Morgunblaðið - 20.11.1979, Side 5

Morgunblaðið - 20.11.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Kaupfélag Rang- æinga sextugt KAUPFÉLAG Rangæinga á Hvolsvelli með útibúi á Rauðalæk er 60 ára í dag. Fyrrum daga voru verzlanir á öðrum stöðum í héraðinu. Núverandi kaupfélagsstjóri er Ólafur ólafsson og hefur hann gegnt því starfi síðan 1965. Hinn 1. október 1930 var opnað útibú í Hvolsvelli. ísleifur Ein- arsson var útibússtjóri og fór hann niður að Vestri-Garðsauka til að gista því ekkert hús var þá í Hvolsvelli annað en búðin. Vorið 1933 voru svo aðalstöðv- arnar fluttar frá Hallgeirsey í Hvolsvöll og nú starfa hjá Kaup- félagi Rangæinga 160—170 manns. Arið 1930 var stofnað Kaupfélag Rangæinga að Rauða- læk fyrir útsýsluna, kaupfélags- stjóri var Helgi Hannesson. Kaupfélag Rangæinga og Kaup- félag Hallgeirseyjar voru samein- uð 1. júlí 1948, síðan ber félagið nafnið: Kaupfélag Rangæinga með útibúi að Rauðalæk, þar sem byggt hefur verið myndarlega yfir starfsemina. Á vordögum árið 1957 var opnuð stórglæsileg verzl- un og skrifstofur í Hvolsvelli. Var það með fyrstu kjörbúðum á Islandi, síðan hefur þetta hús verið stækkað og breytt eftir kröfum tímans, og er nú verið að ljúka við stækkun á því, sem er 255 fermetra bygging á tveimur hæðum eða alls 510 fermetrar. Á Hvolsvelli rekur félagið um- fangsmikla verzlun, sem skiptist í nokkrar deildir. Hinar helstu eru: matvörudeild, vefnaðarvörudeild, byggingarvörudeild, pakkhús, bú- vélasala, varahlutaverzlun og söluskáli, þar sem seldar eru ferðamannavörur, bensín og olíur. Á Hvolsvelli rekur félagið um- fangsmikinn þjónustuiðnað, svo Víetnamarnir; Umhleyp- ingar og kvef hrjá mann- skapinn „ÞAÐ ER einvörðungu hin umhleypingasama veðrátta og kvef sem raskar ró Víetnam- anna síðan þeir flutt- ust til landsins,“ sagði Björn Þórleifsson hjá Rauða krossi íslands í samtali við Mbl. þegar hann var spurður að því hvernig Víetnöm- unum reiddi af. „Krakkarnir hafa verið með kvef og nokkur veik- indi hafa fylgt því, en þeir sem vinna gengur vel og það er látið vel af þeim. Þá gengur fólkinu vel að læra íslenzku," "agði Björn og nefndi sem dæmi að þegar hann spurði með aðstoð kínverskumælandi túlks hvar einn Víetnam- inn hefði fengið hlut sem hann var með þá hafði sá sami snúið sér beint að honum og sagt á íslenzku: Ég fór út að dansa og íslendingur gaf mér þetta. „Vinna fólksins og nám gengur vel,“ sagði Björn, „en fólkið býr þröngt og á erfitt um vik á margan hátt. Það vantar því leiguíbúðir fyrir fólkið og við erum að leita að þeim. En það er greinileg harka í þessu fólki að koma sér áfram í námi og vinnu." sem bifreiðaverkstæði, vélsmiðju, trésmiðju, rafvélaverkstæði og raflagnir. Kaupfélagið annast mikla vöruflutninga og á myndar- legan vörubílakost, sem flytur vörur og olíur til félagsins og dreifir þeim um verslunarsvæði þess. Á síðustu árum hefur félagið byggt upp framleiðsluiðnað á Hvolsvelli, þar á meðal húsgagna- verksmiðju, sem framleiðir fjöl- breytt húsgögn, aðallega til heim- ilisnota, prjónastofu sem fram- leiðir ullarvoðir, saumastofu sem framleiðir aðallega fatnað úr ull- arvoðum til útflutnings og sauma- stofu, sem framleiðir fatnað úr mokkaskinnum. Jónas Ingimundarson á hádegistónleikum SJÖUNDU hádegistónleikar Söngskólans á þessum vetri verða á morgun. miðvikudag, í Tónleikasal skólans og hef jast kl. 12:10. Jónas Ingimundarson pianóleikari flytur þá tvær pól- Jónas Ingimundarson píanóleikari ynesur op. 40 eftir Chopin, ung- verska rapsódíu nr. 11 eftir Liszt og sónötu eftir Ginastera. Jónas Ingimundarson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Eftir að heim kom kenndi hann við Tónlistarskólann á Selfossi og var þar skólastjóri, en kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónmenntaskólann. Jólafundur Samtaka sykursjúkra í kvöld SAMTÖK sykursjúkra efna til jólafundar síns í Domus Medica í dag, þriðjudag, og hefst hann kl. 20:30. Meðal efnis er erindi dr. Jóns Óttars Ragnarssonar, Kristinn Hallsson syngur og Svavar Gestsson stjórnar jóla- happdrætti. Á fundinum verður afhentur jólapappír, kort og merkimiðar til sölu, en það er liður í fjáröflun samtakanna. Hefur þegar verið ákveðið að verja tekjum af sölunni til tækjakaupa fyrir göngudeild og stefnt er að stofnun styrktar— og vísinda- sjóðs innan samtakanna. Þeir félagar, sem ekki komast á fundinn, geta snúið sér til gjald- kera félagsins vilji þeir aðstoða við söluna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.