Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 15 land“. Jón Sigurðsson, foringinn mikli í sjálfstæðisbaráttunni, hafði bæði lesið rit frjálshyggju- hagfræðingsins J.B. Say (sem boð- aði fyrstur kenningu Adams Smiths á meginlandi Norðurálfu) og frjálshyggjuheimspekingsins Johns Stuarts Mills. Björn Krist- jánsson, alþingismaður Ihalds- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, gaf 1923 út ritið Um þjóðskipulag og sótti í því rök fyrir atvinnu- frelsi í kenningu Adams Smiths (en þetta fróðlega rit Björns nefnir höfundur hvergi). Jón Þor- láksson varð fyrir miklum áhrif- um af sænska hagfræðingnum Gustav Cassel, sem var að sjálf- sögðu lærisveinn Adams Smiths eins og aðrir hagfræðingar og jafnóþreytandi talsmaður at- vinnufrelsis í Svíþjóð á fyrstu áratugum aldarinnar og Ólafur Björnsson prófessor hefur verið á íslandi síðustu áratugi. Magnús Guðmundsson var full- trúi hins frjálslyndari helmings bændastéttarinnar. en hinn stjórnlyndari helmingur hennar gekk í Framsóknarflokkinn, þeg- ar til flokkaskiptingar kom að fenginni heimastjórn (Agnar Kl. Jónsson. bls. 166). Hlutur Jóns Þorlákssonar Hvers vegna var Sjálfstæðis- flokkurinn ekki stofnaður fyrr en 1929, en Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn báðir 1916? Rit- gerðarhöfundur telur þrjár ástæð- ur til þess. í fyrsta lagi hafi menn með borgaralegar skoðanir greint á í sjálfstæðismálinu, menn úr Sjálfstæðisflokknum „þversum" og síðar Frjálslyndaflokknum ver- ið þjóðernissinnaðri en menn úr Heimastjórnarflokknum, Sjálf- stæðisflokknum, langsum" og síðar íhaldsflokknum. I öðru lagi hafi sumir verið málsvarar strjál- býlis, landbúnaðar og samvinnu- verzlunar, aðrir þéttbýlis, sjávar- útvegs og einkaverzlunar. I þriðja lagi hafi lengi lifað í gömlum glæðum sjálfstæðisbaráttunnar, þótt nauðsynin hafi að lokum rekið fyrrverandi mótherja í einn flokk. Enginn vafi er á því, að fámennið og nábýlið á Islandi veldur því, að einstaklingarnir skipta meiru máli en í öðrum löndum. Og þær ástæður, sem höfundur telur, eru líklega réttar svo langt sem þær ná. Af ritgerðinni má ráða það, sem er rétt, að Jón Þorláksson, Jón Magnússon, Magnús Guðmunds- son, Jakob Möller og Sigurður Eggerz hafa gegnt aðalhlutverk- um í sameiningu manna með borgaralegar skoðanir í einum flokki. Höfundur segir: „Atburða- rás undanfarinna ára hafði smátt og smátt stækkað þann hóp for- ystumanna, sem við breyttar að: stæður taldi sig nú eiga samleið. í forystusveit Sjálfstæðisflokksins voru embættismenn sem um ára- raðir höfðu verið í eldlínu sjálf- stæðisstjórnmálanna, forystu- menn kaupmanna sem settu verzl- unarfrelsi á oddinn, talsmenn vax- andi útgerðar sem lögðu megin- þunga á eflingu hinnar nýju at- vinnugreinar og einnig forsvars- menn bænda og hagsmuna land- búnaðarins." Morgunblaðið var það blað, sem einkum hvatti til sameiningarinn- ar, en Jón Þorláksson hafði mestu áhrifin á það. Ég held, að hlutur Jóns Þorlákssonar að núverandi flokkaskiptingu Islendinga hafi mjög verið vanmetinn og Jónasar Jónssonar frá Hriflu ofmetinn. Getur verið, að grein Sverris Kristjánssonar um Jónas sjötugan hafi ráðið einhverju um það, en íslenzkir sagnfræðingar hafa stundum tekið ritsnilld fram yfir rökfærslur. Allar heimildir sýna það, að Jón Þorláksson stefndi lengi markviss að sameiningu