Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
33
Guðbjartur sýn-
ir í FIM-salnum
Jón M. Baldvinsson
sýnir á Loftinu
JÓN M. Baldvinsson hefur opnað er unninn á síðasta ári. Þetta er 8.
málverkasýningu á Loftinu, einkasýning Jóns, hann sýndi
Skólavörðustíg. Jón sýnir þar 26 síðast í Norræna húsinu í janúar.
olíumálverk, um helmingur þeirra
Pat Boone og Jackie Giroux i hlutverkum sínum i „Krossinn og
hnífsblaðið".
Fimmtugasta sýning
á Stundarfriði
Ritgerða-
samkeppni
í tilefni barnaárs hefur
stjórn Styrktarfélags van-
gefinna ákveðið að efna til
ritgerðasamkeppni um efn-
ið: „Hinn vangefni í þjóð-
félaginu.“ Veitt verða
þrenn verðlaun, 1. verðlaun
150 þúsund krónur, 2. verð-
laun 100 þúsund kr. og
þriðju verðlaun 50 þúsund
kr.
Lengd hverrar ritgerðar skal
vera a.m.k. 6—10 vélritaðar síður.
Ritgerðirnar, merktar dulnefni,
skal senda á skrifstofu félagsins
en nafn og heimilisfang fylgi með
í lokuðu umslagi. Félagið áskilur
sér rétt til að birta opinberlega
þær ritgerðir er verðlaun hljóta.
Skilafrestur er til 30. nóvember.
í dómnefnd eiga sæti þau
Bryndís Víglundsdóttir, skóla-
stjóri, Ási í Bæ rithöfundur og
Einar Hólm Ólafsson, yfirkennari.
„Krossinn og
hnífsblaðið“
sýnd í
Reykjavík
KVIKMYNDIN „Krossinn og
hnífsblaðið” verður sýnd í fyrsta
skipti í Reykjavík i kvöld i
Tjarnarbíói en hún var frumsýnd
á Akrancsi í s.l. mánuði. Verður
myndin framvegis sýnd i Tjarn-
arbíói um sinn á mánudags-,
þriðjudags-, miðvikudags-, föstu-
dags- og laugardagskvöldum og
hefjast sýningar ki. 21.
Samhjálp hvítasunnumanna
hefur fengið myndina hingað til
lands en á s.l. ári gáfu þeir út
bókina sem myndin er gerð eftir.
Sá ágóði sem kann að verða af
sýningu myndarinnar rennur til
hjálparstarfs Samhjálpar í Hlað-
gerðarkoti. Einnig gefst mönnum
kostur á að kaupa bókina og plötu
Samhjálpar í sýningarhléi. Bókin
hefur þegar selst í 6000 eintökum
og platan í 7000.
Krossinn og hnífsblaðið er
bandarísk kvikmynd gerð eftir
samnefndri bók David Wilkersons
sem einnig sá um gerð handrits-
ins. Myndin segir einmitt frá því
er Wilkerson kemur sem ungur
prestur til New York og hefur
hjálparstarf meðal unglinganna.
Með aðalhlutverkin í myndinni
fara Pat Boone, Erik Estrada,
Jackie Giroux, Dino De Folippi og
Jo Ann Robinson. Tónlistin er
eftir Ralph Carmichael en leik-
stjóri er Don Murray. Framleið-
andi er Dick Ross á vegum World
Thrust films. Myndin er 7 stund-
arfjórðunga löng.
GUÐBJARTUR Gunnarsson sýnir
í sýningarsal Félags íslenzkra
myndlistarmanna um þessar
mundir. Á sýningunni er 41 mál-
verk, málað með akryl á striga, en
auk þess nokkrar myndir frá fyrri
tíð til samanburðar. Baksvið þess-
ara mynda er áralöng náttúru-
skoðun, ekki síst með nærmynda-
tökum, svonefndum „makrómynd-
um“ af litlum afmörkuðum hlut-
um í náttúrunni, t.d. skófum á
steini, sprungu í kletti eða ljós-
broti í vatni, segir Guðbjartur.
Enda þótt slík myndataka sé viss
lífsfylling í sjálfu sér, getur hún
orðið kveikja að nýrri tjáningu,
þar sem fyrirmyndirnar kristall-
ast í nýjum farvegi lita og forma.
Þannig kristallaðist og mótaðist
sýningin „Sumarið 79“. Sýningin
er opin til 25. nóv.
