Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 21 Þjóðstjórnarviðræöur: Skattalækkun og félagslegar aðgerðir Fjármagnaðar með innlendri verð- bréfaútgáfu og aðhaldi í ríkisrekstri Morgunblaðið hefur skýrt frá þeim fimm leið- um, sem stjórnarmynd- unaraðilar fjalla nú um og einnig hefur Mbl. greint frá útreikningum Þjóðhagsstofnunar á áhrifum þessara fimm leiða á verðlag og kaup- mátt. Hér fer á eftir fyrri kafli þess skjals, sem stjórnarmyndunaraðilar fjalla um, „Aðgerðir gegn verðbólgu“: 1. Meginmarkmiðið er að draga úr verðbólgu á fyrra helmingi þessa árs með því að láta aðgerðir í félags- og skattamálum (sbr. lið 2) koma í stað verðlagsbóta á laun 1. mars og að miklu leyti 1. júní. 2. Eftirfarandi ráðstafanir yrðu gerðar í félags- og skatta- málum: a. Beinar launabætur og fjöl- skyldubætur úr ríkissjóði er miðist við að vega upp að miklu leyti áhrif lækkana verðbóta á tekjur þeirra, sem njóta fullrar tekjutryggingar, en sömu krónutölu til handa þeim, er hafa hærri tekjur. b. Aðgerðir í félags og skattamálum: (I) Sérstök hækkun ellilífeyris og annarra bóta til þeirra sem eru tekjulægstir. (II) Hækkun fjölskyldubóta til stórra fjölskyldna. (III) Komið verði á verð- tryggðum lífeyrisréttindum fyrir alla landsmenn. (IV) Tekjuskattur af almenn- um launatekjum verði lækk- aður. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður þessara aðgerða nemi 25—30 milljörðum króna. 3. Áhrifum framangreindra aðgerða á fjárhag ríkissjóðs verði mætt með eftirtöldum ráðstöfunum: a. Almennu aðhaldi í útgjöld- um ríkisins. b. Lækkun ríkisútgjalda, t.d. til fjárféstingarlánasjóða. Formenn stjórnmálaflokkanna á fundi i Þórshamri i fyrradag. LjÓHm. Mbl.: ÓI.K.M. c. Lánsfjáröflun innanlands, en utan Seðlabankans, en þar yrði helst: (I) Aukin innlend verðbréfaút- gáfa með fjölbreyttari kjörum, þ.a.m. gengistryggð bréf og happdrættisbréf með hærra vinningshlutfalli en tíðkast hefur. (II) Sala ríkisskuldabréfa til innlánastofnana, lífeyrissjóða og tryggingasjóða. 4. Stefnan í peningamálum miðist að því að auka innlend- an sparnað, en halda almennri útlánaaukningu í skefjum. a. Vegna aðgerða í verðlags- málum verði vextir ekki hækk- aðir frekar í febrúar, en þeim haldið óbreyttum uns verð- bólgustigið er komið niður fyrir þá, og jákvæðir raunvext- ir tryggðir. b. Svigrúm til stýringar á útstreymi fjár úr Seðlabank- anum verði aukið með rýmkun á heimild til innlánsbindingar og flutningi á fjármögnun af- urðalána til viðskiptabanka í áföngum. c. Tekin verði upp sérstök kvöð á innlánsstofnanir til kaupa á ríkisskuldabréfum, en þó megi lækka kvöð þeirra banka, sem mest fjármagna útflutningsatvinnuvegi og undirstöðuiðnað. d. Fjármögnun í ríkissjóð önnur en árstíðabundin rekstrarlánaþörf verði utan Seðlabankans. e. Erlendum lántökum verði haldið í hófi og þeim lánum fyrst og fremst beint til orku- framkvæmda. 5. Óhjákvæmilegar leiðrétt- ingar á verðlagningu og geng- isskráningu verði gerðar fljót- lega, en eftir það verði miklu aðhaldi beitt í þessum efnum. 