Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 29

Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 29 Ljósm: Ól.K.Maií. Frá umræóum í borgarstjórn á fimmtudag: Borgarfulltrúár Álþýðu- bandalagsins þau Adda Bára Sigfúsdóttir, Guörún Helgadóttir og borbjörn Broddason. einhverju marki sinnt nú í haust. Borgarfulltrúinn sagði það vissulega vera rétt, að núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykja- víkur væri skattglaður, en hann gæti einnig verið framkvæmda- glaður ef því væri að skipta. Að lokum sagði Kristján að það hefðu verið mistök hjá sér að mæta ekki á fundi hjá íbúum hverfisins á sundlaugarbarminum í sumar, en það hefði þó ekki komið að sök, þar sem þangað hefði komið góður fulltrúi borgarbúa, Birgir ísleifur Gunnarsson, og hefði hann komið óskum íbúanna til skila svo vel væri. Þá tók til máls Þór Vigfússon, og kvaðst hann vilja upplýsa það, sem formaður umferðarráðs, að ekkert hefði verið um málefni Breiðholts fjallað í ráðinu enda hefði því ekki borist neitt bréf um umferðarvandamál þau í Breið- holti sem Markús Örn hefði gert að umræðuefni. Hins vegar væri sú lýsing sem Markús hefði gefið á umferðar- vandamálum hverfisins alveg rétt, en ekki hefði fengist nægilegt fé til allra þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar væru. Það fengist vonandi á næsta ári, og vonandi yrðu þessar umræður til þess að betur gengi að fá það fé sem til þyrfti. Birgir lsleifur Gunnarsson kvaddi sér næstur hljóðs. Sagði hann það vera gott og blessað, svo skammt sem það dygði, að Krist- ján Benediktsson hefði viljað hugga Breiðholtsbúa með því að eitthvað ætti að gera þrátt fyrir allt, enda væri meirihlutinn fram- kvæmdaglaður! Sem mark um þá framkvæmda- gleði gætu borgarbúar svo haft, að upplýst væri að borgarbúar hefðu skrifað bréf til Sigurjóns Péturs- sonar. Sigurjón hefði síðan af framkvæmdagleði skrifað borgar- stjóra bréf, borgarstjóri hefði þá skrifað borgarverkfræðingi og svo Guðrún Helgadóttir: „Dauð hönd“ embætt- ismanna tefur framgang góðra mála. koll af kolli, en upplýst væri hins vegar að umferðarráð hefði ekkert bréf fengið! „En það sem eftir stendur, er að ekkert hefur verið gert, og eftir því verður tekið," sagði Birgir Isleifur að lokum. Magnús L. Sveinsson tók næst- ur til máls. Sagði hann að hljóðið hefði mikið breyst í meirihlutan- um frá því í apríl 1978, en þá hefðu þeir verið ósparir á loforðin, á fundi í Breiðholti eins og annars staðar. Þar hefði verið tekið eftir því, að Björgvin Guðmundsson hefði veifað bréfi Framfarafélags- ins með tuttugu kröfum, og hefði hann sagst geta tekið undir hvert einasta atriði! Sigurjón -Pétursson hefði um svipað leyti sagt í Þjóðviljanum að auka ætti skatta á fyrirtækjum til að standa undir auknum fram- kvæmdum. Það sem síðan hefði gerst væri að staðið hefði verið við skattahækkanirnar, en fram- kvæmdirnar hefðu hins vegar ver- ið í öfugu hlutfalli við skattheimt- una. Þá las Magnús einnig úr sér- stöku fylgiriti Tímans, sem dreift var í Breiðholti fyrir kosningar, þar sem lofað var miklum fram- Séð yfir fundarsal borgarstjórnar kvæmdum, einkum af Guðmundi G. Þórarinssyni. Sagðist Magnús hafa átt von á því að Kristján læsi úr Tíma þessum, en það hefði hann þó ekki gert. Raunar væri honum vorkunn, því þrátt fyrir þessi stóru loforð hefði borgar- fulltrúum Framsóknarflokksins fækkað um 505 í síðustu kosning- um! Þá sté í pontu Adda Bára Sigfúsdóttir. Hún hóf mál sitt með því að segja, að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar, og hefði hún viljað taka upp hansk- ann fyrir félaga sinn Sigurjón Pétursson. Sagðist Adda Bára vilja minna á, að sumarið 1979 væri að mörgu leyti ólíkt öðrum sumrum í Reykjavík, eftir borgarstjórnar- kosningar. Miklar framkvæmdir hefðu verið í sumar, ólíkt því sem oft hefði verið áður. Hins vegar sagði hún það vera alveg rétt, og ætti að játa það, að hægt hefði verið að gera marga af þeim hlutum sem um hefði verið rætt í bréfi Breiðholtsbúa. „En þetta smáa, sem er svo oft auðvelt að gera, verður svo oft útundan," sagði Adda Bára. Guðrún Helgadóttir var næst á mælendaskrá. Sagði hún að fagna bæri bréfinu frá Breiðholtsbúum, þó vissulega hefði verið