allra manna með borgaralegar skoðanir í einum fjöldaflokki gegn sósíalistum, þótt sumir flokks- bræður hans stefndu að fámenn- ari flokkum, svo sem Magnús Guðmundsson líklega að bænda- flokki. Skilningur Jóns Þor- láksssonar var skarpari og dýpri en flestra samtíðarmanna hans, og hann skaraði fram úr mönnum eins og Jónasi, sem var alltaf „seminaristi", þótt fljótgreindur væri. Nægir mönnum að lesa þingræður Jóns og ritgerðirnar lhaldsstefnuna í Eimreiðinni 1926 og Milli fátæktar og bjarg- álna, sem birt er í bókinn Sjálf- stæðisstefnunni 1979. Fróðleg rit- gerð um Jón eftir dr. Gunnar Thoroddsen var birt í tímaritinu Stefni 1979. Gallar ritgerðarinnar Ritgerðin Uppruni Sjálfstæðis- flokksins er alls ekki gallalaus, þótt kostir hennar séu margir og gallar fáir og smáir, þegar lagður er á hana mælikvarði lokaritgerð- ar í háskóla. Ég hef nefnt það, sem ég sakna í ritgerðina. Einn galli hennar er og sá, að frásögnin er of bundin við blöð og tímarit sem heimildir, þar sem öll sagan er ekki sögð. Höfundurinn notar ekki lifandi heimildir, og eru þó á lífi margir menn, sem geta sagt frá þessu máli. Hann notar ekki heldur bækur um eða eftir gamla Sjálfstæðismenn eða skjöl í geymslu Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðismanna. Annar galli er sá, að höfundur notar stundum hugtök, sem eru ekki fræðileg heldur hugmyndafræðileg. hann segir: „Rætur Sjálfstæðisflokksins er því að finna í báðum höfuð- tímabilum íslenskrar nútímasögu, tímbilum sjálfstæðisstjórnmála og stéttastjórnmála." Höfundur- inn tekur undir þá kenningu um stjórnmálin, sem boðuð er af miklu kappi í Félagsvísindadeild Háskóla Islands, að stjórnmálin séu stéttastjórnmál, að stjórnmálabaráttan sé í eðli sínu barátta stétta, sennilega þannig að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið séu flokkar launþega, Framsóknarflokkurinn flokkur bænda og Sjálfstæðisflokkurinn vinnuveitenda. Þessi kenning hentar Alþýðu- bandalaginu mjög vel, því það reynir að fá sem flesta launþega til þess að kjósa sig, en margir kennarar Félagsvísindadeildar- innar eru mjög virkir Alþýðu- bandalagsmenn. Margar ástæður eru þó til þess, að kenningin er röng. í fyrsta lagi fylgja fleiri launþegar Sjálfstæðisflokknum en Alþýðubandalaginu. I öðru lagi er stétt hugtak, sem fræðimenn nota til þess að flokka menn eftir aðstæðum þeirra og þetta flokk- unarhugtak verður að nota var- lega, enda eru aðstæður manna síbreytilegar. Stétt er ekki til í sama skilningi og einstaklingur er til, hún hefur ekki eina vitund hefur ekki eina skoðun, fylgir ekki neinum flokki. í þriðja lagi má leiða sterk rök að því, að stjórn- málabarátta í iðnvæddu og sér- hæfðu nútímaskipulagi sé barátta tveggja hugmynda (en ekki stétta) um það, hvernig skipulagið eigi að vera, hverju eigi að stjórna og hverju ekki, með öðrum orðum að hún sé barátta frjálshyggju og sósíalisma (eða samhyggju, eins og nefna má sósíalisma á íslenzku). Sú kenning fellur miklu betur að veruleikanum en hin um stjórnmálin sem stéttastjórnmál. Það er ekki hlutverk Félagsvís- indadeildar Háskóla íslands, sem er kostuð af almannafé, að vera guðfræðideild Alþýðubandalags- ins. Jósef Stalín, maðurinn, sem með valdníðslu ríkti yfir Sov- étríkjunum á fjórða áratug þess- arar aldar og gerbreytti þeim á sama tíma, átti sem kunnugt