Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 29922 Úthlíð 2ja herb. 60 fm kjallaraíbúö. Laus eftir samkomulagi. Verö 17 millj. Útb. 13 millj. Norðurmýrin 2ja herb. 55 fm mjög snyrtileg kjallaraíbúö. Verð 15 millj., útb. 10 millj. Mjóahlíð 2ja herb. íbúö í góðu steinhúsi á 1. hæö. Laus fljótlega. Verð 22 millj., útb. 16 millj. Vesturbær 75 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæö í fjórbýlishúsi. Suður svalir. Björt og rúmgóö íbúö. Til afhendingar nú þegar. Verö 22 millj., útb. 16 millj. Framnesvegur 3ja herb. íbúö á 1. hæð í 3ja ára gömlu fjórbýlishúsi. íbúö í algjörum sérflokki. Bílskúr fylgir. Verð tilboð. Reynimelur 3ja herb. 100 fm íbúö á 2. hæð ásamt herb. í risi í góöu fjórbýlishúsi. Laus fljótlega. Verð 32 millj., útb. 25 millj. Miðbraut Seltjarnarnesi 3ja herb. 100 fm ný íbúö í fjórbýlishúsi ásamt bílskúr. Innréttingar í sérflokki. Laus nú þegar. Verö tilboð. Vesturgata 140 fm neöri hæð og kjallari í góöu tvíbýlishúsi. íbúð sem gefur mikla möguleika. Til afhendingar fljótlega. Verö 27 millj., útb. 20 millj. Kleppsvegur 4ra herb. 105 fm jaröhæö í blokk. Nýtt tvöfalt gler. Þvottahús og búr inn af eldhúsinu. Til afhendingar í febrúar. Verö 28 millj., útb. 20 millj. Möguleiki á skiptum á 2ja herb. Fífusel 4ra—5 herb. íbúö á tveimur hæðum. Suöur svalir. Rúmlega tilb. undir tréverk. Til afhendingar strax. Verö tilboð. Suðurgata Hafnarfirði 4ra herb. 115 fm neðri hæð í 20 ára gömlu steinhúsi. íbúöin er öll nýstandsett. Gott útsýni. Verö 30 millj., útb. tilboð. Lindarbraut Seltjarnarnesi 4ra—5 herb. sérhæð í góöu tvíbýlishúsi. Til afhendingar fljótlega. Verö 35 millj., útb. 25 millj. Eyjabakki 4ra herb. endaíbúö á 3. hæö. Þvottahús og búr inn af eldhúsinu. Herb. í kjallara fylgir. Verð tilboð. Vogahverfi 108 fm toppíbúö meö tvennum svölum ca. 40 fm. Bílskúr getur fylgt. Skipti á 3ja herb. íbúö í Heimum eöa Túnum æskileg. Verö tilboö. Laugalækur 140 fm raöhús ásamt góöum bilskúr. Möguleikar á skiptum á góöri sérhæö. Verö tilboö. Grundarás. 210 fm raöhús rúmlega fokhelt. Afhendist í febr. Fullglerjað. Fullfrágengið aö utan. Fulleinangraö þak og pane-frágengiö. Til afhendingar í marz. Möguleikar á skiptum á 4ra herb. íbúö. Verö 37 millj. Gamalt einbýlishús sem nýtt 5 herb. hæö og ris á miðbæjarsvæðinu ásamt 2ja herb. íbúö í kjallara. 40 fm eign í algjörum sérflokki. Verö tilboö. Útborgun sem mest. 4S FASTEIGNASALAN ^Skálafell Mjóuhlíð 2 (vió Miklatorg) Sölustjóri: Valur Magnússon, Viðskiptafræöingur: Brynjólfur Bjarnason. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Uppl. í síma 35408 Vesturbær: Úthverfi: Hávallagata. Miðbær. Karfavogur Heiöargerði Granaskjól Selvogsgrunnur Bárugata. Gnoðarvogur 44—88. Vor á sídsumr i Þegar Helfíi Sæmundsson sendi frá sér ljóðabókina Sunnan í móti árið 1975, voru liðin þrjátíu og fimm ár frá því að hann gaf út æskuljóðin Sól yfir sundum. ok ég, sem hafði haft af honum mjög náin kynni í rúma þrjá áratugi, hafði ekki hufjmynd um, að hann hefði iðkað ljóðlist, en hins vegar vissi ég, að hann var flestum öðrum betur