Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 25

Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 25 Fyrirliði HK Hilmar Sigurgisla son reynir gegnumbrot i leik FH og HK. Hilmari var vikið af leikvelli og á yfir höfði sér leikbann. Ljósm. Rax. HK varð FH hindrun Lið HK sótti ekki gull í greipar FH í Hafnarfirði á laugardag er liðin mættust í 1. deildinni i handknattleik. FH sigraði örugg- lega i leiknum sem var langt frá því að vera vel leikinn. Lið HK lék nú mun verr en það gerði á móti ÍR i fyrsta leik sínum i mótinu. Og ekki var leikur FH neitt til að hrópa húrra fyrir. Bæði liðin gerðu sig sek um mörg mistök þó sérstaklega leikmenn HK sem léku oft á tiðum eins og hreinir byrjendur. Má liðið taka sig mikið á ef það ætlar sér að halda sér i 1. deildinni. Gangur leiksins: HK náði forystunni í leiknum, enda var ekki vandasamt að koma boltanum fram hjá vörn og mark- verði FH, Sverri Kristinssyni, í byrjun leiksins. Eftir 8. mínútna leik var staðan 4—2 fyrir HK! Leikur FH-inga varð smátt og smátt beittari og á 15. mínútu fyrri hálfleiksins höfðu þeir náð eins marks forystu, 6—5. Juku þeir síðan forskot sitt í 10—6, en á þeim tíma átti HK fjölda misheppnaðra sendinga og mörg færi þeirra fóru forgörðum á hinn klaufalegasta hátt. Staðan í S" 23=17 hálfleik var 11—9 FH-ingum í hag. FH byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og náði fjögurra marka forskoti og úr því var sigur þeirra aldrei í hættu. Síðari hálfleikur fór mikið í alls kyns óþarfa brot og pústra milli leikmanna og bauð leikurinn ekki upp á mikla skemmtun fyrir þá rúmlega 200 áhorfendur sem leikinn sóttu. Þó lifnaði aðeins í kolunum í lokin þegar dómararnir gerðu þau leiðu mistök að hefja leikinn, þegar Kristján Þór Gunnarsson einn skásti leikmaður HK var borinn af velli eftir meiðsli er hann hlaut, eftir að hafa lent saman við einn meðspilara sinn. Tveir leikmenn HK hjálpuðu við að bera hann af vellinum og fyrir vikið voru HK menn tveimur færri er FH skoraði mark. Hilmar Sigurgíslason mót- mælti þessu harðlega en var vikið af velli fyrir bragðið. Strangur dómur. engin Liðin: Lið FH lék nú mun verr en á móti Val á dögunum. Allan hraða og léttleika vantaði í leikinn og varnarleikurinn var ekki sterkur þó svo að það hefði ekki komið að sök að þessu sinni. Pétur Ingólfs- son var besti maður liðsins að þessu sinni. Hjá HK var Ragnar i Ólafsson skástur og var mjög öruggur í vítaköstum. Mikið mun- aði um, að Einar Þorvarðarson markvörður liðsins virtist ekki finna sig og lék langt undir getu. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild íþróttahúsið Hafnarfirði. FH-HK: 23-17 (11-9) Mörk FH: Pétur Ingólfsson 5, Kristján Arason 5(4v), Valgarð Valgarðsson 3, Guðmundur Magn- ússon 3, Sæmundur Stefánsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Eyjólfur Bragason, Hafsteinn og Magnús allir 1 mark hver. Mörk HK: Ragnar Ólafsson 8 (6v), Hilmar Sigurgíslason 3, Kristján Gunnarsson 3 (1 v), Bergsveinn Þórarinsson 1, Krist- inn Ólafsson 2. Brottvísun af leikvelli: Pétur Ingólfsson í 4 mín. og Guðmundur Magnússon FH í 2 mín. Hilmari Sigurgíslasyni vikið af leikvelli fyrir fullt og allt og á yfir höfði sér leikbann. Dómarar: Óli Olsen og Björn Kristjánsson og dæmdu þeir leik- inn