Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Umsjón: Jón Ormur Halldórsson UfflHORP Umhorfssíðan leitaði til fjögurra forystumanna ungra sjálfstæðismanna, og bað þá að svara spurningunni: „Hvernig á að leysa stjórnarkreppuna?“ Þeir sem svara spurningunni eru þeir Jón Magnússon formaður SUS, Jón Ormur Halldórsson varaformaður SUS, Pétur Rafnsson formaður Heimdallar og Anders Hansen ritstjóri Stefnis, tímarits Sambands ungra sjálfstæðismanna. Fara svör þeirra hér á eftir: Jón Magnússon formaður SUS: Samstarf lýðræðis flokkanna Lausn stjórnarkreppu felst í því að mynduð er starfhæf ríkisstjórn. Nærtækast er að álykta sem svo, að þeir stjórnmálaflokkar sem hafa lík viðhorf til þjóðmála reyni að koma sér saman um lausn þeirra, en annarra leiða sé ekki leitað fyrr en það reyn- ist ómögulegt. Fyrirfram skyldi maður ætla að það væri auðveldara að brúa bilið á milli þeirra sem næst standa en hinna sem fjarlæg- ari eru. Af þessum ástæðum hefði verið eðlilegt að for- maður Framsóknarflokksins leitaði fyrst eftir því, þegar hann reyndi stjórnarmynd- un, að kanna hvort grund- völlur væri fyrir samstjórn lýðræðisflokkanna þriggja, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Steingrímur Hermannsson valdi þó ekki þessa leið. Hann leitaðist við að hnoða saman enn einni vinstri stjórninni, þrátt fyrir að slík stjórn hafði hrökklast frá völdum skömmu áður við lítin orðstí eftir eins árs eyðimerkur- göngu, þar sem óeining og tortryggni settu svip sinn á stjórnarsamstarfið. Tilraun Steingríms var dæmd til að mistakast enda kom það í ljós. Nú þegar formanni Sjálf- stæðisflokksins hefur verið falið að mynda ríkisstjórn finnst mér einnig eðlilegt að hann reyni til þrautar að ná samstarfi lýðræðisflokkanna. Næsta ríkisstjórn verður að takast á við margháttuð vandamál, sem eru þess eðlis, að æskilegt er að ríkisstjórn sú, sem mynduð kann að verða hafi traust þingfylgi og verulegt meirihlutafylgi með þjóðinni. Pabbapólitík for- manns Framsóknarflokksins virðist þó standa í vegi fyrir þessum möguleika. Ég hef ekki trú á því að þjóðstjórn sé vænleg til ár- angurs. í fyrsta lagi tel ég að andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum séu það miklar að flokkarnir sættist ekki á neitt annað en að viðhalda ríkjandi ástandi í meginat- riðum. í öðru lagi yrðu allir stjórnmálaflokkar jafn; ábyrgir eða jafnóábyrgir. í þriðja lagi skortir þá stjórn- arandstöðu, sem verður alltaf að vera fyrir hendi í lýðræð- isþjóðfélagi sem hugsanlegur valkostur og til að benda á aðrar leiðir og gagnrýna stjórnarframkvæmdir. Til- raunir til myndunar þjóð- stjórnar geta þó verið gagn- legar, því að í slíkum viðræð- um kann að skýrast hvaða flokkar eigi raunverulega samstöðu og slíkt getur flýtt fyrir því að meirihlutastjórn verði mynduð. Ýmsir áhrifamiklir hópar innan Alþýðubandalags og Jón Magnússon Sjálfstæðisflokks hafa um langt skeið rennt hýru auga til samstarfs þessara flokka. Mér finnst eðlilegt að þeir Sjálfstæðismenn sem þannig hugsa velti því fyrir sér hvort Alþýðubandalagið hafi starf- að af heilindum í þeim ríkis- stjórnum, sem það hefur ver- ið í að undanförnu. Hvort líklegt sé að Alþýðubanda- lagið verði samstarfshæfara með Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. Hvort mál- efnaágreiningur flokkanna sé einungis yfirvarp en ekki raunverulegur. Þeir Sjálf- stæðismenn sem komast að jákvæðri niðurstöðu í þessum atriðum geta haldið áfram að láta sig dreyma Nýsköpunar- drauminn, okkur hinum finnst hugmyndin hinsvegar fráleit. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur og á að leita þeirra leiða sem færar eru til að mynduð verði meirihlutastjórn. Sagt hefur verið að stjórnmál séu list þess mögulega. í stjórn- armyndunarviðræðum reyna stjórnmálaflokkar því að koma fram sem mestu af stefnumálum sínum, en slá af nokkru til að af samvinnu geti orðið. Sjálfstæðisflokk- urinn verður að fylgja þess- ari reglu ef hann vill hafa áhrif í þeirri stöðu sem nú er. Sú regla verður þó að gilda, að menn selji ekki sál sína fyrir ráðherrastóla eða víki frá mikilvægustu stefnumál- unum fyrir vegtyllur. Jón Ormur Hall- dórsson varafor- maður SUS: Þjóðstjórn í eitt ár - breytingar á kjördæma- skipan og nýjar kosningar Sú Ieið sem virðist færust út úr þeirri pólitísku og efnahagslegu sjálfheldu, sem þjóðin er komin í, er myndun þjóðstjórnar til ákveðins tíma. Höfuðverkefni þeirrar stjórnar yrði að reyna að Jón Ormur Halldórsson hafa hemil á verðbólgunni, breyta kjördæmaskipaninni og boða til nýrra kosninga að ári liðnu. Enginn grundvöllur virðist til myndunar meiri- hlutastjórnar, sem gæti tek- ist á við efnahagsmálin og enginn einn flokkur er líkleg- ur til að fá hlutleysi eða stuðning annarra flokka til að stjórna landinu nema um mjög takmarkaðan tíma. Ljóst er að mjög erfitt yrði að koma saman stefnu þjóð- stjórnar í efnahagsmálum. Sú stefna hlyti að taka eitt- hvað mið af stefnuatriðum allra flokkanna og yrði því samsuða, sem ekki væri líkleg til að leysa vandann nema að litlu leyti. Þjóð- stjórn ætti hins vegar að vera í sterkri aðstöðu til þess að halda friði á vinnumarkaðn- um og ætti að geta komið sér saman um daglega stjórn landsins yfir þann takmark- aða tíma, sem hún hefði umboð Alþingis. Á móti kem- ur að vísu sú staðreynd að árið yrði allt ein samfelld kosningabarátta og ætla má að vinnubrögð yrðu oft áþekk því sem gerðist í auglýsinga- stjórn Alþýðuflokksins fyrir desemberkosningarnar. Þjóð- stjórn er því langt frá því að vera góður kostur en flest verður að telja skárra en áframhaldandi stjórnleysi og óvissa, sem innan tíðar getur valdið nánast óleysanlegum vandamálum fyrir þjóðina. Meirihluti fyrir kjördæma- breytingu Eitt brýnasta verkefni slíkrar stjórnar yrði að ná samkomulagi á Álþingi um breytingar á kjördæmaskip- aninni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hróp- andi óréttlæti, sem þar við- gengst og er óþekkt í öðrum lýðræðisþjóðfélögum. Þó má benda á að munur á vægi atkvæða milli Reykjavíkur og Vestfjarða er nánast fimm- faldur en slíkur munur á vægi atkvæða milli hvítra og svartra í Suður Afríku mundi nægja hvíta minnihlutanum til sigurs í frjálsum kosning- um þar í landi. Kjördæma- málið er því ekkert dægurmál heldur alvörumál, sem varðar við lýðréttindi, sem sjálfsögð eru talin í lýðfrjálsu landi. Einörð stefna Sjálfstæðis- flokksins gegn verðbólgu og til frjálsræðis í efnahagsmál- um hlaut ekki nægilegan byr meðal kjósenda. Frá flokks- legu sjónarmiði kann mönn- um að finnast að best sé að standa fast á stefnu flokksins Anders Hansen en slíkt myndi útiloka þátt- töku hans í ríkisstjórn. Því má hins vegar ekki gleyma, að sjálfstæðisflokkurinn sem stærsti flokkur þjóðarinnar og hin hefðbundna kjölfesta í íslenzkum þjóðmálum hefur mikilvægum skyldum að gegna og þá því meiri skyld- um á ólgu og óvissutímum eins og nú ríkja. Flokkurinn verður að