æskilegra að þeir hefðu skrifað núverandi borgarstjóra frekar en fyrrver- andi. Sagði hún það vera alveg rétt, að borgarstjórnarmeirihlut- inn hefði ekki haft nægilega mikið samband við borgarbúa, og væri það áhyggjuefni. Þar væri þó um að kenna skorti á tíma, borgar- fulltrúar meirihlutans þyrftu að vinna frá 9 til 5 og hefðu ekki tíma til að sinna borgarmálefnum nægilega vel. Þetta hefði verið öðruvísi þegar Birgir ísleifur var borgarstjóri, auðvelt hefði verið fyrir hann að taka upp símann og kippa málum í liðinn, en þannig gengi það nú bara ekki fyrir sig núna, allt væri þyngra í vöfum. Sagði Guðrún Helgadóttir, að ástæða þess að margar fram- kvæmdir drægjust á langinn væri sú, að málin tefðust um of hjá embættismönnum borgarinnar. Sagði hún að svo virtist sem „dauð hönd“ þeirra legðist á ýmsar mikilvægar framkvæmdir sem borgarstjórnarmeirihlutinn vildi að næði fram að ganga. Kvaðst hún ekki skilja hvernig þetta mætti verða, en horfast yrði í augu við þetta vandamál sem staðreynd og við því þyrfti að bregðast á viðeigandi hátt. Sem dæmi kvaðst Guðrún geta nefnt, að borgarstjórnarmeiri- hlutinn hefði ákveðið fram- kvæmdir við tvær dagvistunar- stofnanir í sumar, fjármagn til framkvæmdanna hefði verið tryggt, en samt hefði ekki orðið úr framkvæmdum. Sagði borgar- fulitrúinn að þetta hefði gengið öðru vísi fyrir sig í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokksins, þá hefðu mörg framkvæmdaatriði verið leyst með einu símtali fyrrverandi borgarstjóra, en nú flæktust þau um kerfið, með þeim afleiðingum að málin næðu ekki fram að ganga. Davíð Oddsson borgarfulltrúi tók næstur til máls, og sagði hann það athyglisvert að Guðrún Helgadóttir hefði lagt það í vana sinn að saka embættismenn borg- arinnar um að leggjast á góð mál og tefja framkvæmdir. Aldrei hefði hún þó getað nefnt nein dæmi máli sínu til stuðnings. í eitt skipti er hún hefði reynt það hefðu þrír forsetar borgarstjórnar, þeir Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson og Kristján Bene- diktsson séð ástæðu til þess að reka ummælin ofan í hana með sérstakri bókun í borgarráði. — En vegna ummæla Guðrúnar sagði Davíð það vera eðlilegt að þeirri spurningu yrði beint til Egils Skúla Ingibergssonar borg- arstjóra, hvort hann hefði orðið þess var að undirmenn hans í starfsliði borgarinnar hefðu tafið mál vísvitandi eða hindrað fram- gang þeirra. Egill Skúli tók næstur til máls, og sagði hann það hafa tekið sig nokkurn tíma að læra gang mála innan borgarkerfisins, en það hefði þó tekist smám saman, og kvaðst hann hafa góða reynslu af starfsmönnum Reykjavíkurborg- ar. Erfið fjárhagsstaða borgarinn- ar hefði hins vegar valdið töfum á ýmsum framkvæmdum, m.a. þeim er Guðrún hefði gert að umræðu- efni. Þær ákvarðanir kvaðst hann hins vegar hafa tekið sjálfur, og væri ekki við aðra embættismenn að sakast í því efni. I lok ræðu sinnar kvaðst borgar- stjóri hins vegar ekki geta látið hjá líða að minnast á það hve pólitískir fulltrúar í borgarkerf- inu litu embættismenn borgarinn- ar oft hornauga. Sagði Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri að þetta hefði komið sér mjög á óvart, en vinna yrði að því að eyða tor- tryggni milli þessara aðiia. Davíð Oddsson tók aftur til máls, og sagðist hann vilja þakka borgarstjóra fyrir góð svör, hann hefði réttilega bent á að hann ætti að gæta þess að fjárhagur borgar- innar færi ekki úr böndunum. Þetta hefði Guðrún Helgadóttir hins vegar vel getað fengið upp- lýst með því að spyrja borgar- stjóra sjálf og milliliðalaust. Þann hátt hefði hún ekki viljað hafa á, heldur kosið að dylgja fremur um einhverja ímyndaða tregðu starfs- manna borgarinnar. Ólafur B. Thors talaði næstur. og sagði hann þetta að mörgu leyti vera athyglisverða umræðu. Fjall- að hefði verið um það á hvern hátt nýi meirihlutinn hefði tekið á málum eftir að hann komst til valda, og um tengsl milli íbúa hinna ýmsu borgarhverfa og borg- arstjórnarmeirihlutans. Stað- reynd væri að hópur fólks hefði snúið sér til Birgis Isleifs Gunn- arssonar í þeirri von að tekið verði á málum eins og það átti að venjast í tíð hans sem borgar- stjóra. Veiluna sagði Ólafur liggja í því, að meirihlutinn hefði