Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 25 Að máli Kristjáns loknu kom í pontu Birgir ísl. Gunnarsson (S). Birgir sagði umraeður um mál aldraðra hefðu farið mjög vaxandi hin síðari ár og aldrei verið meiri en á síðustu tveimur árum. Birgir sagði að með því að samþykkja tillögu meirihlutans væri verið að Birgir Isl. Gunnarsson: brjóta félagslegt réttlætismál á hinum öldruðu starfsmönnum borgarinnar. Það virtist vera þannig með vinstri menn, að þeir sæju ekki skóginn fyrir trjánum, þeir töluðu stöðugt um félagslegt réttlæti, en gerðu síðan þveröfugt, eins og í þessu máli. Síðan sagði Birgir: „Við höfum fengið til liðs við okkur sérfræðinga í málefnum aldraðra og þeir eru sammála um að það versta sem gömlu fólki er gert, sé að senda það heim, svipta það vinnu sinni og láta það einangrast." Birgir sagðist alger- lega ósammála Guðrúnu Helga- dóttur í þessu máli. Hann sagði það skoðun sína að nýja reglu ætti að setja hvað aldursmörk snerti. Síðan sagði Birgir: „Við sjálfstæð- ismenn viljum ekki taka rétt af þessum öldruðu starfsmönnum, sem þeir ella kynnu að fá, ef að reglunum um starfsaldur yrði breytt." Nú er staðan sú,“ sagði Birgir, „að „hinir félagslegu umbóta- menn“ vinstri meirihlutans vilja fá þessa tillögu samþykkta og ætla sér með því að senda menn heim úr vinnu með öllum þeim afleiðingum sem að það hefur. Við sjálfstæðismenn viljum ekki ganga fram hjá neinum starfs- mönnum borgarinnar, við finnum að starfsmennirnir hafa áhuga á þessu máli og framhjá þeim verð- ur ekki gengið. I samþykkt borg- arstjórnar frá því í sumar, finnur gamla fólkið veika von, von um að það fái að halda áfram störfum eitthvað lengur. Þetta fólk vill vinstri meirihlutinn reka heirn." Að mati okkar sjálfstæðis- manna á borgin að sýna meiri sveigjanleika í þessum málum, rétt eins og mörg einkafyrirtæki hafa gert, en J>eim fyrirtækjum fer fjölgandi. Eg tel það óheilla- vænlegt spor ef borgarstjórn sam- þykkir þessa tillögu og ákveður þar með að senda marga aldraða starfsmenn heim, með þeim af- leiðingum sem það getur haft.“ Þegar Birgir hafði lokið máli sínu, tók Guðrún Helgadóttir (Abl) aftur til máls. Hún sagði í upphafi að hún teldi ýmsa menn heyra illa. Þá lýsti hún sig sam- mála Birgi hvað sveigjanleika snerti. Hins vegar lýsti hún því yfir að sér væri „lífsins ómögu- legt“ að skilja hvernig borgar- stjórn ætti að fara að því að vinsa úr þá starfsmenn sem halda ættu áfram störfum og þá sem ekki ættu að halda áfram störfum. Hún sagði það skoðun sína að ekki væri von til þess að nefnd sú sem að nú væri að störfum gæti lokið störf- um á næstunni og því væri nauðsynlegt að hafa fastmótaða reglu í þessu efni. Að lokum bar Guðrún fram fyrirspurn til Birgis, hvort Birgir héldi að það yrði niðurstaða þessarar nefndar að menn gætu unnið eins iengi og þeir vildu. Næstur kom Birgir ísl. Gunn- arsson í pontu og svaraði hann fyrirspurn Guðrúnar. Hann sagð- ist ekki draga í efa að niðurstaða nefndarinnar yrði sú að aðrar reglur væru settar en nú giltu. Er borgarfulltrúar höfðu lokið máli sínu var gengið til atkvæða um framkomna tillögu. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö atkvæðum sjálfstæðismanna. Fyrstu lagafrumvörp ársins: Hámark fésekta 30 milljónir — Varnir gegn hryðjuverkum FKAM er komið á Alþingi stjórn- arfrumvarp um hámark fésekta, til breytinga á gildandi ákvæðum aimennra hegningarlaga. í lög- um frá 1940 er hámark fésekta ákveðið 30.000 krónur og var það óbreytt til ársins 1976. Þá var hámarkið ákveðið 5.000.000,- krónur. Samkvæmt frumvarpinu, sem nú hefur verið lagt fram, verður hámark fésekta, skv. almennum hegningarlögum 30.000.000.