Morgunblaðið - 20.11.1979, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
41
fclk í
fréttum
125 manna kröfugöngu
+ ÞESSI fréttamynd er ekki frá íran eins og ætla mætti í fyrstu vegna áletrunarinnar á
kröfuspjaldinu, sem maðurinn heldur á í hægri hendi. Þessi maður, með barnið sitt á háhesti, var
meðal 25 göngumanna i kröfugöngu í borginni Denver I Coloradofylki. Göngumenn heimtuðu að
íranskeisari yrði framseldur. A spjaldinu stendur að hann sé morðingi! Það sé krafa „amerískrar
nefndar“ að hann verði framseldur. Þegar gangan fór framhjá dómshúsi borgarinnar gerðu
vegfarendur hróp að göngumönnum, en ekki dró til frekari tíðinda, segir í textanum.
+ EINN helzti framámaður
meðal blökkumanna i
Bandaríkjunum, ekkja
Martins Luther King, frú
Coretta Scott King, var um
daginn í borginni Atlanta.
Þar kom hún fram á fundi
og hélt ræðu. í henni lýsti
hún fullum stuðningi við
Jimmy Carter Bandaríkja-
forseta til endurkjörs á
næsta ári. Hún komst meðal
annars þannig að orði um
forsetann, að honum hefði
tekist að koma heilmiklu
góðu til leiðar á þeim þrem-
ur árum, sem hann hefur
setið í forsetastóli Banda-
rikjanna. Myndin er tekin af
írú Corettu King á þessum
fundi í Atlanta á dögunum.
Rafmagnsstóll-
inn bíöur hans!
+ Myndin er tekin i fangelsinu Joliet, sem er í Illinoisfylki í
Bandarikjunum. Eins og sjá má er um að ræða mynd af
brúðhjónum. Brúðguminn ungi er meðal fanganna þar. Hann
heitir John Szabo og hefur nú verið dæmdur til að deyja í
rafmagnsstól. Mun dóminum verða fullnægt í mafmánuði á næsta
vori. Dauðadóminn hlaut hann fyrir morð á tveimur bræðrum.
Það sem leiddi til þessa hroðaatburðar var ósætti út af sölu á
marijuana, 350 dollara virði! Brúðurin unga er aðeins 16 ára
gomul. Þau skála í kampavíni... Þín til dauðans!
Eggja-
árás á
borgar-
stjóra
+ ÞAÐ bar við um daginn í New York að borgarstjórinn þar. Edward I.
Koch, varð fyrir árás manns og konu, sem réðust að honum „vopnuð
eggjum,“ sem þau létu dynja á borgarstjóranum. Hann hafði snúist gegn
árásarmönnunum, snéri manninn í gólfið. Lögreglumenn, sem skárust í
leikinn, handtóku konuna. Þessi ósköp dundu yfir Koch borgarstjóra, er
hann var í þann veginn að flytja ávarp við fundarbyrjun 3000 manna
fundar, sem var haldinn í borginni og fjallaði um heilbrigðismál.
Utataður eggjarauðu frá hvirfli til ilja hafði borgarstjórinn gengið
róiegur og yfirvegaður að hljóðnemanum og sagt: Þeir sem eru því
meðmæltir að þetta fólk verði fjarlægt, gjörið svo vel að rísa úr sætum.
Nær allir fundarmenn risu úr sætum sínum. — Og borgarstjórinn sagði
við lögregluna: Jæja, drengir. fjarlægið þau! — Þar með lauk þessu
óvænta atviki.
Utankjör4aðakaaiiiig
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, símar 39790, 39788,
39789.
Sjálfstæöisfólk, vinsamlegast látiö skrif-
stofuna vita um alla kjósendur, sem ekki eru
heima á kjördegi.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá.
Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjar-
skólanum alla daga 10—12, 14—18 og
20—22 nema sunnudaga 14—18.
VANDLÁTA KONAN
VELUR
imvio
FATNAÐ.