Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 • Blak eins og það gerist best getur verið tilkomumikil sjón svo sem sjá má á þessari mynd sem tckin er í vestur-þýsku deildar- keppninni. Blak er viða mun vinsælli iþrótt en hér á landi, t.d. í Vestur-Þýskalandi. þar sem félagar í blaksambandi landsins eru 186.000 talsins, auk fjölda annarra sem stunda blak ein- vörðungu sér til heilsubótar. KR-ingar missa heimaleikinn EFTIR leik KR og Vals í úrvals- deild í desember kærðu dómarar framkomu áhorfenda. Aganefnd felldi þann dóm að næsti heima- leikur KR skyldi tekinn úr þeirra umsjá. KKÍ hefur ákveðið að þessi leikur skuli leikinn í Hafnarfirði n.k. sunnudagskvöld 13. jan. en samkvæmt leikjaskrá átti hann að fara fram mánudaginn 14. jan. i iþróttahúsi Hagaskóla. Með þessum leik hefst keppni i deildinni að nýju eftir mánaðar- hlé. Umsjón leiksins er á ábyrgð sambandsins en samvinna hefur tekist með körfuknattleiksdeild Hauks og KKÍ um að halda „Köfuboltakvold“ i iþróttahúsinu við Strandgötu og verður áður- nefndur úrvalsdeildarleikur aðal- leikur kvöldsins. Auk þess mun meistaraflokkur Hauka leika gegn fyrstu islandsmeisturunum KR og hefst sá leikur kl. 10.30 en KR og ÍR leika strax á eftir. Vakti athygli ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli i Vestur-Þýskalandi að íslenska landsliðið i handknattleik notar ekki þá islensku leikmenn er leika í Þýskalandi. Fyrsti leikur íslands fór fram í Minden.heima- borg Dankersen. Þar hafa þrír íslendingar leikið þeir Ólafur H. Jónsson, Axel Axelsson og Jón Pétur Jónsson. Voru heimamenn ákaflega undrandi að enginn þeirra skyldi fá náð fyrir lands- liðseinvaldinum. Og enn meira undrandi voru þeir þegar leikur íslands hafði farið fram. Nú í Bremerhaven leika tveir íslend- ingar þeir Gunnar Einarsson og Björgvin Björgvinsson. Þeir leika með Grambke. Voru leikir íslands settir á í þessum tveim borgum meðal annars með það fyrir augum að reyna að auka aðsókn að leikjunum, þar sem heimamenn myndu fá að sjá íslendingana leika með landsliði sinu. • Mörg félög hafa tekið að sér sölu og á myndinni eru þeir Guðjón óskarsson, Páll Ólafsson og Tómas Tómasson. Mynd Bragi Guð- mundsson. Lukkudagar — ný- stárlegt happdrætti Mjög slök nýting á móti A- Þjóöverjum 1 landsleiknum á móti Austur- Þjóðverjum var sóknarnýtingin vægast sagt mjög slök. íslend- ingar skoruðu aðeins 15 mörk úr 50 upphlaupum. Eða um 30% nýting. Hér á eftir fer svo árang- ur einstakra leikmanna í leikn- um fyrst koma mörk svo skot eða boltanum glatað. Ólafur Jónsson 5/12 Viggó Sigurðsson 5/12 Steindór Gunnarsson 2/4 Atli Hilmarsson 2/4 Bjarni Guðmundsson 1/3 Sigurður Gunnarsson 0/7 Sigurður Sveinsson 0/1 Þorbjörn Jensson 0/1 Þorbergur Aðalsteinsson 0/3 Guðmundur Magnússon 0/2 Jens Einarsson varði 11 skot i leiknum — Brynjar Kvaran fjög- HINN 12. janúar verður stofn- fundur Evrópusambands Knatt- spyrnuþjálfara. Stofnfundurinn verður í Vín, Austurríki og er hann geysivel undirbúinn. Knattspyrnuþjálfarafélag Aðalfundur Badminton- deildar KR AÐALFUNDUR Badmonton- deildar KR fer fram í KR-heimil- inu við Kaplaskjólsveg 17. janúar n.k. og hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Blakdeild Víkings efnir nú til nýstárlegs happdrættis sem þcir kalla Lukkudaga. Það er i alman- aksformi og á degi hverjum á tslands hyggst gerast meðlimur i samtökum þessum. Og fara full- trúar frá K.Þ.Í., Reynir Karls- son, Lárus Loftsson og Eggert Jóhannsson til þessa fundar. Mun þjálfarafélagið segja nánar frá ferð þessari síðar. K.Þ.Í. gekkst nýlega fyrir al- mennum félagsfundi þar sem umræðuefnið var m.a. stofnun U.E.F. Stjórn K.Þ.Í. hyggst gang- ast fyrir öðrum félagsfundi þar sem á dagskrá verður kvik- myndasýning og almennar um- rseður um félagsmál. Sá fundur verður auglýstur nánar siðar. Stjórn K.Þ.