Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Verða símtöl við útlönd dýrari um iarðstöðina? „ÉG eíast um að samtöl við útlönd verði ódýrari með tilkomu jarðstöðvarinnar í vor,“ sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri í samtali við Mbl. í gær, „og 3 nýjar íslenzkar kvikmyndir frum- sýndar i vetur þRJÁR nýjar íslenzkar kvikmyndir verða frumsýndar í vetur, en meginhluti kvikmyndunarinnar fór fram á s.l. ári. Fyrsta myndin, sem verður frumsýnd, er Land og synir eftir sögu Indriða G. borsteinssonar og verður hún frumsýnd í janúarlok. Kvikmyndin Veiðiferðin eftir handriti Andrésar Indriðasonar verður frumsýnd í febrúarlok og Óðal feðranna verður frumsýnt í apríl. Land og synir er nú fullbúin en Ágúst Guðmundsson, sem er leik- stjóri, gerði jafnframt handritið eftir sögu Indriða. Framleiðandi er Jón Hermannsson, en ísfilm gerir myndina. Kvikmyndatakan kostaði liðlega 60 millj. kr., en um 100 manns unnu að verkinu s.l. ár. Myndin er á breiðfilmu og í lit. Veiðiferðin, mynd Andrésar Indriðasonar og Gísla Gestssonar fyrir börn og fullorðna, verður frumsýnd í febrúarlok en um þessar mundir er unnið að hljóð- setningu myndarinnar að lokinni upptöku á tónlist sem Magnús Kjartansson samdi fyrir myndina. Sýningartími er 1% klukkustund. Óðal feðranna verður frumsýnd í apríl, en um þessar mundir er verið að klippa myndina. Hrafn Gunnlaugsson er leikstjóri, Snorri Þórisson sá um kvikmyndun og Jón Þór Hannesson um hljóðupp- töku, en þessir þrír eru aðstand- endur myndarinnar. Kostnaður er um 60 millj. kr. og verða síðustu senur myndarinnar teknar um helgina í Reykjavík. samkvæmt núgildandi regl- um er útlit fyrir 22% sölu- skatt á slík samtöl í gegnum teljara í staðinn fyrir 4% skatt á samtöl í gegnum stöð eins og nú er. Það er hins vegar hugsanlegt að þessi söluskattur verði felld- ur niður.“ Fyrstu mánuðina eftir að jarðstöðin verður komin í notkun verður aðeins hægt að hringja beint til Vestur-Þýzkalands þar sem kerfið fyrir ísland inn á Norðurlönd og fleiri lönd verður ekki tilbúið fyrr en n.k. haust. Ríkissjóður íslands á jarðstöð- ina að um það bil tveimur þriðju, en Mikla norræna símafélagið á um 'A. íslendingar hafa rétt til þess að borga Mikla norræna út sinn hluta í fyrirtækinu árið 1985. • • Metsala Ogra TOGARINN Ögri frá Reykjavík seldi afla sinn i Grimsby í gær og fyrradag og fékk togarinn hæsta verð sem íslenzkt fiskiskip hefur fengið bæði í íslenzkum krónum og erlendum gjaldmiðli. Ögri seldi 242 tonn af fiski, aðallega þorski og fékk fyrir aflann 144.400. sterlingspund eða jafnvirði 129 milljóna króna. Með- alverð var 532 krónur fyrir hvert kíló. Fyrra met var 130 þúsund sterlingspund. Skipstjóri á Ögra er Brynjólfur Halldórsson. Önnur góð sala var í Grimsby í gær. Togarinn Jón Dan seldi 188 tonn fyrir 105 milljónir króna, meðalverð var 555 krónur fyrir hvert kíló. Benedikt Gröndal forsætisráðherra: Mótmælti innrásinni við sovézka sendiherrann Heimsóknar varaforsætisráðherra Sovétríkjanna ekki óskað Frá kvikmyndun Óðals feðranna. Frá vinstri: Jón Þór Hannesson, Snorri Þórisson. Hrafn Gunnlaugsson og Þórður Magnússon leikari frá Borgarnesi. Ljósmynd Ragnheiður Harvey. BENEDIKT Gröndal forsætisráð- herra tilkynnti Streltsov, sendi- herra Sovétríkjanna á íslandi, að ekki væri óskað eftir fyrirhug- aðri heimsókn varaforsætisráð- herra Sovétrikjanna til íslands í byrjun næsta mánaðar, en um leið mótmælti forsætisráðherra innrás Sovétrikjanna í Afghan- istan. „Við áttum fund í forsætisráðu- neytinu í morgun," sagði Benedikt í samtali við Mbl. í gær, þegar hann vár spurður um viðræðurnar við sovézka sendiherrann. „Sendi- herrr.nn fór fyrst að tala um kjarnorkusprengjur í Evrópu, en ég vék talinu strax að innrásinni í Afghanistan og lýsti því yfir, að við Íslendingar hefðum miklar áhyggjur af þróun mála varðandi Afghanistan, því við teldum að sú þróun myndi spilla valdajafnvægi á stóru svæði í