Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 19 Þingfréttir í stuttu máli Umræður um skattadómstól og lögfræðiaðstoð: Svipmynd úr Sameinuðu þingi, sem tekin var sl. þriðjudag, á fyrsta fundi Alþingis eftir jólahlé. Tveggja tíma framsaga Magnús H. Magnússon fé- lagsmálaráðherra, hélt tæplega tveggja tíma framsöguræðu fyrir stjórnarfrumvarpi um Húsnæðismálastofnun ríkisins, en efnisatriði þess hafa áður verið ítarlega kynnt hér í Mbl. Frumvarpið er í 7 köflum: 1) Um hlutverk og skipulag stofnunar- innar, 2) Um Byggingarsjóð ríkisins og almenn veðlán til íbúðarhúsnæðis, 3) Um Bygg- ingarsjóð verkamanna og félags- legar íbúðarbyggingar, 4) Um kaupskyldu sveitarfélaga á verkamannabústöðum, sem byggðir hafa verið skv. eldri lögum, 5) Um tækni- og þjón- ustudeild Húsnæðismálastofn- unar, 6) Um skyldusparnað ungs fólks til íbúðarbygginga og 7) Ýmis ákvæði. Sinfóníuhljóm- sveit íslands Vilmundur Gylfason mennta- málaráðherra mælti í neðri deild fyrir frumvarpi um Sinfón- íuhljómsveit íslands, sem nú er lagt fram í 3ja sinn. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að sinfónían verði sjálfstæð stofnun með sér- stakan fjárhag er lúti sérstakri stjórn, en málefni hennar heyri undir menntamálaráðuneytið. Rekstrarkostnað skiptist þannig: ríkissjóður 50%, ríkisútvarp 25%, borgarsjóður Reykjavíkur, bæjarsjóðir Kópavogs, Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Sel- tjarnarnes sameiginlega 25% er skiptist eftir íbúafjölda. Frum- varpið gerir ráð fyrir 65 stöðu- gildum hjá hljómsveitinni. Miklar umræður Miklar umræður urðu um frumvarpið. Birgir ísl. Gunnarsson (S) taldi nauðsynlegt að samþykkja frumvarpið, enda yrði framtíð hljómsveitarinnar ekki tryggð með öðrum hætti. Hann gerði þó athugasemd við 3. gr. þess að Reykjavíkurborg væri ætlað að innheimta hjá öðrum sveitarfé- lögum þeirra hlut í rekstrar- kostnaði. Eðlilegra væri að það innheimtihlutverk væri alfarið hjá ríkissjóði. Albert Guðmundsson (S) var- aði við samþykkt frumvarpsins óbreytts, sem væri gallað á ýmsa lund, þótt nauðsynlegt væri að vísu að hlúa að menningar- starfsemi hvers konar. Frum- varpið gerði m.a. ráð fyrir því að ráðstafa útsvarstekjum sveitar- félaga með lagaboði, sem væri hættulegt fordæmi sjálfstæði sveitarfélaga. Pálmi Jónsson (S) taldi rétt og nauðsynlegt að skapa starf- semi Sinfóníuhljómsveitarinnar lagagrundvöll. Spurning væri hins vegar, hve langt ætti að ganga í útgjaldaátt með laga- ákvæðum, þegar aðhald í ríkis- útgjöldum væri jafn nauðsynlegt og nú væri talið. Minnti hann á fyrri ágreining um fjölda hljómsveitarmanna, þ.e. fastráð- inna starfsmanna skv. laga- ákvæði. Ragnar Arnalds (Abl) taldi að frumvarp þetta væri nú orðið að lögum ef síðasta þingi hefði enst starfsaldur svo sem einni eða tveim klukkustundum lengur en raun varð á. Hér gildir annaðhvort eða, sagði hann, annað hvort að hljómsveitin rísi undir nafni og til þess þarf hún að hafa vissa stærð — eða verða af því menningarhlutverki er hún gegnir. Alexander Stefánsson (F) lýsti yfir stuðningi við frum- varpið. Ingvar Gíslason (F) sagðist samþykkur efnisatriðum frum- varpsins en vildi fá upplýsingar um, hvort sveitarfélög, sem kostnað ættu að bera, væru samþykk ákvæðum þess þar að lútandi. Vilmundur Gylfason mennta- málaráðherra taldi að sam- komulag hefði verið þar um, er frumvarpið var fyrst lagt fram, en vildi ekki fullyrða um afstöðu þeirra nú. Það mál þyrfti, sem önnur í frumvarpinu, könnunar