er aldarafmæli 21. desember síð- astliðinn. Stalín bar meginábyrgð á því, að eftir 1929 breyttist Rússland úr vanþróuðu bændaþjóðfélagi í iðnvætt risaveldi á einum ára- tug. En samtímis þessari ger- byltingu myrti hann milljónir landa sinna. Það eru einmitt þessar and- stæður í stjórnarfari Stalíns, sem valda því, að enn þann dag í dag eru skoðanir í Rússlandi mjög skiptar um ágæti hans. Margir styðja fordæmingu Krúséfs, eftirmanns Stalíns á glæpum þeim, er framdir voru á tímum fangabúðanna. A hinn Einræðisherrann: menn vita ekki ennþá gjörla hve margar milljónir mannslífa hann hafði á samvisku sinni. eftir Brésnéf og var þegar 1939 orðinn vefiðnaðarmálaráðherra. Nú á tímum hefðu þeir báðir orðið að bíða minnst tíu ár eftir slíkum frama. Vegna þeirra kringumstæðna, sem sköpuðust á Stalínstímanum voru þeir báð- ir hækkaðir í tign að stríðinu loknu og teknir í æðstaráðið, þá á fimmtugsaldri. Aðrir núverandi meðlimir æðstaráðsins, svo sem þeir Mikhail Suslov, Arvid Pelshe og Andrei Gromyko komust með sama hætti til æðri metorða í svæðisstjórnum kommúnista- flokksins eða innan skrifstofu- bákns ráðuneytanna, aðeins fjórum eða fimm árum eftir að þeir luku prófi. Hreinsanirnar gerðu þeim kleift að öðlast mun skjótari frama en ungir stjórn- Blóðugur ferill Stalins er valdhöf ■ unum feimnismál eftir TIMOTHY DUNMORE bóginn eru líka margir Rússar úr öllum stéttum, sem skilyrðis- laust viðurkenna hrifningu sína á Stalín og stefnu hans. Viðbrögð Brésnefs, eftirmanns Krúséfs, og samstarfsmanna hans í æðstaráðinu hafa verið þau að breiða yfir alla almenna umræðu um þátt Stalíns sjálfs í þróun Sovétríkjanna. Af þessum ástæðum var aldarafmælis Stal- íns varla getið i hinum ríkis- reknu fjölmiðlum í Sovétríkjun- um. Þá má líka nefna, að fyrir tíu árum var níræðisafmælis ein- valdsins aðeins minnst með greinarstúf á annarri síðu í Pravda og einungis ein máls- grein af sautján fjallaði um þátt Stalíns í hreinsunum fjórða ára- tugsins. Þar var að vísu tæpt á því, að hann hefði látið „við- gangast alvarleg brot á anda sósíalískra laga“ og „óréttmæta kúgun á leiðtogum flokksins, ráðstjórnarinnar og hersins", en þessi ummæli verða þó varla túlkuð á þann veg, að Stalín sé talinn ábyrgur fyriri útrýmingu a.m.k. þriggja milljóna manna. Dæmisajía Margtugginn rússneskur brandari er á þessa leið: Am- erískur ferðalangur kemur að máli við nokkra Rússa á vínstúku við Petrovkagötu í Moskvu. Það fer vel á með þeim og Rússarnir lofa að svara öllu, sem hann vill vita um Sovétrík- in. Þá spyr hann stundarhátt, hvað viðmælendum hans finnist um Stalín. Það skiptir engum togum, að vínstúkan tæmist á augabragði og Ameríkaninn stendur einn eftir með drykk sinn. En þegar hann fer út á götuna, kemur lágvaxinn gamall maður til hans. „Hvað finnst þér um Stalín?" spyr Bandaríkjamaður- inn. „Uss, ekki hérna“ svarar gamli maðurinn. „Gakktu upp þessa götu og taktu sporvagn númer 3 á fjórða horni héðan. Farðu með honum aftur inn í miðborgina að lestarstöðinni. Taktu lestina að Varsjárstöð og taktu síðan strætisvagn númer 537 til þorps, sem heitir Butova. Gakktu 5 kílómetra suðvestur frá þorpinu og þar mun ég hitta þig á hveitiakrinum.