Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Steingrímur Gautur Kristjánsson: Umboðsmaður í dómsmála- ráðuneytinu og dómstólamir í útvarpsþættinum Morgun- póstinum 4. janúar s.l. var viðtal við Finn Torfa Stefánsson, stjórn- arráðsfulltrúa, og frv. alþing- ismann, í tilefni af ráðningu hans til starfs umboðsfulltrúa í dóms- málaráðuneytinu. í viðtalinu lýsti Finnur Torfi skilningi sínum á hlutverki sínu í hinu nýja starfi og eðli starfsins. í máli hans kom m.a. fram: 1. að hlutverk hins nýskipaða fulltrúa í dómsmálaráðuneyt- inu væri m.a. að taka við kvörtunum manna sem teldu sig eiga um sárt að binda í skiptum við dómstóla og stjórn- völd á sviði dómgæslu, athuga kærurnar og gera viðkomandi embættismönnum tiltal, ef efni þættu til, í sendibréfsformi. 2. að hlutverk fulltrúans væri samsvarandi starfi umboðs- manns þjóðþinga á Norðurlönd- um og víðar. 3. að hlutverk fulltrúans væri þess eðlis að eðlilegt væri að flokkspólitísk sjónarmið réðu vali í starfið. Ég tel að þessi ummæli séu fallin til að gefa ranga mynd af verkaskiptingu dómstóla og stjórnvalda hér á landi og að þau feli í sér villandi upplýsingar um hlutverk umboðsmanna þjóðþinga á Norðurlöndum, auk þess sem mér finnst koma fram í þeim hættulegt viðhorf varðandi mögu- leika hins pólitíska valds til íhlut- unar í dómsmál. I auglýsingu ráðuneytisins, dags. 3. þ.m., um stofnun stöðunn- ar segir að verkefni umboðsfull- trúa verði að sinna fyrirspurnum og erindum fólks, sem telur á hlut sinn gengið í samskiptum við stofnanir ríkisins, og veita leið- beiningar í því sambandi. „Fyrst um sinn mun starf umboðsfulltrúa einkum lúta að dómgæslu og fangelsismálum." 1. Getur íulltrúinn haft áhrif á dómsathafnir? Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár- innar er ríkisvaldið greint í þrjá þætti. Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavaldið og dóm- endur með dómsvaldið. Samkvæmt 59. gr. stjórnar- skrárinnar verður skipan dóms- valdsins ekki ákveðin nema með lögum. Samkvæmt 60. gr. skera dóm- endur úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda, og samkvæmt 61. gr. skulu dómendur einungis fara eftir lögunum í embættisverkum sínum. Samkvæmt þessum ákvæðum má vera Ijóst að dómstólarnir fara með einn af þrem höfuðþáttum ríkisvaldsins, sem hver um sig er að sínu leyti sjálfstæður. Á hinn bóginn er að því að gá að eining ríkisvaldsins og jafnvægið milli hinna þriggja þátta þess byggist m.a. á ýmsum ráðum sem handhafar valdþáttanna hafa til áhrifa hver á annan. Þekktast þessara ráða er heimild þingsins til að fella ríkisstjórn með van- trausti og á hinn bóginn þing- rofsheimild forseta (forsætisráð- herra). Auk hinna lögbundnu úr- ræða hafa valdhafarnir ýmis ráð til að hafa áhrif á öðrum sviðum en þeim sem lúta valdi þeirra beint. öflugasta úrræði dómstóla til að hindra gerræði af hálfu hand- hafa hinna valdþáttanna felst í því að dómstólar skera úr, hvort lög séu í samræmi við stjórn- arskrá og hvort stjórnvöld hafi haldið sig innan réttra vald- marka. Þetta vald liggur ekki aðeins hjá Hæstarétti heldur hjá hverjum þeim handhafa dóms- valds sem fær álitaefni af þessu tagi til úrlausnar í sambandi við tiltekið sakarefni. Raunhæft dæmi er það ef fulltrúi yfirborg- arfógeta ber að dyrum hjá einum af skattborgurum borgarinnar í þeim erindum að gera lögtak fyrir sköttum. Ef skattþeginn mótmæl- ir lögtaki á þeim grundvelli að skattlagningin eigi ekki næga stoð í lögum eða feli í sér eignaupp- töku, sem fari í bága við stjórn- arskrá, verður fulltrúinn að taka