sæmilega. — Þr. EYja-Þór í kennslustund Það er ótrúlegt að Þór frá Vestmannaeyjum hafi verið feti frá þvi að komast i 1. deild á siðasta keppnistímabiii. Ótrúlegt ef horft er á leiki liðsins nú. Auðvitað hefur margt gerst siðan i fyrra, félagið hefur misst lyk- ilmenn og svo er að sjá sem enginn sé fær um að fylla þau skörð sem Hannes Leifsson og Andrés Bridde skildu cftir sig. Ekki enn a.m.k. Þór hrá sér upp á fastalandið um helgina og var þar tekinn í kennsjustund i handknattleik af liði Ármanns i 2. deild íslandsmótsins i hand- bolta, lokatölur urðu 30—15 Ármanni i hag, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 16 — 4. Svo sem sjá má af framansögðu, er ekki ástæða til að eyða plássi í gang leiksins, hann er ljós, en mestur varð munurinn 15 mörk þegar lokatölurnar blöstu við. tTT 30:15 Síðari hálfleikur hefur endað 14-11. Hjá Þór báru tveir leikmenn af, þeir Ásmundur Friðriksson og Ragnar Hilmarsson, en þetta ber ekki að skilja sem svo að þeir hafi átt flekklausan leik, það átti enginn í liði Þórs. Liðið virðist skorta flest þessa dagna, skipulag í vörninni, án þess mega mark- verðirnir sín lítils þó að góðir séu. Þá var sóknarleikur Þórs lengst af ein allsherjarleikleysa. Þáttur Sigmars í marki Þórs var ein- kennilegur. Hvað eftir annað átti hann ekkert svar er leikmenn Ármanns komu æðandi inn í vítateiginn, en þegar að vítaköst- unum kom, varði hann tvö afar auðveldlega og það þriðja fór í stöng. Ætti að nefna besta mann Ármanns, kemur nafn Þráins Ásmundssonar upp í hugann. Auk hans voru mjög góðir markverð- irnir Heimir og Einar. Flestir Ármenninga lögðu auk þess sitt af mörkunum, léku upp til hópa vel. Mörk Ármanns: Björn Jó- hannesson 7(3 víti) Þráinn Ámundsson 7, Friðrik Jóhannes- son 6, Jón Viðar 4, Smári Jósa- fatsson og Valur Valsson 2 hvor, Einar Þórhallsson, Bragi Sigurðs- son og Kristinn Ingólfsson eitt hver. Mörk Eyja-Þórs: Ásmundur Friðriksson 6(2 víti), Ragnar Hilmarsson 4, Herbert Þorleifsson 2, Haraldur Óskarsson, Guðmund- ur Jensson og Gestur Matthíasson eitt mark hver. — gg. Víkingarnir bitu í skjaldarrendurnar Víkingur: Haukar 25:17 VÍKINGUR var ekki í miklum vandræðum eð að sigra Hauka í íslandsmótinu i handknattleik, en liðin öttu kappi í Laugardals- höllinni á sunnudagskvöldið. Á sjöunda hundrað áhorfendur urðu vitni að snarpri viðureign, en engum gat dulist hvort liðið var betra og hvar sigurinn mundi hafna. Haukunum var af mörg- um spáð miklum frama í vetur, en svo er að sjá, að ekkert verði úr. Liðið hefur verið ósannfær- andi í tveimur fyrstu leikjum sínum i haust og átti varla nokkurn tíma möguleika gegn Víkingi. Lokatölur leiksins urðu 25—17 Víkingi í vil, átta marka sigur, en staðan i hálfleik var heldur jafnari, 11—9 fyrir Vik- ing. Það leit sannarlega ekki út fyrir spennandi leik í byrjun, Víkingar komust snarlega í 3—0 og síðan 4—1, burst í aðsigi. Haukarnir voru samkvæmt þessu seinir í gang, en þeir slepptu Víkingi a.m.k. ekki lengra frá sér strax. Söxuðu Haukarnir smám saman á forskot Víkings og tókst loks að jafna þegar staðan var 7—7. 