Morgunblaðið - 20.11.1979, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
UlfCDMIf*
nvfcnNlu
BLUNT
VAR
AFHJÚPAÐUR
Greinarhöfundur Andrew Boyle er fyrrverandi frétta-
stjóri hjá BBC og er höfundur nýútkominnar bókar,
THE CLIMATE OF TREASON, þar sem Anthony Blunt
var raunverulega afhjúpaður.
Observer er hefur fengið
einkaleyfi á birtingu þessar-
ar greinar, en Morgunblaðið
hefur eitt blaða hér á landi
rétt til birtingar á greinum
þessarar merku fréttaþjón-
ustu, sem gefur út sunnu-
dagsblaðið OBSERVER. Mál
þetta og grein Boyles hafa
vakið gífurlega athygli víða
um heim.
eftir ANDREW BOYLE
Ég hafði skoðað mig talsvert um í
Cambridge fyrst eftir að ég hóf
gagnasöfnun fyrir bók mína The
Climate of Treason. Bókin var
ómótuð og hafði ekki fengið nafn;
ég efaðist um að hún gæti heppnazt.
Sir Herbert Butterfield heitinn,
yfirkennari í Peterhouse, vinur
minn og frábær leiðsögumaður frá
byrjun næstum því til loka, brýndi
fyrir mér, að ég ætti ekki að reyna
þetta, „nema þú getir lagt fram
virkilega sannfærandi sannanir,
sem fá staðizt." Hann skildi mæta
vel, að það sem ég vildi skilgreina
var sú einkennilega ólga, sem ríkti í
háskólanum á fyrstu árunum eftir
1930, og gáfur hans og fræðimanns-
áhugi ollu því, að hann heillaðist af
því stóra verkefni, sem ég var að
íhuga, en um leið dró hann í efa
hvort það væri raunhæft.
„Þú lendir á mörgum blindgöt-
um,“ sagði hann í viðvörunartón.
„Sumir munu hjálpa þér, margir
ekki. Það borgar sig að reyna."
Butterfield hafði aðeins þekkt
Blunt lauslega. Hann vísaði mér
hins vegar á aðra og yngri háskóla-
kennara, sem höfðu þekkt hann
betur eða þekktu hann enn. Vorið
1977 hafði ég þá óþægilegu tilfinn-
ingu eftir samræður og viðtöl við
ýmsa jafnaldra að lævísleg áhrif
Blunts hefðu orkað miklu sterkar á
hugi valinna háskólastúdenta en
eldri og opnari marxista, sem
stunduðu kennslu, eins og Maurice
Dobbs. Ég frestaði fundi mínum
með honum af þessari einu ástæðu.
Vísbending
Ég uppgötvaði mikilvæga
vísbendingu, sem þó var ekki algild
sönnun. Hún kom frá Goronwy
Rees, sem af gildum lagalegum
ástæðum hefur neyðzt til að fella
niður viss nöfn í æviminningum
sínum. Ég man vel hvað ég var
uppburðarlítill, þegar ég spurði
hann er við fórum frá krá ekki
langt frá heimili hans á laugar-
dagseftirmiðdegi, hvaða maður það
hefði verið, sem Burgess nefndi
1936 (ekki, að því er ég tel, 1937,
árið sem minnzt var á í skrifaðri
yfirlýsingu frú Thatcher í Neðri
málstofunni á fimmtudaginn) þeg-
ar Burgess játaði fyrir Rees, að
hann hefði verið útsendari Komin-
tern síðan á Cambridge-dögum
sínum og að aðrir „vinir“ hjálpuðu
honum. Það kom mér ekki algerlega
á óvart að Goronwy hvíslaði í eyra
mér tveimur orðum: „Anthony
Blunt". Mér var ekki með öllu
ókunnugt um það þegar hér var
komið, að fyrir áhrif Burgess hafði
maðurinn, sem ég grunaði fyrst og
fremst, breytt félaginu, sem menn-
ingarvitar stofnuðu í tíð Hallams
og yfirleitt var kallað Postularnir, í
framfarasinnaða marxista sellu.
Hér var auðvitað um það að ræða
að finna hæfileikamenn, ekki að
ráða þá til njósnastarfa í ströngum
skilningi, og þetta varð sérsvið
Blunts. Hann hefur vafalaust geng-
ið í kommúnistaflokkinn og síðan í
Komintern á undan virktavini
sínum Guy Burgess, þótt í þessu
tilfelli skaraði nemandinn fljótt
langt fram úr kennara sínum, um
Ieið og hinn fjörugi og andstyggi-
legi Burgess hafði verið veiddur í
netið. Það gerðist, að ég held, á
árinu 1933, áður en Burgess fór
aftur til Trinity, þar sem hann var
kandidat í eitt órólegt ár. Charles
Madge var einn af nokkrum vitnum
sem hjálpuðu mér að komast að
niðurstöðu í þessu atriði. Því að
Madge, sem var áberandi í „fyrstu
bylgju" marxista stúdenta, mundi
greinilega eftir því, að Burgess
hefði tekið hann til bæna, ekki fyrir
þjóðfélagsleg brot heldur einfald-
lega fyrir að vera auðþekkjanlegur
áróðursmaður kommúnista sem
hvaða spjátrungur sem væri gæti
móðgað.
