur, feiki-
góður. Annars er 90% af reyf-
urum rusl.
Svo eru þaö
göngutúrarnir.
Já, eitthvert bezta inntak
lífsins er að ganga. Ég hef gert
mikið af því um ævina. Ég gekk
mikiö með dr. Birni heitnum
Aðalbjarnarsyni, á Hornstrand-
ir, Fljótdalshéraö og Snæfells-
nes. Þá gisti maður á sveita-
bæjum, og talaöi viö fólkiö —
það var gaman. Nú svo hef ég
einnig ferðast mikið með
Ferðafélaginu, meö mönnum
eins og Kristjáni Skagfjörð,
Helga í Brennu. Elsta stúdent
íslands sem á lífi er, Skúla
Skúlasyni í Ósló, en hann varö
stúdent 1910. Hin síöari ár hef
ég einkum gengið um í ná-
grenni Reykjavíkur. Sumir
segja að Mosfellssveitin sé
ekki falleg sveit — en hún er
einhver fallegasta sveit á ís-
landi. Það eru ótrúlega margir
fallegir staðir, maöur finnur
sífellt eitthvað nýtt.
Hvaö kom til aö þú
fórst í söguna?
Ja, það er saga frá því aö
segja. Eiginlega var ég platað-
ur í söguna, og sökudólgurinn
var Siguröur Nordal. Mig lang-
aöi alltaf í náttúrufræði. Hafði
tjaman af grasafræöi, flóru
Islands. Þegar ég var í skóla þá
hafði ég mun meira gaman af
að lesa grasafræði en sögu, þó
Árni Pálsson hafi kennt mér og
að hann hafi verið skemmtileg-
asti maður á íslandi. Svo þegar
ég lauk stúdentsprófi þá ætlaði
ég í lögfræðina. Þá voru erfiðir
tímar og Sigurður Nordal kom
til mín og sagöist ætla útvega
mér styrk — það geröi hann og
í söguna fór ég.
Og í söguna fórstu —
allir sagnfræöingar eiga
sín uppáhaldstímabil.
Hver eru þín?
Ég hef lagt mig eftir síðari
heimsstyrjöldinni, lesið það
sem ég hef komist yfir.
Skömmu eftir stríð þá skrifaði
ég bók um síðari heimsstyrj-
öldina. Það þarf ekki að taka
fram að ef ég skrifaði hana í
dag þá væri hún allt ööruvísi.
Þá var skortur á heimildum,
eins og gefur að skilja. í ís-
landssögunni hef ég mest
gaman af 13. öldinni — Sturl-
ungaöldinnif Eins og öðrum þá
auðvitaö leiðist mér sumt, hef
gaman af öðru.
Ertu bjartsýnn á
framtíöina?
Nei, þaö er ég ekki. í eðli
mínu er ég kærulaus en ég er
svartsýnn á framtíöina. Maður-
inn hefur ekki þróast á sama
hátt og tæknin, og hún á eftir
að drepa hann. Þá á ég ekki
við risaveldin. Eins og Lúðvík
XV sagöi: Eftir okkar daga
kemur syndaflóö. Einhvejs
konar syndaflóð og ég held að
21. öldin verði ekki skemmti-
leg.
Hvað mína framtíð varðar,
þá er ég ekki einn þeirra, sem
halda því fram að tilveran hér
hafi einhvern tilgang í sjálfu
sér. Hugmyndir um annaö líf
eru oskhyggja ein en þar með
er ég ekki aö segja aö ekki sé
líf eftir þetta líf. Mig hefur
dreymt drauma, sem segja má
að setji spurningamerki um líf
eftir þetta líf. En ég er fjær að
leysa lífsgátuna en ég var
þegar ég var tvítugur. Þó auö-
vitað hafi maður hugmyndir um
hvernig frelsa ætti heiminn. Ég
hef enga lífsskoðun, hef þó
lengst af kosið krata. En mér
finnst pólitík leiðinleg, sérstak-
lega haröir flokkslínumenn. Ib-
sen sagði einhverju sinni, að
lífshamingjan væri fólgin í því
aö geta blekkt sjálfan sig. En
ég veit ekki neitt, flokksmenn
hafa lífsskoðun, þó að hún sé
blekking — en það er ákveöin
kjölfesta og að vissu leyti
öfunda ég þá. En ég held að
það sé viss lífshamingja aö
verða bráðkvaddur upp úr
sjötugu. H.Halls