afstöðu til þessa álitaefna, og það þótt t.d forseti íslands eigi í hlut. I umræðum um dómsmál verður oft vart þeirra hugmynda að dómsvaldið sé undirþáttur fram- kvæmdavaldsins, sem nánar liggi hjá dómsmálaráðuneytinu og að ráðuneytið geti þannig, sam- kvæmt almennum grundvallar- reglum stjórnsýsluréttarins, sagt dómurum fyrir verkum, jafnvel að hlutverk dómstóla sé að rita álitsgerðir fyrir dómsmálaráð- herra eða að dómstólar í kaup- Steingrímur Gautur Kristjánsson stöðum heyri undir bæjarstjórn og lúti valdi hennar. Þessar hug- myndir byggjast að sjálfsögðu á vanþekkingu eða misskilningi á framangreindum stjórnarskrár- ákvæðum og grundvallarreglum réttarfars, en þær eru eðlilegar vegna þess að stjórnarkerfið og dómstólakerfið eru miklu sam- slungnari hér en í 'öllum öðrum ríkjum sem hafa áþekkt stjórnar- far og réttarfar og hér á að ríkja samkvæmt stjórnarskrá, auk þess sem mjög hefur skort á kennslu í grundvallaratriðum samfélags- fræða í íslenskum skólum. Á einveldistímanum var sú skipan á í grundvallaratriðum að allr ríkisvald, þar á meðal dóms- vald, var samankomið í hendi konungs. Þannig var Hæstiréttur Danmerkur, sem fór með úrskurð- arvald í dómsmálum á íslandi, upphaflega eitt af ráðum konungs og var ætlað að gera tillögur um úrlausn dómsmála. Að verulegu leyti fóru sömu embættismenn með framkvæmdavald og dóms- vald, þar á meðal sýslumenn á íslandi. Leifar þessa skipulags eru löngu horfnar annars staðar á Norðurlöndum, en langt er frá að aðgreiningu þessara tveggja þátta sé að fullu lokið í reynd hér. Þannig fara sýslumenn og bæjar- fógetar með dómsvald, auk lög- reglustjórnar og ýmiskonar ann- arra stjórnsýslustarfa. Eitt af grundvallareinkennum stjórnsýslunnar er að æðra sett stjórnvald getur almennt skipað lægra settum stjórnvöldum fyrir og breytt ákvörðun þeirra. Hins vegar er það eitt af megineinkenn- um dómstólakerfisins að enginn getur sagt dómara fyrir verkum í meðferð máls, hvorki forstöðu- maður dómstóls, dómsmálaráð- herra né neinn annar. Ef aðili vill ekki una úrlausn dómara á hann að jafnaði þann eina kost að skjóta máli sínu til æðri dóms (Hæstaréttar), sem einn getur breytt úrlausn héraðsdóms, en dómum Hæstaréttar getur enginn annar breytt. Telji einhver dómara hafa gert á hluta sinn í dómarastarfi, er honum rétt að kæra hann fyrir Hæstarétti, sem getur veitt dóm- ara áminningu eða gert honum að greiða sekt (sbr. 21. gr. Hæstarétt- arlaga). Þannig er það að þegar sýslu- maður fer með lögreglustjórn, geta æðri stjórnvöld sagt honum fyrir verkum, jafnvel um meðferð einstakra mála, dómsmálaráðu- neytið að því er varðar almenna löggæslu, og ríkissaksóknari varð- andi rannsókn afbrota, en hins vegar getur Hæstiréttur einn breytt ákvörðunum hans sem dómara og þá því aðeins að máli sé skotið til Hæstaréttar með form- legum hætti. I ljósi þessa er eðlilegt að spurt sé: Hvaða hlutverki á hinn póli- tíski skipaði fulltrúi í dómsmála- ráðuneytinu að gegna við úrlausn dómsmála. Við skulum taka dæmi. Aðili einkamáls fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur krefst þess að fá að leiða tiltekið vitni. Éinn af borgardómurunum, sem fer með málið, synjar með úrskurði að kröfu gagnaðila. Aðili leitar ásjár stjórnarráðsfulltrúans, sem ritar yfirborgardómara bréf þar sem hann átelur úrskurðinn og lýsir hann rangan. Nú er það ein af grundvallarreglum réttarfars í einkamálum að dómur verður almnnt ekki byggður á öðrum gögnum en þeim, sem aðilarnir færa fram fyrir dóminn með lögformlegum hætti og lögum landsins. Bréfið til