Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 13 Splunkunýr Skoda 1980 á kr. 2.690.000.- á meðan gengið helst óbreytt. — þetta er ekkert verð - Jafnframt skorar fundurinn á Sjómannasamband íslands að taka upp þá þætti í kröfum frandverkafólks sem að því snúa. Fundurinn skorar á farand- verkafólk um land allt að taka hagsmunamál sín til umræðu, halda fundi á verbúðum sínum, eða á vinnustöðum, og búa sig undir að fylgja kröfum sínum eftir í komandi samningalotu. Jafnframt skorar fundurinn á farandverkafólk að sækja fundi í verkalýðsfélögum á hverjum stað og taka þar upp málefni sín. Baráttuhópur farandverkafólks mun koma sér upp húsnæði og síma til þess að farandverkafólk á komandi vertíð geti haft samband hvert við annað og hægt verði að tengja saman krafta alls farand- verkafólks í landinu fyrir bættum kjörum þess, og annars verkafólks til sjós og lands. Farandverkafólk skipu- leggur kjarabaráttu sína M ÁLEFNI f arandverkafólks voru til umræðu á fundi sem haldinn var i Félagsstofnun stú- denta hinn 6. janúar síðastliðinn. Það var baráttuhópur um mál- efni farandverkafólks sem stóð fyrir fundinum, og voru þar raktar og kynntar kröfur farand- verkafólks um viðurkenningu réttinda sinna i kjarasamningum og reglugerðum. Á fundinum voru fimm frum- mælendur, þau Þorlákur Krist- insson, Björn Gíslason, Gunnar Karlsson, Erla Sigurðardóttir og Katarzyna Kasprzyk-Copeland, sem er ensk-pólsk. í frétt frá blaðafulltrúa ASÍ segir að miklar og fróðlegar um- ræður hafi orðið á fundinum, og þar var einnig samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Fundur haldinn þann 6. janúar 1980 í Félagsstofnun Stúdenta v/Hringbraut, um málefni farand- verkafólks, vekur athygli á að þrátt fyrir erfið lífskjör alls verkafólks í landinu verður far- andverkafólk tvímælalaust að oft um 70% af dagvinnutekjum þess, sem veldur því að það kemst í skuld við stöðvarvaldið ef vinna dregst saman, og vegna skipu- lagsleysis verkalýðshreyfingar- innar er þetta fólk oft réttlaust gagnvart hreyfingu sinni hvað snertir greiðslur úr sjúkra- og styrktarsjóðum, verkfallsbótum, atvinnuleysistryggingum og hefur ekki atkvæðisrétt í kjaradeilum. Félagsleg staða þessa fólks er hliðstæð því sem gerðist meðal meginþorra íslenskrar verka- lýðsstéttar, er hún í upphafi reis til skipulagðra átaka við umhverfi sitt. Barátta fyrir bættum kjörum og aðbúnaði þess ætti því að vera verkalýðshreyfingunni allri sér- stakt kappsmál. Fundurinn skorar á yfirstand- andi sambandsstjórnarfund V.M.S.I. að taka kröfur farand- verkafólks inn í kröfugerð sína og koma þeim inn í kröfugerð hreyf- ingarinnar allrar á komandi kjaramálaráðstefnu A.S.Í. þann 11. janúar n.k. teljast sá hópur verkalýðsstéttar- innar er minnstra réttinda nýtur og býr við lökust kjör. Fundurinn bendir á að enn er á íslandi verkafólk, sem verður að ferðast á milli staða til þess að selja vinnuafl sitt á lægsta verði, án þess að fá nokkurn ferðakostn- að greiddan, býr oft og tíðum við afar slæman húsakost og á sífellt yfir höfði sér fyrirvaralausan brottrekstur eftir geðþótta stöðv- arvaldsins. Fæðiskostnaður þessa hóps er Karl Helgason: „Blokk- skrift44 Hvað veldur því að skrift unga fólks- ins er svo stíllaus, eins og raun ber vitni og i aftur- för á síðari árum? Þessari spurningu verður ekki svarað nema á einn veg. Á fyrstu árum þegar börn læra að draga til stafs, sem nú er ekki lengur á heimilum heldur í skólum, er ekki nægilega vel fylgst með þeim og ég efast um að börnin hafi lengur þá skriftarfyrirmynd, sem hinn þekkti skriftarkennari Guð- mundur I. Guðjónsson gaf út á sínum tíma og reyndist mjög góð fyrir byrjendur. Nú er svo komið, að fjöldi, ekki aðeins barna og unglinga, heldur einnig yngra fólks á ýmsum aldurskeiðum, blandar saman venjulegri skrift og „blokk- skrift", svo í heild verður „hvorki fugl né fiskur". Blokkskrift getur verið góð, þar sem við á og falleg, sé hún vel gerð, en hún er bara önnur skriftartegund, sem alls ekki má blanda saman við venju- lega skrift. Ég tel skólana ekki vera nægilega á verði fyrir þessu, hvorki fylgjast svo vel með þessum „ósóma“, sem ég leyfi mér að kalla þetta skrift- arform, né nógu strangir við skriftarkennara að þeir láti nemendur fylgja þeim reglum, sem um þetta gilda. Það er engu minni ástæða að fylgjast vel með þessari námsgrein en hverri annarri. Skrift er vissu- lega ein þeirra námsgreina, sem síst ætti að vanrækja, svo oft og mikið þarf hver ein- staklingur á henni að halda þegar út í lífið er komið. Þetta þarf sannarlega að brýna bæði fyrir nemendum og kennurum. Skriftarpróf ætti síst að leggja minni áherslu á en ýmsar námsgreinar, sem oft gufa fljótt upp úr hugum hins unga fólks. Énn eru í gildi byrjun eins ljóðs: „að lesa og skrifa list er góð“. Karl Helgason. Á þessu frábæra verði bjóðast aðeins örfáir bílar, svo nú er um að gera að panta strax. |B JÖFUR HR Þú hringireða kemur og hann Rúnar Skarphéðins tekur einn frá fyrir þig. AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600 r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.