Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Carter lætur gæta Kennedys Washington, 21. sept. AP. Reuter. EDWARD M. Kennedy öldunga- deildarmanni hafa borizt fjöl- margar morðhótanir upp á siðkastið, eða frá þvi að hann gaf i skyn að hann kynni að keppa við Carter forseta um tilnefningu Demókrataflokksins til forseta- embættis á næsta ári. Af þessum sökum hefur Carter forseti fyrir- skipað að Kennedys skuli gætt og frá og með deginum i dag munu fjölmargir starfsmenn leyniþjón- ustunnar fylgja honum eftir. Kunnugir skýrðu frá því, að morðhótanirnar hefðu aukist verulega síðustu tvær vikurnar. Ákvað forsetinn að veita hugsan- legum mótframbjóðanda sínum vernd og mættu nokkrir lífverðir við skrifstofu Kennedys skömmu áður en hann hélt heim í lok vinnudags í gær. Tveir bræður Kennedys, John F. Kennedy fyrrum forseti og Robert Kennedy fyrrum öldungadeildar- maður, féllu fyrir kúlum morð- ingja. Tveir fórust er þota féll til jarðar Wisbech, 21. september AP. Reuter. TVÆR brezkar herþotur rákust saman á flugi yfir þorpinu Wisbech í Cam- bridgeskíri í dag. Önnur þotan féll til jarðar í út- jaðri Wisbech og fórust tveir og átta særðust. Báðir flugmennirnir komust lífs af. Sáralitlu munaði að þotan félli á barnaskóla og menntaskóla, þar sem 800 nemendur stunda nám. Bokassa keisara steypt af stóli Paris. 2i. september. AP. BOKASSA keisara Mið-Afríkukeisaradæmisins var steypt af stóli í gærdag og við völdum tók fyrrverandi forseti landsins, David Dacko, að því er franska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag. Að sögn talsmanns sendiráðsins kom ekki til blóðsúthellinga, en Bokassa er fiúinn til Líbýu á fund Gadafys leiðtoga Líbýumanna sem hefur alltaf verið vinveittur Bokassa. Strax og ljóst var að Bokassa var farinn frá streymdi franskt herlið inn í höfuðborg landsins, Bangui, til að aðstoða við að halda uppi lögum og reglu, því búist var við að stuðningsmenn keisarans fallna myndu láta á sér kræla. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins lýsti yfir ánægju franskra yfirvalda með hina nýju valdhafa og sagði, að sendiherra Frakklands í landinu hefði þegar átt fund með Dacko hinum nýja leiðtoga landsins. Dacko sagði í útvarpsávarpi í dag, að með falli Bokassa væri farinn frá óvinur landsmanna númer eitt. Dacko sagði, að nafni landsins yrði breytt innan tíðar og keisaraembættið lagt niður. Búist er við, að hann taki sér forseta- nafnbót. Sérfræðingar telja að tekið hafi að halla undan fæti fyrir Bokassa í byrjun árs þegar hann á mjög vægðarlausan hátt lét berja niður mótmæli gegn stjórn sinni og fyrirskipaði m.a. og tók þátt í að taka fjölda skólabarna af lífi. Um þverbak keyrði svo þegar Frakkar tilkynntu í kjölfar þessa að talið var sannað að Bokassa hefði með eigin hendi myrt hluta skólabarn- anna, að allri efnahagsaðstoð þeirra við iandið væri hætt. Bandaríkjamenn tóku skömmu síðar í sama streng. Bokassa hefur stjórnað mjög vægðarlaust þau ár sem hann hefur verið við völd. Hann krýndi sjálfan sig keisara á árinu 1976 og Norðmenn auka sumarloðnukvóta Frá fréttaritara Morgun- blaósins í Ósló. NORSKA sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið að auka kvóta sem taka þátt í sumar- loðnuveiði á Barentshafi um 17 af hundraði að meðaltali miðað við þá kvóta sem voru ákveðnir fyrr á þessu ári. Seinna getur reynzt nauðsyn- legt að fella úr gildi reglugerðar- ákvæði þannig að Norðmenn geti fyllt kvóta sinn á Barentshafi sem er 5,4 milljónir hektólítra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í Harstad hafa Norðmenn veitt 2,4 milljónir hektólítra af þessum kvóta til þessa. Loðnan er væn og feit en dálítil áta er í henni. — Lauré. Hungur sverfur að Kampútseu Bokassa hefur safnað að sér mjög miklum auði víða um heim, sérstaklega í Frakklandi þar sem hann á bæði miklar húseignir og fjármuni í bönkum. Talið er líklegt að Bo- kassa hafi í hyggju að setjast að í kastala einum í Frakklandi sem hann á. Frönsk yfirvöld vildu í dag ekki tjá sig um hvort honum yrði leyft að koma inn í landið, hvað þá að setjast þar að. Falli hans hefur víðast hvar verið fagnað. Washinjfton, 21. september. AP. ALLT útlit er fyrir að verulegur fæðu- og næringarskortur muni hrjá hina stríðshrjáðu Kambódíu- menn á næstu mánuðum að þvi er haft var eftir taismanni bandariska utanríkisráðuneytis- ins i dag. Talsmaðurinn sagði einnig, að mjög erfitt væri að fá leyfi þarlendra stjórnvalda fyrir matarflutningum frá ýmsum góð- gerðarstofnunum i Bandarikjunum. Ríkisstjórn Heng Samrins forsætisráðherra sem studd er af Víetnömum hefur til þessa verið mjög treg til þess að hleypa starfsmönnum Alþjóðastofnana inn í landið, eins og Rauða kross- ins. Einungis hefur verið heimiiað flug með matvæli, lyf og nauðsyn- legan klæðnað sem tekið hefur verið á móti á flugvellinum í Pnom Phnem. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag, að ekki kæmi til greina að Bandaríkjastjórn sendi matvæli eða annað til landsins nema það væri undir ströngu eftirliti Al- þjóða Rauða krossins eða hlið- stæðrar stofnunar. Er sovézkur k jarnorkukafbát- ur týndur í norskri landhelgi? UMRÆÐUR hafa á ný orðið í Noregi um með hvaða hætti fiskveiðiskipið „Utvik Senior“ hafi sokkið, en skipið fórst með níu manna áhöfn skammt frá eynni Senja við Norður-Noreg 17. febrúar 1978. Tilefni þessarar umræðu er, að svissneska blaðið „Neue Ztircher Zeitung" hefur nýverið skýrt frá því, að rússneskur kjarnorkukafbátur hafi að öllum líkind- um farist í landhelgi Noregs, en ein kenningin um hvarf Utvik Senior, að skipið hafi lent í árekstri við óþekktan kafbát. Svissneska blaðið hélt því fram, að skýringin á auknum fjölda sovézkra skipa í norskri landhelgi væri sennilega sú, að Sovétmenn væru að leita að kafbáti á sjávarbotni. Opinberlega var frá því skýrt, að Utvik Senior hefði annað- hvort siglt á sker eða hvolft á úfnu hafi. En sjómenn frá Senja hafa hins vegar haldið því fram frá upphafi, að skipið hafi sokkið eftir árekstur við kafbát og hvika hvergi frá þeirri skoðun. Daginn sem Utvik Senior sökk kom stórt skip, er sigldi í norður, fram á ratsjá togarans „Svein Roger“ í aðeins einnar sjómílu fjarlægð. Þetta sama skip kom einnig fram á ratsjá í landi. Af opinberri hálfu hefur frá því verið skýrt í Noregi, að engin skip úr flota Noregs né Nato hefðu verið á svæðinu á þeim tíma er Utvik Senior fórst. Þá bar það til á sömu slóðum, 10 dögum áður en Utvik Senior fórst, að annað norskt fiskiskip varð skyndilega að breyta um stefnu til að forðast árekstur við kafbát. Samkvæmt heimildum Neu Zúrcher Zeitung hófu Rússar umfangsmiklar og kerfisbundn- ar athuganir á hafsbotninum við Norður-Noreg og notuðu til þess bergmálstæki, sjónvarpsmynda- vélar og tæki til að mæla geisla- virkni. Blaðið sagði að kafbátar Rússa færu venjulega um norska landhelgi á leið sinni til og frá Murmansk. Norsk stjórnvöld hafa þótt sýna mikið andvaraleysi og lítið gert í að krefja Rússa skýringa. Johan Jörgen varnarmálaráð- herra lét svo um mælt í vikunni, að hann hefði engar fregnir fengið frá Rússum þess efnis, að þeir hefðu tapað kafbáti. Ráð- herrann taldi fullyrðinguna um týnda kjarnorkukafbátinn á norskum hafsbotni ákafletra fjarstæða, en vildi að öðru leyti ekkert fjalla um þögn stjórn- valda í málinu. Daniel Heradstveit forstöðu- maður norsku utanríkismála- stofnunarinnar sagði einnig í viðtali, að draga mætti kenning- una um árekstur Utvik Senior og kafbáts í efa. Hann sagði að Rússar hefðu þá aldrei notað fragtskip og aðra báta við leit- ina, og ef kafbátur hefði sokkið þá hefðu þeir haldið stöðugri vakt á svæðinu til að koma í veg fyrir að Nato-skip kæmust yfir leynileg tæki er hefðu hernaðar- lega mikilvægu hlutverki að gegna. Heradstveit gagnrýndi hins vegar stjórnvöld fyrir að hafa ekki mætt átroðslu Rússa í norskri landhelgi með meiri hörku en raun varð á. Sovézkur kjarnorkukafbátur á siglingu, en kenningar eru uppi um að einn slikur hafi sokkið eftir árekstur við norskan fiskibát. Taler efstur Riga, 21. september. AP. GHEORGHIU frá Rúmeníu beið í dag fyrsta ósigur sinn á svæða- mótinu í Riga þegar hann tapaði fyrir Trois frá Brazilíu. Larsen tapaði fyrir Romanishin. Allar aðrar skákir enduðu með jafntefli eða fóru í bið. Staðan eftir 12 umferðir: Tal 9 vinningar, Polugayevsky Vh, Lar- sen 7%, Gherghiu 7 og Ribli 7 v. Olíuskip strandar Koreör, Danmörku, 21. september. AP. GRÍSKT oliuflutningaskip, Yankilas, 29,000 lestir, strandaði 1 dag fullhlaðið hráoiíu á skeri á Stóra-Belti, en fyrst i stað benti ekkert tii þess að oliuleki hefði átt sér stað að sögn danskra yfirvalda. Yankilas er sjöunda og stærsta flutningaskipið sem hefur strand- að á Stóra-Belti á þessu ári. Danski sjóherinn segir, að þunn olíubrák hafi sést í námunda við Yankilas en óvíst sé að hún stafi frá olíuieka. Skipið var á suðurleið til austur-þýzkrar hafnar. Danskur dráttarbátur var send- ur á vettvang og í varúðarskyni sendi danska umhverfisverndar- stofnunin skip sem er búið tækj- um til að berjast gegn olíuleka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.