yfirborgar- dómara getur því engu skipt um meðferð málsins þegar af því að það hefur ekki verið lagt fram og hefur ekki lagagildi. Eflaust gæti nú aðilinn fengið bréfið lánað og lagt það fram í málinu. Hvað gæti bréfið sannað um staðreyndir málsins, væntan- lega lítið. E.t.v. gætu lögfræðilegar vanga- veltur um álitsefnið haft þau áhrif að dómarinn skipti um skoðun, en úrlausn hans stæði samt óbreytt þar sem ekki hafði verið hirt um að skjóta ágreiningnum til Hæsta- réttar. Annað dæmi gæti verið þannig vaxið að aðili sem tapar máli í héraði leitar til fulltrúans, sem kemst að þeirri niðurstöðu að dómurinn sé rangur og tilkynnir dómara það bréflega. Dómurinn stendur þó óhaggaður. Nú kemur að því að dómhafinn snýr sér til fógeta (borgarfógeta í Reykjavík) og vill fá dómi sínum fullnægt með fjárnámi. Dómþoli leggur fram stjórnarráðsbréfið í fógeta- réttinum. (E.t.v. hringir stjórn- arráðsfulltrúinn í fulltrúa yfir- borgarfógeta sem fer með málið til áréttingar), en fulltrúinn á engra kosta völ. Fjárnámsbeið- andi hefur lagt fram staðfest endurrit af óáfrýjuðum dómi og jafnvel þótt bæði ráðherrann og yfirborgarfógeti legðu að honum að synja um framgang gerðarinn- ar yrði hann að úrskurða fjárnám. (Fógeti er hliðsettur dómaranum sem dæmdi málið og getur ekki breytt gerðum hans). En kannski gæti ráðherrabréfið haft áhrif í öðrum sambærilegum málum. Hugsum okkur að aðili sem telur bréfið styðja sitt mál leggi fram bréfið. Það er nú ennþá síður að bréfið veiti nokkrar upplýs- ingar um staðreyndir þessa síðara máls, og ekki er það lög (sbr. 2. og 61. gr. stjórnarskrár). I besta falli gæti lögfræðileg rökleiðsla full- trúans, sem skrifaði bréfið haft áþrif á skoðun dómarans á því hvernig leysa ætti úr málinu, en þá hefði verið sínu nær að hann hefði látið birta þær hugleiðingar í einhverju lögfræðilegu fagtíma- riti. Nú kann að hugsast að full- trúinn telji að dómarinn hafi brotið svo stórlega af sér að varði refsingu. Hann ritar því saksókn- ara og gerir honum ljósan vilja sinn í þessu efni. Saksóknari kynnir sér sakarefnið og kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til að höfða opinbert refsimál. Við það álit verður að sitja. Saksókn- ari ríkisins, ekki dómsmálaráð- herra, íer almennt með endanlegt vald um það hvort opinbert refsimál skuli höfðað, og jafnvel þótt slíkt mál fáist höfðað eru úrslit þess að sjálfsögðu eingöngu háð áliti dómstóla, en ekki ráð- herra eða fulltrúa hans. Þá er að reka manninn. En þar er enn veggur. Skv. 61. og 35. gr. stjórnarskrár verður dómara einungis vikið úr starfi endanlega með dómi. Hitt er annað mál að viðkom- andi ráðherra getur veitt opinber- um starfsmanni, og þar á meðal dómara, áminningu fyrir misferli í starfi eða, ef starfsmaður hefur rýrt álit sitt siðferðilega, og hann getur jafnvel vikið dómara úr starfi um stundarsakir, en þessu valdi eru skorður settar, eins og rakið hefur verið, einmitt vegna þess að það er talið eitt af undirstöðuatriðum góðs réttarfars að þeir sem eiga að leysa úr ágreiningi borgaranna og kveða á um sekt og sakleysi og viðurlög við afbrotum, geti leyst störf sín af hendi án þvingana og þrýstings frá handhöfum framkvæmdavalds og pólitískum valdaaðilum. í öðrum menningarlöndum er þetta agavald hjá dómstólunum sjálfum. I Danmörku t.d. eru það forsetar hinna fjölskipuðu dóm- stóla, sem „meddeler en skyldig dommer i stilhed en advarsel" þegar nauðsyn krefur. I alvarlegri tilvikum kann mál dómara að koma fyrir sérstakan kærurétt. Það er þannig, auk annars, algerlega úr takt við tímann að ráða sérstakan starfsmann að stjórnarráðinu til að aga dóm- stólana í landinu. 