- krónur, „nema heim- ild sé til þess í öðrum lögum", eins og segir í frumvarpinu, að beita hærri fésekt. Þá var einnig lagt fram stjórn- arfrumvarp sem að aðalefni felur í sér heimild til að fullgilda af Islands hálfu samning, sem gerður hefur verið á vegum Evrópuráðs um varnir gegn hryðjuverkum. Guðrún Helgadóttir Kristján Benediktsson legt væri að hafa einhverja við- miðunarreglu hvað aldur snerti og að þeirri reglu væri framfylgt. Hann sagði að samþykktin frá því í sumar væri fljótfærnisleg og ef til vill áróðursbragð frá hendi minnihlutans. Tala um félagslegt réttlæti — gera þveröfugt Töluverðar umræður urðu í borgarstjórn síðastliðinn fimmtudag, um tillögu sem lögð var fram af borgarráðsfulltrúum meirihlutans. efni tillögunnar er m.a. það, að starfsmönnum sem eldri eru en 71 árs skuli óheimilt að halda áfram störfum hjá borginni en verði þó ekki gert að hætta fyrr en þremur mánuðum frá samþykktinni. Tillagan er svohljóðandi: Borgarstjórn felur nefnd þeirri, sem skipuð var til að endurskoða reglur um aldurshámark starfsmanna, sem falla undir reglugerð um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavikurborgar, að ljúka tillögugerð fyrir 1. julí 1980. Fyrstur tók til máls Birgir ísl. Gunnarsson (S). í upphafi máls síns rakti hann forsögu þessa máls. Hann benti á að á síðasta ári hefðu komið upp nokkur tilfelli þar sem segja hafi átt upp nokkr- um starfsmönnum borgarinnar vegna aldurs. í tilefni af því hafi borgarstjórn samþykkt í sumar sem leið að fresta þessum upp- sögnum. Engum hafi átt að segja upp fyrr en reglur um aldurshá- mark hefðu verið endurskoðaðar. Með þessari tillögu sé hins vegar stefnt að því að breyta þessu og segja upp fólki þrátt fyrir að endurskoðaðar reglur liggi ekki fyrir. Þá gat Birgir þess að nú lægju fyrir drög að tillögum í nefndinni og ekki væri mikið verk að full- gera þær. Birgir sagði að þessar tillögur meirihlutans væru þreng- ing á samþykkt þeirri sem gerð var í borgarstjórn sl. sumar, og væru borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins á móti þessari þreng- ingu. Þá sagði Birgir að þeir menn sem góðs hefðu notið af fyrri samþykkt myndu falla undir þessa líka og myndu því að öllum líkindum missa vinnuna. Það væri ekki rétt að grípa til svona aðgerða á meðan endanlegar regl- ur væru ekki tilbúnar. Að lokum sagði Birgir að full- trúar Sjálfstæðisflokksins legðu fram bókun varðandi þessa til- lögu. Síðan las Birgir upp bókun- ina, sem er svohljóðandi: í borgarstjórn 5. júlí s.l. var svohljóðandi samþykkt gerð í borgarstjórn Reykjavíkur: „Borgarstjórn telur að óhjá- kvæmilegt sé að hafa mótaðar reglur um starfslok fastráðinna starfsmanna borgarinnar. Borgarstjórn felur nefnd þeirri, sem skipuð var til endurskoðunar á reglum um aldursmörk borgar- starfsmanna, að hraða störfum. Verði uppsögnum þeirra starfs- manna Reykjavíkur, sem hætta störfum vegna aldurs, frestað þar til nefndin hefur lokið störfum og reglur um starfslok samþykktar í borgarstjórn." Við teljum að nefnd sú, sem getið er í tillögunni, eigi að hraða störfum, þannig að borgarráð og borgarstjórn geti tekið afstöðu til tillagna hennar. Tillaga sú, sem nú er lögð fram, þrengir þær reglur, sem nú gilda skv. sam- þykkt borgarstjórnar frá 5. júlí. Við teljum ekki ástæðu til að gera slíka samþykkt nú og greiðum atkvæði gegn henni. Nokkrar stöður tvímannaðar Að máli Birgis loknu tók til máls Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri. I upphafi gerði hann grein fyrir þessari tillögu. Hann sagði að býsna mörg tilfelli hefðu komið upp hvað starfsaldur varð- aði