Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979
25
Do Van Tam og kona hans Tran Kom Hoa ásamt börnum sínum fimm: Do Vinh Phinc, Do Thi Thien
Huong, Do Tran Phuoc Hio, Do Thi Thien Thao og Do Tran Dhuoc Tai. Ljósm.: Krístján.
Fannst þeim heldur kuldalegt að
sjá sundgesti svamla í lauginni í
svo köldu veðri. Þegar komið var
aftur á Hvítabandið litu blm. í
eitt herbergið þar sem býr 7
manna fjölskylda, foreldrar með
5 börn sín. Do Van Tam heitir
heimilisfaðirinn eða öðru nafni
Tómas, konan Tran Kim Hoa eða
Hulda og íslensku nöfnin barn-
anna Skúli, Kristín, Eggert,
Dóra og Pálmi, en þau eru á
aldrinum frá eins árs og upp í 12
ára.
— Ég hefi verið sjóliðsforingi
í Vietnam síðustu árin og starf-
að í hernum í alls 12 ár, sagði
Tómas. Við fórum frá Vietnam
hinn 17. júní sl. og héldum fyrst
til Thailands, en þar fengum við
ekki að staldra neitt við og
urðum að halda áfram til Mala-
síu. Ferðin þangað tók langan
tíma og var okkur erfið og þegar
komið var þangað fundum við að
reynt er að ýta flóttafólki sem
mest frá Malasíu.
Þau Tómas og Hulda kváðust
bæði vera fegin því áð hafa lent
á Islandi, þau væru viss um að
allur hópurinn ætti eftir að
Flóttafólkið á ferð um Reykjavik:
Skoðuðu höfnina, sundlaugar
og vœntanlegan bústað sinn
Danski læknlrinn Jörgen Prag.
skugga um hvernig líkamlegt
ástand fólksins er. Voru í morg-
un teknar blóðprufur og rönt-
genmyndir og verður haldið
áfram við aðrar athuganir á
morgun. Hins vegar er fólkið
flest þjáð af næringarskorti eftir
margra mánaða vist í flótta-
mannabúðum og hrakninga frá
heimalandi sínu, þannig að ein-
hvern tíma tekur að jafna sig,
sagði Jörgen Prag. Hann hefur
skipulagt móttökur á flóttafólki
sem komið hefur til Danmerkur,
en það eru kringum 1.000 manns.
Fjórar til fimm konur í einu
hafa annast um fólkið fyrir utan
hjúkrunarlið og sagði ein þeirra,
að það væri strax farið að bjóða
fram aðstoð sína við hreingern-
ingar og annað sem gera þyrfti í
húsinu, en fylgjast þarf nokkuð
með börnunum, að þau klæðist
Flóttafólkið frá Vietnam var í gærmorgun og fram
eftir degi í ýmiss konar læknisrannsóknum þar sem
það dvelst á Hvítabandinu í Reykjavík, en síðdegis
var haldið um borgina í skoðunarferð. Frekari
læknisrannsókn fer fram næstu daga, en að þeim
loknum flyst fólkið í húsnæðið á Kaplaskjólsvegi 12
svo sem áður hefur verið skýrt frá, en nú er verið að
leggja síðustu hönd á lagfæringar þar.
Þau voru öll hlýlega klædd er
þau komu út úr húsinu og héldu
af stað í skoðunarferðina, en
fyrst lá leiðin gegnum miðbæinn
og út á Granda þar sem staldrað
var við um stund og skipin
skoðuð. Fóru nokkrir piltanna
um borð í einn bátinn og skoð-
uðu í krók og kring en margir
þeirra hafa lagt stund á sjó-
mennsku og hyggjast halda því
starfi áfram. Eftir viðdvölina á
Granda var ekið að húsinu sem
þau eiga að dveljast í fyrst um
sinn og var ekki annað að sjá en
þeim litist vel á staðinn, en ekki
var kostur á að sýna þeim húsið
að innan þar sem unnið var enn
að lagfæringum.
Þá var enn ekið um borgina og
leiðin austur undir Elliðaár og
síðan í Laugardalinn og höfð
stutt viðdvöl við sundlaugarnar.
I skoðunarferð um Reykjavík var m.a. ekið framhjá væntanlegum bústað Vietnamanna við
Kaplaskjólsveg, en þar er nú að ljúka undirbúningi fyrir komu þeirra þangað.
Hjörn Þórieifsson sagði túlknum Hönnu frá þvi sem fyrir augu bar i skoðunarferðinni og endursagði
hún siðan fyrir sitt fólk.
komast vel af hér, allar móttök-
ur Islendinga væru þannig.
Danski læknirinn Jörgen Prag
var fenginn hingað til lands í
sambandi við komu flóttafólks-
ins til að hafa umsjón með gangi
læknisrannsókna, en hann hefur
um árabil starfað í Vietnam og
er giftur konu þaðan.
— Það hefur ekki virzt að fólk
þetta beri með sér hættulega
sjúkdóma, en læknisrannsókn-
irnar miða að því að ganga úr
vel þegar þau fara út og taki af
sér yfirhafnir þegar inn er kom-
ið o.s.frv. en þau eru vön kring-
um 30 stiga hita þar sem þau
dvöldu síðast.
Þess má að lokum geta, að
Rauði krossinn hefur farið þess
á leit við Mbl. að því verði komið
á framfæri að ýmislegt vantar
til að endanlega verði hægt að
ganga frá húsnæðinu á Kapla-
skjólsvegi. Er þar um að ræða 2
ísskápa, litla eldhúsinnréttingu
og eldavél og má þetta að sjálf-
sögðu vera notað, en nothæft.
Við höfnina brugðu nokkrir piltanna sér um borð i einn bátinn, sem sjómenn voru að dytta að.