6. Gert sé ráð fyrir, að nýir kjarasamningar taki gildi í byrjun árs 1981, þar á meðal um vísitölubætur. Athugasemdir Þjóðhagsstofnunar: í tillögunum felst slökun á aðhaldi í rikisf iármálum NIÐURSTÖÐUR athuga- semda Þjóðhagsstofnunar til stjórnarmyndunaraðila eru m.a. þær, að ríkissjóður verði rekinn með 8 milljarða króna halla á þessu ári, ef þær hug- myndir, sem beint var til Þjóð- hagsstofnunar, varðandi að- gerðir gegn verðbólgu, yrðu framkvæmdar. Hins vegar er í þessum sömu niðurstöðum gert ráð fyrir að lánajöfnuður, þ.e. a.s. „útgreiðslur umfram inn- borganir“, yrði hagstæður um sömu upphæð. í athugasemdunum við „að- gerðir í félags- og skattamálum" segir, að hægt sé að reikrta með að um 19 milljörðum króna verði varið til lækkunar tekjuskatts af almennum launatekjum. Þá er gert ráð fyrir, að sérstök hækk- un ellilífeyris og annarra bóta til hinna tekjulægstu og „hækkun fjölskyldubóta", kosti um 6 milljarða króna, en í tillögunum er gert ráð fyrir að heildarkostn- aður við þessar aðgerðir nemi 25 til 30 milljörðum króna. í mati Þjóðhagsstofnunar er enginn kostnaður ríkissjóðs af því að koma á verðtryggðum lífeyris- réttindum fyrir alla landsmenn. í athugasemdum Þjóðhags- stofnunar segir: „Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir, að engin launahækkun verði 1. marz og 1. júní 1980 og sparar það ríkissjóði nokkurt fé. Á hinn bóginn verður meðalhækkun verðlags milli áranna 1979 og 1980 meiri en reiknað er með í fjárlagafrumvarpi, einkum vegna hinnar öru verðhækkunar á síðari hluta ársins 1979, jafn- framt því sem laun eru í upphafi árs 1980 hærri en reiknað er með í fjárlagafrumvarpi. Loks má nefna, að ríkisútgjöld 1979 hafa orðið meiri en reiknað var með við gerð fjárlagafrumvarps, en það bendir til að útgjaldatölur frumvarpsins séu reistar á of lágum grunni. í þriðja lagi ber að athuga, að sú kaupmáttar- rýrnun, sem felst í tillögunum, skerðir tekjur ríkissjóðs af veltusköttum að mun, en hefur óveruleg áhrif á ríkisútgjöld. Að öllu samanlögðu má ætla, að heildaráhrif breytinga launa, verðlags og gengis jafnist að mestu út næstu tvö til þrjú misserin. Launasparnaðurinn 1. marz og 1. júní gæti um sinn leitt til hagstæðari niðurstöðu en ella, en þau áhrif eyðast fljótt, þegar á líður. Niðurstaðan verður því sú, að hinar sérstöku aðgerðir í ríkisfjármálum til að draga úr áhrifum kaupmáttar- skerðingar, komi sem hrein við- bót inn í ríkisfjármáladæmið á árinu 1980 og krefjist því sam svarandi útgjaldalækkunar eða tekju- og lánsfjáröflunar, ef tak- ast á að halda sæmilegri greiðsluafkomu ríkissjóðs á ár- inu 1980. Að svo miklu leyti sem um aukna lánsfjáröflun yrði að ræða, verður að gera ráð fyrir innlendum lántökum utan Seðla- banka, þar sem aukin erlend lántaka eða yfirdráttur í Seðla- banka, hlyti að skaða mjög skilyrði til þess að draga úr verðbólgu." I tillögunum er reiknað með þrenns konar aðgerðum til þess áð draga úr áhrifum kaupmátt- arskerðingar. „Sérstök hækkun lífeyrisbóta yrði a.m.k. að taka til elli- og örorkulífeyris og uppbóta á þann lífeyri, þar með taldar tekjutryggingar. Raunar verður að reikna með að slík sérstök hækkun hljóti einnig að valda hækkun annarra bóta lífeyristrygginga, þótt sú hækk- un verði ef til vill ekki jafnmikil. I sam.ræmi við niðurstöður um þróun kauplags og verðlags má ætla að lífeyrisbætur þurfi að hækka samkvæmt tillögunum um 9% 1. marz og 8% 1. júní. Eðli málsins samkvæmt er hér ekki um nákvæmar tölur að ræða, en sé við þær miðað, má reikna með að slík hækkun lífeyrisbóta kosti samtals um 4>/2 til 5 milljarða á árinu 1980. Hækkun annarra liða almanna- trygginga og hækkun barnabóta í hátt við þetta, bæta við þessa upphæð 1 - l*/2 milljarði króna. Ekki er í tillögunum gerð ná- kvæm grein fyrir því, hvernig 6 milljarða gjaldahækkun eða 19 milljarða tekjulækkun skuli mætt...