Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Þetta gerðist 1969 — Svíar viðurkenna Norður-Víetnam fyrstir Vestur- Evrópuþjóða. 1964 — Panama slítur stjórn- málasambandi við Bandaríkin. 1957 — Harold Macmillan verð- ur forsætisráðherra Breta. 1952 — “Flying Enterprise“ sekkur við England. 1942 — Japanir gera innrás á Hollenzku Austur-Indíur. 1939 — Neville Chamberlain og Halifax lávarður ræða við Mussolini í Róm. 1938 — Japanir sækja inn í Tsingtao, Kína. 1928 — Sovétstjórnin rekur Leon Trotsky í átlegð. 1923 — Litháar taka Memei. 1920 — Þjóðabandalagið verður til. 1906 — Bretar og Frakkar hefja viðræður um hermál og flota- mál. 1890 — Grafhýsi Kleópötru opn- að. 1889 — Frakkar gera Fíla- beinsströndina að verndarríki. 1840 — Fyrstu frímerkin tekin í notkun í Bretlandi (Penny Post). 1815 — Bretar segja konungin- um af Kandy, Ceylon, stríð á hendur. Afmæli. Lazaro Spallanzani ítalskur vísindamaður (1729— 1799) — Acton lávarður, brezkur sagnfræðingur (1834—1902) — Alexander Scriabin, rússenskt tónskáld (1872-1915). Andlát. 1276 Gregor páfi X - 1778 Carl Linné náttúrufræðing- ur. Innlent, 1902 Konungsboðskap- ur um nýja stjórnarskrá og aðsetur stjórnarráðs í Reykjavík — 1885 Félag góðtemplara, „ísafold", stúka nr. 1. stofnuð á Akureyri — 1212 d. Eyjólfur Hallsson ábóti — 1940 Togarinn „Hafsteinn" bjargar 62 manna áhöfn „Bahia Blanca" — 1941 Dreifibréfsverkfallinu aflýst — 1944 Frumvörp um niðurfellingu sambandslaga og stjórnskipun- arlög — 1944 „Laxfoss" strandar í blindbyl við Örfirisey — 1975 300 1 af spíra finnast á reki út af Gróttu — 1979 Samið við Færey- inga — 1908 f. Björn Pálsson flugm. Orð dagsins. Ég er alltaf fús að læra, en ekki alltaf hrifinn af því að vera kennt — Winston Churchill (1874-1965). „Verðum að grípa til vopna ef þörf krefur44 Phoenix, North Charleston, 9. janúar, AP. GERALD Ford, fyrrum Banda- rikjaforseti, sagði í dag að Bandaríkin yrðu að vera tilbúin til að gripa til vopna ef þörf krefði til að hefta frekari árásir og ofbeldi Sovétmanna í Miðaust- urlöndum. Sagðist Ford styðja refsiaðgerðir Carters gegn Sovét- mönnum vegna innrásarinnar i Afghanistan, „og það verður fróðlegt að fylgjast með til hvaða frekari aðgerða forsetinn gripur,“ sagði Ford. Ennfremur lýsti Ford stuðningi við framgöngu Carters í málefn- um gíslanna í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran, en sagði að þolinmæði og trú bandarískra þegna á stefnu stjórnarinnar i þeim málum kynni brátt að þrjóta. William C. Westmoreland, fyrr- um yfirmaður bandarísku her- sveitanna í Víetnam, lýsti þeirri skoðun sinni i dag, að Bandaríkin ættu að iáta afghönskum upp- reisnarmönnum, er berðust við sovézka innrásarliðið, í té vopn. Nemendur Umferðarskólans föndurefni til að leysa úr. fá heimsend ýmis verkefni og Oll börn á for- skólaaldri í Um- ferðarskólanum Á nýliðnu ári, barnaári 1979, urðu timamót i umferðarfræðslu hérlendis, en þá voru í fyrsta sinn öll 3ja til 6 ára börn i landinu þátttakendur f umferðarskólan- um „Ungir vegfarendur“. Fram að þeim tíma höfðu að visu 87,2% barna notið þessarar fræðslu í 59 sveitarfélögum, en i ársbyrjun 1979 gerði Umferðar- ráð sérstakt átak til þess að þau börn sem ekki voru í skólanum bættust i hópinn. Með dyggri aðstoð oddvita og sveitarstjóra þeirra 165 sveitarfé- laga sem hér áttu hlut að máli, fór svo að umferðarskólinn er nú skóli allra landsmanna og á síðasta ári voru nemendur hans 21.244 í öllum 224 sveitarfélögum landsins. Þar með náði ísland skemmti- legri sérstöðu í umferðarfræðslu forskólabarna sem vakti verð- skuldaða athygli á alþjóðlegu þingi umferðarráða sem haidið var á Spáni á liðnu ári. Hefur hvergi náðst sú samvinna sem hér á landi tókst á milli Umferðarráðs og allra sveitarfélaga landsins. Hún felst í því að sveitarfélögin greiða mikinn hluta af kostnaðarverði þeirra verkefna sem umferðarskólinn sendir börnunum. Erlendis er þetta víðast hvar