Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 VfCP MORötlK/ k'AFf/NU Úr því þú ert að fara niður í kjallara, náðu þá í eina Cambertin frá 1974. Hugsaðu ekki um það, kunningi, þú færð bara nýtt pappírslak. Þú þarft ekki að brosa, — þetta er bara fyrir röntgendeildina. BRIDGE Sauðfé í sjóferð Hér fara á eftir tvö bréf um sjóferð nokkra sem nokkrar rollur bónda vestur á fjörðum urðu aðnjótandi, ef hægt er að taka svo til orða í þessu tilviki: „Ástæðan fyrir tilskrifi þessu er frétt í Morgunblaðinu 1.5. ’80, um einn góðan hrút sem hlotnaðist sá heiður að fá að ferðast með varðskipi frá Laugabóli í Arnar- firði og inn í Geirþjófsfjörð, til að gagna þar nokkrum rollum um fengitímann. Landleiðin til Geir- þjófsfjarðar mun vera ófær. Rollur þessar, sem ganga þarna sjálfala í skóglendi, að sögn blaðs- ins, misstu af þessari heimsókn um síðustu jól og hafa sjálfsagt verið sammála eiganda sínum, Aðalsteini Guðmundssyni á Laugabóli, að slíkur skaði mætti ekki ske aftur. Var því varðskip fengið til að flytja hrútinn. Manni furðar ekki lengur á því að kindakjöt og afurðir séu dýrar, þó niðurgreiddar séu, fyrst svo dýru tæki sem heilu varðskipi er siglt þessa leið fyrir fáeinar rolluskját- ur. Annað atriði vakti athygli mína við lestur þessarar greinar í Mbl., að beita sauðfé í skóglendi um vetrartímann og hélt ég satt að segja að slík rányrkja væri fyrir bí á Islandi. Sennilega hefur ekkert farið eins illa með íslensku skógana og vetrarbeit sauðfjár á undanförnum öldum og skógar- leifarnar í dag svo sorglega litlar að hörmulegt er að vita að ennþá skuli rollukjaftar naga greinar og brum íslenska birkisins. Virðingarfyllst Böðvar Guðmundsson Selfossi. Umsjón: Páll Bergsson Sjöunda og síðasta jólaþrautin var erfið. Þú varst með spil vesturs. gafst spilið og varst á hættu. Norður S. D109 H. 106 T. ÁKD7 L. KDG9 Vestur S Q H. ÁDG9842 T. G542 L. 4 Með hálfum huga opnaðir þú á þrem hjörtum og hrökkst dálítið við þegar norður doblaði. Austur sagði píss og eftir dálitla umhugs- un sagði suður þrjá spaða. Þú andaðir léttar og eftir þrjú pöss spilaðir þú út lauffjarka. Fyrsta slaginn tók makker með ás en suður lét sjöið. Áður en varði hafði makker skipt í hjartafimm, suður lét sjöið, þú fékkst á gosann og í hjartaásinn lét austur þrist- inn en suður kónginn. Eðlilega voru það þér dálítil vonbrigði, að makker skyldi skipta í hjarta í stað þess að spila laufi svo þú gætir trompað með eina trompinu þínu. Sjálfsagt hafði hann sínar ástæður en hverju ætlaðir þú að spila þegar hér var komið? Sjálfsagt hefur makker ekki verið alveg viss um hvort þú ættir eitt eða tvö lauf. Og ætla verður, að hann sjái á sínum spilum, að þú átt ekki mörg tromp. Aðeins eitt spil á hendi austurs gefur vörn- inni möguleika og það er trompás- inn. Norður S. D109 H. 106 4 T. ÁKD7 ge^tur L. KDG9 H. ÁDG9842 T. G542 „ . , . Suður 4 S. K8765 H. K7 T. 983 L. 1072 Þú spilar hjarta, sem makker trompar eðlilega með ásnum og eftir þetta er vandalaust fyrir hann að spila laufi svo þú getir loks trompað. Glæsileg vörn og eina leiðin til að hnekkja spilinu. Austur S. Á432 H. 53 T. 106 L. Á8653 Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islensku 