7 mínútur voru til leikhlés og skömmu áður hafði Hörður Harð- arson látið verja hjá sér víti, en Haukar héldu boltanum og Þor- geir Haraldsson jafnaði. Ólafur Jónsson skoraði fyrir Víking, en Sigurgeiri Marteinsson jafnaði enn og voru nú stangarskot á báða bóga og mikið fjör í leiknum. Víkingar tóku á sig rögg, skoruðu tvö í röð, Haukar svöruðu, en VKingar áttu síðasta orðið, 11—9 í hálfleik. Víkingar virtust vera að stinga af snemma í síðari hálfleik, en þeir náðu þá fljótlega fjögurra marka forystu, 14—10. Haukarnir minnkuðu muninn með tveimur mörkum í röð, 14—12, en þá kom leikkafli hjá Víkingum sem gerði endanlega út Um leikinn. Á sex mínútum skoruðu Víkingarnir 7 mörk gegn einu og breyttu stöð- unni úr 14—12 í 21—13 og var þá ekkert gaman að þessu lengur. Það sem eftir var leiksins skiptust liðin á um að skora og lokatölur urðu eins og áður sagði 25—17. Víkingsliðið átti mjög góðan leik að þessu sinni, gerði ekki þau mistök að vanmeta Haukana, það hefði auðvitað verið út í hött. Leikmenn liðsins gengu ákveðnir til leiks og slökuðu ekki á í lokin þó að sigurinn væri í höfn. Vörnin var sterk, svo og markvarslan og í sókninni gengu kerfin upp, eða þá að leikmenn skoruðu upp á eigin • ólafur Jónsson æðir inn úr vinstra horninu, og skorar, Ljósm. RAX. Léttur sigur Fylkis FYLKIR var ekki í vandræðum með lið UMFA i leik liðanna i 2. deild að Varmá í Mosfellssveit á sunnudag. Leiknum lauk með sjö marka sigri Fylkis, 24—17, eftir að staðan hafði verið 10—6 í hálfleik. Þrátt fyrir að sigur Fylkis væri stór og sanngjarn sýndi Iið Aftureldingar ágæta leikkafla og er ekki nokkur vafi á að liðið á eftir að spjara sig vel í 2. deildinni i vetur. Lengi framan af leiknum gátu þeir haldið í við Fylki og veitt liðinu verðuga keppni. Fylkismenn höfðu samt yfirburði og aldrei var neinn vafi á hvorum megin sigurinn lenti. Það var sérstaklega í síðari hálfleiknum sem lið Fylkis fór að síga verulega fram úr og skoraði þá hvert markið af öðru án þess að UMFA fengi rönd við reist. Mesti munur á liðunum í síðari hálf- leiknum var 10 mörk. Bestu menn i annars frekar jöfnu Fylkisliði voru þeir Jón Gunnarsson markvörður og Gunn- ar Baldursson og Guðni Hauksson Fylkir: UMFA 24-17 sem var tekinn úr umferð um tíma í leiknum. Hjá UMFA var Gústaf bestur en margir sýndu góða takta. I liðinu leika Emil Karlsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður en hann er greinilega langt frá því að vera í góðri æfingu. Þá var Björn Bjarnason fyrrum leik- maður með Víkingi og bróðir Péturs þjálfara Fylkismanna drjúgur og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Mörk Fylkis: Guðni Hermanns- son 5, Gunnar Baldursson 5, Ás- mundur Kristinsson 3, Magnús Sigurðsson 3, Guðmundur Krist- insson 3, Ragnar Hermannsson 2, Óskar Ásgeirsson 2, Einar Ágústsson 1. Mörk UMFA: Gústaf 4, Björn 4, Lárus 4, Þórður 2, Ingvar, Sigur- jón og Steinar 1 mark hver. Og Þórður með 2. -þr spýtur, en liði Víkings tekst ágæt- lega að samræma kerfisbundinn handbolta og frjálsa aðferð. Þá skoraði liðið að venju mikið úr hraðaupphlaupum, ekki síst í hin- um umrædda leikkafla þegar Haukunum var endanlega sökkt. Varla er hægt að gera upp á milli manna í liði Víkings að þessu sinni, svo sterk var liðsheildin. Steinar var áberandi í leiknum, skoraði mikið af mörkum með þrumuskotum, þá voru Þorbergur og Árni Indriðason mjög góðir, en Erlendur er kannski sá sem leikur eitthvað undir getu þessa