2. Er starf fulltrúans líkt embættum umboðsmanna þjóðþinganna á Norðurlöndunum? Eitt þeirra úrræða sem þjóð- þingum (löggjafarvaldinu) á Norð- urlöndum hefur verið fengið til að hafa hemil á framkvæmdavaldinu er stofnun umboðsmanns þjóð- þingsins. Þetta embætti er tiltölu- lega nýtilkomið í Danmörku, en hliðstæð skipan var til frá gamalli tíð í Svíþjóð. Frá Danmörku hefur þetta nýmæli breiðst út víða, enda hafa Danir kynnt það víða um heim með líkum hætti og hafður hefur verið við kynningu á dönsku svínakjöti og eggjum. Sérstakur embættismaður, sem skipaður er af þjóðþinginu — en ekki ráðherra — og sem stendur utan hins almenna stjórnsýslu- kerfis tekur við kærum borgar- anna út af (hverskonar) ólög- mætri beitingu valds af hálfu framkvæmdavaldshafa — en ekki dómstóla. Þessi embættismaður getur, í umboði þingsins, komið fram breytingum og leiðréttingum á stjórnarathöfnum, sem hann telur ólögmætar. Mismunurinn getur vart orðið meiri á embætti umboðsmannsins og starfi stjórnarráðsfulltrúans. Fulltrúinn hefur ekkert sjálf- stætt vald. Hann heyrir alfarið undir ráðuneytisstjóra og ráð- herra — sem fræðilega geta sjálf- ir verið sekir — og tekur við skipunum frá þeim. Hann hefur þannig ekkert sérstakt vald til að breyta ákvörðunum lögregluyfir- valda fram yfir það sem ráðuneyt- ið hefur alla tíð haft. Stjórnkerfi okkar er þannig byggt upp, að öll stjórnvöld heyra almennt undir tiltekið ráðuneyti en ekki önnur. Þannig getur t.d. iðnaðarráðuneytið ekki sagt for- stjóra Tryggingastofnunar ríkis- ins fyrir verkum, og það er ekki í verkahring þess ráðuneytis að finna að störfum hans. Á sama hátt er það ekki í verkahring fulltrúanna í dómsmálaráðuneyt- inu að finna að við starfsmenn annarra ráðuneyta eða stofnana, sem undir þau heyra, hvað sem líður lýsingu ráðuneytisins á starfssviði umboðsfulltrúans í áð- urnefndri auglýsingu. Hinsvegar er umboðsfulltrúan- um — eftir því sem ráðið verður af ummælum Finns Torfa — ætluð afskiptasemi af störfum dómstóla, sem engum hefur komið í hug að fela ráðuneytisfulltrúum í þeim ríkjum, sem skyld eru okkar ríki að menningu og stjórnarháttum. 3. Er gott að skipað sé í starfið pólitískt Ekki verður hjá því komist að pólitísk sjónarmið ráði ferðinni á sviði löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds, og það verður auð- vitað svo að vera. Allajafna er það sama pólitíska aflið, sem ræður stefnunni á þingi og í stjórnkerfinu. Þetta leiðir af þingræðisreglunni. Hinsvegar er það, að þar sem við höfum þann hátt á að skipta um ríkisstjórnir eftir ákveðnum (lýðræðislegum) leikreglum, hefur smám saman þróast sá skilningur að embætt- ismenn stjórnsýslunnar ættu að temja sér að blanda ekki eigin stjórnmálaviðhorfum i störf sín, en fylgja af skyldurækni og holl- ustu þeim almennum fyrirmælum í störfum sínum sem felast í lögum og reglugerðum og þeim sérstöku fyrirmælum sem yfirboð- arar þeirra, embættismenn og pólitískir ráðherrar, gefa þeim sérstaklega. Út frá þessu megin- sjónarmiði verður að telja ofan- greint viðhorf Finns Torfa var- hugavert, auk þess sem nú vill svo sérstaklega til að sá pólitíski aðili sem öllu ræður í ríkisstjórn er í minni hluta á þingi, en ennþá varhugaverðara verður þetta við- horf þegar haft er í huga að borgararnir eiga að geta treyst þvi að pólitísk sjónarmið hafi alls ekki áhrif á störf dómenda að öðru leyti en því, sem þau koma fram í lögum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.