15 - Hér? — Hér eða elnhvers staðar. Það er ekki auðvelt að skýra þetta. Hann gerði þetta svo eðiilega að það var ekki hægt að verða reiður út í hann. Ég þekki aðeins eina sem kom hér á eftir mér og fór sína leið þriðja daginn og skellti á eftir sér. — Hver vissi að miðvikudag- ur var yðar dagur? — Ég býst við að ailir hafi vitað það. Ég fór með honum niður og við settumst saman inn i bílinn. Hann dró ekki dui á neitt. Þvert á móti. — Hver vann hér í þessari skrifstofu á undan yður? — Frú Chazeau. Hún cr hin- um megin við ganginn núna. Hún er tuttugu og sex ára og fráskilin. — Er hún falieg? — Já, og hún er mjög vel vaxin. Það dytti aldrei neinum i hug að kalla hana Giraffann. — Var hún ekkert beizk í yðar garð? — Fyrst horfði hún stundum á mig og brosti undirfurðulega. Ég hugsa hún hafi búizt við þvi hann yrði fljótlega þreyttur á mér. — Hélt hún áfram sambandi við hann? — Það held ég. Hún var oít eftir þegar vinnu var lokið og við vissum, hvað það þýddi. — En hún sýndi aldrei hún væri reið? — Ekki þegar ég var nær- stödd. Henní virtist finnast ég hlægileg. Það er fjöidi manns sem tekur mig alls ekki alvar- lega. Meira að segja móðir min kemur fram við mig eins og smástelpu. — Það gæti ekki hugsast að hún hafi viijað hefna sin? — Nei. Hún er ekkert þann- ig. Hún er iika með ýmsum öðrum. Henni var oft boðið út og skemmtir sér töluvert hressi- lega. — Og sú þriðja? — Aline, hún er næstyngst, þvi að ég er yngst. Hún er tuttugu og tveggja ára. dökk- hærð. dálitið duttlungafull og með tilgerð stundum. I morgun leið yfir hana eða hún lét að minnsta kosti eins og liði yfir sig og á eftir fór hún að gráta og hljóða. — Var hún hér þegar þér byrjuðuð? — Já, hún vann i stórverzlun og þegar hún sá auglýsinguna ákvað hún að breyta til. Þær hafa aliar komið eftir auglýs- ingu. — Var einhver þeirra svo hrifin af honum að hún hefði getað skotið hann? — Madame Blanche hafði sagt að hún hefði séð í karl- mannsveru milli bilanna. En gat það ekki hafa verið kona. Það hafði verið skuggsýnt þeg- ar athurðurinn gerðist. — Það held ég alls ekki. Það var ekkert svoleiðis, sagði Giraffinn. — Ekki heldur kona hans? — Hún er ekki afbrýðisöm. Hún lifir eins og henni hentar. Fyrir hana var hann kunningi eða vinur sem var gott að eiga. — Var hann þægilegur mað- ur? Hún hugsaði sig um. — Já. þegar maður þekkti hann. Fyrst fannst manni hann frekur og hrokafuliur. Hann lék hlutverk hins volduga yfir- manns. Hann leit á það sem sjálfsagðan hlut að aliar konur þýddust hann. En þegar maður kynntist honum betur varð manni ljóst að hann var einfald- ari en hann vildi vera láta. Og auðsærðari. „Hvað finnst þér um mig?“ gat hann átt tii að spyrja sérstaklega eftir að við höfðum notist. „Hvað viljið þér að ég segi?“ „Elskarðu mig? Viðurkenndu að þú gerir það ekki.“ „Það fer eftir því hvað þér eigið við með því. Mér líður afar vel með yður ef þér viljið endilega vita það.“ „Ef ég yrði þreyttur á þér, hvað myndi þá gerast?“ „Ég veit það ekki. Eg yrði víst að sætta mig við það.“ „Og hinar á skrifstofunni. Hvað myndu þær segja?“ „Ekkert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.