“ Nokkrum klukkustundum síð- ar nær Ameríkaninn, örþreytt- ur, loks fundum Rússans á hveitiakrinum. Sá gamli skimar varfærnislega kringum sig og, er hann sér engan í nánd, hvíslar hann: „Það var þetta með Stalín, Brésneí, Kosygin: klóruðu sig upp á tindinn yfir valköst hinna sífelldu hreinsana méF fellur vel við hann!“ Smá- sögur á borð við þessa eru ávallt prýðis mælikvarði á stjórnmála- viðhorf í Sovétríkjunum. Umræður meðal æðstu manna í Sovétríkjunum á valdatímum Krúséfs snerust ekki um efna- hagsbyltingu Stalíns. Enda þótt aðferðir hans á árunum 1928— 1934 væru hrottalegar, voru Krúséf og félagar hans ekki í minnsta vafa um, að þær hefðu verið nauðsynlegar. Það, sem Krúséf og aðrir fordæmdu 1956 og 1961 voru aðgerðir Stalíns eftir 1934. Á næstu fjórum árum voru milli þrjár og tuttugu milljónir sovéskra þegna sendar í opinn dauðann. (Ágiskanir um fjölda þeirra eru mjög mismun- andi). Hreinsanirnar snertu alla á einhvern hátt. Á árunum milli 1934 og 1939 hurfu 98 af 138 meðlimum mið- stjórnar flokksins og þriðjungur þriggja milljóna flokksmeðlima varð fyrir barðinu á hreinsunum leynilögreglu Stalíns. Þeirra hagur Ástæðan fyrir því, að núver- andi leiðtogar Sovétríkjanna leyfa ekki opinbera umræðu um Stalín og stefnu hans er sú, að það voru fyrst og fremst þeir sjálfir, sem nutu góðs af hreins- ununum. Það var á fjórða og fimmta áratugnum, sem margir núverandi meðlimir ríkisstjórn- arinnar stigu hin fyrstu spor á stjórnmálaferli sínum, í fótspor þeirra, er hafði verið steypt í hreinsununum. Sem dæmi lauk Brésnéf há- skólaprófi árið 1935, þá 29 ára að aldri. Innan aðeins þriggja ára var hann orðinn ritari flokks- stjórnarinnar í Dnepro- petrovsk-héraði í Úkraínu, og þar með í raun einn þriggja eða fjögurra valdamestu stjórn- málamanna í einu aðal iðnað- arhéraði Sovétríkjanna. Kosygin lauk prófi einu ári á málamenn geta gert sér vonir um í dag. Að sjálfsögðu þýðir þetta ekki, að Brésnéf og samstarfsmenn hans séu Stalínistar, né heldur að þeim verði á nokkurn hátt kennt um hreinsanirnar. Þeir eru einfaldlega fulltrúar kyn- slóðar, sem komst í ábyrgðar- stöður í Rússlandi Stalíns vegna þess að svo margir af kynslóð- inni á undan höfðu verið fjar- lægðir. Ófagur arfur Enn í dag, að fjörutíu árum liðnum, eru hreinsanir Stalíns svo viðkvæmt mál, að öll um- ræða um þær mun þöguð í hel, þar til við stjórnvölinn í Sov- étríkjunum situr kynslóð stjórn- málamanna, sem eru svo ungir, að þeir tengjast Stalín ekki á nokkurn hátt. Þar sem aðeins eru liðin 26 ár frá dauða hans mun ófagur arfur hans íþyngja Sovét- mönnum um langa framtíð enn. Aðeins þeir, sem nú eru á fimmtugsaldri, hófu stjórnmála- feril sinn eftir að Stalín leið. Jafnvel þeir, sem nú eru á sextugs- og sjötugsaldri og munu brátt taka við af hinum öldnu leiðtogum Sovétríkjanna, tóku sín fyrstu spor upp stjórnmála- stigann, meðan Stalín var við völd og mótuðust í stjórnmálum undir stjórn hans. Ef að líkum lætur, munu líða tuttugu ár til viðbótar þar til þessir menn láta völd sín í hendur þeirra, sem nú eru rúm- lega fertugir. Það verður fyrst þá, að Stalín og stalínisminn verður orðinn svo fjarlægur stjórnmálamönnunum sjálfum og stjórnmálum landsins, að almenn umræða um stjórnartíð hans geti farið fram á ný. Ef enginn kemur fram á sjónarsvið- ið jafn harðsvíraður og Krúséf, munu Sovétmenn að líkindum forðast að nefna Stalín á nafn til næstu aldamóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.