Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 23 ímyndaða flokkshagsmuni, og líta til þjóðarheillar — Sjálfstæðismönnum eins og öðrum hlýtur að vera ljóst að þjóðarheill og flokksheill hljóta og eiga að fara saman. Pétur Rafnsson formaður Heimdallar: Stjórnar- myndunar- viðræður flokkanna Mér þótti það hálfnapurt fyrir formann Sjálfstæðis- flokksins að fá umboð til stjórnarmyndunartilrauna í miðri jólavikunni. Ekki síst þegar tillit er tekið til þess, að þeir forkólfar, sem þurftu 6—8 vikur til að útbúa vinstristjórnarbræðinginn 1978, höfðu enn einu sinni gefist upp. Enginn hafði í raun verið að hugsa um þjóðarhag, heldur hugsan- lega útkomu hver fyrir sinn flokk og sinn eigin rass. Að sjálfsögðu reyndust Alþýðu- bandalagsmenn þar mestir auglýsingaskrumarar og eig- inhagsmunamenn. Það er kominn tími til þess, að fólk geri sér grein fyrir því, að stór hluti ráða- manna Alþýðubandalagsins er og verður andsnúinn öllum þjóðþrifamálum, sem aðrir flokkar benda á, alla vega hvað snertir efnahagsmál. Alþýðubandalagið er ekki flokkur framfara, heldur niðurrifs og stéttastríðs. Hvað tilraun formanns Sjálf- stæðisflokksins til myndunar þjóðstjórnar snertir, er ég þess fullviss, að hún brotnar á frekju og einstrengingsleg- um hugsunarhætti forustu- manna Alþýðubandalagsins. Bætt lífskjör nást ekki með undanlátssemi við Alþýðu- bandalagsforustuna. Síðasta dæmið um hugsunarhátt og vinnubrögð kommúnista er innrás Rússa í Afganistan. Það er dæmigert fyrir það, hvernig þeir sitja um hvert tækifæri til að drottna yfir öðrum. Þeir hafa heldur ekki látið tækifærin ónotuð íslensku skoðanabræðurnir þeirra. Áróður Alþýðubanda- lagsmanna fyrir því, að ein- staklingurinn sé lítils eða einskis megnugur, hafa borið töluverðan árangur undan- farinn áratug. Hér skal allt þjóðnýta er þeirra allsherjar boðorð. Formaður Framsóknar- flokksins virðist hafa fengið það í vöggugjöf, að sjálfstæð- ismenn séu ómögulegir til hvers kyns samvinnu. Hann hefur látið það óspart í ljós bæði fyrir og eftir kosningar, að slík samvinna sé óhugs- andi og þar með skapað fleiri vandamál en hann hefur leyst. Þannig hljóta viðræður um þjóðstjórn að vera til- gangslausar við óbreyttar að- stæður. Skilyrðin hljóta því að vera allt önnur en nú, til að Sjálfstæðisflokkurinn nái samkomulagi við framsókn og krata. Samkomulag við Alþýðubandalagið hlýtur að vera útilokað meðan verka- lýðsarmurinn hefur ekki töglin og hagldirnar í þeim flokki. í kosningunum fékk ekki neinn einstakur flokkur af- dráttarlausa traustsyfirlýs- ingu. Þess vegna verða lýð- ræðisflokkarnir að gera sér ljóst að einungis samstaða þeirra getur leyst öll þau stóru vandamál, sem hrjá þjóðina. London. 9. janúar. AP. BANDALAGSRÍKI Bandaríkjanna halda áfram að fordæma innrás Rússa í Afghanistan, en fá þeirra eru reiðubúin að fara að dæmi Bandaríkjamanna og grípa til refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum. Þörf á hráefnum og von um að enn megi bjarga slökuninni í sambúð Austurs og Vesturs hafa átt þátt í því að sumar þjóðir hafa verið tregar til að gera meira en að fordæma aðgerðir Rússa. Dæmigerð voru ummæli starfsmanns japanska utanríkisráðuneytisins í dag: „Allar harðar efnahagslegar refsiaðgerðir gætu skaðað japanskt efnahagslíf.