Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Steingrímur Sigurðsson: Sköpunargleði í óvissunni Blandað geði og spjallað við fil. kand. Guðna Stefánsson leikhúsfræðing, skáld, kontakt-lærer, im- pressario, gallerí og kabarettforstöðumann, sem undanfarin tólf ár hefur búið í Svíþjóð. Hann rekur nú kabarett í Lundi og Galleri Friis við Friisgatan í Málmey. Hann sat þarna svartur á brún og brá, fúlskeggjaður í einum básanna á Hótel Borg og blótaði Heilagan Þorlák. Hann var eins og útlaga-skæruliði eða plastsprengjuvarpari úr liði Arafats frá Austurlöndum nær með munstrað sjal um hálsinn, sem leit út eins og röndóttur arabískur höfuðbúnaður: Hann sveiflaði sjalinu æ ofan í æ aftur fyrir sig og allt í kring til áherzlu, þegar hann talaði á milli þess hann rak upp hláturs- gusur. Ætla hefði mátt, að þarna væri ljóslifandi holdi klædd mynd af anarkista, sem birtist í Der Spiegel og í heimspressunni, en kenna mátti þar Guðna Stef- ánsson fil. kand. (í drama-teat- er-film) kominn í stutt jóla-orlof heim til Fróns frá Sverige. A hægri hönd honum var stillilegur ungur kvenmaður, íslenzkur í útliti, enda af Kjal- arnesi; það var trúlofunarkeim- ur með þeim hjúum, þar sem þau sátu öndvert við ljóshært ung- menni, sem líka hefur dvalizt um hríð í Svíþjóð, og var svara- mannslegt, enda kirkjuvant frá Silfrastöðum í Skagafirði: Þor- steinn Broddason Jóhannesson- ar og í ofanílag þjálfað í stóð- rekstri frá blautu barnsbeini og í fyrirdrætti í ströngum Héraðs- vötnum. Það urðu fagnaðarfundir, og selskapsdama og unglingur í skóginum, sem voru i fylgdarliði þess, er þetta ritar, urðu vitni að tilburðum á báða bóga, sem minnti á atriði úr „Star Wars“ eða „Crash of the Stars", sem bíóhús hafa verið að sýna hér undanfarið. Menn eins og Guðni eru ekki á skandinavískan mælikvarða og allra sízt sænskan — það verður að leita út í geiminn, þar sem háð er stjörnustríð, og kljást við Júpiter og Marz og halastjörnu og hvaðeina. Guðni á að baki sér tólf ára geimferð í lífi og listum í Svíaríki og hefur sannlega staðið sig eins og víkingur. Hann er utanskólabrottskráningur úr gamla MR frá 1967; hann las lexíurnar (einkum latínu) sam- tímis því sem hann vann fyrir sér sem siðgæðis- og næturvörð- ur á Hótel Borg og gekk þá í molskinnsbuxum duggaravíðum eins og fransk-austfirzkur sjóari frá Fáskrúðsfirði (þaðan sem hann er raunar kynjaður í annan ættlegg) og í mjallahvítri ullar- peysu með rúllukraga, vanalega á þungum klossum, vel á sig kominn að holdarfari af blóð- steikum og góðu öli, vaggandi örlítið í göngulagi og hallandi svolítið undir flatt, með traust- vekjandi blíðlegan svip og skáldleg augu — langafi hans í móðurlegg er Hannes Hafstein skáld. Hann virtist alltaf eins og einkennilegt sambland af frönskum sjóræningja og emb- ættismannaafsprengi aftan úr öldum, sem þó hafði skorið upp herör gegn fastmótun nýtízku- borgaralegs umhverfis — og féll um leið inn í alla stigu og öll þrep og allar stéttir mannfélags og talandinn fljúgandi og heims- mennskan samkvæmt því. Þegar til Svíþjóðar kom, stundaði hann nám í félags- fræði, sálfræði, uppeldisfræði í Lundi, en fór svo að fást við kennslu — hann var kontaktlær- er (snerti-lærimeistari) í íslenzku við sænska skóla, en sem kunnugt er hafa Svíar lögboðið kennslu í íslenzkri tungu fyrir börn Islendinga, sem eru búsettir í Svíþjóð. Þetta gerði það að verkum, að Guðni kynntist löndum sínum betur en flestir íslendingar í Svíþjóð, þar sem hann hafði svo viðkvæmt starf á hendi, að annast sálna- hirðingu íslenzkra lífsblóma á erlendri grund, og það er ekki að efa, að hann hefur leyst