og borgin væri í vandræðum vegna þessa. Búið hefði verið að undirbúa að skörð þeirra starfs- manna sem hætta myndu fyrir aldurssakir, yrðu fyllt og væru því nokkrar stöður tvímannaðar. Þá benti borgarstjóri á að nauðsyn- legt væri að hafa eina ákveðna reglu sem að gilti um starfsaldur, þó að nýjar reglur væru í endur- skoðun. Það að hafa hlutina í Birgir ísl. Gunnarsson Páli Gislason núverandi horfi kallaði á mörg vandamál, enda væru þau fyrir hendi. Borgarstjóri sagðist líta á tillögu þessa sem bráðabirgðafyr- irkomulag, sem í gildi væri þar til að nýjar reglur yrðu samþykktar. Ábyrgðarleysi að samþykkja tillöguna ekki Er borgarstjóri hafði lokið máli sínu tók til máls Guðrún Helga- dóttir (Abl). Hún sagði það skoðun sína að samþykkt borgarstjórnar frá því í sumar hefði verið byggð á misskilningi. Það sagði hún vera samdóma álit allra þeirra sem til þekktu og hún hefði rætt við. Að sínu mati væri óeðlilegt að menn sætu lengur í störfum en til 70 ára aldurs. Einnig væri með samþykkt eins og þeirri frá því í sumar, verið að hlutast til um mál sem undir lífeyrissjóði heyrði. Hún sagði það grun sinn að samþykkt þessi hefði verið gerð meir af kappi en forsjá. Guðrún sagði það skynsemisatriði að samþykkja til- löguna, en ábyrgðarleysi að sam- þykkja hana ekki. Að lokum bað Guðrún borgarfulltrúa um að samþykkja þessa tillögu og að bjarga um leið þeim, sem að þessum málum ynnu, út úr því öngþveiti sem ríkti á þessu sviði hjá borginni. Andar köldu frá Guðrúnu Þegar Guðrún hafði lokið sínum málflutningi, kom í pontu Páll Gíslason (S). Hann sagði að sér fyndist anda heldur köldu frá bar til endanlegar ákvarðanir um þetta efni liggja fyrir, samþykkir borgarstjórn, að starfsmönnum sé heimilt að starfa til 71 árs aldurs eða næstu mánaðamóta þar á eftir. Starfsmanni er þó ekki skylt að láta af starfi fyrr en að liðnum þremur mánuðum frá samþykkt þessari. Forstöðumönnum borgarstofnana er falið að tilkynna þeim starfsmönnum, sem hlut eiga að máli, þessa ákvörðun borgarstjórnar skriflega. Egill Skúli Ingibergsson Albert Guðmundsson Guðrúnu í garð þeirra sem þetta mál snerti. Hann benti á að aldur fólks og heilsa hefðu batnað mjög á hinum síðari árum og því væri hinn almenni starfsmaður lengur hæfur til að vinna en áður var. Páll kvað það eðlilegt að leyfa fólki að vinna svo lengi sem að heilsan leyfði. Hann sagði að ekki ætti að henda þessu fólki frá borginni, krafta þeirra væri enn þörf. Þá væri heldur ekki atvinn- uleysi hér, eins og í mörgum öðrum löndum, og því væru það ekki rök fyrir því að senda um- rædda starfsmenn heim. Næstur talaði Albert Guð- mundsson (S). Hann benti á þá athyglisverðu staðreynd að einn fulltrúi meirihlutans hefði nú rétt í þessu beðið minnihluta borgar- stjórnar um hjálp. Fulltrúinn hefði beðið um hjálp við að bjarga borginni út úr því öngþveiti sem að þetta mál skapaði hjá- meiri- hlutanum. Það væri athugandi að taka hjálparbeiðni sem þessa til greina. Þá sagði Albert að ef þetta mál skapaði einhvern vanda hjá lífeyrissjóðunum þá ætti stjórn þeirra að koma saman hið fyrsta og lýsa þeim vandamálum fyrir nefnd þeirri sem að endurskoðun- armálum ynni, til að borgarstjórn gæti síðar tekið afstöðu til þeirra mála. Er Albert hafði lokið máli sínu, kom upp Kristján Benediktsson (F). Hann sagði að Albert hefði að þessu sinni flutt afskaplegá vonda ræðu. Kristján sagði að þetta mál væri flókið og margslungið. Hann sagði sig talsmann þess að aldrað fólk fengi einhver hlutastörf er það hefði náð 70 ára aldri, en lét þess jafnframt getið að nauðsyn- Vinstri menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.