Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 31 Minning: Sigurður Jónsson verkfræðingur Fæddur 18. júní 1899. Dáinn 31. desember 1979. Sigurður Jónsson forstjóri lézt á Landakotsspítala aðfaranótt 31. desember s.l. eftir stutta legu á sjúkrahúsinu. Sigurður fæddist að Ærlækjar- seli í Axarfirði, sonur hjónanna Sigurveigar Sigurðardóttur og Jóns Gauta Jónssonar bónda á Gautlöndum. Stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík lauk Sigurður 1922 og prófi í byggingarverkfræði frá Norges Tekniska Högskole í Þrándheimi (sérgrein: fossvirkj- un) 1926. Bæjarverkfræðingur Akureyrar var hann 1926-1928. Verkfræð- ingur hjá Entreprenörfél. Kamp- mann Kjerulf og Saxild í Kaup- mannahöfn árin 1928—1932. Á þessum árum hafði hann yfir- umsjón með byggingu Grófar- bryggjunnar í Reykjavíkurhöfn, ennfremur hafði Sigurður yfir- umsjón með byggingu hafnar- bakka í Siglufjarðarhöfn og fékk Sigurður h.f. Hamar til þess að framkvæma járnvinnuna í bæði þessi verk, t.d. setti Hamar upp smiðju á Siglufirði, með járniðn- aðarmönnum, verkstjóra og skrifstofumanni og stóð þessi vinna á Siglufirði í um 4 mánuði. Sigurður var mikill áhuga- og dugnaðarmaður, og gerði hann mikla kröfu til sjálfs sín og annarra sem hann hafði undir stjórn sinni. Þetta voru fyrstu kynni mín af Sigurði. Árið 1932 var Sigurður ráðinn forstjóri Slippfélagsins í Guðrún Eyjólfsdóttir frá Botnum - Minning Fædd 9. október 1891. Dáin 1. janúar 1980. Guðrún Eyjólfsdóttir var komin af traustum, skaftfellskum bændaættum og jafnan kennd við Botna í Meðallandl. Þessi bær má heita umluktur hrauntungum Skaftáreldahrauns, og á ungdóms- árum Guðrúnar var hann auk þess umvafinn blátærum straumvötn- um með fádæma fögru fuglalífi, sem allt til saman söng guði dýrð með sínu lagi. Var þetta umhverfi, sem gæddi Guðrúnu þeim hug- arstyrk og ró, sem einkenndi allt líf hennar? í þessu umhverfi fæddist Guð- rún 9. okt. 1891 á fjölmennu fyrirmyndarheimili foreldra sinna, Vilborgar Þorsteinsdóttur og Eyjólfs Eyjólfssonar. Við þau skilyrði, sem fyrr segir, ólst Guð- rún upp við almenn sveitastörf og m.a. göngur og smalamennsku og brá ekki við, þótt eltingaleikurinn bærist stundum út í hraunkarg- ann, eins og það var kallað, því að henni var létt um fót á þeim árum. Þannig liðu árin í Botnum. Guðrún var um árabil önnur hönd foreldra sinna. Faðir hennar veiktist af illkynja útvortisígerð og var um tíma mikið undir læknishendi. Náði hann aðeins litlum vinnukröftum eftir það. Þá var móðir hennar langþreytt orðin og heilsuveil. Þess vegna hvíldi bústjórnin um mörg ár á Guð- rúnu, en formlega tók hún við búsforráðum árið 1927. Þá réð hún til sín ráðsmann, Eyjólf Davíðs- son, sem hafði verið vinnumaður í Botnum síðustu fjögur árin, áður en hún tók við búinu, og var því kunnugur öllum aðstæðum. Guðrún eignaðist son með ráðs- manni sínum, og var hann látinn heita Eyjólfur. Var þá kominn alnafni föður hennar. Eins og gefur að skilja, vakti þessi ungi sveinn mikla gleði allra á heimil- inu, og hann breytti ósjálfrátt öllu til hins betra. Þannig liðu árin hvert af öðru. Hinn 12. desember 1949 dró skyndilega ský fyrir sólu, þegar húsbóndinn lézt snögglega. Þau mæðgin voru nú ein eftir í Botnum og einangrun mikil, enginn sími og tíu kílómetrar til næsta bæjar. Var því næsta sjálfgert, að veru þeirra lyki í Botnum við þessar aðstæður. Vorið eftir, 1950, fóru þau mæðgin þaðan alfarin og dvöldust eitt ár hjá Eyjólfi, bróður Guðrún- ar, á Hnausum í Meðallandi. Árið eftir fluttust þau svo vestur í Borgarfjörð að Hesti til Guð- mundar Péturssonar. Þar dvaldist Guðrún lengst af, en sonurinn lauk búfræðinámi á Hvanneyri og vann á Hesti þess í milli. Árið 1962 fluttust þau mæðgin til Reykjavíkur og