Guðbjartur Gunnarsson er
bróðir þeirra Benedikts og Vetur-
liða, sem eru löngu þekktir list-
málarar. Hann lauk prófi frá
Kennaraskólanum 1950, þar sem
hann naut tilsagnar þeirra Kurt
Zier og Jóhanns Briem í teikningu,
og sótti jafnframt námskeið í
módelteikningu í Handíða- og
myndlistaskólanum. Árið 1951—
52 var hann við framhaldsnám í
Edinborg og sótti m.a. tíma í
myndlist. Haustið 1953 lauk hann
BS-prófi sem myndlistarkennari í
Bandaríkjunum og kenndi hér
heima um árabil. 1963—64 var
Guðbjartur við framhaidsnám í
Leeds í Englandi sem beindist
fyrst og fremst að notkun fleiri
LEIKRIT Guðmundar
Steinssonar, „Stundarfrið-
ur“, verður sýnt í 50. sinn í
dag, þriðjudaginn 20. nóv-
ember. Leikritið var frum-
sýnt á liðnu vori. Leikstjóri
er Stefán Baldursson en
leikmyndin er eftir Þór-
unni Sigríði Þorgrímsdótt-
miðla í kennslu en hins prentaða
orðs, svo sem myndar og hljóðefn-
is af ýmsu tagi. Því fylgdi hann
eftir með reisum um Bandaríkin
1965 og 1968, er hann innritaðist í
Indianaháskóla og lauk þaðan
prófi haustið 1969 með kennslu-
tækni sem aðalgrein. En á bak við
slíkt nám liggur m.a. mikil vinna á
sviði ljósmyndunar, grafískrar út-
færslu myndefnis, kvikmyndunar
og gerð sjónvarpsþátta. Hann hef-
ur starfað af og til við sjónvarpið
frá byrjun, dvaldi í Kanada, þar
sem hann starfaði að myndhönn-
un við háskóla í tæp fjögur ár og
kom heim til að veita forstöðu
Námsgagnamiðstöð Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur.
ur. Með helstu hlutverk
fara Kristbjörg Kjeld,
Helgi Skúlason, Þorsteinn
Ö. Stephensen, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Sigurður
Sigurjónsson, Lilja Þor-
valdsdóttir og Guðrún
Gísladóttir.
Jón M. Baldvinsson ásamt einu verka sinna.
Ljósm.: Kristján.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hilmar Foss
Lögg. skjalaþýö., dómt. Hafnar-
strætl 11 sími 14824, Freyjugötu
37, sími 12105.
Húsnœöi
40 ferm til leigu fyrir atvinnu-
rekstur. Tilboð sendist augld.
Mbl. fyrir 23. nóv. n.k. merkt.
„Des—4566"
Tii sölu
lopapeysur á hagstæóu verði.
Sími 26757 eftir kl. 7.
IOOF ~ Ob. IP. = 16111208V4
B.st. E.T. 1.
IOOF Rb.... = l2911208'/4
— E.T. II.
I.O.O.F. 8 = i6111218V2 = ET2 F1
□ EDDA 597911207 — 1
K.F.U.K. A.D.
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir.
Nefndin.
Fíladelfía
Almennur Biblíulestur í kvöld kl.
20.30. Einar J. Gíslason talar.
Talstöövarklúbburimn
Bylgjan
Auglýsir skemmtikvöld, í kvöld
þriðjudaginn 20. nóv. að Hamra-
borg 1. Kópavogi.
Fjölmennið Skemmtinefndin.
KRI5T1LEOT 5TRRF
John Brown talar á samkomunni
í kvöld. Allir hjartanlega vel-
komnir.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Sjálfstæðisfólk
Sigurður Óskarsson boðar til fundar um
framboðsmál miðvlkudagskvöld 21. nóvem-
ber kl. 21:00 í Verkalýöshúsinu á Hellu. Allt
sjálfstæöisfólk velkomið, en eérstaklega er
akoraö é foryetumenn L-listans aö mssta á
þeasum fundi.
Vestmannaeyjar
Framboösfundur í samkomuhúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 22.
nóvember n.k. kl. 20.30.
Frummælendur verða:
Albert Guömundsson, Guömundur Karlsson, Árnl Johnsen.
Á eftir veröa frjálsar umræöur og fyrlrspurnum svaraö.
Vestmannaeyingar fjölmennið.
FulltrúaráO Sjálfstæöisfélaganna
i Vestmannaeyjum
Borgarnes —
Mýrarsýsla
Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins, Þorsteinsgötu 7, veröur opin
alla daga frá kl. 17—22, simi 93-7460. Á skrifstofutíma má hringja í
slma 93—7120.
Hveragerði
Sjálfstæðisfélagið
Ingólfur
opnar kosningaskrifstofu aö Austurmörk 4 (Hveragrill) laugardaginn
17. nóvember og veröur hún opin daglega milli kl. 14—18 fyrst um
sinn, en síðustu dagana fyrir kosningar til kl. 22.00.
Sjálfstæöismenn, hafiö samband viö skrifstofuna og skráió ykkur til
starfa. _ ,
Stjornin.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
JppNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
U MORGUNBLAÐINU
Stjórnir félaganna.