Morgunblaðið - 20.11.1979, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
Ágúst Þorsteinsson:
Sala ríkisfyrirtækjanna
Ábending til Friðriks Sophussonar
Ungir sjálfstaeðismenn með
Friðrik Sophusson í broddi fylk-
ingar eru duglegir við að selja
hugmyndina Báknið burt, og þá
sérstaklega fyrirtæki sem bera sig
og hafa skilað arði til ríkisins. Það
sem hefur stungið okkur aðallega í
skrifum viðkomandi, er að þegar
stefnan um Báknið burt er lögð á
borð hjá almenningi er ósannsögli
eða leti til að fá réttar upplýs-
ingar aðalsmerki í skrifum þeirra,
eða hræðsla við að leggja sann-
leikann á borðið.
í grein Friðriks kemur fram
sama ósannsöglin. Þar segir hann
„og starfi á venjulegum viðskipta-
grundvelli, án skattfríðinda og
annara íhlutana". Fyrst er gefið í
skyn að fyrirtækin vinni á ein-
hverjum óvenjulegum viðskipta-
grundvelli, og væri rétt að fá
nánari skýringu á þessu orðalagi.
BJÖRN Haraldsson hefur skrifað
ævisögu Arna Björnssonar tón-
skálds. Bókaforlag Odds Björns-
sonar gefur bókina út. Hún ber
nafnið LÍFSFLETIR.
Árni Björnsson tónskáld er
fæddur í Lóni í Kelduhverfi 23.
desember 1905. Strax í æsku kom í
ljós, að Árni var gæddur óvenju-
legum tónlistarhæfileikum, og frá
því hann man fyrst eftir sér hefur
tónlistin átt hug hans allan. Hann
hefur samið mikinn fjölda tón-
Eru stundaðar mútur, er einokun,
eða hvað á hann við?
Ljóst er að Landssmiðjan,
„óskabarn ungra sjálfstæð-
ismanna," er algjörlega rekið eins
og önnur járniðnaðarfyrirtæki.
Stærsti hluti framleiðslunnar eru
vélar og tæki í samkeppni við bæði
erlenda og innlenda aðila og svo
þátttaka í útboðum á almennum
markaði. Svo kemur þetta síðasta,
skattfríðindin. Ég er hræddur um
að stjórnendur einkafyrirtækja
yrðu hissa ef hluthafar mjólkuðu
fyrirtæki sitt eins og ríkið gerir,
sem eigandi Landssmiðjunnar. Á
þessu ári er okkur gert að greiða í
gjöld kr. 28.175.781.-, slysatrygg-
ingagjald 194.432.-, kirkjugarðs-
gjald 254.897.-, aðstöðugjald
11.081.000.-, atvinnuleysistrygg-
ingargjald 93.436.-, iðnlánasjóðs-
verka, allt frá dægurlögum til
klassískra verka.
Árið 1952 varð Árni fyrir
líkamsáras, sem olli því að hann
gat ekki helgað sig tónlistarstarf-
inu eins og hann hafði ætlað sér.
En þrátt fyrir mikla sjúkdómserf-
iðleika semur hann ennþá tónverk.
Bókin er 160 blaðsíður, auk 32
myndasíðna, prentuð og bundin í
Prentverki Ódds Björnssonar hf. á
Akureyri. Káputeikningu gerði
Guðbrandur Magnússon.
og iðnaðarmálagjald 3.314.500.-,
launaskattur 30.104.-, skyldu-
sparnaður 1.641.000.- svo og lands-
útsvar 1.620.128.-.
Ég skora á ykkur ungu menn,
fyrst þið viljið breytingar og
leggið ykkur fram við að ná tiltrú
kjósenda, hættið með yfirborðs-
legt skrum. Kynnið ykkur stað-
reyndir og leggið sannleikann á
borðið, og er ég þá viss um að
kjósendur muni leggja við eyru og
skoðanir ykkar breytast. Én því
miður eru skrumararnir vinsælir í
fjölmiðlum landsins og sérstak-
lega þeir sem kveða hálfkveðnar
vísur. Eitt er mjög áberandi
smekklaust í kosningaáróðrinum
Báknið burt, það er árás á þá
kjósendur sem starfa hjá ríkinu.
Það er gefið í skyn að þetta séu
einhverjir annarsflokks starfs-
menn. Ég sé engan mun á að
starfa sem starfsmaður Stjórnun-
arfélagsins, hjá ísal eða hjá
ríkinu, nema þegar unnið er hjá
ríkinu erum við að vinna fyrir
okkur sjálf. Ef horft er raunsætt á
hlutina, þá eru ekki svo margir
eignamenn í landinu. Flestir vinna
hjá þessum svonefndu fáu eigna-
mönnum. Nú er Sjálfstæðisflokkn-
um tækist að gera stærsta hluta
þjóðarinnar að eignamönnum, þá
ættu Framsóknarmenn og Ál-
þýðubandalagsmenn að vera kátir,
því um leið yrði landið orðið eitt
allsherjar SÍS eða samyrkjubú.
