Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Sauðburður stendur nú yfir í Gunnarsholti á Rangárvöllum eins og frá var skýrt í Morgunblað- inu í gær. Alls munu um þrjátíu ær eiga lömb á þessum óvenjulega sauð- burðartíma, og lömbin munu líklega verða um fimmtíu talsins. Ærnar eru í eigu Gunnarsholts- búsins, en þessar tilraun- ir sem þarna er verið að gera eru á vegum mark- aðsnefndar landbúnaðar- ins. Umsjón með tilraun- unum hefur Ólafur Dýrmundsson ráðunaut- ur. Leita nýrra leiða í landbúnaði „Hér er verið að leita nýrra leiða 1 landbúnaðinum", sagði Ólafur er blaðamenn hittu hann fyrir austan í fyrradag, „og ef vel tekst til má búast við að bændur muni í ein- hverju notfæra sér þá mögu- leika sem sauðburður á þess- um árstíma býður uppá. Þeim lömbum sem fæðast Það er nú ekki amalegt að fá smá upplyftingu í sauðburði svona í svartasta skammdeginu! Páskalömb nýfædd á óvenjulegum sauðburðartíma í Gunnarsholti núna verður slátrað fyrir páska, og verður kjötið sent ferskt á markað í Evrópu, aðallega í Kaupmannahöfn. Margir vilja hafa „páskalamb“ á borðum hjá sér um páskana, og þar sem fólk vill fremur ferskt kjöt en fryst verður það flutt út flugleiðis, beint á markað, glænýtt." Ólafur sagði enn fremur, að hugsanlega væri mikill mark- aður fyrir hendi í Evrópu og Bandaríkjunum og víðar fyrir kjöt af þessu tagi, enda væri það allútbreiddur siður að borða páskalömb, svo sem meðal Grikkja og fólks af grísku bergi brotnu og fleiri. Ær á hormóna- meðferð „Fyrsta skrefið var að fá ærnar til að beiða,“ sagði Ólafur, er hann var spurður hvernig farið væri að því að festa ánum fang á svo óvenjul- egum árstíma. „Það var gert með því að gefa þeim hormón- alyf í um það bil hálfan mánuð, og beiddu þær þá allar á sama degi. — Þá var hrútum hleypt til ánna, og virtist ekkert vera því til fyrirstöðu að þeir lembdu ærnar, en oft hefur verið talið að þeir hafi nær enga kynkvöt á þessum tíma árs. Alls voru það 34 ær sem hleypt var til, en 27 þeirra festu fang eða um 80% Það er allgott hlutfall miðað við þennan árstíma, en á venjulegum fengitíma hjá íslensku sauðfé fá milli 97 og 98% ánna. Er íslenski fjár- stofninn einn sá frjósamasti í heiminum hvað þetta snertir, þó aðrir fjárstofnar gefi að vísu fleiri lömb á hverja á.“ Ólafur sagði að ærnar hefðu sumar verið geldær frá því í fyrra, en frá öðrum voru lömbin tekin í byrjun ágúst. Þessar ær voru valdar vegna þess að samkomulag tókst við búið í Gunnarsholti, og þær voru allar í heimahögum, en höfðu ekki verið settar á afrétt um sumarið. — Til gamans má geta þess að ær þessar eru að mestum hluta til komnar frá Vestmannaeyjum, úr þeim fjárstofni sem þar var fyrir gos. Tuttugu og f jórar ær þegar bornar Að sögn Ólafs hafa 24 ær þegar borið lifandi lömbum, og hefur burðurinn yfirleitt gengið vel. Lömbin eru stór og hraust, og virðast ætla að þroskast eðlilega, þó of snemmt sé að vísu um það að spá enn. Flestar eru ærnar tvílembdar, nokkrar eru þrílembdar og fáeinar ein- lembdar, og verða lömbin því ólafur Dýrmundsson ráðunautur með tvö hinna nýfæddu lamba i Gunnars- holti, annað bildótt og hitt hálsótt. Myndirnar tók Ragnar Axelsson. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í Gunnarsholti og ólafur Dýrmundsson virða féð fyrir sér, þar sem hinar nýbornu ær eru í hrútastíunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.