Hví Cambridge?
Engum einasta marxista kennara
í Cambridge, þar sem hin vaxandi
pólitíska ólga var fljót að magnast,
var hægt að treysta til þess í
Moskvu að starfa beinlínis sem
nokkurs konar ráðningarstjóri. Þeir
komu að góðum notum þar við að
finna hæfileikamenn og síðar í
Oxford, London og öðrum en ekki
eins fornum fræðasetrum. Ég sann-
færðist um, að þannig hefði þetta
verið eftir því sem lengur leið á
rannsóknir mínar, enda þótt ég
væri reiðubúinn að endurskoða
hugmyndir mínar í ljósi nýrra
sannana um hið gagnstæða. Hvers
vegna Cambridge fyrst? Því að í
valdakerfi vísindamanna á staðn-
um, þar sem Oliver Cromwell lærði
fyrrum, var snemma álitlegur kvóti
af marxistum, þar á meðal J.D.
Bernal, og pólitískur ákafi þeirra
gerði þeim kleift að brúa bilið, sem
stundum aðskildi vísindamenn frá
þeim sem eru ekki vísindamenn í
öðrum og ekki eins vel stöddum
fræðamiðstöðvum. Hvorki Blunt né
Dobb né nokkur annar háskóla-
kennari réð nokkru sinni njósnara
til starfa og á þetta legg ég aftur
áherzlu; þeir völdu einungis menn,
sem líklegt var að mætti „veiða“
handa Samuel Cahan og aðstoðar-
mönnum hans, svo að þeir gætu virt
þá fyrir sér og tekið þá til reynslu
með skilyrðum. Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvenær eða í hvaða röð
Philby, Burgess og MacLean dróg-
ust inn í níðingslegt neðanjarðar-
starf sitt. Ég fékk óbeinlínis þær
upplýsingar frá starfsmanni brezku
leyniþjónustunnar fyi ir stríð, nógu
gömlum til þess að hafa verið
viðriðinn árásina 1927 á sovézku
Arcos-bygginguna, að Cahan hefði
áreiðanlega verið ráðningarmaður
þrímenninganna og sennilega ráðið
Anthony Blunt líka, á dögum þeirra
í Cambridge.
Stríðið
Blunt starfaði miklu fremur sem
fróður áróðursmaður á eigin sér-
sviði sem listfræðingur á fjórða
áratugnum. Hann hafði mjög náið
samstarf við Burgess, sem varð
stöðugt ráðríkari, skrifaði fasta
dálka í Spectator og samdi ritgerð,
sem sagði sína sögu, um sovézkan
realisma í málaralist í bók, sem
skáldið C. Day Lewis ritstýrði og
kallaðist Mind in Chains. Þegar
stríðið brauzt út 1939 lét hann ekki
aftra sér frá því að gera það sem á
ytra borðinu lýsti mestri ábyrgð-
artilfinningu og samræmdist ætt-
jarðarást bezt: hann gekk í brezka
herinn, fékk liðsforingjatign, fór til
Frakklands, var fluttur frá Dun-
kirk (eins og Philby, einn af frétta-
riturum The Times) og var ráðinn
til starfa í MI5 þegar Ieyniþjónust-
an þandist út á mjög skömmum
tíma. Ég veit ekki hver, ef það var
þá nokkur sérstakur, sem bar
ábyrgðina á ráðningu hans. Nafn
Guy Liddels hefur oft verið nefnt,
en Liddel var þá einn þeirra
liðsforingja, sem höfðu lengstan
feril að baki.
Malcolm Muggeridge, sem var
ekki ennþá orðinn meðlimur MI6,
hitti hann þegar þeir unnu að sama
öryggismáli, hvor á sínu sviði, en
þau voru mjög ólík. Muggeridge
fylgdi Blunt dag nokkurn til
Wormwood Scrubs, fangelsisins þar
sem upplýsingar um öryggismál
voru þá geymdar — „mjög viðeig-
andi sambýli" var sérvizkuleg skoð-
un Malcolms. Af einhverri óskýran-
legri ástæðu fékk hann strax óbeit
á listfræðingnum, óbeit sem minnk-
aði ekki þegar þeir hittust aftur
snöggvast nokkrum vikum síðar í
hinni alræmdu íbúð í Bentinck-
stræti sem Burgess bjó í. Úti stóðu
yfir loftárásir. Muggeridge dvaldi
ekki lengi yfir glösunum og kaus
heldur hávaðann og hættuna á
götunum en þann óskemmtilega og
ónáttúrlega félagsskap sem Blunt
virtist hafa.