að sér í íslenzkum ljóðum 19. ok 20. aldar og auk þess býsna fróður um ljóðagerð frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum. Undirtitill á bókinni Sunnan í móti er Ljóð 1937—1975. en aðeins tíu af fjörutíu og einu ljóði bókarinnar eru tímasett með ár- tali. Ég á ekki ljóðakverið frá 1940, en tvö hinna ármerktu ljóða munu þaðan komin, því að annað þeirra hefur Helgi ort seytján ára, en hitt á næsta ári, en æskuljóðin komu út, þegar hann var tvítugur. Þá er eitt frá 1947, og mun það tengt harmrænum atburði í lífi skáldsins, atburði, sem ég man og veit að varð honum þungbær. Hann vann og að þýðingum rúm- lega tvítugur, þýddi meðal annars hina miklu skáldsögu Rólega rennur Don. og svo tók við blaðamennska, ritstjórn og pól- itískt vafstur um langt skeið, og virðist mér, að Helgi hafi ekki fengizt neitt að ráði við ljóðagerð, fyrr en að honum tók að þjarma sá sjúkdómur, sem olli því, að annað veifið var hann milli heims og heljar, en hitt á ferli með hjálp ógnsterkra lyfja og þeirrar mátt- ugu guðstrúar, sem honum virðist í blóð borin, samfara djúptækri aðdáun á öllu því góða og fagra, sem ýmsir hyggj§ að eigi sér ekkert guðlegt upphaf! Það tvennt hélzt í hendur í mörgum af ljóðunum í Sunnan í móti. heit guðstrú og allt að því lamandi feigðaruggur. Mörg þeirra eru þó ort eftir að Helgi gekk vestan hafs undir þá skurðaðgerð, sem svo nærri var gerð dauðans dyrum, að hjarta sjúklingsins lá á borði, hve Bókmenntir eítir GUÐMUND G. HAGALÍN lengi veit ég ekki. En í krafti trúarinnar á föður lífsins og meistaralega þekkingu og vinnu- brögð þeirra, sem þar voru að verki með dauðann glottandi á bak við sig bar lífið sigur úr býtum. En þaö er vissulega ekki ýkjaerfitt að setja sig svo í spor hins í áratugi sárþjáða skálds, að skiljanlegt verði, að ár hafi þurft að líða jafnvel fleiri en eitt og fleiri en tvö, þangað til hann hafi fyllilega trúað því og treyst, að mannlegur máttur hafi með hjálp hins mikla föður lífsins megnað aö veita honum varanlega bót meina sinna. Þess verður og jafnvel vart í stöku ljóðum í bókinni Fjallasýn. að enn svífur þá að honum uggur hinna löngu þjáningarnótta. En í bókinni Tíundir yrkir hann fyrst og fremst um þá gleði, sem vor og gróandi fá veitt. Hann velur bókinni og sem einkunnar- orð þetta erindi úr ljóði eftir eitt af sínum norsku eftirlætisskáld- um Arnulf Överland, sem píndur var í fangabúðum nazista, en var lítt íagnað af þeim Andréssonum, þegar hann kom til íslands, flutti hér erindi um hina gerzku vá og las úr nýjum ljóðum sínum: Harc a levc* om i fattÍKc* kar. har du cn hand a trykkc* har du c*n midvintc rdrom om c*nnu c*n var! (iyiden drape hlir hvert minutt tiislutt. Og aftan á hlífðarkápuna hefur Helgi látið prenta þetta stutta en stefnumarkandi ljóð úr bókinni: (iarrtyrkjumartur Kk er haminKjusamur ok frjáls því hendur mínar vinna háúar K«tt starf. Éjf fa^na nýju vori eins ok harn ok frjósttm moldin Kefur mér dajflc'Kt hrauft. Kinhveran veitir mér sálarró ok óskin Kloóur hu« minn eins ok sólskin. Mík lanKar aó ra kta aldinKaró