ákvörðun ein- stakra foreldra og með því móti er tæplega hægt að ná til allra. Umferðarráð bindur miklar von- ir við þessa ánægjulegu skipan mála og þakkar öllum þeim sem unnið hafa að framgangi þess. Það er von ráðsins að umferðarskólinn haldi áfram að stuðla að auknu umferðaröryggi yngstu vegfarend- anna, en það ætti honum að takast ef áfram helst sá áhugi sem einkennt hefur starf foreldra og nemenda skólans frá upphafi. Vel má vera að áhrifa þessara ungu vegfarenda eigi eftir að gæta í auknum mæli í bættri umferð framtíðarinnar. „HVAÐ UNGUR NEMUR - GAMALL TEMUR". Indira Ghandi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, meðal stuðningsmanna fyrir utan heimili hennar i Nýju Dehli á sunnudag, en flokkur hennar vann mikinn sigur i kosningum i landinu um helgina. Batnandi meðferð fanga undir lok keisaratímans Talsmaður Rauða krossins sagði í dag að stofnunin hefði viljað koma í veg fyrir hugsanlegan misskilning með því að birta upplýsingar úr leyniskýrslum sínum, þar sem ella hefðu verið dregnar rangar ályktan- ir af þróun þessara mála í tíð keisara. Niðurstöður sínar dregur Rauði krossinn af þremur heim- sóknum fulltrúa stofnunarinnar í fangelsi í íran og viðtöl við fanga frá í marz 1977 til febrúar 1978. Sagði talsmaðurinn að fulltrúar stofnunarinnar hefðu átt greiðan aðgang að föngunum og hefðu engir fulltrúar keisarastjórnarinnar verið viðstaddir þegar viðtöl við fanga fóru fram. Hins vegar hefði tekið margra mánaða samningaþóf við stjórn Khomeinis að fá að heim- sækja fangelsi í Teheran í ágúst síðastliðnum og hefði stjórnin ekki heimilað að birtar yrðu niðurstöður fulitrúa stofnunarinnar. Endur- teknum beiðnum stofnunarinnar um heimsóknir í fangelsi utan Teheran hefði hingað til verið hafn- að. Genf, 9. janúar. AP. ALÞJÓÐANEFND Rauða krossins birti óvænt i dag leyniskýrslur um meðferð pólitiskra fanga i íran í tíð fyrrum keisara, og kemur þar fram að aðbúnaður þeirra og með- höndlun hefur farið stórum batn- andi á siðustu 12 mánuðum valda- tima keisara. Veður víða um heim Akurayrí 5 akýjað Amsterdam 0 akýjað Aþena 15 heiðakírt Barcelona 10 þokumóða Bertln -3 skýjað Brússef Sskýjað Chícago -8 snjókoma Fenoyjar 0 þokumóða Frankfurt 3 rigning Genf 5 rigning Hetsinki -1 snjókoma Jerúsalem 15 heiðskírt Jóhannesarborg 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 skýjað Las Palmaa 20 heiðskírt Lissabon 15 rigning London 5 skýjað Los Angetea 19 rigning Madríd 5 þoka Malaga 17 léttskýjað Mallorca 11 alskýjað Miami 24 skýjað Moskva -8 heiðskírt New York 2 heiðskírt Óslð -5 skýjað Parfs 3 skýjað Reykjavík 1 slydduót Rio de Janeiro 36 skýjað Róm 6 heiðskírt Stokkhólmur -2 mistur Tel Aviv 16 heiðskírt Tókýó 6 skýjað Vancouver -5 snjókoma V.'narborg 1 skýjað I gær afhentu yfirvöld i íran vestrænum fjölmiðlum ófullkomin gögn sem sýndu að fulltrúar Rauða krossins hefðu skýrt frá um- fangsmiklum pyntingum Savak- leynilögreglunnar, en i vantaði upplýsingar þeirra um breytt skil- yrði á siðustu mánuðum keisara- timans. Samstaða um varn- arsáttmála Ankara, 9. janúar, AP. TYRKNESKIR og bandariskir samningamenn urðu ásáttir i dag um nýjan sáttmála á sviði varn- armáía, að þvi er talsmaður tyrkneska utanríkisráðuneytis- ins tilkynnti i dag, og setja samningamennirnir fangamörk sin á sáttmálann á næstu dögum, hljóti hann samþykki stjórna hvors lands. Með sáttmálanum er áfram- haldandi rekstur fimm banda- rískra herstöðva í landinu tryggð- ur, en nokkrar stöðvar hafa verið starfræktar á bráðabirgðaleyfum í rúmt ár. Tvær stöðvanna safna upplýsingum um kjarnorkutil- raunir Rússa og herflutninga þeirra, og þykja þær mikilvægari eftir að bandarískum stöðvum í íran var lokað, svo og vegna þróunar mála í Afghanistan. Sáttmálinn tryggir Trykjum aukna hernaðar- og efnahagsað- stoð, en þeir lögðu fram miklar kröfur á því sviði sem skilyrði fyrir sáttmálanum. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.