Morgunblaðið - 22.09.1979, Side 26

Morgunblaðið - 22.09.1979, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 LÍÚ f ellst ekki á frekari takmark- anir á þessu ári Rætt við Kristján Ragnarsson BOTNFISKAFLINN jókst um 75 þú.sund lestir fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við sama tímahil í fyrra. Þessi aukning nemur 20,2% og er aukningin 21,4% hjá bátaflot- anum, en 19,1% hjá togurunum. Það er athyglisvert, að aukning þorskaflans er 17.100 lestir eða um 6,4% miðað við 1978, en á sama tima jókst annar botnfisk- afli um 58.500 tonn eða um 56%. Kristján Ragnarsson formað- ur Landssambands íslenzkra út- gerðarmanna sagði í gær, að á þessu sæist hver árangur væri af þeim takmörkunum, sem verið hafa á þorskveiðunum á árinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hægt hefði verið að auka annan afla svo mikið sem raun bæri vitni. — Þorskaflinn eykst um 17.100 lestir, en það gerist ein- göngu á vetrarvertíðinni og frá því í marz hefur þorskaflinn í hverjum mánuði verið mun minni en í fyrra, að undanskild- um júnímánuði þegar hann var lítið eitt meiri, sagði Kristján Ragnarsson. — Stjórn LÍÚ samþykkti til- lögur um takmarkanir þorsk- veiða á þessu ári í aprílmánuði síðastliðnum á grundvelli þess að það væri endanleg ákvörðun Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um fiskveiðistefnu fyrir árið, hélt Kristján áfram. — LÍÚ getur þess vegna ekki fallist á frekari takmarkanir á árinu nema eins og í fyrra, 21 dags þorskveiðibann á togurunum á tímabilinu frá 15. nóvember til áramóta og hjá bátunum frá 20. desember til áramóta. — Nú standa málin þannig, að við höfum aukið annan botnfisk- afla en þorsk um það magn, sem fiskifræðingar mæltu með að við mættum veiða af öðrum tegund- um. Þannig að staðan nú er sú að við fullnýtum alla stofnana og stjórn LIÚ samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að ganga til samstarfs við stjórnvöld um mótun fiskveiðistefnu fyrir næsta ár, sem taki gildi strax um áramótin, en sé ekki ákveðin einhvern tímann á árinu eins og verið hefur. LÍÚ leggur jafn- framt til að við mótun þeirrar fiskveiðistefnu verði tekið tillit til þess, að algjört þorskveiði- bann verði á næsta ári á tímabil- inu frá 10. júlí til 15. ágúst. — Rök okkar fyrir þorskveiði- banni á þessum tíma eru þau, að þrjú ár í röð hefur verið um gífurlegan þorskafla að ræða á þessum tíma. Það hefur reynzt örðugt að nýta þennan afla og skapað mjög mikinn þrýsting á verkafólk til yfirvinnu á þeim tíma, sem æskilegast er að fólk geti tekið sér frí. Þetta fólk verður að eiga rétt á að fá sumarleyfi eins og annað fólk, en að undanförnu hefur vinnutími þess á þessum hásumartíma, þegar jafnframt er hvað erfiðast að geyma fisk, verið mestur. Jafnframt höfum við á þessum tíma verið að pressa ferskan fisk inn á erlendan markað umfram það sem sá markaður hefur verið tilbúinn til að taka við og því orðið að sæta lægra verði en ástæða væri til. Öllu þessu teljum við verða fullnægt með þessum aðgerðum yfir hásum- artímann. — Vegna þess olíuverðs sem nú er og umtals um enn frekari hækkun olíuverðsins þá höfum við verulegar áhyggjur af því að nú muni draga úr sókn í aðra stofna vegna þess að olíukostn- aður er orðinn svo hátt hlutfall af aflaverðmætinu að menn velji fremur þann kost að leggja skipunum en gera út á þessar ódýru tegundir, sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Níðstöng sú sem nokkrir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð rístu Herstöðvaandstæðingum til háðungar i gær. Ljósm.: Kristján. Leiðangur á slysstað „Pourquoi Pas” Akranesi 17. sept. 1979. ÞAÐ verður að teljast til tiðinda, þegar siglari frá Paris kemur í Akraneshöfn, þar sem jarðnesk- um leifum dr. Jean Charcots og áhöfn hans, sem fórust með haf- rannsóknaskipinu „Pourquoi Pas„ við Mýrar árið 1936, átti að umskipa úr vs Ægi AK um borð i Hvidbjörnen (danskt herskip). En einn tiigangur ieiðangurs skútunnar var einmitt að fara á slysstaðinn við Straumsfjörð á Mýrum, skoða hann og taka kvikmynd. — Einnig var tilgang- urinn landfræðilegur og að kanna lífríki i sjónum á norður- slóðum og áhrif issins á skútuna. Skútan heitir „Vagabond", eig- andi og leiðangursstjóri er Kam- usz Kurbiel, áhöfnina skipa 7 manns og þar af 2 konur. — Skútan er 20 rúmlesta, með tvær japanskar hjálparvélar, mjög vel búin öllum tækjum og fullkomn- um seglaútbúnaði. Hún var smíðuð fyrir 4 mánuðum. „Vagabond" kom hingað frá Austur-Grænlandi, eftir rúml. mánaðar úthald. — Ferðinni var heitið héðan til Frakklands með viðkomu í Reykjavík. Björn H. Björnsson hafnsögumaður fór með leiðangursstjórann og kvikmynda- tökumann hans landleiðina að Straumsfirði og greiddi götur leið- angursmanna hér á Akranesi, en þeir voru afar ánægðir með árang- ur ferðarinnar. Július ' Skútan „Vagabond**, farartæki franska leiðangursins, í höfn á Akranesi. Ljósm. Július Þóröarson. Málverkasýning íAsmundarsal INGVAR Þorvaldsson opnar málverkasýningu í dag, laugardaginn 22. september, kl. 16 í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er opin frá kl. 16 til 22 daglega en henni lýkur 30. september. Á sýningunni eru 40 vatnslitamyndir. Þetta er 9. einkasvning Ingvars. Ristu Herstöðvaandstæðingum níðstöng: „Tilefnið er óskin um fækkun á grjótköstur- um og hrossaníðingum „TILEFNI þessarar níðstangar er óskin um fækkun á grjótkösturum og hrossaniðingum. Sjaldan hafa jafn fáir skemmt svo mörgum jafn lítið,“ segir í texta á niðstöng sem nokkrir nemendur i Menntaskólan- um við Hamrahlið ristu Herstöðvarandstæðingum i gær. Á níðstönginni er einnig þessi texti: „Er níðstöng fyrirboði? Áð- ur en Járnblendiverksmiðjan var reist, ristu andstæðingar hennar níðstöng. En upp reis Járnblendið með Hjörleif iðnaðarráðherra í fylkingarbrjósti. Gegn NATO- herskipunum ristu andstæðingar þeirra níðstöng. Á henni trónaði blóði drifinn hrosshaus; vanvirð- ing við þarfasta þjón Islendinga um aldir. Eru þeir nú að panta hingað NATO-flotastöð?“ Morgunblaðið í gær og sögðu að tilefnið hefði í raun verið, að gera gys að Herstöðvaandstæðingum í skólanum sem þekktust af mynd- um úr ólátunum í Sundahöfn. Níðstöng þessi vakti mikla at- hygli nemenda skólans og margir veltu því fyrir sér hverjir staðið hefðu fyrir þessu athæfi. „Huldu- mennirnir" höfðu þó samband við INNLENT Dregið í happdrætti Hjartaverndar DREGIÐ hefur verið í Happ- drætti Hjartaverndar 1979 hjá borgarfógetanum í Reykjavík, eft- irtalin númer hlutu vinning: 1. Chevrolet Citation nr. 28863 2. Lada Sport nr. 75793 3. -32. Þrjátíu eitt hundrað þús- und króna vinningar komu á miða nr. 1635, 3940, 4285, 4855, 7830, 11139, 12526, 15913, 16199, 22087, 22149, 24690, 36993, 38977, 46699, 48190, 55491, 67464, 73,417, 74266, 76303, 85043, 85043, 85061 85106, 98168, 98551, 109242, 111594, 111773,111798. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar að Lágmúla 9, 3. hæð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.