Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 39 íslenska landsliðið í Baltic Cup í V-Þýskalandi Sagt eftir leikinn Jóhann Ingi Gunnarsson sagði cftir icikinn: Ég er mjög ánægður með leikinn, sérstaklega fyrri hálf- leikinn. Þá tókst liðinu að leika agaðan handknattleik og af mik- illi skynsemi og mótspyrnan kom Þjóðverjum í opna skjöldu. Stenzel, þjálfari Vestur-Þjóð- verja: .— Þessi leikur var vel leikinn frá fyrstu til síðustu mínútu og þarna voru tvö lið, annað í uppbyggingu og hitt með heiður að verja og útkoman varð hörku- góður leikur. Áhorfendur sem voru 3712, þeir hjálpuðu vestur- þýska liðinu yfir erfiðan hjalla með því að hvetja það á réttum augnablikum. Það var gott að fá sona sterkan mótherja áður en við mætum Austur-Þjóðverjum, en sá leikur ræður útslitum í keppninni. íslenska liðið lék mjög vel tvo þriðju hluta leiksins en tapaði einbeitingunni. Liðið getur velgt hvaða liði sem er undir uggum, en lítil leikreynsla sagði til sín að þessu sinni. Bjarni Guðmundsson, 22 ára gamall hornamaður landsliðsins: — Leikur okkar í fyrri hálfleik hafði sýnt hvað þetta nýja lands- lið getur gert með samstöðu og baráttu. Slæmi kaflinn verður ekki lagaður með öðru en því að æfa meira og betur og að menn leggi sig enn frekar fram um það sem verið er að gera. Við erum líka fúsir til að leggja enn meira á okkur. Æfa enn betur. Það má ekki krefjast of mikils af þessu liði svona í byrjun, en ef það tekst að halda hópnum saman næstu tvö ár kemur fyrst í ljós árangur erfiðisins. Við þurfum að styrkj- ast verulega, allir í liðinu. Formaður HSl, Júlíus Haf- stein: .— Þetta var góður leikur af hálfu íslands. Ég er mjög ánægð- ur með allt skipulag hér í Vest- ur-Þýskalandi varðandi þessa keppni. Aðbúnaður er allur mjög góður og til fyrirmyndar. Nú er bara spurningin: tekst okkur að sigra Norðmenn á morgun? útn. KnlHa. • Bjarni Guðmundsson hefur átt góða leiki með landsliðinu í Baltic-keppninni. Hér er Bjarni í kröppum dansi á f jölum Laugardalshallarinnar í landsleik. Stóðu í heimsmeisturunum en reynsluna skorti þegar á leið Frá Guðmundi Guðjónssyni, fréttamanni Mbl. i Bremerhaven. ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik sýndi hvað hægt er að gera gegn sterkustu þjóðum heims ef leikið er af skynsemi og ögun og ef ekki hefði komið til 8 minútna kafli í upphafi síðari hálfleiks, þessi venjulegi, er engin leið að spá hver úrslit hefðu orðið. Svo jafn og spennandi hafði leikurinn verið allt fram í byrjun síðari hálfleiks að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri heimsmeistari eða hvort væri kornungt lið í uppbyggingu. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 8—8, þá var eins og slökkt væri á peru í átta mínútur og var þá staðan skyndilega orðin 16—9 fyrir Vestur-Þjóðverja, eða átta mörk gegn einu. Eftir það jafnaðist leikurinn aftur og til dæmis skoruðu Vestur-Þjóverjarnir aðeins eitt mark síðustu 9 minútur leiksins. Ekki í fyrsta skiptið sem „slæmi kaflinn“ fellir íslenskt landslið og má mikið vera ef ekki er löngu orðið um sálrænan hlut að ræða. Ef litið er á björtu hliðina var „slæmi kaflinn“ styttri en oft áður. Lokatölur þessa ágæta landsleiks urðu 18—12 fyrir Vestur-Þjóðverja eftir að þeir höfðu haft eitt mark yfir í hálfleik. 8—7. Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu var glæsilega leikinn. Liðið leyfði sér ekki að skjóta nema í öruggum færum og lék mjög agaðan handknattleik. Varnar- leikurinn var sterkur og vel tekið á móti. Virtist þessi mikli kraftur í íslenska liðinu koma þeim mjög í opna skjöldu. Þegar fyrri hálfleik- ur var hálfnaður var staðan 5—4, en oftast var ekki nema eins marks munur á liðunum. Slæmi kaflinn stóð í átta mínútur í byrjun síðari hálfleiks jafnaði Þorbergur leikinn fyrir ísland, 8—8, með þrumuskoti. Rétt fyrstu mínúturnar lék liðið jafn vel og í fyrri