dagana. En ekki svo að liðið líði fyrir það. Kristján og Jens skiptust á í markinu og stóðu sig báðir vei. Haukarnir voru einkennilega taugaslappir framan af, mjög oft lauk sóknarlotum þeirra á þann hátt, að einhver greip ekki knött- inn sem fór þar af leiðandi rakleiðis út af vellinum eða í hendur Víkinga. Sóknarleikurinn var einhæfur og byggðist of mikið á að Andrés gerði einhverjar kúnstir. Andrés var besti maður Hauka ásamt Ólafi markverði, hann átti margar klókar send- ingar og skoraði með laglegum gegnumbrotum. En Víkingarnir gættu hans vel og klipptu þar með broddinn af sóknarleik Hauka. Annars er Andrés betri línumaður en útispilari, en hver ætti að taka söðu hans fyrir utan? Auk Andrésar og Ólafs, áttu þokkalegan leik þeir Árni Sverr- isson og Stefán Jónsson, en í heild var lið Hauka slakt. í stuttu máli: íslandsmótið í handknattleik, 1. deild Víkingur — Haukar: 25—17 (11-9). Mörk Víkings: Steinar Birgisson 7, Árni Indriðason 5 (3 víti), Þorbergur Aðalsteinsson 4, Páll Björgvinsson 3, Ólafur Jónsson 2, Erlendur Hermannsson, Guð- mundur Guðmundsson og Sigurð- ur Gunnarsson eitt mark. Mörk Hauka: Hörður Harðar- son 6 (4 víti), Andrés Kristjáns- son, Stefán Jónsson, Sigurgeir Marteinsson og Árni Sverrisson 2 hver, Þorgeir Haraldsson, Árni Hermannsson og Ingimar Har- aldsson eitt mark hver. Brottrekstrar: Ólafur Jónsson, Páll Björgvinsson, Steinar Birg- isson, Guðmundur Skúli og Þor- bergur Aðalsteinsson, Víkingi, í 2 mínútur hver, Hörður Harðarson og Stefán Jónsson, Haukum einnig í tvær mínútur hvor. Víti í vaskinn: Kristján Sig- mundsson varði tvívegis vítaköst Harðar Harðarsonar og Jens varði einnig frá Herði. Þorbergur skaut einu sinni í stöng og Ólafur Guðjónsson varði vítakast Páls Björgvinssonar. gg- Valsstúlkurnar léku sér að FH-dömunum Valur: FH 21:17 VALUR vann öruggan sigur á FH í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik kvenna um helg- ina. lokatölurnar urðu þegar upp var staðið 21 — 17 Val í hag. Góður sigur og öruggur. Minni heldur en efni stóðu til, þar sem FH-ingar skoruðu þrjú siðustu mörk leiksins, er Valsstúlkurnar nenntu þessu ekki lengur og sýndu umtalsvert áhugaleysi. Staðan i hálfleik var 11—9 fyrir Val. Ef drepið er á nokkra punkta í gangi leiksins, má segja að FH hafði tvívegis forystuna í leikn- um, fyrst þegar staðan var 1—0 og siðan er staðan var 4—3. Það var fljótlega ljóst, að það yrði ekki FH sem myndi enda með forystuna sin megin. Eins og frá hefur verið skýrt, vantar margar af þeim stúlkum sem gerðu FH að einu sterkasta kvennaliði landsins síðustu tvö árin eða svo. Nýliðarnir hafa enga leikreynslu og eiga eftir að þroskast sem handboltakonur. En það væri ósanngirni að segja að þetta væri skýringin á tapi FH. Sannleikurinn er nefnilega sá, að Valur lék lengst af stórgóðan handbolta, einhvern besta hand- knattleik sem undirritaður hefur séð til kvennaliðs. Að vísu hefði yfirvegun í sókninni mátt vera meiri og alltaf er leiðinlegt að sjá lið slaka á undir lok leikja og missa þar af leiðandi af því að ljúka leiknum með stórsigur í vasanum. Ekki er útlit fyrir því að FH blandi sér í baráttuna um íslands- meistaratitilinn að þessu sinni, en Valur ætti að geta veitt Fram harða keppni. Liðið lék sem sterk heild að þessu