það fagurkeralega af hendi, a.m.k. bókmenntalegu hliðina — mað- urinn er skáld. Og nú var fyrsta ljóðabók hans að koma út, sem Svíar hafa farið lofsamlegum orðum um. — Það er eins konar mansöngur, skipt niður í kafla — sjafnarmál — háerótísk og ástríðufull saga í ljóðum um tvo elskendur, djarf- lega myndskreytt af vini hans og sálufélaga sænskum, Penti Mat- illa, í eins konar Matisse-stíl. Ljóðabókin heitir Tetz och Mal- in. Einn sænskur gagnrýnir sagði: „Boken er vacker (bókin er falleg) och grym (og miskunn- arlaus)" Guðni skenkti greinarhöf. eitt eintak á silfurfati með áletrun- inni Til Bjarmalandsfarans — vesgú. Og þetta rifjaði upp samverustundir með impressar- íóinum í Galleri Islandica úti í Málmey veturinn 1975, sem Guðni rak með fyrirhyggju og dugnaði eins og loðnuútgerð á Austfjörðum — boðskortið var nákvæmt með götukorti eins og rannsóknarlögregla gæti stuðzt vð í vafasömu máli og textinn svo hufflegur, að nálgaðist Ver- sala-kurteisi — og ekki skaðaði siðferðilegur stuðningur frá listamanninum Lhen Hamberg, Lappanum frá Norrland, sem hafði ráð undir rifi hverju, sló Guðni Stefánsson: „Svíinn er ein- mana ... ekki lengur nein f jöl- skyldutengsl ... ríkið er búið að taka á sig ábyrgðina gagnvart fjölskyldunni.“ (Mynd: stgr) snarlega út fyrir litum og græj- um og gaf réttan núllpúnkt í undanrás — þetta var Konst pá pladsen (list á staðnum) — sýning og borin uppi af bjartsýni og fór samkvæmt því. Og þegar þetta gerðist, hafði Guðni komið nálægt gallerístörfum — hann rak um skeið Galleri Mellan með Lappanum Lhen, og nú rekur hann nýtt gallerí, Galleri Friis við Friisgatan í Málmey, og á hverju laugardagskvöldi er kvæðakvöld — hálistræn starf- semi, þar sem sýður á andans keipum. Guðni er nú búsettur í Lundi og gerist nú æ umfangs- meiri í listastarfseminni — hann rekur þar kabarett með 200 meðlimum og fer hann fram aðra hverja viku á föstudags- kvöldum. Þar koma fram einir 2—4 artistar í hvert sinn, skáld, rithöfundar og músikfólk, ýmist frumflytjendur eða þekkt fólk og einnig er í sambandi við kaba- rettinn bókaútgáfa. Það gleymdist að geta þess í sambandi við kennslustörf Guðna, að veturinn áður en hann reisti til Svíþjóðar var hann heyrari á Hvolsvelli sem forveri Siglaugs Brynleifssonar frá Ak- ureyri, og hvort dvölin þar á sléttunni á Suðurlandsundir- lendi hefur örvað andlegan þorsta og andlega leit að ávöxt- um lífs- og listatrésins, eins og síðar varð og fór vaxandi, skal látið ósagt, enda ekki höggvið eftir því þarna á Borginni á degi Heilags Þorláks, þar sem hann undi sér með ástvinunni og tveim einkavinum, öðrum vænt- anlegum svaramanni, og hinum, sem naut góðs af sálfræðikunn- áttu hans á Svíþjóð og á sænsk- um þarna um árið, þegar um líf og heiður var að tefla. Guðni gæti seint orðið kontór- isti, en yrði hins vegar liðtækur á skaki á fengsælum fiskimiðum þegar allra veðra væri von. Það mundi örugglega fiskast með því að hafa hann um borð. Viðskipti fóru þá víða fram í Málmey, t.a.m. á hinu vafasama Chinatown, þar sem sænska lögreglan gerði oft razzíur og hefur nú lokað fyrir fullt og allt. Lappinn Lhen vann þar stundum fyrir sér sem útkastari, þegar hann var sem blankastur. „Hann gekk þá með skamm- byssu inn á sér,“ sagði Guðni „og hefði ekki tvínónað við að nota hana.“ „Ha, hvað segirðu — jú, hann var a...skotans villimaður og úlfalykt af honum. Hlátursroka. Svo segir hann: „Það vissi hins vegar enginn, að þetta var bara hundahvell- byssa, en það hefði verið öllum nóg að sjá Lappann handleika hana á sinn hátt til að friður kæmist á og heyra hana taka til orða.