hálfleik og eftir 5 mínútna leik var staðan 10—9 fyrir heims- meistarana. Upp úr því fór að síga ísland — V-Þýskaland 12:18 á ógæfuhliðina. „Slæmi kaflinn" var byrjaður. Þjóðverjar skora hvorki meira né minna en sex mörk í röð án þess að íslendingum takist að svara. Að vísu gáfust góð tækifæri en Martin Hoffmann, hinn heimsfrægi markvörður, sá til þess að enginn bolti fór í netið. Var markvarsla hans á köflum hreint út sagt undraverð. Þegar níu mínútur eru til leiksloka er staðan í leiknum 17—10 og sigur Þjóðverja nokkuð öruggur. Loka- kafla leiksins tókst landanum að- eins að draga í land með því að skora tvö mörk á móti einu. Þrátt fyrir þessi úrslit sýndi íslenska liðið svo ekki var um að villast að þar eru menn framtíðar- innar á ferðinni. Ungu mennirnir voru nú einu sinni að leika við sjálfa heimsmeistarana í íþrótt- inni. Hvers er hægt að krefjast? íslenska liðið Markvarslan í leiknum var ekk- ert sérstök, skiptust Jens og Kristján á að vera inn á en virtust ekki finna sig og vörðu aðeins sjö skot báðir. Kristján varði fjögur og Jens þrjú. Liðið í heildina var nokkuð jafnt. Viggó Sigurðsson átti stórleik framan af fyrri hálf- leik en hann skoraði fimm af fyrstu sex mörkum íslands og bar hann nokkuð af í liðinu. Sóknar- leikurinn var lengst af skynsam- lega leikinn. Þó svo að enginn einn fyrir utan Viggó hafi verið afger- andi. Bjarni og Steindór stóðu þó vel fyrir sínu og eru á góðri leið með að verða traustustu menn landsliðsins. Nýting liðsins í sókn- arleiknum var 50% í fyrri hálf- leiknum. Varnarleikurinn var vel leikinn ef frá er skilinn þessi slæmi kafli í síðari hálfleiknum. Tekið var á Þjóðverjunum langt úti á vellinum og mörg leikkerfi þeirra stöðvuð í fæðingu. Bestu varnarmenn liðsins voru Friðrik Þorbjörnsson og Þorbjörn Jens- son. Mörk íslands: Viggó 6 þar af 2 víti, Bjarni Guðmundsson 2, Ólafur Jónsson, Steindór Gunnarsson, Þorbergur Aðalsteinsson og Stef- án Halldórsson eitt mark hver. Vestur-þýska liðið var mjög sterkt og lék vel. Bestu menn voru markvörðurinn Martin Hoffmann og Klaus Spies. Danir sigruóu Pólverja Nýting leikmanna Þorbergur Aðalsteinsson Viggó Sigurðsson Sigurður Sveinsson Bjarni Guðmundsson Steindór Gunnarsson Stefán Halldórsson Atli Hilmarsson Friðrik Þorbjörnsson Þorbjörn Jensson ólafur Jónsson 6 skot 1 mark 15 skot 6 mörk bolta glatað 1 sinni 1 skot 0 mörk 5 skot 2 mörk bolta glatað 1 sinni 1 skot 1 mark bolta glatað 1 sinni 3 skot 1 mark 4 skot 0 mark 0 skot 0 mark 0 skot 2 skot 1 mark ÞAU úrslit er komu mest á óvart í Baltic Cup-keppninni í gærkvöldi voru þau, að Danir sigruðu Pólverja með 22 mörkum gegn 20. Koma þessi úrslit sérstaklega á óvart vegna þess að í fyrsta leik sínum í keppninni sigraði B-lið Vestur-Þýskalands Dan- mörku með 16 mörkum gegn 13. Danir léku mjög vel á móti Pólverjum og verðskuld- uðu sigur í leiknum. Þá kemur á óvart hversu sterkir Norðmenn eru í keppn- inni. Það verður erfiður róður fyrir íslenska landsliðið í kvöld í Verder Allen en þá leika saman ísland og Noreg- ur. Norðmenn töpuðu aðeins með þrem mörkum fyrir Vestur-Þjóðverjum, 19—16, í fyrsta leik sínum og í gær- kvöldi með tveimur mörkum, 16—18, fyrir Austur-Þjóðverj- um. Góð frammistaða það. Rússar sigruðu Pólverja ör- ugglega í fyrrakvöld með 19 mörkum gegn 15, og B-lið Vestur-Þjóðverja í gær með 23 gegn 13. Staðan í riðlunum er nú þessi: A-riðill: A-Þýskaland V-Þýskaland Noregur lsland Staðan í B-riðli: Rússland Danmörk V-Þýskaland B-lið Pólland Það er athyglisvert að Pólland og ísland, sem íesu nu iynr SKommu hér á landi, eru í neðsta sæti í riðlunum. Á morgun leika Austur- og Vestur-Þjóðverjar og má ætla að það sé úrslitaleikur keppninnar. -þr. 2 2 0 0 43-31 2 2 0 0 37-28 2 0 0 2 32-37 2 0 0 2 27-53 2 2 0 0 42-28 2 10 1 35-36 2 10 1 39-26 2 0 0 0 42-35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.