Austurlöndum. Var jafnvægið þó í mikilli hættu fyrir vegna ástandsins í íran. Eg áréttaði að við teldum að friðvæðing væri ekki svæðisbund- ið mál og þó að það hefði verið fyrirhugað fyrir allnokkru að varautanríkisráðherra Sovétríkj- anna kæmi hingað til lands í byrjun næsta mánaðar til þess að ræða samskipti landanna og slök- un í Evrópu, þá óskuðum við ekki eftir því að ráðherrann kæmi og að ferðinni yrði frestað um óákveðinn tíma. Eg benti sendiherranum á, að það væri erfitt fyrir okkur að hafa trú á tali um detente og friðvæð- ingu í Evrópu þegar slíkir atburð- ir gætu gerzt í nálægum heims- hluta." Flutningabílar f uku hér og þar í illviðrinu fyrri hluta vik- unnar urðu nokkur dæmi þess að stórir flutningabílar fuku um koll. Á myndinni er einn stór vöruflutningabíll sem varð að lúta veldi Kára, en það var við bæinn Tröð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi sem vindurinn skellti bílnum. Engin alvarleg meiðsli urðu á ökumannin- um. Þá fauk stór flutningabíll frá Kaupfélagi Búðardals á hliðina á veginum milli Árdals og Skelja- brekku í Andakílshreppi. Tveir voru í bílnum og slasaðist annar á hendi. Óskar Einarsson, formaður Vöku: „Skorum á lýðræðis- sinna að mótmæla“ — við sovézka sendiráðið kl. 14 í dag í DAG kl. 14.00 verður mótmæla- staða við sovézka sendiráðið i Garðastræti vegna innrásar Sov- étrikjanna inn i Afghanistan og vegna landvinningastefnu þeirra siðustu árin. Að mótmælastöðunni standa Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, og félög lýðræðis- sinnaðra framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu. „Hér eru miklir atburðir að ger- ast,“ sagði Óskar Einarsson, form- aður Vöku, í viðtali við Morgunblað- ið. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að heimsfriðnum er ógnað með því grímulausa ofbeldi, sem ráðamenn í Sovétríkjunum beita. Enginn getur lengur efazt um það, að hætta stafi af þessum stærstu alræðisríkjum heims. Enginn getur iengur leyft sér að vera nytsamur sakleysingi. Við skulum ekki gleyma því, að Sovétríkin hófu kalda stríðið með því að leggja undir sig öll Austur-Evrópuríkin, koma þar á sósíalisma og alræðisstjórn. Síðustu tvo áratugina hafa þau haldið áfram að leggja undir sig lönd, Kúbu, Angóla, Mósambik, Eþíópíu, Víet- nam, Laos og Kampútseu. Ógnar- Oskar Einarsson læknanemi, formaður Vöku. stjórnin í þessum löndum er jafnvel enn blóðugri en hún var í Austur- Evrópu. Sovétríkin réðust inn í Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Afghanistan 1979. Hvaða land verður næst? Við skorum á lýðræðissinna, hvar í flokki sem þeir standa, að mót- mæla þessari innrás og mótmæla einnig landvinningastefnu mann- anna í Kremlkastala með því að standa í hálftíma við sovézka sendi- ráðið í dag. Sofandahátturinn var bezti bandamaður Hitlers, þegar hann lagði undir sig hvert landið af öðru. Nú hafa kommúnistar tekið við af þjóðernis-sósíalistum sem óvinir lýðræðisríkjanna, rauði litur- inn hefur tekið við af brúna litnum, eins og Tómas Guðmundsson orti um: — t gær var hún máske brún þessi böðulshönd. sem blóðug og rauð i dag sinu vopni lyftir,“ sagði Öskar að lokum. Fréttaritari okkar í Grundarfirði, Bæring Cecilsson, tók myndina Ríkisstjórnin vill ekki styðja popptónlistina RÍKISSTJÓRNIN vísaði frá beiðni Hljómplötuútgáfunnar um styrk til handa 16 íslenzkum hljómlistarmönnum vegna ferðar þeirra á hljómlistarhátið í Cann- es á næstunni, en þar hefur íslendingum verið boðið ásamt tveimur öðrum þjóðum að skemmta. Samkvæmt upplýsingum Jóns Ólafssonar hjá Hljómplötuútgáf- unni vísaði menntamálaráðheri á fjárveitinganefnd til þess £ kanna möguleika fyrirgreiðslu, t hljómlistafólkið heldur utan næstu viku. Kvaðst Jón ætla s kanna málið þar, en hann sagði a kostnaður við þessa ferð fyrir ] manna hóp væri alls um 16 mill kr. með ferðakostnaði, flutnini þljómtækja, leigu á sýningarbf o.fl. ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.