rækja þessar skyld- ur sínar við þjóðfélagið og kappkosta um leið að koma sem mestu af stefnumiðum sínum fram. Einörð stefna flokksins í efnahagsmálum verður í enn meira gildi eftir eitt verðbólguárið í viðbót og Sjálfstæðisflokkurinn getur boðið kjósendum uppá hana strax og tímabært verður að efna til nýrra kosninga á grundvelli skynsamlegri og réttlátari kjördæmaskipan. Anders Hansen ritstjóri Stefnis: Samstjórn Sjálfsstæö- isflokks og Alþýðu- bandalags til tveggja ára getur leyst vandann íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir gífurlegum vandamálum, ef til vill meiri en nokkru sinni fyrr. Um það eru allir sammála, og um það þarf ekki að fjölyrða. Líklega geta flestir verið sammála um að æskilegast væri að nú verði mynduð þjóðstjórn allra flokka til skamms tíma, er hafi það verkefni að leiða þjóðina út úr mestu erfiðleik- unum. En því miður virðist fátt benda til að stjórnmála- flokkarnir nái samstöðu um slíka stjórn, og því verður að leita annarra ráða. Margir kostir eru fræðilega fyrir hendi, sennilegir möguleikar eru hins vegar örfáir. Sá besti þeirra er að dómi undir- ritaðs samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubanda- lagsins. Skulu hér færð nokk- Pétur Rafnsson ur rök fyrir þeirri skoðun: Vandamál þau sem nú bíða úrlausnar verða ekki leyst án samkomulags við launþega- hreyfinguna í landinu, og í samráði við samtök atvinnu- rekenda; hina svokölluðu að- ila vinnumarkaðarins. Mest- ur hluti launþega hér á landi er innan Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins. Framsóknarflokkurinn á hins vegar fáa formælendur á þeim slóðum, og Alþýðu- flokksmenn eru færri innan ASÍ og BSRB en sjálfstæð- ismenn. Sjálfstæðisflokkur- inn nýtur trausts vinnuveit- enda í landinu umfram aðra flokka, hvort heldur er um að ræða lítil fyrirtæki eða stór. — Sjálfstæðismenn og Al- þýðubandalagsmenn eiga því augljóslega auðveldast með að fá aðila vinnumarkaðarins til að setjast á rökstóla og finna sameiginlega leið út úr vandanum. í utanríkis- og varnarmál- um ætti ekki að þurfa að verða óyfirstíganleg hindrun í vegi fyrir samstarfi þésara tveggja flokka. Alþýðubanda- lagið verður að bakka með sína stefnu, eins og það hefur raunar áður gert, og það í samstjórn við hina svonefndu vinstri flokka. Slíkt ætti að verða auðveldara í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, og síðustu atburðir í Afghanist- an og víðar ættu ekki að gera það erfiðara. Flokkarnir verða að ná málamiðlunarstefnu í af- stöðu sinni til stóriðju, og ætti slíkt ekki að vera ómögulegt í Ijósi yfirlýsinga sumra forystumanna þess fyrir kosningar. Má í því sambandi minna á að Hjör- leifur Guttormsson hefur lýst sig fylgjandi stóriðju við Reyðarfjörð. Flokkarnir verða að ná samstöðu um hve lengi sam- stjórn þeirra á að sitja. Æskilegasti tíminn yrði líklega til ársins 1981. Gætu kosningar þá farið fram í júnímánuði þá um vorið. Flokkarnir þyrftu þá að vera búnir að ná fullri samstöðu á Alþingi um breytta kjör- dæmaskipan, og væri þá eðli- legast að aftur yrði kosið haustið 1981. Stjórnartímabil þessara tveggja flokka yrði þá orðið tæplega tveggja ára langt, og afar sennilegt er að þá verði mestu vandamálin að baki. Þetta er skásti valkostur- inn sem nú er fyrir hendi, þótt ekki sé hann ef til vill góður að allra dómi. Það sem mikilvægast er hins vegar nú er að líta upp fyrir þrönga,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.