við í þingnefnd. Karvel Pálmason (A) sagði að stjórnmálamenn töluðu allir um sparnað, þegar þeir töluðu við kjósendur. Hvar á að byrja? spurði hann. Ef sparnaður er bannorð þegar sinfónían á í hlut teygir það bann sig væntanlega til ýmissa annarra og ekki síður þarfra verkefna í þjóðfélaginu. Frumvarpinu var vísað til menntamálanefndar. Skattadómur og rannsókn í skattsvikamálum Vilmundur Gylfason dóms- málaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um Skatta- dóm. Samkvæmt því skal setja á fót sérstakan skattadóm fyrir landið allt. Hlutverk hans skal vera að rannsaka fyrir dómi og dæma í málum sem höfðuð eru af ríkissaksóknara til refsingar vegna brota á skattalögum. Sagði ráðherra að hraða þyrfti málsmeðferð þvílíkra mála, sem aukizt hefðu og settu mark sitt á þjóðfélagið. í umræðu kom fram að ýmsir þingmenn töldu eðlilegra og kostnaðarminna að setja á fót sérstaka deild við Sakadóm Reykjavíkur, er sérhæfði sig í skattamálum, en stofna til sér- dómstóls. Styrkja bæri og frem- ur hið almenna dómskerfi en setja á fót kostnaðarsama sér- dómstóla í einstökum málaflokk- um. Varðandi skattsvikamál vantaði fremur starfssvið á öðr- um sviðum en í dómsuppkvaðn- ingu. Bent var á að sérstakur skattadómari hefði starfað um árabil á fimmta áratugnum og þá fengið samtals 2 mál til meðferðar. Ennfremur vantaði að tengja þetta mál frumvarpi um breytingu á tekjuskatts- og eignaskattslögum, sem nú lægi fyrir þinginu. Frumvarp um lögfræðiaðstoð Vilmundur Gylfason dóms- málaráðherra mælti og fyrir frumvarpi um lögfræðiaðstoð í tilteknum málaflokkum (sifja- erfða- og persónuréttarmálum, skaðabótamálum, vátrygg- ingarmálum, vinnusamninga- málum, kaup og sölu íbúða, lausafjárkaup, og vegna meintra yfirsjóna opinberra starfsmanna í starfi). Rétt til aðstoðar, sam- kvæmt frumvarpi þessu, hafa einstaklingar, sem eru íslenzkir ríkisborgarar, enda nái tekjur þeirra ekki nánar tilgreindum mörkum í reglugerð. Gert er ráð fyrir að ráðþegi greiði '4 lög- fræðikostnaðar en ríkissjóður 3/4. Tollfrjálst iðnaðarsvæði við Keflavíkur- flugvöll Karl Steinar Guðnason (A) flytur tillögu til þingsályktunar um könnun á, hvort hagkvæmt sé að starfrækja tollfrjálst iðn- aðarsvæði við Keflavíkurflug- völl. Hlutverk tollfrjáls iðnað- arsvæðis væri í því fólgið, segir í greinargerð, „að gefa fyrirtækj- um, jafnt innlendum sem erlend- um, kost á að framleiða hér eða ljúka framleiðslu tækja, véla o.s.frv., sem síðan yrðu flutt á markað, t.d. í löndum EFTA eða EBE. Mætti hugsa sér að jap- önsk eða amerísk fyrirtæki teldu hagkvæmt að nýta þennan möguleika, einkum vegna þess að þau nytu tollfrelsis á mörkuð- um tollabandalaganna EBE og EFTA. Hagsmunir íslendinga yrðu hins vegar í því fólgnir að njóta atvinnunnar er þessi starfsemi skapaði." Tvö mál Eggerts Haukdals Eggert Haukdal hefur lagt fram þrjú þingmál. 1) Frumvarp til breytinga á lögum um Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Frum- varpið gerir ráð fyrir að tekjur Byggðasjóðs verði auknar um 3 milljarða, en jafnframt verði sjóðnum gert skylt að verja þriðjungi tekna sinna til jöfnun- ar á rafmagnsverði í landinu. 