Kannski olli Blunt mestum skaða
eftir árás Þjóðverja á Sovétríkin í
júní 1941, tímamótaatburð, sem
gerði honum kleift að þjóna Rúss-
um fyrst og síðast Bretum, sem
voru yfirmenn hans að nafninu til,
og hann kom fram í hlutverki, sem
ég kýs að kalla tvöfaldan ættjarð-
arvin. Enginn grunaði hann. Raun-
ar báru starfsmenn hans yfirleitt
virðingu fyrir honum og virtu
hægláta hæfni hans og kostgæfni.
Þegar hann var fluttur í fram-
kvæmdastjórn MI5, þar sem öll
viðkvæm skjöl fóru um hendur
hans, hlýtur hann að hafa útvegað
raunverulegum húsbændum sínum
mikið upplýsinga magn. Auk þess
hafði hann nána þekkingu á því
„hver var maðurinn" í leyniþjónust-
unni, hverjir það voru sem þeir
voru að leita að og hvaða veikleika
og áhugamál þeir höfðu á hverjum
tíma.
Tvær moldvörpur
Ef haft er í huga, að á sama tíma
var Philby að klífa metorðastigann
í MI6, getum við verið sammála um,
að moldvörpurnar tvær í tvíbura-
deildum leyniþjónustunnar útveg-
uðu upplýsingar, sem bættu hverjar
aðrar upp og höfðu mikið gildi fyrir
Moskvu og þetta hélt áfram þangað
til stríðinu lauk.
Philby lét minna fara fyrir sér en
njósna-félagi hans Blunt, sem var
svo háður Burgess sem kynvillingur
að hann hefði hæglega getað stofn-
að njósnahringnum í hættu ef
öryggisyfirvöld hefðu sýnt meiri
árvekni.
Það var nánast óskiljanlegt
hvernig Guy Liddell, háttsettur
yfirmaður í MI5, átti lengi mjög
vinsamlegt samband við Guy Bur-
gess, sem framleiddi þætti fyrir
BBC þar til hann var fluttur í
utanríkisráðuneytið 1944 og kom
fram við Anthony Blunt með þeirri
virðingu, sem þessi hægláti en
frábæri menntamaður úr hópi ný-
liða stríðsáranna í leyniþjónust-
unni var talinn verðskulda. Þar sem
Sovét-Rússland var bandamaður
okkar og Þýzkaland Hitlers aðal-
óvinurinn taldi etiginn vaidamaöur
hugsanlegt að faldir kommúnistar,
sem væru einnig njósnarar Rússa,
gætu verið í leyniþjónustunni. Auk
þess voru allir starfsmenn allra
deilda MI5 og MI6 önnum kafnir:
Það voru varla til nógu margir
liðsforingjar til þess að vinna þau
mörgu verk, sem þurfti að vinna.
Blunt virðist hafa „sofnað" eftir
stríðið, þegar hann tók aftur upp
borgaralegt líferni. Hann var
skipaður eftirlitsmaður málverka
konungs með hliðsjón af þekkingu
hans á listum, þar sem nánast
enginn stóð honum á sporði, og
þetta var öruggari bending um, að
hann var í náðinni hjá valdakerf-
inu, en þegar hann var skipaður
prófessor í listasögu við Lundúna-
háskóla og forstöðumaður Court-
auld-stofnunarinnar 1947.
Þangað til 1951 þóttist hann vera
„sofandi" og hafði litlar fréttir að
færa sovézkum yfirboðurum sínum
annað en áhugavert pólitískt og
annað slúður. Hins vegar var Blunt
GUY
BURGESS
Varö kommúnisti og útsendari
Rússa í Cambridge fyrir stríð og
síöan njósnari í Washington
ásamt Kim Philby en flúöi ásamt
Donald MacLean 1951.
DONALD
MACLEAN
Varö kommúnisti og útsendari
Rússa í Cambridge fyrir stríö
eins og Burgess, var meö Philby í
Washington þegar Kóreustríðiö
stóö sem hæst, var um tíma í
Kaíró en haföi verið kvaddur
heim til London þegar hann flúöi
ásamt Burgess 1951.
KIM
PHILBY
Varð kommúnisti og útsendari
Rússa í Cambridge fyrir stríö,
varö háttsettur MI6 í stríöinu, var
í Washington þegar Burgess og
MacLean flúöu en slapp viö
handtöku, hélt áfram njósna-
störfum og var ekki afhjúpaöur
fyrr en löngu seinna.