gert einfalda hluti flókna, og því hefði" minna orðið úr framkvæmdum en ella. Borgarfulltrúa sagði hann ekki hafa neitt minni tíma nú en áður. Það væri aðeins aumur fyrirsláttur hjá Guðrúnu Helga- dóttur, sem alls ekki afsakaði lélega frammistöðu í stjórn Reykjavíkur. Sagði Ólafur það hafa komið vel í ljós, að rétt hefði verið sem haldið var fram fyrir kosningar af sjálfstæðismönnum, að æskilegra væri að borgarstjórinn væri bæði ábyrgur sem embættismaður og stjórnmálamaður. Stjórnmála- legur leiðtogi borgarstjórnar þyrfti einnig að hafa fram- kvæmdavald, og kvaðst hann vilja Vegna veikinda Sigur- jóns Péturssonar var ákveðið að fresta umræð- um um sameignarsamning um Landsvirkjun sem vera átti á dagskrá borgar- stjórnar á fimmtudags- kvöld. Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudagskvöldið var svohljóð- andi tillögu vísað samhljóða til atvinnuþróunarnefndar: Borgarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að gerð iðnþró- unaráætlunar fyrir Reykjavík. leggja meirihlutanum það heil- ræði, að hann hætti að flækjast fyrir ágætum embættismönnum borgarinnar sem vildu rækja störf sín af prýði eins og þeir hefðu jafnan gert. Guðrún Helgadóttir tók enn til máls og sagði hún greinilegt að nú ætti að birta fréttir af umræðun- um í Morgunblaðinu. Sagði hún borgarbúa ekki hafa minnsta áhuga á að vita í gegnum hvaða ráð og nefndir hlutirnir færu, að ef þeir yrðu framkvæmdir. Sagði hún það vera grínuppfærslu hjá Davíð Oddssyni að spyrja borgar- stjóra um hvernig embættismenn borgarinnar gengdu störfum sínum. Auðvitað hefði hann gefið þeim hin bestu meðmæli, eins og allir hefðu gert, a.m.k. hún sjáif ef hún hefði verið spurð um sitl starfsfólk. Síðan ræddi hún enn um tregðu embættismanna, og nefndi sem dæmi að ekki væri enn búið að skrúfa niður spjöld af húsi Thor- valdssensfélagsins þó hún hefði beðið um að það yrði gert fyrir mörgum mánuðum. Magnús L. Sveinsson tók aftur til máls, og þakkaði hann borgar- stjóranum fyrir að hafa fundið hina „dauðu hönd“ sem Guðrún hefði rætt um; hún væri hjá borgarstjórnarmeirihlutanum sjálfum en ekki hjá starfsmönnum borgarinnar. Markús örn Antonsson sagði það athyglisvert við þessa um- ræðu, að Sorgarstjóri hefði kvart- að yfir tortryggni meirihlutans til embættismanna. Væri það athygl- isvert, að í þeim ummælum end- urspeglaðist afstaða hans til borg- arstjórnarmeirihlutans eftir eins árs samstarf. Málflutning Guð- rúnar sagði hann hins vegar að kæmi ekkert á óvart, hún hefði oft haft hann uppi áður, í blöðum, ræðum á nefndafundum. Þar reyndi hún sífellt að gera embætt- ismenn borgarinnar tortryggilega. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kvaðst geta tekið undir bréf Breiðholts- búa, en þó væri hún ósammála lið númer 5. Ekki mætti skerða út- sýni með vinnuvélum á því svæði. Elín Pálmadóttir sagði það vera undarlegt, að Guðrún Helga- dóttir kvartaði undan því að ekki væri nægilega miklu eytt af fé borgarinnar, á sama tíma og sífellt væri kvartað yfir erfiðri fjárhagsstöðu. Sagði hún allar þessar umræður sýna það, að mun auðveldara hefði verið að ræða við borgarstjóra eins og embætti hans var áður. Kristján Benediktsson talaði síðastur, og sagðist hann vera þess fullviss að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki tapað meirihluta sínum vegna skorts* á loforðum. Sagði hann að núverandi meirihluti hefði ef til vill ekki framkvæmt nóg, en hann hefði þó greitt skuldir, og væri borgarsjóður nú sem nær skuldlaus. ítrekaði hann að þótt ekki hefði verið unnið að framkvæmdum í sumar væri enn nokkuð til vetrar, og mætti ýmis- legt gera áður en vetur gengi í garð. — AH Af sömu ástæðu var einnig ákveðið að fresta að taka afstöðu til tillögu Birgis ísleifs Gunnarsson- ar og Alberts Guðmunds- sonar, um allsherjarat- kvæðagreiðslu íbúa Reykjavíkur um málið. Skal leita samstarfs við opinbera aðila þar um, eftir því sem þörf krefur og ástæða er til. Tillagan er flutt af borgarfull- trúum Alþýðuflokksins, en fyrir henni mælti Sigurður E. Guð- mundsson forstjóri Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. Umræðum um Lands- virkjun frestað Iðnþróunaráætlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.