Í. þessu nýbyrjaða ári verður dreg- inn út einn vinningur. Alls eru vinningar á árinu 366 þar sem i ár er hlaupár. Hugmyndin að þessu nýstárlega happdrætti er Vikinga og þeir hafa þróað með sér. Andvirði vinninga ársins eru rétt tæpar 17 milljónir og hæsti vinningur, sem dreginn verður út í ágúst er Ford Fiesta bifreið. Verð hvers spjalds er 2500 krónur og er, eins og áður sagði happdrættis- númer á spjaldinu fyrir hvern dag ársins. Þó Víkingar hafi gefið út eigin spjöld þá eru happdrættis- spjöld ekki bara bundin við Víking. Önnur félög geta tekið að sér og selt spjöld og fá þá sölulaun, sem nema 24% af andvirði hvers happ- drættisspjalds, eða 600 krónur í sölulaun. Þegar hafa mörg félög tekið að sér sölu happdrættis- spjaldanna. Þessi félög hafa tekið að sér sölu, HK, Fylkir, Breiða- blik, ísafjörður, ÚÍA, Þróttur, ÍMA, KA, ÍA, Fram, FH, ÍBK og Víkingur. Vinningsnúmer verða birt jafnóðum í Dagblaðinu auk þess að vinningsnúmer verða birt í öðrum blöðum síðasta dag hvers mánaðar. ur. KÞÍ gerist meðlimur í Evrópusamtökum • Baldvin Guðmundsson, KR, með hinn glæsilega bikar er hann hlaut í Frakklandi. Ljósm. Kristján. Fékk vióurkenningu fyrir bestu mark- vörsluna í keppninni MILLI jóla og nýárs tók íslenska drengjalandsliðið i knattspyrnu þátt í alþjóðlegu knattspyrnu- móti sem fram fór í Suður- Frakklandi. Eins og greint hefur verið frá í fréttum var frammi- staða islensku drengjanna i alla staði mjög góð. Liðið lék þrjá leiki og í þeim fyrsta sigruðu drengirnir lið frá Luxemborg með 2 mörkum gegn einu. Mörk íslands í þeim leik skoruðu þeir Valdimar Stefánsson og Gisli Hjálmarsson. Næsti leikur liðsins var á móti Frökkum sem höfðu sterku liði á að skipa. Endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Var þetta besti leikur islenska liðsins i ferðinni. Siðasti leikur liðsins var á móti ítölum, og var sá leikur mjög jafn allan leikinn en þegar tvær mínútur voru til leiksloka tókst ítölum að skora og sigruðu í leiknum 1—0. Sex þjóðir tóku þátt i móti þessu og var þeim skipt í tvo riðla. Þjálfari íslenska liðsins var Lárus Loftsson en hann hefur um margra ára skeið unnið mikið og gott unglingastarf á vegum KSI. I stuttu spjalli við Mbl. kvað Lárus ferð þessa með piltana, sem voru á aldrinum 14—16 ára, hafa gengið mjög vel, og hefðu piltarnir, sem flestir léku nú sinn fyrsta lands- leik, öðlast dýrmæta reynslu í ferðinni. Væri mikið unnið með svona ferðum upp á seinni tíma að gera. Þá hefðu piltarnir sýnt góða leiki og verið í alla staði landi sínu og þjóð til fyrirmyndar í ferðinni. Knattspyrna) Einn íslensku leikmannanna, Baldvin Guðmundsson, KR, fékk viðurkenningi í ferðinni. Var hann kjörinn besti markvörður keppn- innar og vakti mikla athygli fyrir yfirvegun og rósemi í markvörsl- unni. Mbl. spjallaði lítillega við Baldvin um ferðina og sagði hann m.a.: —Þetta var afar vel heppnuð ferð og í alla staði þroskandi. Þá var það bæði eftirminnilegt og ánægjulegt fyrir mig að fá þessa viðurkenningu. Erfiðasti leikur var á móti Frökkum, en hins vegar fannst mér persónulega að ítal- arnir væru með besta liðið í keppninni. Mér fundust liðin vera í betri æfingu enn við. Aðstöðu- munurinn er augljós. Hér heima æfðum við lengst af í snjó og kulda meðan þeir gátu æft á grasi. Við höfðum aðeins tvívegis leikið á grasi fyrir keppnina. Andstæð- ingar okkar voru líka stærri og viðbragðsfljótari. Sérstaklega á þetta við um Frakkana. Við börð- umst hins vegar vel og erum ánægðir með útkomuna hjá okkur. Við fórum í skemmtilegar skoðun- arferðir, þar á meðal til Cannes og er það eftirminnilegt. Ég er ákveð- inn í að halda áfram að æfa knattspyrnu eins og ég hef gert frá 9 ára aldri með félagi mínu, KR, sagði þessi geðþekki piltur að lokum í spjalli okkar. —Þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.