keyptu sér fljótlega íbúð að Sundlaugavegi 24. Þar hafa þau búið saman með miklum myndarbrag og órofa elsku og virðingu, sem aldrei hefur fallið skuggi á, þar til Guðrún lézt á nýársdag. Áð endingu þakka ég hinni látnu vinkonu minni fölskvalausa tryggð allt frá því, er ég ungur að árum dvaldist um tíma á heimili foreldra hennar í Botnum. Ég hugsa með hlýju til vina minna, Eyjólfs á Hnausum, sem sér nú á bak systur sinni, háaldraður, og Eyjólfs yngra, sem reyndist móð- ur sinni óvenjugóður drengur og bjó henni fagurt og friðsælt ævi- kvöld. Blessuð sé minning hennar. Eirikur Ormsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö fráfall fööur okkar, BJÖRNS L. BLÖNDAL, Lérus t». Blöndal, Hjördís Ström, Bergljót B. Blöndal, Jóhann Jónsson. Reykjavík og gegndi hann því starfi til 1. júlí 1968. Sigurður var mjög vandlátur í ráðningu manna, t.d. sagðist hann ekki taka forstjórastöðuna nema hann fengi Þórð Stefánsson, kaf- ara og verkstjóra sem vann þá hjá Hamri h.f. Þessu fékk hann fram- gengt og réði hann Þórð sem yfirverkstjóra í Slippfélaginu. Þórður hafði verkstjórn á vinnu við uppsetningu dráttarbrautanna og járnbentri steypuundirstöðu hliðarfærslubrautanna og hann sá um köfunarvinnuna við lagningu teina út í sjóinn. Öll þessi verk Sigurðar viðvíkj- andi byggingum Slippfélagsins voru mikil og vandasöm og leysti hann þau öll af hendi af mikilli prýði og vandvirkni. Þann 4. marz 1931 kvæntist Sigurður Kristjönu Hannesdóttur Hafstein skálds og ráðherra. Börn þeirra: Ragnheiður, gift Walter Lentz, gleraugnasérfræðingi, Jón Hannes skipaverkfræðingur, gift- ur Hlaðgerði Laxdal, Örn, arki- tekt, var giftur Kristínu Þorvalds- dóttur og Hrafn skrifstofustjóri, giftur Guðrúnu Hannesdóttur. Barnabörnin eru átta. Kristjana lézt 22. maí 1952. Þann 13. marz 1966 kvæntist Sigurður Þóru Emilíu Maríu Júlí- usdóttur Havsteens sýslumanns, Húsavík og k.h. Þórunnar Jóns- dóttur fræðslumálastjóra Þórar- inssonar. Þau slitu samvistum eftir skamma sambúð. Eftirlifandi kona Sigurðar er Ragna Ragnarsdóttir, dóttir hjón- anna Guðrúnar Hjaltadóttur og Ragnars Bjarnasonar, heitins, skipstjóra frá ísafirði, og eiga þau einn son, Ragnar, myndarpilt, sem nú er í menntaskóla. Frú Ragna er myndarhúsmóðir og hefir hún annast mann sinn af stakri um- hyggju og alúð í veikindum hans síðustu árin og hefir hún reynzt börnum Sigurðar sem bezta móðir. Um leið og ég kveð vin minn Sigurð, votta ég fjölskyldu hans dýpstu samúð. Jón Gunnarsson. í dag verður jarðsettur frá Fossvogskirkju Sigurður Jónsson verkfræðingur. Þegar ég sezt niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um gamlan hús- bónda, er margs að minnast frá löngum tíma. Ég ætla ekki að fjölyrða um ætterni, dugnað eða störf Sigurðar, það munu aðrir gera, heldur minnast góðra stunda með honum. í góðra vina hópi og á gleðistundum lék Sigurður á alls oddi og var hrókur alls fagnaðar. Þó held ég að ég megi fullyrða, að Sigurður undi sér hvað bézt í sumarbústað sínum á Þingvöllum, í þeim friðsæla reit, í faðmi blárra fjalla. Sigurður átti miklu barnaláni að fagna, þess naut hann síðustu árin, er hann átti við veikindi og sjúkralegur að stríða, og ekki hvað sízt naut hann umhyggju ágætrar eiginkonu sinnar, Rögnu, sem var honum mikill styrkur alla tíð. Fyrir hönd gamalla starfs- manna Slippfélagsins sendi ég, á þessari kveðjustundu, innilegar samúðarkveðjur eiginkonu og öll- um ættingjum. Blessuð sé minning Sigurðar Jónssonar. Þórarinn Sveinsson. Töskuúrvalið er í hámarki hjá okkur í Pennanum þessa dagana. • Skjalatöskur, • skólatöskur og • feröatöskur í mörgum stæröum og geröum. Ótrúlega hagstætt verð. Hafnarstræti 18 Laugavegi84 Hallarmúla 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.