Eitt sem fram kemur er að selja
núverandi ríkisfyrirtæki til að
stofna önnur og þá til að skapa
fjölbreyttari iðnað, eða Báknið
burt — Báknið upp. Undanfarin
ár hafa stjórnmálamenn lýst yfir
að nauðsynlegt sé að byggja upp
Lífsfletir —
ævisaga Árna Björnssonar
Fæst í
Valhöll
v/Háaleitisbraut
og á kosninga
skrifstofum
Sjálfstæðisflokksins
um land allt,
einnig í
flestum söluturnum.
og styðja við skipaiðnaðinn í
landinu. Þá undrar okkur, í þessu
sambandi, á að ríkið, sem á eitt af
stærstu skipaþjónustufyrirtækj-
um landsins, skuli ekki sýna í
verki áhuga sinn og útvega fjár-
magn í sitt eigið fyrirtæki til að
koma sinni stefnu í framkvæmd.
Við skiljum ekki þá formúlu að
seija skipaþjónustustöð til að
stofnsetja aðra. Er ekki réttara að
nota eignir, mannafla og þekkingu
sem fyrir er, til eflingar Lands-
smiðjunnar og gera henni kleift að
geta sinnt þessu verkefni betur,
eins og stjórnendur hafa bent á,
og lagt tillögur fram þar um.
Ríkið á fyrirtæki sem á skömmum
tíma gæti hrundið í framkvæmd
stefnu ykkar stjórnmálamanna til
að skapa fjölbreyttari iðnað, þið
eigið sjálfir, stjórnmálamenn,
þetta fyrirtæki. Eigum við ekki að
segja um sjóhrakta þjóðarskútu:
Báknið á þurrt.
Ágúst Þorsteinsson
26 listamenn
sýna á Akureyri
Akureyri.
MYNDLISTARHÓPURINN á
Akureyri gegst fyrir mikilli mál-
verkasýningu í félagsheimilinu
Hlíðarbæ og var sýningin opnuð
á laugardag klukkan 15. Henni
lýkur sunnudaginn 25. nóvember
og verður opin um helgar frá
klukkan 15—22, en virka daga
frá 18-22.
Á sýningunni eru 96 verk eftir
26 myndlistarmenn, sem eiga
heima á Akureyri og í nágrenni.
Sumir þeirra hafa aldrei sýnt
áður, þó að þeir hafi starfað að
myndlist árum saman. Þar af eru
10 félagsmenn í myndhópnum, en
þar að auki 16 utanfélagsmenn,
sem myndhópurinn bauð þátttöku.
Á sýningunni kennir margra
grasa. Þar eru olíumálverk,
vatnslitamyndir, pastelmyndir,
grafík, lágmyndir, handmálað
postulín, keramik og ljósmyndir.
Flest verkanna eru til sölu.
Listamennirnir, sem sýna, eru
þessir: Kristján Vigfússon, Ulfur
Ragnarsson, Hörður Jörundsson,
Þóra Sigurðardóttir, Rut Hansen,
Lóa G. Leonardsdóttir, Soffía Sig-
urðardóttir, Gunnar Sigurjónsson,
Hörður Gígja, Húnn Snædal,
Hallmundur Kristinsson, Sigurð-
ur Randversson, Pálmi Guð-
mundsson, Ulla Árdal, Iðunn
Ágústsdóttir, Aðalsteinn Vest-
mann, Alice Sigurðsson, Sigurður
Aðalsteinsson, Guðmundur Á.
Sigurjónsson, Gréta Berg, Bern-
harð Steingrímsson, Lýður Sig-
urðsson, Valgarður Stefánsson,
Gísli Guðmann og Sigurgeir Þórð-
arson.
—Sv.P.
Mótun hf. afhend-
ir 100. bát sinn
MÓTUN HF. í Hafnarfirði Færeyinga.
afhenti í gær eitt hundrað- Gerðar hafa verið nokkr-
asta bátinn sem fyrirtækið ar endurbætur á innrétt-
hefur smíðað og er af ingum og fyrirkomulagi,
gerðinni Mótun 24. Eru m.a. verið hækkaður
bátar af þessari gerð borðstokkur. Hjá fyrirtæk-
byggðir á gamalli reynslu inu starfa nú 15 manns.
Ásgeir Þórðarson og Björg Óskarsdóttir tóku við eitt hundraðasta
bátnum frá Mótun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Reginn
Grimsson.
Ljósm. Kristján