2) tillögu til þingsályktunar þar sem ríkisstjórn er falið að undir- búa tillögur um aðstoð við fisk- flutninga milli Þorlákshafnar, Selfoss, Eyrarbakka og Stokks- eyrar. Undanþágu- sláturhús Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp um framlengingu heimilda, til ársloka 1982, til slátrunar — til eins árs í senn — í sláturhúsum, sem ekki hafa verið löggilt, ef yfirdýralæknir og hlutaðeigandi héraðslæknir telja, að viðkomandi starfsemi geti farið fram á viðunandi hátt. U mboðsf ulltrúi dómsmála- ráðuneytis Pétur Sigurðsson (S) hefur lagt fram í Sameinuðu þingi eftirfarandi spurningar til dómsmálaráðherra. • 1. Er fjárveiting fyrir hendi til greiðslu launa og annars kostnaðar við hið nýja embætti umboðsfulltrú- ans? Eru fyrirmæli þar um í lögum? Ef ekki, hver heimilar ráðherra að setja þetta nýja embætti á stofn? • 2. Er umboðsfulltrúinn ráð- inn skv. samningi félags innan BSRB, BHM, ASÍ, eða er hann ráðinn sam- kvæmt sérsamningi? • 3. Hver eru byrjunarlaun hans, önnur launakjör og fríðindi? Er umboðsfull- trúinn æviráðinn eða til skemmri tíma, t.d. næstu reglulegu alþingiskosn- inga? Norskt ættfræðirit ef tir íslenska konu vegna landbúnaðarins á íslandi, bitnuðu að sjálfsögðu mest á jaðar- svæðunum og hefði þurft að gera hliðarráðstafanir í fræðslumálum, ef bændur þurfa að breyta um starf. Þeir muni eiga erfitt með fjárhags- lega að afla sér nýrrar menntunar, ef þeir þurfi að breyta um. Nikulás sagði, að tímarnir hefðu verið erfiðir að undanförnu. Olíu- hækkun hefði komið illa við þau, þar sem árleg þörf í Svefneyjum er 30 tonn til upphitunar húsa og reksturs á rafstöðinni. Ekki hefði það náðst fram að kaupa vélbát til að veiða skelfisk, sem eru þeir möguleikar sem hann eygði til viðbótarstarfa og til að fullorðna fólkið gæti haft heilsárstekjur. En hann vonaðist enn til þess vegna eyjabúskaparins að það gæti orðið. — Mér finnst að það hljóti að skipta sköpum fyrir búskap í eyjun- um hvernig stjórnvöld taka á því að við fáum einhver sérréttindi til að nýta skelfiskinn kringum eyjarnar, sagði Nikulás. Ég hefi séð það í blöðum í landi að þeir eru að deila um réttindin til að veiða skelfisk, en mér sýnist að þar sé um að ræða a.m.k. helming miða á svæði, sem er innan hreppsmarka Flateyjar- hrepps. Forráðamenn verða að hafa skilning á því að leyfa verður eyjabúum afnot af hlunnindum sínum. Sjósókn úr eyjunum hefur helgað þann rétt. Ég hefi margleitað eftir því að geta nýtt skelfiskinn og veitt okkur þar með atvinnumögu- leika allt árið í eyjunum. Spurður að því hvort Svefneyjar- fólk væri kannski að setjast að í Svíþjóð, sagði Nikulás að ekki væri það framundan. Hugmyndin er að vera við nám í tvö ár, en fara þó heim á sumrin. Koma svo heim að þeim tveimur árum liðnum og at- huga okkar gang og hvað er fram- undan hjá okkur, sagði hann að lokum. — E.Pá. GEFIÐ hefur verið út í Noregi ættfræðirit er heitir Slekter fra Romsdalskysten og hefur Anna S. Julnes tekið ritið saman. Er hún islensk en giftist norskum kennara. Johan Julnes og fluttist til Noregs fyrir 10 árum og er nú búsett í Aukra. Anna S. Julnes er fædd í Reykjavík 7. júlí 1946 og eru foreldrar hennar Guðmundur Guðni Guðmundsson rithöfundur og Ásta Þórarinsdóttir. Sagði Guðmundur Guðni í samtali við Mbl. að Anna hefði safnað efni í bókina sl. 8 ár og hefði maður hennar aðstoðað hana við verkið, en þau eru bæði áhugamenn um ættfræði. Hefði Johan Julnes þannig tekið margar myndir í bókinni, en myndirnar eru bæði af gömlum gripum og sveitabýlum og stöðum. Hafa þau hjónin að öllu leyti séð um útlit og frágang bókarinnar, sem er 560 síður, búið hana til prentunar og staðið að útgáfunni með styrk frá sveitar- félögum og nokkrum bönkum í Noregi. Anna S. Julnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.