“ Hér er í athugasemdun- um rakið efni 3. greinar kaflans um aðgerðir gegn verðbólgu, sem birtur er hér á síðunni. „...Þar sem ekki liggur fyrir nein sund- urliðun á fjáröfluninni, en möguleikar á öllum tilgreindum sviðum takmarkaðir, verður hér reiknað með því, að í þessu felist áform um að dreifa henni nokk- uð á alla þessa liði.“ Síðan segir í athugasemdum Þjóðhagsstofnunar, að í fjár- lagafrumvarpi sé ráðgerð útgáfa spariskírteina 1980 að upphæð 7,6 milljarðar króna. Sala slíkra bréfa hafi verið 4,2 milljarðar króna 1979, en á því ári hafi verið mun meira um innlausn eldri skírteina en verður 1980, þannig að hér sé þegar nokkuð djarft teflt. Ætla megi að inn- lend lánsfjáröflun til viðbótar geti naumast orðið meiri en 5 til 6 milljarðar í mesta lagi „og yrði þá ugglaust að bjóða góð kjör á slíkum pappírum." Um mögu- lega viðbótarsölu ríkisskulda- bréfa til peningastofnana, segir að varla sé við því að búast, að þannig megi fá meira fé en 2 til 3 milljarða króna. „Þannig mætti með bjartsýni ætla, að með sérstöku átaki — og með því að bjóða góð ávöxtunarkjör — mætti ná þriðjungi af nauðsyn- legri fjáröflun með nýjum inn- lendum lánum. Þessu er hér slegið fram af handahófi og þarfnazt þessi atriði athugunar af hálfu Seðlabankans. Þá þyrfti því að lækka ríkisútgjöldin um a.m.k. 17 milljarða króna, ef aðgerðir eiga ekki að valda greiðsluhalla á ríkissjóði. Fram- lögin til fjárfestingalánasjóða, sem sérstaklega eru nefnd voru einmitt um 17 milljarðar króna í fjárlagafrumvarpi (Tómasar Árnasonar — innskot Mbl.) og hafa þá lögbundin framlög til þeirra þegar verið skert um 15%. Viðbótarskerðing um 15% næmi því um 3 milljörðum króna. Ef ekki teldist fært að skerða þessi framlög meira en þessu nemur, stæðu eftir 14 milljarðar, sem finna þyrfti stað. Hér verður gert ráð fyrir að þessi niður- skurður komi að hálfu á fram- kvæmdaframlög, en að hálfu á rekstrarliði og rekstrartilfærsl- ur (aðrar en almannatrygg- ingar).“ Síðar segir: „Enginn vafi er á, að miklum vandkvæðum verður háð að framkvæma þessar breyt- ingar á ríkisfjárhagnum bæði að því er varðar lækkun útgjalda og lánsfjáröflun. En um þetta mál er ógerlegt að fjalla nánar, fyrr en línur hafa skýrzt um einstök atriði í þessum fyrirhuguðu að- gerðum. Eins og fram kemur í tölum hér að framan, gera tillög- urnar ráð fyrir að tekjur ríkisins verði lækkaðar um 1 'h til 2% af þjóðartekjum, en ríkisútgjöld um 1%. Rekstrarjöfnuðurinn slaknar þá um 'h til 1% af þjóðarframleiðslu, sem ætlunin er að afla fjár til með innlendum lánum. í þessum tillögum felst því veruleg slökun í aðhaldi að ríkisfjármálum og gæti það sér- staklega orðið afdrifaríkt fyrir greiðslustöðu ríkissjóðs gagn- vart Seðlabankanum á fyrri hluta ársins, sem að sínu leyti verkar í þensluátt og kynni að reynast örðugt að ná því til baka. Ef marka má fyrri reynslu, yrðu lækkunaráhrifin seinlegri í vinnslu en ætlað er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.