“ „Seg mér eitt, Guðni, af hverju hefurðu svona mikinn áhuga á gallerí?“ „Það er svo andskoti skemmti- legt.“ „Gætirðu hugsað þér að koma heim hingað og starfa við slíkt?“ „Því ekki það. Er ekkert gall- erí hér?“ Þetta var svolítið hrokafull spurning hjá Guðna og honum því svarað með þögn og án athugasemda og hefði verið freistandi að bjóða honum í spássitúr og sýningarferð um hana Reykjavik. Hann var spurður meira um galleríin sín úti í Svíþjóð. „Jú, það var Gallerí Zodiak. Lhen var fljótur að finna því nafn. Hann dró hring á gólfinu með stjörnumerkjunum og fór eftir sólargeislum, sem féllu inn um gluggann á hringinn ..." Á milli þess sem Guðni hefur rekið gallerí, kabarett, stundað kennslu, háskólanám í leikhús- fræðum hefur hann til að koma jafnvægi á lífssveifluna verið öryggisvörður á geðdeildum sjúkrahúsa — það er vel launað starf vegna álags, sem því fylgir. Hann varð svolítið spotzkur á svipinn, þegar sálgæzlan bar á góma — mann langaði til að segja, að sjúklingarnir hlytu að heldur betur að hafa kúvendazt á speedið — eins konar andlegt amphetamín úr stillilyfjameð- ferð við það eitt að hafa þennan Falstaff yfir sér á viðkvæmasta tíma sólarhringsins — en hver veit nema þunglyndi í sumum hafi læknazt án lyfja. Að minnsta kosti hefur Guðni verið launaður við þessi manneskju- legu störf sín í Svíþjóð fram yfir öll takmörk. Hann þekkir Svíþjóð út í hörgul nú orðið eftir sín tólf ár þar, af því að hann hefur þurft að spila á eigin spýtur í þessu margumrædda kerfi þar. Hann virðist orðinn efagjarn á kerfið í þessu iðnvædda velferðarríki. „Svíinn er einmana. Það er ekki lengur nein fjölskyldutengsl," segir hann, „ríkið er búið að taka á sig ábyrgðina gagnvart fjöl- skyldunni, barnaheimilin, skól- arnir, vinnustaðirnir, stofnan- irnar — þessi sjálfvirkni sem þar ríkir, er alltaf að aukast eins og í fleiri iðnvæddum þjóðfélög- um og hefur þau áhrif meir og. meir, að mannleg sköpunargleði fari dvínandi og jafnframt vant- ar einstaklinginn skapandi frístundir. Allar iðnbyltingar hafa skaðað sálina." Hann verður hugsi og heldur áfram: „Ja fólk þar er að verða andlega óhamingjusamt — áfengið er að verða æ meira og meira vandamál, misnotkun taugalyfja vex æ meir, hjóna- skilnaðir tíðari. Þjóðfélags- skrímslið er að éta upp þegnana og verksmiðjurnar farnar að stjórna sálarlífi einstaklinganna og vinnuhagræðingin orðin að heilagri kú. Það er eiginlega komin ný manngerð: Oánægt fólk, vantandi lífsfyllingu, óánægt með tilveruna — þetta er farið að gilda fyrir iðnaðarþjóð- félög í heild víðar í heiminum — það er jafnvel verst í VestUr- Þýzkalandi er talið ... Þetta ber að sama brunni: Fólk er hætt að vinna saman, og þetta ástand hefur skapað visst öryggisleysi hjá fólki innra með sjálfu sér...“ „Og þú ætlar aftur út í örygg- isleysið hvergi smeykur hjörs í þrá?“ „Það bíða mín verkefni, hand- rit af skáldsögu, jafnvel leikrit og fleira og fleira." Guðni kvaddi á þrettánda dag jóla og sté upp í þotu á Kefla- víkurvelli klukkan tólf á mið- nætti, einmitt á stund óvissunnar, og fór aftur til Svíþjóðar til að leita þar enn meira fyrir sér í tilverunni með sköpunargleði. Far vel, Guðni, og komdu heim aftur jafn-hress og þú fórst og jafnvel ennþá hressari. Á þrettándanum 1980. ást okkar er engin uppsuða á skyldum og skilningi réttlæti og öðru pipi hún er stundum til ekki oft og sjaidan lengi maður tekur eftir henni svoldið og stundum með vaxandi styrk í þessu djöfuls tómi sem þú skildir eftir (Úr ljóðabók Guðna Stefánsson- ar, „Tetz och Malin“; lausl. þýðing eftir Guðna sjálfan)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.