sinni. Þrjár dömur sáu um flest markanna, þær Erna Lúðvíksdóttir, Harpa Guðmunds- dóttir og Ágústa Dúa Jónsdóttir. Jóhanna Pálsdóttir var eins og net á marklínunni, lokaði markinu langtímum saman og auk þess var þáttur þeirra Elínar og Hönnu Rúnu á línunni stór. Vert er einnig að geta ungs línumanns, Kristínar Ólafsdóttur. Hjá FH var ekki um jafn auðugan garð að gresja. Kristjana er hættuleg skytta, en var nokkuð fjarri sínu besta, sömu sögu er að segja um Svanhvíti. Katrín er alltaf sami járnhrammurinn í vörninni, en atkvæðaminni í sókn- inni heldur en oftast áður. Mark- varslan var slök, vörnin í heild slök, sóknin slök, þarna þarf að gera stórátak. Mörk Vals: Harpa og Erna 5 hvor, Ágústa Dúa 4, Kristín og Elín 2 hvor, Björg eitt mark. Mörk FH: Kristjana 8 (3 víti), Ellý Erlings 3, Svanhvít og Katrín 2 hvor, Sólveig Birgisdóttir og Margrét Brandsdóttir eitt hvor. gg. Sterkir Sovétmenn SOVÉTMENN unnu stórmótið í handknattleik sem fram hefur farið í Sviþjóð siðustu dagana, en þar hafa keppt átta af bestu handknattleiksþjóðum veraldar. Sovétmenn sigruðu Pólverja í úrslitaleiknum 25—17 eftir að staðan i hálfleik hafði verið 11—7. Virðast Rússar vera feiki- sterkir um þessar mundir. Austur-Þjóðverjar höfnuðu í þriðja sætinu með því að sigra Ungverja 24 — 19 (11—9) og Dan- ir sigruðu Vestur-Þjóðverja í leik um 5.-6. sætið með 18 mörkum gegn 15. Júgóslavar urðu í sjöunda sæti, þeir sigruðu Svia 29-21. • Hannes Leifsson lyftir sér upp með tilþrifum fyrir framan vörn Vals, en ekki skoraði hann. Ljósm. RAX. Enn hrundi Fram á lokasprettinum VALUR vann mikilvægan sigur gegn Fram í þunglamalegum leik i Höllinni á Laugardaginn. Loka- tölur leiksins urðu 19—16 Val í vil, en staðan í hálfleik var 10—7 fyrir Fram. Eins og í leik Fram og Hauka i siðustu viku, náðu Framarar góðum tökum á leikn- um framan af, en magalentu siðan þegar liða tók að lokum leiksins. Merkilegt er að skoða gang leiksins siðustu 17 mínút- urnar, en á 13. mínútu siðari hálfleiks var staðan 13—10 fyrir Fram. Lokakaflan skoruðu Valsmenn hins vegar 9 mörk gegn þremur og hrökk þvi þriggja marka forysta Fram skammt. Þrátt fyrir að Fram hefði töglin og hagldirnar í leiknum lengst af, sýndi liðið aldrei sama góða leik- inn og gegn Haukum í síðustu viku. Varnarleikur beggja liða var í góðu lagi og það var fyrst og fremst betri nýting á þeim fáu færum sem buðust sem mótaði markatöluna. Framarar léku þó mun léttari og frískari handbolta, en Valsmenn aftur á móti lengst af sinn gamalkunna hnoðbolta. Undir lokin reyndu Valsmenn hins vegar að láta boltann ganga og kom þá í ljós að það er sterkari leikur. Valur skoraði fyrsta markið, en Fram næstu þrjú. Valur skoraði annað mark sitt, en Fram jók muninn smátt og smátt, þar til staðan var orðin 9—4 þegar sjö mínútur voru til leikshlés. Síðustu mínúturnar skoruðu Valsmenn 19:16 hins vegar þrjú mörk gegn einu og lögðu stöðuna nokkuð sér í hag. Síðari hálfleiknum hefur þegar verið lýst að nokkru leyti, þriggja marka munurinn hélst þar til fram undir miðjan hálfleikinn, en þá hættu Framarar að leika hand- knattleik að einhverju viti og Valsmenn kræktu í tvö stig sem þeir áttu varla skilin ef litið er á leikinn í heild. Segja má kannski, að Valsmenn hafi flotið á reynsl- unni að