“ En nokkur ríki hafa gert ákveðnar ráðstafanir eins og fram kemur í þessari syrpu hér á eftir. Afstaða Frakka til innrásar Sovétmanna í Afghanistan: Innrásin „kjaftshögg“ á slökunarstefnuna Afgreiðsla sovézkra skipa í Bandaríkjunum bönnuð New York, 9. jan. AP. Afgreiðsla bönnuð Samband bandarískra hafnarverkamanna bannaði í dag lestun og losun sovézkra skipa í bandarískum hðfnum vegna innrásar Sovétmanna í Afghanistan. Leyfð verður þó lestun og losun sovézkra skipa sem þegar eru í banda- rískum höfnum. Forseti sambandsins sagði, að verkamennirnir hefðu verið hafðir með í ráðum, „og með þessu sýndu þeir að bændur eru ekki þeir einu sem verða að færa fórnir í þágu Bandaríkj- anna,“ en bændur hafa kvartað sáran undan þeirri ákvörðun Carters forseta að setja bann á kornsölu til Sovétríkjanna vegna atburð- anna í Afghanistan þar sem bannið kæmi hart niður á þeim. Carter forseti tilkynnti í dag aukinn fjárhagslegan stuðning við bændur vegna bannsins. Búist er við, að bæði kornsölubannið og af- greiðslubann hafnarverka- mannanna komi hart niður á Sovétmönnum. Frakkar fordæma París, 9. jan. AP Frakklandsstjórn for- dæmdi innrás Sovétmanna í Afghanistan formlega í dag, og voru aðgerðir Sovét- manna sagðir „í blóra við undirstöðuatriði" franskrar stefnu og alþjóðleg sam- skipti. Tilkynningin var birt eftir ríkisstjórnarfund, sem Gisc- ard forseti stýrði, en á fund- inum átti hann langt síma- samtal við Carter forseta um atburðina í Afghanistan og íran. Sagði í tilkynningu Frakk- landsstjórnar, að aðgerðir Sovétmanna „væru kjafts- högg“ á slökunarstefnuna, sem Frakkar styddu af ein- lægni, en ekki án skilyrða. Leiðtoga- fundur París, 9. jan. AP. Giscard Frakklandsforseti og Schmidt, kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, hittust í dag og ræddust við í 2Vfe klukku- stund um atburðina í Mið- Asíu, en ekki fóru fregnir af hvort leiðtogarnir náðu sam- komulagi um sameiginlega afstöðu til málanna. Schmidt sagði hins vegar í dag að ekki ætti að hætta við viðræður og samkomulag austrænna og vestrænna ríkja á sviði afvopnunar, viðskipta og slökunar vegna íhlutunar Sovétmanna í Af- ghanistan. Sagðist hann vona að Madríd-fundur næsta haust, sem hugsaður væri sem framhald Hel- sinki-ráðstefnunnar frá 1971, félli ekki niður. Aðgerðir Ástrala Sydney, 9. jan. AP. Malcolm Fraser, forsætis- ráðherra Ástralíu, tilkynnti í dag að Ástralir hefðu ákveð- ið ýmsar refsiaðgerðir vegna íhlutunar Rússa í Afghanist- an. Skýrði Fraser m.a. frá því, að ef Bandaríkin ákvæðu að senda ekki íþróttafólk á Ólympíuleikana í Moskvu í sumir færu Ástralir að dæmi þeirra. Að auki hafa Ástralir ákveðið að selja Sovét- mönnum ekki gramm af hveiti umfram gerða samn- inga, sem þýðir að þangað geta Sdvétmann ekki leitað vegna kornsölubanns Banda- ríkjamanna. Einnig hafa Ástralir ákveðið að hætta öllum viðræðum og fresta eða fella úr gildi um óákveð- inn tíma samninga um fisk- veiðimál, endurskoðaðar verða ferðir sovézkra fragt- og skemmtiferðaskipa til Astralíu, sovézkum rann- sóknaskipum verður ekki leyft að koma inn á ástralsk- ar hafnir, starfsfólki sovézka flugfélagsins Aeroflot verður vísað úr landi og ekki fallist á beiðni flugfélagsins um beinar flugferðir milli Sov- étríkjanna og Ástralíu, hætt verður við öll samskipti á sviði vísinda og lista um óákveðinn tíma svo og allar opinberar viðræður ríkjanna. Aðgerðum stjórnarinnar hefur verið vel tekið í land- inu. ítalir hætta Róm, 9. jan. AP. Ennfremur hafa ítölsk yf- irvöld ákveðið að hætta allri aðstoð við Afghanistan og sendiherra landsins þar og ítalir, sem starfa í landinu, verða kvaddir heim. Korn- fundur Tilkynnt var í Buenos Air- es í dag, að Argentínumenn myndu senda áheyrnarfull- trúa á fund kornframleiðslu- fulltrúa í Washington á föstudag þar sem rætt verð- ur um kornsölubann á Sov- étríkin vegna íhlutunar þeirra og innrásar í Afghan- istan. Sovéskar herbúðir í Afghanistan — einar af mörgum i landinu. Nú eru yfir 100 þúsund sovéskir hermenn í Afghanistan að talið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.