Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 48
\ Sími á afgreióslu: 83033 JVIvrBnnblnbib LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Finnska fyrirtækið Neste er reiðubúið til viðræðna um olíusölu til íslands FINNSKA fyrirtækið Neste sendi í gær Jóhannesi Nordal formanni oliuviðskiptanefndar skeyti, þar sem fyrirtækið lýsti sijf reiðubúið til samningaviðræðna um oliusölu til tslands og þá ekki aðeins þannig, að við útvegum hráoliu, sem yrði hreinsuð hjá Neste, heldur kveðst fyrirtækið einnig afiögufært með olíu, sem það hingað til hefur selt á Rotterdamverði, en er jafnframt reiðubúið til viðræðna um langtimasamning og þá með breyttri verðmiðun. Fyrst þegar olíuviðskiptanefnd kannaði möguleikana hjá Neste lýsti fyrirtækið sig strax reiðubúið til að hreinsa fyrir okkur olíu. Síðar lýsti forstjóri þess, Uolevi Raade, því yfir í samtali við Davíð Schev- ing Thorsteinsson, formann íslenzkra iðnrekenda, að Neste hefði áhuga á frekari olíuviðskipt- um við ísland, eins og Davíð lýsti í samtali við Mbl. Olíuviðskiptanefnd sendi svo skeyti til Raade, þar sem spurzt var ákveðið fyrir um möguleikana og barst svarskeytið í gær, sem fyrr segir. Er Neste reiðubúið til við- ræðna um að annars vegar kaupum við hráolíu t.d. af rússum og Neste hreinsi hana. Gefur fyrirtækið kost á viðræðum um að við annaðhvort tökum allt það, sem út kemur, en það myndi þýða að við sætum til dæmis uppi með meiri svartolíu en við þurfum en vantaði meira bensín, eða að þannig semdist að Neste reyndist okkur hjálplegt við að losna við umframmagn og útveg- un þess, sem við þyrftum til viðbót- ar af vissum tegundum. Einnig kveðst Neste reiðubúið til viðræðna um að fyrirtækið selji okkur umframolíu sína; bensín, dísilolíu og svartolíu. Þessa olíu selur Neste nú á Rotterdammarkaði og er okkur gefinn kostur á að ganga inn í slík kaup, eða að um langtímasamning verði að ræða og í því tilfelli er fyrirtækið reiðubúið til viðræðna um breytta verðmiðun. LIU bann STJÓRN LlÚ hefur gert það að tillögu sinni, að á timabilinu frá 10. júlí til 15. ágúst á næsta ári verði algjört þorskveiðibann. Á stjórnarfundi Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna á miðviku- daginn var samþykkt að ganga til samstarfs við stjórnvöld um mótun fisk- veiðistefnu fyrir næsta ár, sem taki gildi strax um áramótin, en sé ekki ákveðin einhvern tíma á árinu. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar samþykkti LÍÚ tillögur um tak- markanir þorskveiða á þessu ári í aprílmánuði síðastliðnum á grund- velli þess, að það væru endanlegar ákvarðanir um fiskveiðistefnu fyr- ir þetta ár. LÍÚ getur þess vegna ekki fallist á frekari takmarkanir á árinu nema eins og í fyrra, þ.e. 21 dags þorskveiðibann á togurunum leggur til þorskveiði- í 37 daga næsta sumar á tímabilinu frá 15. nóvember tii áramóta og þorskveiðibann bátaflotans frá 20. desember til áramóta, sagði Kristján Ragnars- son. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sjávarútvegsráð- herra Kjartan Jóhannsson rætt við hagsmunaaðila í sjávarútvegi um frekari takmarkanir á árinu. Um síðustu mánaðamót var þorskafl- inn á árinu orðinn 17.100 lestum meiri en á sama tíma í fyrra, en stefnt var að því að þorskafli þessa árs yrði um 40 þúsund tonnum minni í ár, en hann varð í fyrra. Sjá nánar blaðsíðu 26 LÍÚ féllst ekki á frekari . . . Þessi voldugi hákarl kom nýlega i vörpuna hjá Ingólfi Arnarsyni, þegar togarinn var á veiðum útaf Vikurál. Hákariinn mældist um 6 metrar en hákarlar geta orðið 8 metra langir. Það er Valur Kristinsson háseti sem gerir þarna að hákarlinum. Ljósm.: Bjarni Guðmundsson. Kaupmáttur verkamannakaups lækkar: Er tveimur stigum lægri en hann var í marz 1978 I nóvember verður hann 5,9 stigum lægri