þessu sinni, því að ekki flutu þeir á snillinni. Klaufaskap- ur Framara hjálpaði að sjálfsögðu mikið til. í heild lék Valur ekki vel, leikurinn var ákaflega slakur, mest bar á hnoði og pústrum og gekk Stefán Gunnarsson ötullega fram í þeim efnum, en aðrir voru skammt á eftir. Valur lék án Stefáns Halldórssonar og má segja að sá léttleiki sem liðið hefur til að bera bafi þar með fokið. Jón Karlsson kom skemmti- lega á óvart og sýndi að lengi lifir í „gömlum" glæðum. Hann átti stórleik og skoraði mörg falleg mörk. „Jón kom okkur í opna skjöldu, hann er leikmaður sem menn voru farnir að halda að væri búinn að vera, en þá kom hann aftan að okkur og skoraði mikil- væg mörk fyrir Val,“ sagði Theo- dór Guðfinnsson eftir leikinn. Auk Jóns átti Brynjar Harðarson góð- an sprett í síðari hálfleik og hvatti það félaga hans til dáða. Þrátt fyrir góða spretti, var þetta ekki góður leikur hjá Fram frekar en hjá Val. Áhyggjuefni fyrir liðið er, að aðeins fjögur mörk voru skoruð utan af velli af langskyttum liðsins. Þeir Sigur- bergur og Andrés Bridde áttu báðir góðan leik fyrir Fram og sýndi Ándrés mikið öryggi í víta- köstunum. Aðrir í liði Fram léku undir getu, en vert er að geta tveggja ungra stráka í liðinu, þeirra Erlends Davíðssonar og Egils Jóhannessonar, sem báðir léku bærilega þegar þeir fengu á annað borð að vera með. I stuttu máli: Islandsmótið í handknattleik, 1. deild í Laugardalshöll. Valur—Fram: 19—16 (7—10) Mörk Vals: Jón Karlsson 6, Brynjar Harðarson 4 (1 víti), Þorbjörn Guðmundsson 4 (3 víti), Steindór Gunnarsson 2, Björn Bjarnason, Þorbjörn Jensson og Bjarni Guðmundsson eitt hver. Mörk Fram. Andrés Bridde 6 (allt víti), Atli Hilmarsson 3, Sigurbergur Sigsteinsson og Egill Jóhannesson 2 hvor, Theodór Guð- finnsson og Birgir Jóhannsson eitt hvor. Brottrekstrar: Jón Karlsson í 4 mínútur, Þorbjörn Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson og Erlendur Davíðsson í 2 mínútur hver. Víti í vaskinn: Þorbjörn Guð- mundsson gerði eitt ógilt og Sig- urður Þórarinsson varði vítakast Brynjars Harðarsonar í síðari hálfleik. — gg- Víkingur hafði ekkert í Fram l.deildarlið Víkingskvenna átti ekki glætu gegn hinu nánast ósigrandi liði Fram er liðin mættust í Höllinni um helgina. Víkingsliðið kann að vera í mik- illi framför, en svo góðar eru þær ekki enn orðnar, að þær geti veitt Fram keppni. það er heilagur sannleikur og það varð fljótlega ljóst er leikurinn var hafinn. Lokatölur leiksins urðu 18—11, en staðan í hálfleik var 9—6 fyrir Fram. Oddný Sigsteinsdóttir náði sér vel á strik í þessum leik, en annars var meiri breidd í markaskorun- inni hjá Fram en lengi hefur sést, en sjö stúlkur komust á blað. Hjá Víkingi báru þær íris og Eiríka af, en aðrar gerðu hvað þær gátu með takmörkuðum árangri. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 6 (5 víti), Oddný Sigsteins- dóttir 5, Jenný Grétudóttir 2, Jóhanna Halldórsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Helga Magnúsdóttir og Margrét Blöndal eitt hver. Mörk Víkings: íris 5 (1 víti), Eiríka og Metta Helgadóttir 2 hvor, Sigurrós Björnsdóttir, Guð- rún Sigurðsdóttir og Ingunn Bern- ódusdóttir eitt hver. —gg. HandknattielKur .. ............ .... ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.