Morgunblaðið - 22.09.1979, Side 27

Morgunblaðið - 22.09.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 27 Djáknavígsla í Grensáskirkju Á morgun vígir biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, örn Bárð Jónsson til djáknaþjónustu i Grensássöfnuði í Reykjavík. Er það öðru sinni sem biskup vígir djákna, hið fyrra skipti er Einar Einarsson var vígður til starfs í Grímsey. örn Bárður Jónsson er tæplega þrítugur að aldri og hefur að undanförnu starfað sem fulltrúi við Útvegsbanka íslands í Kefla- vík. Sagði hann að starf hans yrði einkum fólgið í aðstoð við sóknar- prestinn, sr. Halldór S. Gröndal, m.a. við altarisgöngur, sálgæzlu og síðan ýmiss konar safnaðar- starf, m.a. predikunarstörf og mætti kannski segja að hann væri eins konar hægri hönd prestsins. Sóknarnefnd Grensássóknar hefur kallað Örn Bárð til djáknastarfs- ins, en það verður fyrst um sinn ólaunað og vinnur hann það með- fram sínu aðalstarfi, en hugsan- legt er að það verði aukið og þá að einhverju leyti launað þegar fram i sækir. Kona hans er Bjarnfríður Jóhannesdóttir og eiga þau fjögur börn. Hafa þau hjónin verið mjög virk í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem starfað hefur innan vébanda Grensássafnaðar. Afmælissýning TÍU ára afmælissýning félagsins íslensk grafík stendur nú yfir í Norræna húsinu. Sýning sem var opnuð 15. september sl. stendur til sunnudagsins 30. september og er opin daglega frá kl. 14 til 22. Sautján listamenn eiga verk á sýningunni en sams konar sýning er einnig í Finnlandi um þessar mundir og mun síðan verða sett upp í 12 borgum á Norðurlönd- unum. Ritsafnið um heimsstyr jöldina „Leifturstríðið komið út hjá Bókaklúbbi AB BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér aðra bókina í ritsafni sínu um síðari heimsstyrjöldina. Nefnist hún Leifturstríð og er eftir Robert Wernick — rithöfund búsettan í París, sérfræðing í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Þýðandi er Björn Jónsson. Leifturstríð segir í máli og myndum frá gangi styrjaldarinn- ar í Evrópu frá því hún brauzt út í september 1939 og fram í júní næsta ár. Á þessum tíma flæddi vélvæddur herafli Þjóðverja yfir hvert landið á fætur öðru án þess að bandamenn fengju rönd við reist. Bretar og Frakkar voru búnir undir „hefðbundið" stríð með sæmilega stöðugum víglínum, en Þjóðverjar koma þeim í opna skjöldu með hraðfara brynsveit- um studdum öflugum og full- komnum flugher. Leifturstrið hefst á safni ljós- mynda af viðbrögðum almennings víða í Evrópu þegar fréttist að stríð væri skollið á. Síðan er lýst upphafi stríðsins: Innrás Hitlers í Pólland og viðbrögðum banda- manna, sókn Þjóðverja á vestur- vígstöðvunum yfir Belgíu, Hol- land, Luxemburg og Frakkland, naumri undankomu brezka hers- ins í Dunkirk og falli Frakklands. Auk mynda af þessum átökum og af ýmsum vígvélum eru m.a. syrpur mynda af frægum flótta- mönnum undan valdi nazista, af fyrstu viðbrögðum Bandaríkja- manna við styrjöld í Evrópu, af listum undir ríkisforsjá Þriðja ríkisins, og í bókarlok er röð mynda af frægri skoðunarferð Hitlers um París eftir fall borgar- innar. Leifturstríð er 208 bls. að stærð. Textinn er settur í Prent- stofu G. Benediktssonar, en bókin er prentuð i Toledo á Spáni. Veitinga- menn ræða um aðild aðVSÍ Á nýlegum aðalfundi Sambands veitinga og gistihúsaeigenda var m.a. rætt um aðild sambandsins að Vinnuveitendasambandi íslands og segir í frétt frá sambandinu að sú skoðun eigi vaxandi fylgi meðal veitinga- manna að ekki sé lengur rétt að. standa utan heildarsamtaka vinnumarkaðarins. „Veitingahús búa enn við það óréttlæti að matarsala þeirra er söluskattskyld meðan öll önnur matarsala í landinu, þ.e. í mat- vöruverzlunum og mötuneytum, er undanþegin söluskatti. Margítrek- uðum beiðnum til fjármálaráð- herra um leiðréttingu hefur enn ekki verið sinnt," segir einnig í frétt sambandsins og ennfremur: „Á undanförnum árum hefur færzt í aukana, að orlofshús verkalýðshreyfingarinnar séu leigð út yfir vetrarmánuðina til funda og ráðstefnuhalds. Þessi starfsemi, sem er utan við ætlun- arverk orlofsbyggðanna og engan fjármagnskostnað þarf að bera, tekur viðskipti frá landsbyggðar- hótelunum. Þau þurfa hins vegar á þeim að halda til stuðnings við þá þjónustu, sem veitt er gestum og gangandi á erfiðum árstímum. Er þarna í raun komin viðbót við starfsemi félagsheimilanna, sem alls staðar eru rekin við önnur skilyrði hvað fjármagn, eftirlit og skattaálögur snertir en almennur veitingarekstur, en þó í samkeppni við hann.“ Stjórn sambandsins var end- urkjörin og skipa hana: Bjarni I. Árnason, formaður, Einar 01- geirsson, Emil Guðmundsson, Jón Hjaltason, Skúli Þorvaldsson, Steinunn Hafstað og Tómas Guð- mundsson. Framkvæmdastjóri er Hólmfríður Árnadóttir. 4IMNLEN"T Fundur í FEF um dagvistar- málámánu- daginn FÉLAG einstæðra foreldra heldur fyrsta almcnna félagsfund sinn á haustinu á Hótel Esju 2. hæð mánu- daginn 24. sept. og hefst hann ki. 20.30. Á fundinum munu flytja stutt framsöguerindi um dag- vistunarmál Gerður Steinþórsdótt- ir, form. Félagsmáiaráðs, Bergur Felixson, frkv., fulltrúi frá Samtök- um dagmæðra og fulltrúar frá Félagsmálastofnunum Kópavogs og Hafnarfjarðar. Að þeim loknum munu gestir fundarins ganga milli borða og ræða við félaga og svara spurningum. Stjórnin bendir á að nýir félagar cru velkomnir og hvetur til að menn mæti vel og stundvislega þar sem hér er um mikiisháttar mál að ræða mörgum einstæðum foreldrum. Geta má þess að alveg á næstunni er að oma út postulinsplatt FEF, sem gefinn er út i tilefni tiu ára afmælis þess i nóvember og vegna barnaárs. Baltasar gerði plattann, ljóðlinur á honum eru eftir Jakob- inu Sigurðardóttur og Gler og postulin framleiddi. Busavígsla fór fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti s.l. miðvikudag. Yngstu nemendur skólans voru þá formlega teknir í nemendatölu og sáu elstu bekkingar skólans um þá athöfn með tilheyrandi látum. Lj^m: GuAjón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.