lanKt frá heimsstyrjoldinni um vttld ok auó. Þetta er dæmigert um þann anda, sem ríkastur er í þessum ljóðum. Mér verður hugstæðast alls í bókinni, sem hefur að geyma margt fagurt, hinn þríþætti óður Vorið í sveitinni. en segja má, að honum ljúki með ofurgleði, sem í sér felur ástarjátningu til vors og gróanda, og þess máttarvalds sem þar birtist í manninum skynjan- íegri og hugstæðri mynd. Og þrátt fyrir óhug skáldsins gagnvart heimsstyrjöldinni um auð og völd, lætur hann sig hafa það að birta þessa trúarjátningu: Ék trúi á miiriiundaKtnn sem hjarma á tinda sla*r ok la*t mÍK dreyma hetra heim en veroldina i kht. Kk trúi á morKundaKÍnn þó óIkí forlaKasjór ók set mitt traust á lítil born sem framtíóin k<tí stór. Ég tek undir þetta með skáldinu sem og það, sem hann yrkir má Eiríkur J. Eiríksson: Lítil bók, sem stækkar við lesturinn Bjarni M. Gíslason: Handritamálið 54 bls. Útgefandi: Hiimir hf.. Reykjavik 1979. Svo sem alþjóð veit átti Bjarni M. Gíslason, skáld og rithöfundur, sjötugsafmæli hinn 4. apríl í fyrra. Fyrir frumkvæði Axels heit- ins Kristjánssonar og með drengilegum stuðningi ekkju hans, kemur nú út eins konar afmælisrit til heiðurs Bjarna og er að vísu ekki stórt að vöxtum og án ytri jólagjafaíburðar, en væri sæmdarauki íslenskum heimilum, að fyndist sem víðast innan um aðrar gjafir á jóla- borðum nú. Efni ritkorns þessa er: „Inn- gangsorð" eftir Dr. Jónas Kristjánsson forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar og eru að sjálfsögðu vel rituð; mun ræða Dr. Jónasar í hófi, helguðu Bjarna í fyrra vegna afmælis hans, lengi í minnum höfð, þeirra er hennar nutu. Jónas Kristjánsson þýddi á sínum tíma bók Bjarna: „íslensku handritin". Við tekur svo afburða snjöll grein um handritabaráttu Bjarna eftir danska lýðháskóla- frömuðinn Poul Engberg. Þá grein þyrftu sem flestir að lesa Bjarna M. Gíslasonar vegna, en fyrst og fremst vegna málstaðar íslenskrar menning- ar, og danskrar einnig. Þrjár greinar kpma svo eftir Bjarna sjálfan: Útvarpsræðan fræga frá 1938, sem endar á hinum örlagaríku orðum: „Sendið íslandi dýrgripi sína aftur sem danska þjóðargjöf". Tvær ræður taka svo við, hin síðari flutt í Noregi 1974. í báðum stígur Bjarni í ræðustól- inn í fullum herklæðum þekk- ingar og er vígreifur, en traust- ur og fastur fyrir eins og Látrabjarg, er Bjarni ólst upp við. Furðuleg líking um ekki Bjarni M. Gíslason stærri mann á líkamsvöxt! Per- sónan vestfirsk og jósk í senn. Ritinu lýkur svo með „Eftir- mála“ Bjarna, þar sem hann minnist fagurlega velgjörða- manns síns og málefnisins, Axels, en þeir voru saman til sjós hér í eina tíð og voru órofa vinir síðan. Á Bjarni marga einkavini beggja megin hafsins, enda tryggur vinum sínum og hverjum málstað, góðum. Má minna á, að Bjarni vann ómetanlegt gagn í Danmörku íslenskum málstað lýðveldisárið 1944. Einnig lagði. hann land- helgismálinu öflugt lið á ýmissa þjóða vettvangi. Útgafu þessa önnuðust með prýði þeir Jón Björnsson, rithöf- undur, og Sigurður Gunnarsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.