KAUPMÁTTUR verka- I niður í 108,9 stig og er nú mannakaups var nú í tveimur stigum lægri, en ágústmánuði kominn | hann var í marz 1978, er Vladimir Bukovsky kemur til íslands VLADIMIR Bukovsky, hinn hcimskunni sovézki andófsmað- ur, kemur til Reykjavíkur 6. október næstkomandi. Hann dvelst hér á landi í nokkra daga, en hingað kemur hann i boði Samtaka um vestræna sam- vinnu. Bukovsky talar á almennum fundi, sem samtökin efna til ásamt Varðbergi að Hótel Sögu sunnudaginn 7. október. Mál Bukovsky vakti heimsat- hygli er Sovétstjórnin féllst á að láta hann lausan úr fangelsi og sleppa honum úr landi gegn því að stjórnin í Chile sleppti kommún- istaleiðtoganum Luis Corvalan og leyfði honum að fara til Sovétríkj- anna. Áttu þessi einstæðu fanga- skipti sér stað í Sviss, en auk Vlaidmir Bukovskys sjálfs fengu móðir hans, systir og systursonur að fyigja honum úr landi. Móðir Bukovskys og systir hafa setzt að í Vladimir Bukovsky Sviss, en Vladimir Bukovsky hefur lengst af dvalist í Cambridge þar sem hann stundar nám í líffræði. Bukovsky var fyrst handtekinn er hann var 18 ára að aldri, en þá hafði hann staðið fyrir ljóðalestri á Majakovskí-torgi í Moskvu. Hann var rekinn úr skóla, var misþyrmt af KGB-mönnum og tveimur árum síðar var hann dæmdur án réttarhalda til vistar í fangelsissjúkrahúsi í Leningrad, en þar voru fjölmargir pólitískir fangar. Upp frá því. var líf hans samfelld barátta við sovézk yfir- völd og árum saman sat hann í Ljúbjanka-fangelsinu illræmda í Moskvu. Stopulum stundum utan fangelsismúranna varði hann að mestu til andófsaðgerða, vitandi að slíkt leiddi óhjákvæmilega til nýrrar fangelsunar. Áður en sovézk yfirvöld féllust á fangaskiptin hafði heilsu Bu- kovskys hrakað mjög og var jafn- vel óttazt um líf hans, en linnu- lausar tilraunir til að fá hann látinn lausan á þeirri forsendu urðu árangurslausar. Nýlega kom út bók, sem Vladi- mir Bukovsky hefur skrifað um lífsreynslu sína, en titill bókarinn- ar er „To Build a Castle". svokölluð febrúarlög höfðu tekið gildi. Þá var kaupmáttur verkamanna 110,9 stig. Fyrirsjáanlegt er nú að þessi sami kaup- máttur verðu í nóvember kominn niður í 105 stig. Kaupmátturinn er miðaður við 100 árið 1971. í febrúar 1978 var hann 109,4 stig og í marz eins og áður sagði, er febrúarlögin höfðu tekið gildi var hann kominn í 110,9 stig. Þegar komið var fram í júní 1978 var kaupmáttur verka: mannakaups kominn í 118,8 stig. í júnímánuði þessa árs var kaup- máttur þessi 114,4 stig og nú í ágúst var hann eins og áður sagði 108,9 stig. Við vísitöluhækkun launa nú 1. september mun kaupmátturinn hafa hækkað eitthvað í bili, en ef tekið er tillit til allra þeirra verðlagshækkana, sem dunið hafa yfir að undanförnu, svo sem hækkun söluskatts, hækkun vöru- gjalds og nú síðast hækkun bú- vara, mun sú hækkun hafa horfið með öllu. Það er mat kunnugra, að kaupmáttur verkamannakaups verði í nóvembermánuði kominn í 105 stig. Benzínið hækkar í 353 krónur í dag RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest samþykkt verð- lagsnefndar um hækkun á benzíni og svartolíu og taka nýju verðin gildi frá og með deginum í dag. Benzínlítrinn hækkar úr 312 í 353 krónur en tonnið af svartolíu hækkar úr 67.200 í 89.300 krónur. örn Guðmundsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Olíuverzlunar íslands hf. sagði í samtali við Mbl. í gær að verðlagsnefndin hefði við verðákvörðunina ekki reiknað með jafn miklu gengissigi og olíufélögin og einnig hefði ekki verið tekin til greina ósk olíufélaganna um hækk- un magnálagningar en hún hefur ekki breytzt í tæpt ár. Benzínið hækkar því minna en olíufélögin vildu, en þau töldu nauðsynlegt að hækka benzínlítrann í 379 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.